Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 2
ÚRJÓNSBÓK
Lofsverð tilraun
Ég hafði á þriðjudag fengið mér sæti,
óhamingjusamur og áhyggjufullur, inni í litlu
ráðgjafaherbergi á leiðbeiningastöð íslenska
hamingjufélagsins og horfðist í augu við
stilltan og góðlegan mann sem brosti vin-
gjarnlega um leið og hann bauð mig velkom-
inn. Ég hafði pantað viðtalstíma á laun; vildi
ekki raska jafnaðargeði eiginkonunnar með
því að gefa henni óbeint í skyn að ég væri
hvorki hamingjusamur né áhyggjulaus — og
nú var ég sestur til viðtals að loknum venju-
legum vinnudegi og hafði hringt áður í eigin-
konuna, svo að hún yrði ekki kvíðafull, og
skrökvaði að henni að ég tefðist svolítið
vegna framhjáhalds.
Ráðgjafi íslenska hamingjufélagsins hall-
aði sér framá skrifborðið og spurði umbúða-
laust: „Ertu óhamingjusamur á íslandi?" Ég
kinkaði kolli í skrykkjum og þunglega eins
og upptrekkt brúða í þann veginn að ganga
út. „Hvers vegna í ósköpunum, kæri vinur,“
hélt hann áfram. „Hvers vegna að vera
óhamingjusamur hérna á Islandi!? Hérna —
í öllu þessu tæra lofti á fallegasta landi í ver-
öldinni og þó víðar væri leitað? Tókstu ekki
eftir að hver einasti blaðamaður á leiðtoga-
fundinum hafði orð á hversu landið væri fal-
legt, loftið tært og þjóðin yndisleg? Heldurðu
að virtir menn í heimspressunni fari með
eitthvert fleipur? Það er í sjúklegri andstöðu
við heilbrigða frjálshyggju og almenna skyn-
semi að vera óhamingjusamur uppi á fslandi.
Þú veist það, vinur minn, innst inni.“
Ég svaraði engu.
„Þú veist það innst inni, ekki satt?“ endur-
tók ráðgjafinn og blíndi óhvikum sjónum
beint framan í mig eins og hann sæi gegnum
húð og höfuðkúpu og á kaf í sál mína.
Eftir stundarþögn sagðist ég vita það innst
inni. „En ég er samt óhamingjusamur," bætti
ég við. „Ég losna ekki við áhyggjurnar þó að
ég sjái allt í kring jákvæðan árangur af frjáls-
hyggjunni og fylli lungun af þessu tæra lofti
sem þú talar um; mér versnar bara kvefið."
„Mjög alvarlegt!"
„Ég finn enga leið út úr ógöngunum þó að
ég gangi upp á þessi hrikafögru fjöll; ég fæ
bara harðsperrur og kemst ekki hjálparlaust
í sokka í tvo daga. Eg á öll bindin af „Landið
þitt"; ég braggast ekkert þó að ég skoði
myndirnar."
„Mjög alvarlegt."
„Og þessi yndislega þjóð,“ hélt ég áfram
næstum með grátstaf í kverkunum, „allt
þetta fallega fólk. Mér er alveg sama hvað
heimspressan segir; þetta fólk fer hreinlega
stundum í taugarnar á mér.“
Ráðgjafinn hallaði sér aftur í sæti sínu,
studdi olnboga á stólbríkina og fitlaði nett-
um fingrum í hökutoppnum, þenkjandi á
svip.
„Þú er mjög alvarlegt tilfelli," sagði hann
loks.
„Þakka þér innilega fyrir,“ tuldraði ég og
saug reykeitrið djúpt niður í berkjurnar. „Ég
var einmitt að vona það.“
Ráðgjafinn dró fingurna út úr hökutoppn-
um, greip penna af borðinu og benti með
honum á nefrótina milli augna mér.
„Leiðbeiningastöð íslenska hamingjufé-
lagsins var komið á laggirnar til þess að
hjálpa fólki eins og þér að verða hamingju-
samt og áhyggjulaust. Forskriftin er einföld
en krefst ögunar og alhliða endurvæðingar.
Þú skalt skrifa hana niður svo að þú gleymir
henni ekki."
Hann fékk mér blað og pennann, sem
hann hafði haldið á, og þrumaði síðan lát-
laust:
„í fy/sta lagi: Sá sem vill höndla hamingj-
una á Islandi verður að læra að njóta þess að
vera samvistum við íslendinga og öðlast trú
á umbótavilja stjórnvalda, hæglyndi verka-
lýðsleiðtoga, hina nýju ásjónu Alþýðuflokks-
ins og gildi frjálshyggjunnar fyrir þá sem
frelsið gengur út yfir. Ekkert er gallalaust
með öllu ef grannt er skoðað; það eru jafnvel
steypuskemmdir í æðsta helgidómi þjóðar-
innar aftan við manninn sem fann Ameríku
og lagði þar með grundvöll að aronskunni.
Við megum ekki einblína á galla frjálshyggj-
unnar og láta áhyggjur vegna þeirra spilla
fyrir okkur tækifærinu til að vera hamingju-
söm á Islandi. Fáðu þér tölvu og farsíma og
vertu með okkur hinum í leiknum. Með far-
símanum kemstu í persónulegt samband við
alla hina sem eru hamingjusamir, hvar sem
er og hvenær sem er. Menn eru smám saman
að öðlast skilning á gildi farsímans. Hver veit
nema tíðkist fljólega að ættingjar láti farsíma
ofan í kistuna hjá hinum framliðna ásamt
Passíusálmunum. Það er þá hægt að fullvissa
sig um að hann sé eilíflega hamingjusamur
ef hann svarar ekki. Og farsíminn getur
þannig leyst úr vandræðum þess sem er
kviksettur, ha ha!“
Ég fölnaði upp.
„En vertu hughraustur, vinur minn. Lækn-
ar á íslandi eru á svo lágum launum að þeir
úrskurða sjúkling ekki dauðan fyrr en hann
er orðinn svo kaldur að gengi vitfirringu
næst að ætla sér að reyna að hafa út úr hon-
um fleiri tíma á sérfræðingataxta. Við á leið-
beiningastöð íslenska hamingjufélagsins
segjum ávallt: Á íslandi er ekkert að óttast
nema næsta gjalddaga og þá er bara að hafa
yfir orð sálmaskáldsins góða: „Kom þú sæll
þegar þú vilt“. Og í öðru lagi. .
Ráðgjafinn skáskaut augunum á úrið sitt.
„... í öðru lagi eru þetta tólfhundruð
krónur.“
Ég hætti að skrifa og leit á hann með
spurnarsvip.
„Tólfhundruð krónur fyrir hvað?“
„Hef ég ekki bent þér á gildi frjálshyggj-
unnar og nauðsyn þess að þú fáir þér tölvu
og farsíma? Hef ég ekki vakið athygli þína á
tæru loftinu, landinu fagra og þessari yndis-
legu þjóð og hversu andstætt það er allri heil-
brigðri skynsemi að þjást hérna af áhyggj-
um? Sérðu ekki öll dæmin í kringum þig?
Forráðamenn steinullarverksmiðju á Sauð-
árkróki jafnvel líta björtum og áhyggjulaus-
um augum til framtíðarinnar. Aðalheiður
Bjarnfreðs gefst ekki upp. Stefán Valgeirsson
guggnar ekki þó að fylgi hans sé takmarkað
við landshluta sem er að leggjast í auðn.
Sigurður Guðmundsson ætlar sér að komast
til botns í nýju úthlutunarreglunum áður en
hann fer á eftirlaun. Meira að segja fyrrum
hitaveitustjóri á Akureyri hefur ekki misst
dampinn, gerir sér vonir um að fá aðra vinnu
þó að hann hafi engin meðmæli frá síðustu
yfirmönnum sínum. Og svo getur þú leyft
þér að vera óhamingjusamur og áhyggjufull-
ur og leitað eftir hjálp á leiðbeiningastöð fs-
lenska hamingjufélagsins og spurt eftir með-
ferðina „tólfhundruð krónur fyrir hvað“!!“
Ég borgaði tólfhundruð krónur, gekk út og
andaði að mér tæru loftinu, virti fyrir mér
fjöilin í fjarska og gældi við þá hugmynd að
þjóðin væri yndisleg. Ég fann að hamingjan
var innan seilingar. Ég skynjaði mátt tölv-
unnar og farsímans og gildi frjálshyggjunnar.
En ég var blankur.
HAUKUR í HORNI
■■ i íl1 /
'%S' xV' m
Lífið er
saltfiskur (og
skreiðartöflur)
Mettaði ekki
meistarinn
þúsundir á fiski?
2 HELGARPÓSTURINN