Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 27
MYNDBÖND Á MARKAÐNUM
KLASSÍK OG NÝJAR PERLUR
Klassískar
Ben Hur (1959) ★★★
777 útleigu hjá m.a. Vídeómeistar-
anum.
Leikstjórn: William Wyler.
Adalhlutuerk: Charlton Heston,
Jack Hawkins, Haya Harareet o.fl.
Hið stórbrotna fjölskyldudrama
meistara Wylers frá tímum Rómar-
veldis svíkur engan. Myndin vann
á sínum tíma til ekki færri en 11
óskarsverðlauna og í henni vinnur
Charlton Heston einn af mikilsverð-
ari leiklistarsigrum ferils síns. Hún
hefur einnig horfið til sögunnar sem
eins konar prótótýpa mastadon-
mynda, eins helsta glansmynda-
skeiðs draumaverksmiðjunnar við
Kyrrahafið, og er í því tilliti einkum
fræg fyrir kappreiðarnar í hinni ríf-
lega 20 mínútna löngu lokasenu
myndarinnar. Undirbúningur töku
þeirrar senu tók eitt ár, og það tók
ekki færri en þrjá mánuði að festa
hana á filmu! Afbragðs dægrastytt-
ing sem sagt á hrollköldum sunnu-
dagseftirmiðdögum þessa napur-
lega hausts.
Playtime (1967) ★★★
Til útleigu hjá m.a. Grensásvídeó.
Leikstjórn/handrit/adalhlutverk:
Jacques Tati.
Þeir sem einhverra hluta vegna
misstu af Tati-kynningu Regnbog-
ans á liðnu vori, þurfa ekki lengur
að örvænta. Meistarastykki hans
leynast núorðið víða og eru (á þess-
um síðustu og verstu tímum offram-
boðs á hverskyns dægurflugulétt-
metismiðlaefnis) mun aðgengilegri
unnendum hans, en margan hefði
áður grunað.
Þó svo að þessi tragikómíska
ódysseifsferð hrakfallabálksins elsk-
verðuga um margræða rangala hins
vestræna nútímasamfélags sé
kannski ekki það besta, sem þessi
meistari hins franskættaða afbrigðis
tragikómíska farsans lét frá sér fara
um dagana, þá er hún þó meir en
kærkominn glaðningur hverjum
þeim er unun hefur af góðri kvik-
myndagerðarlist.
West Side Story (1961) ★★
777 útleigu hjá m.a. Grensásvídeó.
Leikstjórn: Robert Hú'se og Jerome
Robbins.
Aöalhlutverk: Natalie Wood,
Richard Beymer, Russ Tamblyn
o.fl.
Kvikmyndanir góðra Broadway-
söngleikja eru því marki brenndar,
að þær standast sjaldnast tímans
tönn, nema þvi aðeins að um hreina
heimildarskráningu á sviðsupp-
færslunni sjálfri sé að ræða. Nefnd
kvikmyndun á þessum margfræga
söngleik Leonard Bernsteins, sem
byggir á samnefndri sögu Arthurs
Laurents, er þó um margt góðra
gjalda verð, og einkum fyrir þá sök
hversu vel hún speglar tíðaranda
þess tímabils er hún fjallar um... eða
nánar tiltekið: þá sérstæðu sér-
amerísku mórölsku siðgæðisvitund
sjötta áratugarins, er skóp hana.
Nýjar perlur
Kiss of the Spiderwomen (1985)
★★★★
Til útleigu h.já m.a. Vídeómeistar-
anum, Videóspólunni og fl.
Leikstjórn: Hector Babenco.
Aðalhlutverk: William Hurt og
Raul Julia.
Þessi fjórfalt óskarsverðlauna-
tilnefnda mynd Hectors Babencos,
sem jafnframt hreppti sinn skerf af
Gullpálmaútdeilingunum í Cannes á
liðnu ári, er skilyrðislaust í hópi þess
besta, er myndbandaleigur höfuð-
borgarsvæðisins hafa uppá að bjóða
þessa dagana.
Myndin byggir á samnefndri bók
Argentinumannsins Manuel Puigs
og greinir frá tveimur klefafélögum
í argentínsku stjórnarfangelsi á önd-
verðum áttunda áratugnum. Stúd-
entinn Valentín hefur setið inni und-
anfarin 3 ár án dóms og laga, fyrir
þátttöku í ólöglegum mótmælaað-
gerðum og hefur jafnframt þurft að
1984 meistara Orwells) svo einstak-
lega sérstæð í því tilliti, að hún er
gerð útfrá þeim forsendum er fólk á
fjórða og fimmta áratugnum setti
sér um það, hvernig þjóðskipulag
framtíðarinnar kæmi til með að líta
út. Framtíðarsýn nútímans felur í
sér skilgreiningar, sem byggja á
sæta pyntingum í þeim tilgangi að fá
hann til að ljóstra upp um nöfn
„samsektarmanna" sinna. Molina
afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir
sakir kynhverfðra hneigða sinna.
Honum hefur jafnframt verið heitið
náðun af hálfu yfirvalda, ef honum
megi takast að afhjúpa leyndarmál
klefafélaga síns. Þegar frá upphafi
er Valentin gjörsamlega andhverfur
viðleitni Molina til að stofna til vin-
áttutengsla þeirra á milli, og lætur
hann í því tilliti óspart í ljósi hina
vægast sagt forkastanlegu hleypi-
dóma sína til kynvillu hans. Smám
saman hrífst hann þó af hinni ein-
staklega viðmótsþýðu persónugerð
klefafélaga síns, og svo fer að sjálf-
sögðu um síðir að Molina verður að
gera upp við sig hvort honum er
kærara: vináttutengsl hans við
Valentin (sem hann er reyndar orð-
inn ástfanginn af undir lok myndar-
innar), eða hið skilorðsbundna frelsi
utan fangelsismúranna.
Molina er leikinn af William Hurt,
og er þessi margverðlaunaða túlkun
hans á hlutverkinu jafnframt ein-
hver sú magnaðasta, sem um getur
í vesturlenskri kvikmyndagerð um
langt árabil.
Brazil (1985) ★★★
777 útleigu hjá m.a. Vídeómeistar-
anum, Vídeóspólunni og fl.
Leikstjórn: Terry Gilliam.
Aðalhlutverk: Jonathan Pryce,
Robert DeNiro, Kim Greist,
Katherine Helmond o.fl.
Þeir félagar Terry Gilliam, Tom
Stoppard og Charles McKeown eru
hér eina ferðina enn með nýja út-
gáfu af þessum afbragðsvel skrifuðu
tragíkómísku försum sínum, sem
tæpast eiga sér nokkra hliðstæðu í
kvikmyndasögunni hvað yfirgengi-
legan frumleika þeirra varðar.
Þannig er þessi framtíðarsýn þeirra
félaga (með óbeinni skírskotun til
leftir Ólaf Angantýsson
atriðum eins og klínískri sjálfvirkni
súper-chipsins (eða smágerðu míní-
tölvuflögunnar), sem öllu veldur og
allt kann. Framtíðarsýn fjórða og
fimmta áratugarins var öllu mekan-
ískari í eðli sínu: hrikaleg pappírs-
býrókratía, stórgerðar sveifar, tól og
tæki, sem með miklu brambolti
klöngruðust gegnum hin ýmsu til-
verusvið framtíðarþjóðfélagsins.
Myndin fjallar um ungan mann af
yfirstétt þeirri, er nýtur forréttinda
sinna í skjóli hinnar þunglamalegu
býrókratíu þessa nánar tiltekna
þjóðskipulags. Hann er í sjálfu sér
ýmsum góðum gáfum gæddur, en
svífur jafnframt (sökum lífsleiða
síns) um í dagdraumum óra sinna
um ástina stóru, sem í draumförum
hans birtist honum sem ástargyðjan
holdi klædd og er honum, „riddara
eigin skýjaborga", ætlað að frelsa
hana úr ánauð. Dag nokkurn sér
hann þessari dís drauma sinna
bregða fyrir í líki alþýðukonu, er býr
við vægast sagt hörmuleg lífsskil-
yrði lágstéttanna í einu af náttsvart-
ari fátækrahverfum borgarinnar... og
þar með er hin tragikómíska ástar-
saga þessarar makalausu framtíðar-
sýnar þeirrar Gilliams og félaga
endanlega komin á fullan skrið.
Equus (1977) ★★★
777 útleigu hjá m.a. Grensásvídeó.
Leikstjórn: Sidney Lumet.
Aðalhlutverk: Richard Burton,
Peter Firth o.fl.
Þessari mynd eru hér með af hálfu
HP gefnar aðeins þrjár stjörnur, þó
svo að sjálf leikgerð Peter Shaffers
(sem eins og flestum leikhúsunn-
endum mun kunnugt er einhver
mestur núlifandi breskra leikrita-
skálda: Amadeus, Shrivings, Five
Finger Exercise svo dæmi séu
nefnd) eigi í reynd mun fleiri skilið.
Því er eins farið um þessa uppfærslu
og kvikmyndun söngleiksins marg-
fræga, sem fjallað var um hér að
framan, að megininntak verksins
skilar sér engan veginn eins vel á
hvíta tjaldinu, og ef um sviðsupp-
færslu væri að ræða. Enda eru verk
Shaffers í flestum tilvikum skrifuð
með hina sérstæðu túlkunarmögu-
leika leikhúsformsins sérstaklega í
huga.
Þrátt fyrir þessa annmarka er
myndin engu að síður ágætlega vel
leikin og leikstjórn Sidney Lumets
er að sjálfsögðu að vanda óaðfinn-
anleg. Equus ætti því að geta orðið
kærkomin tilbreyting hverjum
þeim, sem af einhverjum ástæðum
hefur til þessa ekki haft tækifæri til
aö kynna sér verk Shaffers... eins af
ótvíræðum meisturum breskrar
leikhúshefðar í dag. ó.A.
VÍDEÓ/STÖÐ 2
Síðastliðinn mánudag lét Helgar-
pósturinn gera skoðanakönnun á
hugsanlegum áhrifum Stöövar 2 á
myndbandanotkun Reykvíkinga.
Hringt var í 400 Reykvíkinga eftir
tölvuúrtaki skv. skrá Landsímans og
þeir spurðir:
i) Er myndbandstæki á heimil-
inu?
ii) Horfiö þið á Stöð 2? (frá „dá-
lítið" til „mjög mikið")
iii) Hefur dregið úr myndbanda-
notkun við tilkomu
Stöðvar 2? (þar sem það á
við).
Af 400 manna úrtaki í Reykjavík
svöruðu 383 eða 95,8% spurðra.
Fram kemur að myndbandstæki eru
á 182 heimilum en það svarar til
47,5% heimila í höfuðborginni.
Myndbandstæki eru hins vegar ekki
á 201 heimili eða 52,5% heimil-
anna.
Tæplega þrjú af hverjum fjórum
heimilum horfa á Stöð 2. í sumum
tilvikum er horft mikið á stöðina, í
öðrum tilvikum minna eða mjög lít-
ið. Hlutfallið er: 273 eða 71,3% horfa
á Stöð 2; 110 eða 28,7% horfa ekki
á Stöð 2.
Þegar þeir, sem hafa myndbands-
tæki, eru spurðir hvort dregið hafi
úr myndbandanotkun þeirra við til-
komu Stöðvar 2 kemur fram að mik-
ill meirihlutinn telur svo ekki vera,
þ.e. 98 eða 53,8%. Að vísu segja 24
eða 13,2% að mjög mikið hafi dreg-
ið úr myndbandanotkun heimilis-.
ins; 16 eða 8,8% að frekar mikið hafi
dregið úr henni; einnig 8,8% að dá-
lítið hafi dregið úr myndbandanotk-
un og 28 eða 15,4% að það sé varla
teljandi sem dregið hafi úr mynd-
bandanotkun heimilisins við til-
komu Stöðvar 2.
Tafla 1.
Horfi á Stöð 2 Horfi ekki á Stöð 2 Alls
Myndbandstæki
á heimilinu 148 34 182
Myndbandstæki
ekki á heimilinu 125 76 201
Alls 273 110 383
Af 400 manna úrtaki í Reykjavík svöruðu 383 eða 95,8% spurðra.
A.
Myndbandstæki á heimilinu 182 eða 47,5%
Myndbandstæki ekki á heimili 201 eða 52,5%
B.
Horfa á Stöð 2 273 eða 71,3%
Horfa ekki á Stöð 2 110 eða 28,7%
Tafla 2.
Hefur dregið úr myndbandanotkun við tilkomu Stöðvar 2?
Mjög mikið 24 13,2%
Frekar mikið 16 8,8%
Dálítið 16 8,8%
Varla teljandi 28 15,4%
Ekkert 98 53,8%
Skáís 11.86
HELGARPÓSTURINN 27