Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 8
AIDS-UMRÆÐAN
HÆPIÐ AÐ TALA UM ÁHÆTTUHÓPA
SEGIR ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR UM ÚTBREIÐSLU AIDS
að fara í mótefnamælingu, allir
þessir menn sem fara með samkyn-
hneigð sína eins og mannsmorð og
láta sér kannski nægja að keyra um
Öskjuhlíðina í ieit að skyndikynn-
um.
Svo er það þetta með tvíkyn-
hneigðina, karlmenn sem telja sig
hrífast af báðum kynjum. Það er
eins og þetta komi í bylgjum.
Reynsla mín segir mér að talsvert
margir unglingsstrákar í dag sofi hjá
einstaklingum af báðum kynjum.
Þeir hafa svo fleiri möguleika á að
sofa hjá heldur en t.d. giftu laumu-
hommarnir. En báðir hóparnir eru
líklegir til að bera út smit.“
— Hvaö fleira finnst þér ámœlis-
vert í málflutningi lœknanna?
„Til dæmis þetta stöðuga tal
þeirra um fjöllyndi. Nú síðast hamr-
ar Haraldur Briem á því í viðtali við
Heimsmynd. Hann segir réttilega
að líkurnar á smiti séu alveg í hlut-
falli við fjölda rekkjunauta. En svo
segir hann orðrétt: „En ég ætla að
menn þurfi að vera býsna fjöllyndir
til þess að smitast.“ Þetta er ekki
rétt. Menn geta líka verið óheppnir.
Ekki var fjöllyndinu til að dreifa í
mínu tilfelli. Læknum hlýtur aftur á
móti að bera skylda til að greina
fólki frá aðferðum til varnar smiti.
Það er í sjálfu sér hægt að stunda
öruggt kynlíf þótt menn séu „fjöl-
lyndir“ í ástamálum."
SMITIÐ LEGGST EKKI
Á SÁLINA
— Hvaöa augum líturðu framtíð-
ina?
„Ég er frekar jákvæður. Smitið
leggst ekki á sálina í mér. Ég vil ekki
gera það að mínu daglega brauði að
velta mér upp úr þessu. Þá yrði ég
andiega veikur. Þá berst ég frekar
fyrir lífi mínu eins og ég hef vanist.
Ég held að þeir sem eru smitaðir
geti lengt mjög lífslíkur sínar með
heilbrigðum lífsmáta.
Þar að auki hef ég þá trú að iyf við
sjúkdómnum eigi eftir að koma á
markaðinn innan örfárra ára. Það
hlýtur að vera metnaður lyfjafyrir-
tækjanna að verða fyrst til að hljóta
þann titil, að öllum mannúðarsjón-
armiðum slepptum.
Svo trúi ég líka á þann mátt sem
fylgir því að samræma andlega og
líkamlega krafta sína.“
-JS
Hingað til hefur umrœðan um
AIDS hér á landi einkum einkennst
af fjórum atriðum. Fyrst var sjúk-
dómnum slegið upp í œsifyrirsögn-
um blaðanna sem ,,plágunni
miklu", „svarta dauða nútímans“
,,drepsótt meðal kynvillinga". Síðan
var tekið til við að íslenska heiti
hans en það hefur ekki borið árang-
ur sem skyldi. Þá reyndi heilbrigðis-
ráðherra að koma yfir hann lögum
með því að flokka hann undir kyn-
sjákdóm meö tilheyrandi skráning-
arskyldu og refsiákvœöum. Það
náði ekki fram að ganga á Alþingi.
Þar við bœtist að með nokkuð reglu-
legu millibili birtast viðtöl við smit-
sjúkdómalœkna og ónœmisfrœö-
inga sem œvinlega eru tilbúnir með
nýjustu tölur smitaöra innan lands
og utan, innan hinna svokölluðu
áhœttuhópa, þ.e. homma, eiturlyfja-
neytenda og dreyrasjúklinga. Þeir
hafa verið óþreytandi við að vara
við lauslœti og fjöllyndi sem þeir
virðast telja að eigi hvað mestan
þátt í útbreiðslu AIDS-veirunnar, og
að hvetja fólk innan áhœttuhóp-
anna til að koma í mótefnapróf svo
hœgt verði að spá fyrir um fram-
vindu sjúkdómsins.
Og þegar DV spyr: Ertu hræddur
við að fá AIDS? svara auðvitað aliir
sakleysið uppmálað: Nei. Ég er ekki
í neinum áhættuhópi. Víða hittir
maður þá skoðun fyrir í ræðu og riti
að AIDS sé eins konar refsivöndur á
óæskilega einstaklinga. Allir hinir
geti verið stikkfrí. Líka stjórnvöld
sem á síðasta ári vörðu einungis 200
þúsundum króna til forvarnarstarfs,
til uppiýsingar um hvernig megi
hefta útbreiðslu AIDS, en það er í
verkahring landlæknisembættisins
að sjá almenningi fyrir slíkri
fræðslu.
Fyrir skömmu sótti Olafur Olafs-
son landlæknir um 2 'h milljón
króna aukafjárveitingu til að hrinda
í framkvæmd forvarnaráætlun sem
hann hefur verið að skipuleggja
undanfarin misseri. Sú fjárveiting
var veitt síðastliðinn þriðjudag.
Kvöldið áður kom landlæknir fram
í viðtali í fréttatíma sjónvarps með
nýjar upplýsingar um útbreiðslu
sjúkdómsins hérlendis og erlendis
sem áreiðanlega hafa skotið mörg-
um skelk í bringu. Þar tók Ólafur
m.a. undir nýlegar yfirlýsingar er-
lendra lækna þess efnis að í raun sé
talsvert hæpið að tala um afmark-
aða áhættuhópa í sambandi við
AIDS, því smitaður maður úr
áhættuhópi smitar annan sem er
ekki í áhættuhópi og þannig koll af
kolli.
I þessu sambandi nefndi hann að
AIDS-veiran hefði nýlega mælst í
blóði karls og konu sem bæði eru
eiturlyfjaneytendur og hafa þau að
öllum líkindum smitað alímarga
einstaklinga, og það ungt fólk sem
ekki verður flokkað undir áhættu-
hópa.
I þessari umfjöllun er ætlunin að
gefa smitsjúkdómalæknunum og
ónæmissérfræðingunum frí en
grennslast þess í stað fyrir um hvers
eðlis það forvarnarstarf er sem heii-
brigðisyfirvöld hafa á prjónunum í
samráði við farsóttanefnd ríkisins.
Auk þess verður rætt við þá Böðvar
Björnsson og Þorvald Kristinsson
fulltrúa Samtakanna '78 sem mjög
eru viðriðin baráttuna gegn þessum
skaðvænlega sjúkdómi, en hafa
fengið fá tækifæri til að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri í fjöl-
miðlum. Þeir hafa í félagi við aðra
unnið þarft upplýsingastarf innan
sinna samtaka og eru nú að leggja
drög að bæklingi um öruggt kynlíf í
samvinnu við landlæknisembættið.
Þá fylgir þessari umfjöllun ítarlegt
viðtal við ungan íslending sem er
smitaður af AIDS, en hann upplýsir
ýmislegt forvitnilegt um hina félags-
legu hlið sjúkdómsins sem nánast
ekkert hefur verið fjallað um í fjöl-
miðlum hérlendis.
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði
í samtali við blaðið að þessa dagana
væri embættið að fara út í mikla
upplýsingaherferð í skólum og jafn-
vel á vinnustöðum úti um landið.
Ólafur Ólafsson landlæknir skipuleggur
nú áróðursherferð f skólum: „Það verður
að hefjast handa strax."
Strax á næstu dögum muni læknar
og læknanemar leggja leið sína í
skóla á Reykjavíkursvæðinu til að
leggja áherslu á það við unga fólkið
að full ástæða sé til þess að það fari
að ugga að sér í kynferðismálum.
„Unga fólkið álítur nefnilega að ef
það tilheyri ekki áhættuhópunum,
hommum og eiturlyfjaneytendum,
sé allt í lagi,“ sagði Olafur. „En það
verður að gá að því að ef það hefur
haft náin mök við einhvern sem hef-
ur svo aftur haft náin mök við eitur-
lyfjaneytanda sem er smitaður af
ÁIDS, þó að liðin séu eitt, tvö eða
þrjú ár, þá er viðkomandi í mikilli
hættu. 1 ljósi þessa verður ungt fólk
að endurskoða kynlífshegðun sína,
að horfast í augu við að skyndi-
kynni geta verið hættuleg ef maður
hefur ekki nákvæma vitneskju um
hvernig sá maður sem maður hefur
náin kynni við hefur hagað sér í
kynlífi sínu.“
Þá sagði Ólafur að reynsla Banda-
ríkjamanna og Skandínava sýndi að
þeir sem ættu ríkastan þátt í að
dreifa AIDS-veirunni út fyrir
áhættuhópana væru eiturlyfjaneyt-
endur og þeir sem þeim tengjast. í
þessu sambandi vildi hann líka
benda á að yfirlýstir hommar hefðu
margir hverjir breytt kynlífshegðan
sinni með tilliti til smithættu.
„En það sem við höfum þyngstar
áhyggjur af núna er að allt bendir til
þess að karl og kona sem eru smituð
hafi haft náin kynni af allmörgum
einstaklingum og þar af leiðandi
náð að dreifa sjúkdómnum og þá
jafnframt aðrir sem ekki vita að þeir
eru smitberar. Þegar þú hittir
huggulegan strák eða stúlku á dans-
leik þá ber viðkomandi það auðvit-
að ekki utan á sér að hann eða hún
hafi verið í nánum kynnum við
smitaðan eiturlyfjaneytanda fyrir
tveimur árum eða svo,“ sagði Ólafur.
Þá sagði hann að fjárskortur hefði
staðið upplýsingastarfi embættisins
nokkuð fyrir þrifum: „Nú hefur
Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis-
ráðherra náð í 2'A milljón króna
fjárveitingu sem mun nægja til að
hrinda í framkvæmd þeirri áróðurs-
herferð sem við höfum á prjónun-
um og ég treysti því að meira fé
komi síðar. Nauðsynlegt er að verja
mun meira fé til forvarnarstarfs en
gert hefur verið. Aðrar þjóðir verja
tugum milljóna í þessu skyni. Þess
má geta að það kostar um það bil
eina og hálfa milljón króna að ann-
ast AIDS-sjúkling á sjúkrahúsi í eitt
ár. Því tel ég það rétta pólitík að
verja nokkrum milljónum króna til
forvarnarstarfs. Það verður að hefj-
ast handa strax ef við á annað borð
eigum að fá einhverju áorkað gegn
þessum sjúkdómi. Við getum gert
tvennt: reynt að hindra að fólk smit-
ist og reynt að koma í veg fyrir að
hinir smituðu dreifi smitinu."
Ólafur telur t.d. að mjög brýnt sé
að auka útbreiðslu á notkun
smokka. „Ég hef m.a. brugðið á það
ráð að tala við forstjóra stórmarkað-
anna og þeir hafa tekið mjög vel í að
selja smokka í verslunum sínum. Þá
þyrfti líka að selja í sjálfsölum og
víðar. Ég segi enn og aftur: Verjan er
okkar vörn,“ sagði Ólafur Ólafsson
landlæknir.
ÞORVALDUR KRISTINSSON OG BÖÐVAR BJÖRNSSON:
VERÐUM AÐ NÁ TIL LAUMUHOMMANNA
Þeir Þorvaldur Kristinsson og
Böðvar Björnsson sögðust fagna
fjárveitingunni til landlæknisemb-
ættisins en töldu að miklu meira fé
þurfi að koma til. Fram að þessu hafi
embættið lagt höfuðáherslu á hina
læknisfræðilegu hlið málsins, á ráð-
leggingar til heilbrigðisstéttanna.
Aðeins einn bæklingur hafi verið
gefinn út um AIDS til handa al-
menningi og sé sá bæklingur tals-
vert villandi. Þar sé til dæmis hvorki
minnst á homma né forvarnarstarf.
„Landlæknisembættið hefur að
vísu sofið of lengi á verðinum,"
sögðu þeir Böðvar og Þorvaldur.
„En þar er nú unnið við óbærilegar
aðstæður sökum fjárskorts. En það
vantar ekki að landlæknir er allur af
vilja gerður og skilur mannlega
þáttinn í hlutunum.
Við í Samtökunum ’78 teljum
brýnast að efnt verði til öflugrar
upplýsingaherferðar tafarlaust.
Með fræðslu um eiginlegar smitleið-
ir AIDS og um það hvernig hægt er
að lifa kynlífi án smithættu er hægt
að stuðla að þjóðarvakningu í þess-
um efnum. Fámennið hérlendis ger-
ir það að verkum að upplýsinga-
streymi er mjög greitt og því gætum
við öðlast algjöra sérstöðu í þessum
efnum.”
Þorvaldur og Böðvar telja sam-
starf Samtakanna '78 og landlækn-
isembættisins mjög brýnt. Það sé nú
einu sinni svo að meirihluti homma
sé ósýnilegur. Einungis 100—200
hommar þekkja til umræðunnar um
öruggt kynlíf sem Samtökin hafa
vakið og séu þeir á varðbergi gagn-
vart smitleiðum AIDS.
„Það er gjörsamlega óréttlætan-
legt að tala um homma sem ein-
hverja fasta stærð, að þeir séu t.d.
5% karlmanna eins og Haraldur
Briem heldur fram í viðtali í síðustu
Heimsmynd,“ segir Böðvar. „Kinsey-
skýrslurnar sýna að hátt í helming-
ur allra karlmanna hefur einhvers
konar mök við aðra karlmenn ein-
hvern tíma ævinnar. Þetta eru upp
til hópa karlmenn sem myndu
aldrei kalla sig homma og eiga það
eitt sameiginlegt að sofa stundum
hjá öðrum karlmönnum.
Það gefur auga leið að við sem
höfum staðið framarlega í félagslífi
þessa minnihlutahóps í svona iitlu
samfélagi þekkjum persónulega til
einstaklinga og félagslegra að-
stæðna sem opinberir starfsmenn
landlæknisembættisins gætu ekki
kynnt sér jafnvel þótt þeir væru allir
af vilja gerðir.”
„Því teljum við að efla þurfi Sam-
tökin sem upplýsingamiðstöð,"
heldur Þorvaldur áfram. „En eins
og búið er að okkur komumst við
ekki þl að þjóna þessum tilgangi.
Við erum m.a.s. í upplýsingabanni í
sumum fjölmiðlum. Víða um heim
hafa yfirvöld talað um hversu mikil
guðsblessun það sé að til skuli vera
samtök samkynhneigðra sem geti
verkað sem upplýsingamiðstöðvar.
Ef AIDS hefði komið upp um 1960
þegar ekkert opinbert samskiptanet
samkynhneigðra var til hefðu heil-
brigðisyfirvöld staðið gjörsamlega
ráðþrota í upplýsingastarfi sínu."
Þá er það annað áhyggjuefni Sam-
takanna hversu lítið er gert fyrir
smitaða menn og sjúka, að þeim sé
ekki veitt nægileg geðræn og félags-
leg aðstoð. Þeir Þorvaldur og Böðv-
ar segjast horfa upp á smitaða menn
sem ættu að gæta sín í lifnaðarhátt-
um leggjast í þunglyndi eða
drykkju, flosna upp úr vinnu í ör-
væntingu. Þeir álíta að stór hluti for-
varnarstarfs fyrir þennan hóp hljóti
að þurfa að felast í andlegri um-
hyggju.
„Svo virðast læknarnir furðu
lostnir yfir því hvers vegna hommar
skili sér ekki í móteínapróf,” segir
Þorvaldur. „Á Islandi er almennt
lögð áhersla á að við séum í felum.
Þá skýtur býsna skökku við að við
skulum eiga að koma úr felum til að
fara í AIDS-próf og fara svo sam-
stundis í felur aftur. Við erum ein-
ungis spennandi fyrir kerfið ef við
verðum forvitnilegir sem læknis-
fræðileg fyrirbæri, síðan eigum við
helst að vera ósýnilegir sem félags-
verur.”
Þá segja þeir að auðvitað hafi til-
koma AIDS verið mikið áfall fyrir
ung samtök minnihlutahóps sem
berðist fyrir tilverurétti sínum. Þau
séu núna fyrst að rétta úr kútnum
eftir áfallið.
„Við höfum tileinkað okkur
ákveðið raunsæi. Við vitum um
hvað sjúkdómurinn snýst og hvað
við getum gert til að halda honum í
skefjum. Það er ákveðinn ávinning-
ur. En þó að við höfum náð tökum á
ótta okkar jafngildir það ekki
ábyrgðarleysi. Þegar maður hefur
yfirunnið ótta sinn getur maður
fyrst farið að taka ábyrgð á hlutun-
um," sögðu Þorvaldur Kristinsson
og Böðvar Björnsson að lokum.
Af framansögðu er ljóst að enginn
getur lengur firrt sig ábyrgð, hvorki
persónulega né þjóðfélagslega, þeg-
ar AIDS-veiran á í hlut. Landlæknir
sker upp herör og ítrekar að óábyrgt
sé að tala um áhættuhópa, ungt fólk
sem ekki uggir að sér getur smitast
í stórum stíl. En þótt rétt sé að
mannkynið allt sé í hættu megum
við ekki horfa fram hjá þeirri stað-
reynd að meirihluti þeirra sem eru
alvarlega sjúkir og dauðvona sem
stendur eru hommar, og samfélagið
hefur nákvæmlega sömu ábyrgð
gagnvart þeim og öðrum þegnum
sínum. í því sambandi er glæpur að
líta á þá sem annars flokks þegna.
Nú vaknar sú spurning hvort ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld ætla að
bíða eftir því að frjáls félagasamtök
á borð við Lions og Kiwanis, sem
mjög hafa beitt sér í hvers kyns heil-
brigðis- og mannúðarmálum, taki
upp hjá sjálfum sér að safna fé með-
al almennings til varnaðaraðgerða
gegn AIDS-skaðvaldinum, eða
hvort þeim rennur blóðið til skyld-
unnar og veita rausnarlega af fé
skattborgara í þessu skyni. Nýverið
ákvað norska ríkisstjórnin t.d. að
veita sem svarar 450 milljónum ís-
lenskra króna til baráttunnar gegn
AIDS.
„Hommar þykja einungis forvitnilegir sem læknisfræðileg fyrirbæri," segja þeir Þor-
valdur og Böðvar.
8 HELGARPÓSTURINN