Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 14
Tökum hunda ígœslu
til lengri eða
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3
AUGLYSIR: ^
Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að
fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt.
Ath. eftirfarandi:
Móttakan er í austurenda hússins, þar er
bíliinn settur á færiband og leggur síðan af
stað í ferð sína gegnum húsið. £igendur
fylgjast með honum.
Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há-
þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein-
indi, sandur og því um líkt, eru skoluð
af honum, um leið fer hann í undir-
vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög
ánægðir með þá þjónustu, því óhrein-
indi safnast mikið fyrir undir brettum
og sílsum.
Síðan er hann þveginn með mjúkum burst-
um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand-
þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að
sleppa burstum og fá bílinn eingöngu
handþveginn.
Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar
sprautað yfir hann bóni og síðan herði.
Að þessu loknu er þurrkun og snyrt-
ing.
8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu,
t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti,
þriðji í handþvotti o.s.frv.
Bíll, sem þveginn er oft og reglulega,
endist lengur, endursöluverð er hærra
og ökumaður ekur ánægðari og
öruggari á hreinum bíl.
Tíma þarf ekki að panta.
Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta
skipti til okkar undrast hvað margt
skeður á stuttum tíma (15 mínútum).
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3,
Sími 14820.
FYRIRTÆKIÐ ð
SM/SF VEITIR
GUNNLAUGSS
VIÐURKENNII
„Við líöum ekki lengur hve allt er
ordið smekklegt hérna, eða að það
sem við köllum yfirgengilega
smekkleysu skuli blómstra hér í
hverju horni. Þess vegna höfum við
stofnað fyrirtœkið Smekkleysu
sm/sf til höfuðs „góða smekknum""
segja þau Björk Guðmundsdóttir,
Bragi Olafsson og ÞórEldon, þrjú af
átta stofnfélögum Smekkleysu, en
þau eru öll þekkt af gerð texta, og
tónlistar, jafnvel myndlistar.
GEGN „GOÐUM
SMEKK" OG
SPARNAÐI
Smekkleysa á sér ítarlega stefnu-
skrá þar sem segir m.a. um tilgang
hennar og markmið:
1. Þar eð „góður smekkur" og
„sparnaður" eru höfuðóvinir sköp-
unar og vellíðunar, mun Smekk-
leysa sm/sf vinna markvisst gegn
öllu sem flokkast undir góðan
smekk og sparnað.
2. í baráttunni gegn fyrrnefndu
(„góður smekkur o.s.frv.") mun
Smekkleysa sm/sf beita öllum hugs-
anlegum og óhugsanlegum aðferð-
um, s.s. innrætingu, upprætingu,
smekklausum auglýsingum og til-
kynningum, dreifingu og sölu á al-
mennu drasli og úrgangi.
3. Smekkleysa sm/sf mun veita
viðurkenningarskjöl til handa þeim
einstaklingum eða félagasamtökum
sem skara fram úr í smekkleysi og
bruðli.
4. Smekkleysa sm/sf skal sinna
félagsmönnum sínum af alúð og
smekkvísi, og einbeita sér að útgáfu
og framkvæmd á hugverkum
þeirra, hver sem þau eru: hljómplöt-
ur, ritgerðir, skáldsögur, ljóð, mynd-
verk, klæðnaður, fjölskyldu-
skemmtanir eða byltingar og hvers
kyns ræstingastarfsemi.
7. Smekkleysa sm/sf skal stefna
að því að opna sem fyrst matsölu-
og/eða skemmtistað undir nafninu
„Drullupytturinn". Einnig mun
Smekkleysa sm/sf reka þegar fram
líða stundir áróðurshljóðvarpsstöð,
sem einbeitir sér að smekklausri
tónlist og gaspri. Stöð þess skal
nefnd „Útvarp Skratti".
HP spurði stofnfélagana þrjá
hvaða dropi hafi fyllt mælinn, vald-
ið því að þau ákváðu að láta til skar-
ar skríða gegn góðum smekk.
AÐ REYKJA VÍK
BANNAÐ Á RÁS 2
„Líkst til var það 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar," svarar Þór. „í
músíkinni voru það t.d. hinar
smekklegu útsetningar Gunnars
Þórðarsonar á Reykjavíkurplöt-
unni. Til mótvægis við þennan
glassúr sömdum við lag og texta, Að
reykja vík, sem Sykurmolarnir léku
inn á band og vildu fá flutt sem
framlag sitt á 200 ára afmælisdag-
inn á Rás 2. Það var ekki orðið við
þeim óskum. Uppgefin ástæða:
tæknilegt smekkleysi! Og reyndar
sömdum við lagið að þeirra beiðni."
„Þetta var auðvitað tómur fyrir-
sláttur," bætir Björk við. „Þetta var
alveg ágætt gróft bílskúrasánd. Mál-
ið var að textinn komst til skila. Það
er klárt að hann hefur farið fyrir
brjóstið á þeim á Rásinni. Þeim hef-
ur þótt smekklaust að spila hann á
afmælisdaginn. Hann er jú andsvar
við hinni heilögu Bergþórugötu-
rómantík: „ungfrú Reykjavík seldu
mér 200 tíma / og ég geldi þig
greiða með greiðu / og gleiða ég þig
set á / bárujárnsplötu við bergþóru-
götu..." og svo framvegis."
„Ótrúlegustu menn eru farnir að
fylkja sér undir merki smekkleg-
heitanna," segir Bragi. „Fjölritunar-
skáldin leggja meira að segja upp
laupana og eru farin að gefa út hjá
ísafoldarprentsmiðju, en það kostar
helmingi meira en að gefa út hjá
Stensli. Ég nefni menn eins og
Magnús Gezzon og útgáfu Hrafns
Jökulssonar og fleiri á Flugum Jóns
Thoroddsen."
„Fjölmiðlarnir eru orðnir alltof
smekklegir yfir línuna," segir Þór.
„Er það ekki fulllangt gengið að
meira að segja Ólafur Hauksson
framkvæmdastjóri Samúels skuli
vera farinn að sjá um þætti fyrir
Ríkissjónvarpið, þvert ofan í öll sín
prinsíp?"
HRAFN ER
GLÆSILEGA
SMEKKLAUS
Viðurkenningarskjöl sín hyggst
Smekkieysa sm/sf gefa út ársfjórð-
ungslega að jafnaði, og eigi oftar en
einu sinni í mánuði.
„Við gætum að sjálfsögðu gefið
þau út daglega, en þetta verður
samt að vera viðburður," segja þau.
„Að hljóta slíka útnefningu hlýtur
að teljast nokkur heiður miðað við
tilgang og markmið félagsins. En
14 HELGARPÓSTURINN
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd: Þór Eldon