Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 5

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 5
ist nefndin við skrif Helgarpóstsins og kannaði starfsemi stofnunarinn- ar lítt út fyrir þau atriði er blaðið hafði fjallað um. Ofangreind þrjú at- riði eru því einungis molar er nefnd- in fann á þeirri leið sinni. Rannsóknarnefndin vann verk sitt fljótt og vel innan æði loðinna marka er Jón Helgason, dómsmála- ráðherra, setti henni. Henni var gert að „upplýsa staðreyndir um starf- semi stofnunarinnar" og nefndar- menn túlkuðu það þannig að þeim bæri að athuga hvað hæft væri í þeim ásökunum er Helgarpósturinn hafði birt á hendur Hjálparstofnun- inni í skrifum sínum um hana. Af niðurstöðum nefndarinnar að dæma voru þessar ásakanir rétt- mætar. HVERNIG ER ÞAÐ SEM ENN ER ÓRANNSAKAÐ? En við lestur skýrslunnar vakna líka spurningar. Ef nefndin finnur jafnmarga að- finnsluverða þætti í rannsókn sinni á starfsemi stofnunarinnar á árun- um 1984 og 1985, hvernig var þá starfsemi stofnunarinnar háttað fyr- ir þann tíma? Ef viðskipti Hjálparstofnunarinn- ar og Stokkfisks annars vegar og Skálholtsútgáfunnar hins vegar eru eins ámælisverð og nefndin telur, hvernig er þá háttað viðskiptum stofnunarinnar við aðra aðila innan- lands og utan? Ef bókhald stofnunarinnar er jafn illa nýtanlegt til þess að fylgjast með útgjöldum og nefndin telur, hvaða eftirlit hefur þá stofnunin með tekju- innkomu sinni? Fleiri slíkar spurningar vakna við lestur skýrslunnar. Ef rannsókn á takmörkuðum þáttum í starfsemi stofnunarinnar getur af sér jafn- svarta skýrslu og nú hefur verið birt, hvernig er þá háttað öðrum þáttum starfsemi Hjálparstofnunar kirkj- unnar? FORMAÐUR RANNSOKNARNEFNDARINNAR: KÖKURIT HJÁLPARSTOFNUNARINNAR ÓVIÐKOMANDI NIÐURSTÖÐUM NEFNDARINNAR Þegar HP bar uidbrögð fyrir- suarsmanna Hjálparstofnunar kirkjunnar við niðurstöðum rann- sóknarnefndarinnar undir Sigur- geir Jónsson, formann nefndar- innar, sagðist hann telja að af- skiptum sínum afþessu máli hefði lokið er þeir nefndarmenn af- hentu dómsmálaráðherra skýrsl- una. Sigurgeir vildi þó taka fram að birting kökurita, er starfsmenn Hjálparstofnunar hefðu unnið, hefði ekki verið í samráði við nefndarmenn. Reyndar sagðist Sigurgeir fyrst hafa séð þessi kökurit sem myndskreytingu við skýrslu rannsóknarnefndarinnar þegar hún var birt í heild í Morg- unblaðinu. Sigurgeir vildi koma á framfæri leiðréttingu á villu sem slæðst hefði inn í skýrsluna. í henni segir að Jón Ormur Halldórsson hafi farið tvær ferðir til Indlands á veg- um stofnunarinnar. Þetta segir Sigurgeir vera misskilning sem byggður er á gögnum er nefndar- menn fengu frá framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunarinnar. Hið rétta er að Jón Ormur fór eina ferð til Indlands á vegum stofnunar- innar. VISVITANDI BLEKKINGAR Þegar stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar kynnti niðurstöður rannsóknarnefndarinnar lét hún fylgja með skýrslunni kökurit sem unnin höfðu verið af starfsmönnum stofnunarinnar. Síðan hafa fyrirsvarsmenn stofnunar- innar látið í veðri vaka að þessi kökurit tilheyrðu á einhvern hátt niðurstöðum nefndarinnar. Því fer fjarri eins og fram kemur í máli Sigurgeirs Jónssonar, formanns rannsóknarnefndarinnar, hér á opnunni. Lítum á þessi kökurit: Kökur Hjálparstofnunar 1984 1985 Starfsmenn Hjálparstofnunarinnar beittu ýmsum reiknikúnstum sem eru í hrópandi andstöðu við skýrslu rann- sóknarnefndarinnar til að fá þær niðurstöður sem kökuritin greina frá. Af mörgu er að taka: 1. Inni i þessum kökum er ekki framlag ríkissjóðs til hungraðra í heiminum. Starfsmenn Hjálparstofnunarinnar virðast álíta að það framlag hafi átt að renna upp í launa- og rekstrarkostnað skrifstofunnar í Suðurgötu og drógu það framlag því frá rekstrarkostnaði áður en þeir skáru út kökuna. 2. Hinsvegar hafa þeir framlag erlendra hjálparstofnana inni í kökunum þrátt fyrir niðurstöður nefndarinnar. I skýrslunni segir orðrétt: „Nefndin telur það ekkigefa glögga mynd afrekstri stofnunarinnar að fœra framlög frá öðrum hjálparstofnunum, sem œtluð eru til ákueðinna útgjalda sem söfnunarfé. Ástœða uœri til að gera sérstak- lega grein fyrir þessu fé.“ Starfsmenn stofnunarinnar sjá ekki ástæðu til þess. 3. Starfsmenn Hjálparstofnunarinnar seilast langt til að fylla þann geira kökunnar sem þeir kalla ,,Til hjálpar". Þar inni eru laun Gunnlaugs Stefánssonar og annar kostnaður sem á ársreikningum stofnunarinnar er færður undir fræðslustarf. Þar eru einnig laun annarra fastra starfsmanna stofnunarinnar; Jón Orms Halldórssonar, Joachim Fischer ogÁrna Gunnarssonar. Þar inni eru lán/gjafir til Skálholtsútgáfunnar og fiskverkunarfyrirtækis- ins Stokkfisks h/f. Þar inni er kostnaður vegna ferða fréttamanna til þróunarlanda. Þar inni eru dagpeningar til biskupshjónanna og formanns framkvæmdanefndar Hjálparstofnunarinnar og eiginkonu hans. Þar inni er kostn- aður vegna bílaleigubifreiða Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra, og annarra starfsmanna. Þar inni er kostnaður við um 25 utanlandsferðir starfsmanna stofnunarinnar á hverju ári. O.s.frv., o.s.frv. Hér er ef til vill ekki um fölsun að ræða þar sem geirinn kallast „Til hjálpar", en ekki er tilgreint til hjálpar hverjum. Þar sem þessum kökuritum er beint gegn fullyrðingum HP í fyrstu grein blaðsins um Hjálparstofnun kirkjunnar um að 70—80% af söfnunarfé landsmanna rynnu í kostnað hjá stofnuninni og dæmi væru um ár þar sem einungis 10% færu í óumdeilanlega þróunar- eða neyðaraðstoð, vill blaðið gera grein fyrir máli sínu. Fyrst skulum við líta á uppruna tekna Hjálparstofnunarinnar: Uppruni tekna 1984 Uppruni tekna 1985 Þar sem rannsóknarnefndin komst að sömu niðurstöðu og HP, og Hjálparstofnunin sættir sig við þá niðurstöðu, er „Metið verðmæti gjafa“ haft utan við kökurnar. Sneiðarnar eru því til viðmiðunar um vægi þessa þáttar sem Hjálparstofnunin hafði áður í skýrslum sínum. Eins og fram kemur í kökuritunum er þáttur innlends söfnunarfjár lang-veigamestur í tekjum Hjálparstofnunar- innar. Þar næst koma framlög erlendra hjálparstofnana og ríkissjóðs og eru þau hér grálituð vegna þess að þau eru fyrir utan kökuritin hér að neðan. Slíkt er gert í samræmi við áðurgreinda tilvitnun í skýrslu nefndarinnar þar sem hún telur eðlilegt að halda framlögum sem ætluð eru til ákveðinna þátta aðskildum frá almennu söfn- unarfé. Lítum nú á hver verða örlög almenns söfnunarfjár í meðförum Hjálparstofnunar kirkjunnar. (Auk söfnunarfjár frá einstaklingum eru styrktarframlög, 1% af launum þeirra presta er gefa það hlutfall launa sinna til stofnunar- innar, vextir og verðbætur, framlag kristnisjóðs, söluverð spariskírteina og eigna inni í kökunum.) Ráðstöfun 1984 Ráðstöfun 1985 Keypt tæki é ánnu 2.49% Kostnaður erlendis 19,83% Þetta er ekki fögur sjón. Gráu geirarnir eru liðir sem ekki er hægt að flokka undir „Til hjálpar". Og myndin skán- ar ekki við það að í hvítu geirunum eru ýmsir kostnaðarliðir sem ekki falla heldur undir hjálparstarf, en þar sem HP er ekki kunnugt um hversu umfangsmiklir þeir eru í krónum talið eru þeir hér látnir fljóta með „Til hjálpar". Það er þó gefin hugmynd um þá með því að geta þeirra innan sviga. Þetta er það sanna í málinu. Þau kökurit sem starfsmenn Hjálparstofnunarinnar unnu og dreifðu með skýrslu óvilhallra aðila eru röng. Ef þeir hafa lesið skýrslu nefndarinnar verður að álíta að hér sé um vísvitandi blekkingar að ræða. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.