Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 30

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 30
í * * Vinsœldakönnunin sem hér getur aö líta uar gerð um síöustu helgi á 50 myndbandaleigum á höf- uöborgarsuœöinu. Indiana Jones er tiltölulega nýkomin á markað og er strax orðin lang uin- sœlasta myndin þar sem hún er til. Spies Like Us er einnig ný og er hún geysiuinsœl. Hryllings- kómedían Fright Night er ennþá mjög uinsœl og sömuleiðis Runaway Train, en aðrar eru suip- aðar að uinsœldum. Eins og uœnta mátti eru bandarískar myndir nœr allsráðandi, enda þótt Subway, hin franska nái að skjóta sér inn á listann. Hér að neðan uerður fjallað um fjögur myndbandanna sem höfnuðu ofarlega á þessum uin- sœldalista Helgarpóstsins. Vonandi gefst mönnum þar innsýn íþað huort saman fara uinsœldir og gœði í öllum tiluikum. VINSÆLDALISTI HP Heiti Leikstjóri Framleiðslul. Árg. 1. Indiana Jones and the Temple of Doom Steven Spielberg Bandarísk 1984 ■ * SpTes Li«fe % ^ John Landis Bandarísk 1985 3. Fright Night Tom Holland Bandarísk 1985 4. Runaway Train Andrei Konchalovsky Bandarísk 1985 5. Black Moan Rising Harley Corklisss Bandarísk 1986 6. The Man With One Red Shoe Stan Dragoti Bandarísk 1985 7. Murphy's Law Lee Thompson Bandarísk 1986 8. Secret Admirer David Greenwalt 9. Subway Luc Besson Frönsk 1985 10. House Steve Miner Bandarísk 1985 HROLLUR, SPENNA OG GRÍN AÐ VESTAN AFÞREYING BEINT í ÆÐ Indiana Jones and the Temple of Doom: ■k'k'/j. Bandarísk, árgerö 1984. Framleidandi: Robert Watts. Leikstjórn: Steven Spielberg. Hand- rit: Willard Huyck og Gloria Katz, eftir sögu George Lucas. Kvik- myndun: Douglas Slocombe. Tón- list: John Williams. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Kate Capeshaw. Indiana Jones var ekki fyrr komin á myndbandaleigur höfuðborgar- svæðisins en hún skaust á toppinn hvað vinsældir snertir. Enda kannski ekki furða þar sem myndin hlaut mikla hylli almennings er hún var sýnd í Háskólabíói á sínum tíma. Hún er gerð af Lucas-Spielberg tví- eykinu og það dugar ekkert minna en vönduðustu vinnubrögð á þeim bæ. Saman gerðu þeir fyrri mynd- ina um kappann, Raiders of the Lost Arc, og eru báðar myndirnar í hópi vinsælli kvikmynda sögunnar. Maður er varla sestur fyrir framan sjónvarpið en hasarinn er byrjaður. Við fylgjumst með Indiana halda heimleiðis frá Shanghai eftir mikinn eltingarleik, með „millilendingu" í Indlandi. Þar gerist hins vegar nær öll myndin og rekur hvert ævintýrið annað. Hún nær samt ekki sama toppi og forveri hennar og má þá sérstaklega kenna um hversu flatari hún er. Einnig fannst mér sagn- fræðilegur bakgrunnur fara nokkuð út um þúfur í þetta sinn, og and- stæðurnar á milli ofurhugans Indiana og fornleifafræðingsins dr. Jones eru ekki nógu skýrar. Styrk- leiki myndarinnar liggur hins vegar fyrst og fremst í vönduðum vinnu- brögðum þar sem hver maður skilar hlutverki sínu með prýði og hraðri atburðarás, að ógleymdum húm- ornum sem er svo skemmtilega laumað inn í bardagasenurnar. Þeir sem vilja fá úrvals afþreyingu beint í æð ættu því ekki að láta þessa mynd fara fram hjá sér. -ÞÓM UNDIR SLÉTTU YFIRBORÐI Subway -k-k-k'/i. Frönsk — árgerd 1985. Leikstjóri: Luc Besson. Abalhlutverk: Christope Lambert og Isabelle Adjani. Flestar myndir á myndbandaleig- um hérlendis eru bandarískar að uppruna. Þó nokkuð er af enskum titlum og áströlskum en þar með er það upptalið. Sjaldgæft er að rekast á evrópskar ræmur en ef vel er leit- að má finna eina og eina stillt upp á meðal bandarískra unglinga- og of- beldismynda. Þessum örfáu mynd- um er yfirleitt dreift af stóru dreif- ingarfyrirtækjunum í Bandaríkj- unum (t.d. CBS/Fox og Warner) og því miður alltof oft sett enskt tal inn á þær. Ein af slíkum myndum er Subway, mjög nýleg frönsk mynd eftir hinn 26 ára Luc Besson. Sub- way er mjög sérstæð mynd, gerist öll í neðanjarðarstöð í því fræga sporvagnakerfi þeirra Fransmanna. Aðalpersónan í myndinni, Fred, hef- ur óbeit á peningaskápum. Hann gengur alltaf með dýnamít í vasan- um og sprengir upp þá skápa sem fyrir honum verða. I æðisgengnu upphafsatriði myndarinnar er hann á flótta í stolnum bíl eftir að hafa sprengt upp skáp í samkvæmi hjá vafasömum milljónamæringi og tekið þaðan nokkur mikilvæg skjöl. Hann nær að komast undan í neð- anjarðarstöð og kynnist þar þeim kyndugum náungum sem þar hreiðra um sig. Subway er falleg lítil mynd. Samtölin eru fá og alltaf út í hött, eintóm rifrildi og útúrsnúning- ar (stórkostlegur húmor), sem leiðir til þess að hið myndræna form nýtur sín jafnvel enn betur. Allur leikur er til fyrirmyndar. Christope Lambert er þarna í sínu besta hlutverki til þessa sem hinn sprengjuglaði Fred. -JS FÁIR EN GOÐIR SPRETTIR The Man with One Red Shoe. kk Bandarísk, árgerö 1985. Framleid- andi: Victor Drai. Leikstjórn: Stan Dragoti. Handrit: Robert Klane eft- ir kvikmynd Yves Roberts. Aðal- hlutverk: Tom Hanks, Lori Singer, Jim Belushi. Kvikmyndaleikstjórinn Stan Dragoti sýndi á sínum tíma að hann gæti gert góða gamanmynd, er hann gerði góðlátlegt grín að Drakúla greifa í myndinni Love at First Bite. Hér er hann aftur á ferð- inni með farsa undir hendinni og tekur hann það til bragðs að endur- gera mynd Yves Roberts, L’Homme aux chaussurs noir frá 1970. Myndin segir frá Richard Drew (Hanks), ung- um saklausum fiðluleikara, sem alla tíð hefur helgað sig tónlistinni. Hann lendir í því fyrir hreina tilvilj- un að vera miðpunkturinn í valda- baráttu tveggja aðila innan CIA. Þannig notar formaður CIA Drew til þess að klekkja á helsta keppinaut sínum um toppinn í leyniþjónust- unni. Efni myndarinnar gefur svo sann- arlega tilefni til mikils misskilnings og tókst það svo 'sannarlega hjá Roberts og félögum hans frönsku. Hér er hins vegar eins og eitthvað vanti og eru það helst gloppur í handriti þegar líða tekur á myndina, þar sem myndin heldur ekki lengur sérstöðu sinni heldur þynnist út í meðalmennskuna. Einnig hefði ég viljað sjá meira koma út úr Tom Hanks en hann fær ekki úr nógu miklu að moða sem hinn óheppni Drew. Hins vegar stendur Jim Belushi sig ágætlega í hlutverki hans besta vinar, og má segja að ógæfa Drews veltist yfir á hann. The Man With One Red Shoe á ágæta spretti en því miður eru þeir ekki nógu margir til þess að um topp farsa sé að ræða. -ÞÓM SKEMMTAN BRELLU- MEISTARANS Fright Night k. Bandarísk, árgerö 1985. Leikstjóri: Tom Holland. Aðalhlutverk: William Ragsdale, Chris Saradon, Amanda Bearse. Eitt vinsælasta myndbandið á myndbandaleigum höfuðborgar- svæðisins undanfarnar vikur er hryllingskómedían Fright Night. Fjallar hún um ósköp venjulegan menntaskólastrák, Charley, sem verður þess var að í næsta húsi við hann býr vampýra sem tælir til sín ungar konur og drepur. Enginn trúir stráksa svo hann verður sjálfur að ráða niðurlögum vampýrunnar áð- ur en hún drepur hann. Þetta er vandasamt verk og ekki á hvers manns færi, þannig að hann fær með sér útbrunna sjónvarpsstjörnu, Peter Vincent vampýrudrápara. Charley á að sjálfsögðu kærustu sem hin ógeðfellda vampýra er nátt- úrulega búin að klófesta. Þarf þá okkar maður að freisa sína heitt- elskuðu en það getur hann aðeins gert ef hann drepur hina illræmdu vampýru. Ráðast þeir félagar, Charley og Peter, til atlögu gegn vampýrunni með tilheyrandi eld- glæringum og látum þar sem eng- inn skemmtir sér nema brellumeist- arinn Richard Edlund (sér um brell- ur í flestum myndum fyrir Lucas og Spielberg), því þeir áhorfendur sem ennþá eru við kassann verða trú- lega sofnaðir þegar þar að kemur. Leikstjórinn missir fljótlega tökin á myndinni og virðist hann aldrei geta ákveðið sig hvort hann ætlaði að gera hryllingsmynd eða grín- mynd og hefur sennilega gefist upp og látið áðurnefndan Edlund klára hana fyrir sig. -JS 30 HELGARPÓSTURINN leftir Júlíus Sigurjónsson og Þorfinn Ómarssonl

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.