Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 21

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 21
um á framfæri." — Getur þú gengid ad þinni vinnu á ákveön- um tímum, eda verdur andinn ad koma yfir þig? „Ég er auðvitað misjafnlega upplögð og stundum er ég alls ekki í stuði. Það er helst eftir langar og strangar skorpur. Þá sit ég kannski bara og stari út í loftið og kem mér ekki til að gera neitt, eða fer út að ganga, gefa öndunum eða eitthvað slíkt." — Ertu feimin? Hún verður svolítið vandræðaleg. „Já, ég hugsa það nú. Annars rjátlast þetta af manni með aldrinum og hættir að vera til stór- vandræða. Ég er þó minnst feimin á myndlistar- sviðinu. Þar er ég tiltölulega örugg með mig. Samt sem áður á ég alltaf erfitt með að tala um myndirnar mínar og útskýra þær fyrir fólki. Mér finnst best að þær skýri sig sjálfar. Undanfarið hef ég t.d. mikið verið með fólk í myndunum. Vonandi finnur áhorfandinn andann í þeim, án þess að grípa þurfti til útskýringa. I allra nýjustu myndunum má segja að ég sé undir áhrifum frá gömlum ljósmyndum — þessum alvarlegu upp- stillingum frá þeim tíma þegar það var mikil og alvöruþrungin stund að standa frammi fyrir ljós- myndavél." — Hvernig líst þér á fólkid í myndum Karólínu Lárusdóttur, sem nú sýnir á Kjarvalsstööum? „Mér líst vel á það og er það eiginlega svolítið skylt mínu fólki. Ég fékk það á tilfinninguna að þetta væri frændfólk fólksins í mínum mynd- um." KANNSKI SKRIFA ÍG SKÁLDSÖGU — Lestu mikiö? „Ég tek lestrarskorpur; er einmitt í einni slíkri núna. Ég er að lesa bækur eftir John Irving, sem mér finnst mjög sérstakur höfundur." — Eg sé á stœrö sjónvarpsins aö sjónvarps- gláp getur tœpast veriö mikiö iökaö á heimil- inu? Sigrún lítur sem snöggvast á afskaplega lítið og nett sjónvarp, sem dygði einungis sem eld- hússjónvarp í henni Ameríku. „Við keyptum reyndar stærra sjónvarp, en okkur fannst það svo yfirþyrmandi að við fórum strax og skiluðum því aftur. Það er því rétt að sjónvarpið skipar ekkert sérlega háan sess. Það er svo margt annað, sem skiptir máli." — Hefurþú aldrei sinnt annars konar listsköp- un, aö frátöldum barnabókunum? „Nei, eiginlega ekki. Mér hefur aldrei dottið í hug að skrifa ljóð, en kannski skrifa ég einhvern tímann skáldsögu fyrir fullorðna. Ég þyrfti að setja mig í allt aðrar stellingar, ef ég ætti að semja fyrir aðra en börn, en það má vel vera að maður reyni einhvern tímann. Hver veit?" Að endingu barst talið í senn fram og aftur í tímann. Sigrún setti framúrstefnulega leiser- geislaplötu í þar til gerðan spilara og við dáð- umst að því hve öll hugsanleg tæki eru að verða lítil nú á dögum. Yndisleg tónlist eftir löngu lið- inn snilling, Mozart, barst um stofuna — undir- spil við frásögn Sigrúnar Eldjárn af gömlu húsi uppi í sveit. „Við erum að endurreisa hús á Arnarstapa. Það er nú að vísu aðallega Hjörleifur, sem stend- ur í því. Þetta hús var reist þarna fyrir 200 árum og Bjarni Thorsteinson amtmaður bjó í því. Síð- an var húsið flutt að Vogi i Mýrum, þar sem það stóð lengst af en var að grotna niður á síðari ár- um. Þá var það flutt í mörgum hlutum að Korp- úlfsstöðum og geymt í tvö ár, en sumarið ’85 var grindin reist á sínum upprunalega stað á Arnar- stapanum. Síðastliðið sumar var húsið svo klætt að utan og er núna orðið fokhelt." — Eigiö þiö þá húsiö? „Það er hæpið að halda því fram. Sennilega mun Þjóðminjasafnið koma til með að eiga það að hluta, því það er endurreist m.a. fyrir styrki úr opinberum sjóðum, enda er það við hæfi. Þetta er mjög merkilegt hús.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.