Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 32
BÓKMENNTIR Ritsafn Nordals eftir Gunnlaug Ástgeirsson og Helga Skúla Kjartansson. Siguröur Nordal: Ritverk. Mann- lýsingar / Frá Snorra til Hallgríms; Mannlýsingar 11, Skáldaöld; Mannlýsingar III, Svipir. Almenna bókafélagið 1986. Það eru tíðindi í íslenskri bóka- útgáfu, raunar tíðindi í íslensku menningarlífi, að nú er farið af stað með heildarútgáfu á ritum Sigurðar Nordal, og komu þrjú fyrstu bindin út á aldarafmæli höf- undar, alls nær 1300 siður. Sigurður Nordal er einmitt höf- undur sem vert er að gefa út í rækilegri heildarútgáfu. Bæði vegna þess að hann skrifaði svo margt á langri ævi sem nú er ekki mjög aðgengilegt, ritgerðir, grein- ar og formála fremur en heilar bækur. Og svo vegna þess að rit hans eiga erindi til margra og halda gildi sínu furðuvel þótt þau eldist. „Sigurður Nordal," segir á bóka- hulstrinu, „ritaði ávallt með hinn almenna lesanda í huga." Er það einkum athyglisvert um rit hans á sérfræðisviði sínu, um forníslensk- ar bókmenntir, að hann forðast að tala til fræðabræðra sinna sér- staklega. Og hulsturtextinn held- ur áfram: „Með sínum létta og þægilega stíl gerði hann erfið við- fangsefni auðveld án þess nokkru sinni að slá af kröfunum um vis- indalega nákvæmni." Og má það kannski til sanns vegar færa, þótt still Nordals sé raunar ekki aðeins léttur og þægilegur, heldur einnig miklu fremur auðugur og glæsi- legur. Hann er einn af höfuðsnill- ingum íslenskrar tungu og beitti sig þeim sjálfsaga að birta ekki annað en þaulvandaðan texta. Og hann lagði rækt við hugsun sina ekki síður en mál; ritgerðir hans eru fullar af minnisstæðum dæm- um um glögga og frumlega hugs- un, og hann er alltaf tilbúinn, hvert sem viðfangsefni hans er í það og það sinnið, að tengja það almennum umhugsunarefnum. Þess vegna er alitaf eitthvað varið í að lesa Nordal, jafnvel um þá hluti sem maður hefur ekki sér- legan áhuga á, og einmitt þess vegna er hann höfundur sem mað- ur vill hafa aðgengilegan i heildar- útgáfu. Jóhannes Nordal, sonur Sigurð- ar, hefur umsjón með útgáfunni, en við hlið hans skipa ritnefnd Eiríkur Hreinn Finnbogason, Kristján Karlsson og Ólafur Pálma- son. Ritar Jóhannes stuttan for- mála fyrir hverju bindi. Framan við hlið fyrsta er ártalaskrá um æviferil Sigurðar, og aftan við hið þriðja er sameiginleg nafnaskrá, myndaskrá og efnisyfirlit fyrir öll þrjú bindin. Boðar Jóhannes að ritsafnið verði áfram í þriggja binda flokkum þar sem „efni frem- ur en aldursröð mun ráða mestu um flokkun og niðurskipan". Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, en það er álitamál um skip- an efnis í þessum þremur fyrstu bindum hvað því er skipt í marga efnisflokka og smáa og að því skapi hætt við að lesanda sjáist yfir aldursröð efnisins. Þegar safn- ið er allt komið út hugsa ég að okkur þyki þetta bagalegt, en hins vegar er þessi þriggja bóka pakki út af fyrir sig eigulegri fyrir það að geyma allfjölbreytt efni frá endi- löngum höfundarferli Sigurðar. Það er vandi að gefa út þvílíkan öndvegishöfund, og það leynir sér heldur ekki að hér er vandað til verks. Útgáfan er ljómandi falleg, hóflega myndskreytt, einkum með myndum úr fórum Nordals. Það eitt má að útlitinu finna að aðeins örlar á ójöfnu línubili. Próf- arkalestur er óvenjuvandaður; sýnilegar prentvillur eru nærri ófinnanlegar. Fyrir utan sjálfsagða samræmingu stafsetningar er texti Nordals birtur vandlega óbreyttur. Nokkrar smágreinar á dönsku eru prentaðar á frum- málinu, og verður þá væntanlega farið eins með hin lengri rit Nor- dals á því máli þegar þar að kem- ur. Efni þessara binda er allt áður prentað, nema tvö erindi í öðru bindinu, en forvitnilegt að sjá, þegar á líður ritsafnið, hve mikið verður frumprentað eftir handrit- um Nordals. Af bindunum þremur er hið annað, Skáldaöld, samstæðast að efni. Þar birtast skrif Nordals um íslensk skáld frá Bjarna Thorar- ensen til Einars Benediktssonar, mest um Grím Thomsen, Stephan G. Stephansson, Þorstein Erlings- son og Einar Ben. Megnið af efn- inu er samið sem inngangsritgerð að ljóðasöfnum. Vekja ber athygli á erindi, áður óprentuðu, um Bólu-Hjálmar og Sigurð Breið- fjörð. Greinar þessu skyldar, um Jó- hann Sigurjónsson, Huldu og Davíð Stefánsson, eru í þriðja bindi ásamt fjölmörgu efni öðru. Mest er þar af afmælis- og minn- ingargreinum, og er Nordal mikill meistari þeirrar vandasömu bók- menntagreinar. Hér er sérstaklega vert að benda á greinar hans um fyrirrennara sína í norrænum fræðum, Finn Jónsson og Björn M. Ólsen, sem bæði eru heillandi mannlýsingar og vitnisburður um fyrsta skeiðið á fræðimannsferli Nordals. Fyrsta bindið, Frá Snorra til Hallgríms, geymir tvær ritgerðir sem upphaflega komu út sem heil- ar bækur: Snorri Sturluson (1920) og Ha/lgrímur Pétursson og Passíusálmarnir (1970). Bókinni um Hallgrím fylgja aðrar ritgerðir um 17. aldar menn, Jón prest Magnússon og Tyrkja-Guddu. Snorrabók fylgir yngri grein um Snorra ásamt ritgerðum um Egil Skallagrímsson, Gunnhildi kon- ungamóður, Völu-Stein og Björn úr Mörk. Það er raunar ekki yfirlitsgóð skipting á ritum Nordals um ís- lenskar fornbókmenntir að taka þessi út úr sem mannlýsingar, en það skiptir ekki meginmáli, því að allt kemur þetta á sínum tíma. Rit- gerðina um Snorra, þá styttri og yngri (1941), skal sérstaklega bent á, bæði sem dæmi um það hvernig Nordal skrifaði þegar hann var upp á sitt allra besta, og sem heppilegan inngang að rannsókn- um hans á fornbókmenntum. Bók- in um Snorra er bæði fróðleg og rituð af miklu andríki, en miðað við það hvernig Nordal þróaðist síðar, bæði skoðanir hans á forn- sögum og afstaða hans til ritskýr- ingar, þá er hún dálítið úrelt og ber að lesa hana með samanburði við greinina. Þessi byrjun á ritsafni er kannski veikur grundvöllur til að meta feril og þróun Sigurðar Nordal. En það vekur þó athygli að hér birtist hvorki margt né veigamikið frá ár- unum 1925-32, en munur er tals- verður á ritum sem samin eru fyrir og eftir þann tíma. Um 1920 er hann nokkur öfgamaður í trú sinni á sálfræðilega ritskýringu. „... rit- skýring (filologi) og sálarfræði. Þessar vísindagreinar eru ná- skyldar, og í raun og veru getur hvorug án annarrar verið. Og báð- - ar leita fyrst og fremst skilnings." (III, 106) „... verða ævisögurnar í íslenskri bókmenntasögu, þegar þær verða rétt skildar og skrifað- ar, ef til vill enn merkilegri en ritin sjálf." (II, 85.) Völuspá sé „jafn- ófullkomin mynd af sálarreynslu skáldsins og rastirnar í fjöruborð- inu af brimróti hafsins." (I, 310.) „. .. súsundurgreiningsálarlífsins sem myndaðist við flutning íslend- inga vestur um haf og varð skil- yrði þeirra andlegra afreka sem þeir unnu fram yfir Norðmenn." (I, 276.) Og um uppvöxt Snorra í Odda að það sé „hægt að sýna fram á, að andstæðurnar í skapi hans hafi hlotið að aukast við upp- eldi það sem hann naut þar.“ (I, 60.) Um allt slíkt er Nordal-var- færnari síðar. Á sama hátt verður ritháttur hans hófstilltari og yfir- vegaðri, mælskuglóðin víkur fyrir kaldari heiðríkju. Það er smekks- atriði hvort mönnum þykir snjall- ara. Ég kann best að meta Nordal fimmta áratugarins, en ætla þó að enda þessa umsögn með dæmi um stílþrótt hins unga Nordals; hann er að rita um Grím Thomsen og er þar kominn að þurfa að víkja að hinni alræmdu mannfyrirlitningu skáldsins: „Grímur var trúmaður, hann elskaði guð og guðsneistann í mannssálinni. Hann elskaði líka það, sem var alveg einlægt og eðli- legt, dýr og börn og barnseðlL mannsins. Hann elskaði guð sinn og hundinn sinn, en ekki þessa málamiðlun milli guðs og hunds, sem kom til hans grímuklædd og prúðbúin og kallaði sig konung jarðarinnar eða jafnvel tilverunn- ar, þegar mestur gállinn var á henni." (If, 83.) H.S.K. Sextugar flugur Jón Thoroddsen: Flugur — önnur útgáfa. Flugur, bókaforlag 1986. Jón Thoroddsen Skúlason var fæddur á ísafirði 1898, sonur Skúla alþingismanns og sýslu- manns (þá fyrrverandi) og Theo- dóru konu hans. Jón stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1918, gott ef hann var ekki einn af skáldun- um í skáldabekknum sem Tómas orti um. Veturinn eftir stundaði hann nám við Hafnarháskóla og lauk prófi í forspjallsvísindum en lagði síðan stund á lögfræði og lauk prófi frá HÍ 1924. Það haust fór hann til framhaldsnáms til Kaupmannahafnar, en um jól varð hann fyrir slysi og lést á gamlárs- dag það ár. Jón Thoroddsen virðist hafa verið einn af þessum dæmigerðu efnilegu ungu mönnum sem falla frá fyrir aldur fram. Vinir hans trúðu því að hann ætti mikla fram- tíð fyrir sér annaðhvort sem skáld, stjórnmálamaður eða eitthvað enn annað og allir sem um hann fjalla og til þekktu ræða mjög um mannkosti hans og hæfileika. Það sem öðru fremur hefur haldið nafni Jóns á lofti er lítið kver sem hann gaf út árið 1922 og í eru 13 prósaljóð. Þessi ljóð eru í sjálfu sér ekkert stórmerkilegur skáldskapur, en þau eru mjög for- vitnileg miðað við þann tíma sem þau eru ort á um leið og þau eru vitnisburður um að örlítill angi af þvi sem var að gerast í skáldskap á meginlandinu hafi borist hingað. í Ijósi þess sem seinna gerðist verður þessi bók einnig merkileg því hún er fyrsta ljóðabókin þar sem hvergi bregður fyrir rími eða hefðbundinni stuðlun. Árin í lok fyrri heimsstyrjaldar- innar og þar á ef tir eru úti í Evrópu mikill umbrotatími í öllum listum. Ógnir styrjaldarinnar, þeirrar fyrstu þar sem manndráp voru al- mennilega tæknivædd á nútíma- vísu, breyttu heimsmynd ungs fólks. Um leið breyttist skynjunar- máti fólks á veruleikanum og leit- að var nýrra leiða til þess að tjá nýja heimsmynd og veruleika- skynjun. Uppúr þessu sprettur endurmat á leiðum og aðferðum í listum og koma fram stefnur eins og súrrealismi og ýmis afbrigði hans og annarra skyldra stefna. Hafa þessar hugmyndir sem þarna urðu til haft gífurleg áhrif á alla listsköpun í heiminum fram á okk- ar daga. Á þessum tíma er ísland í fremur takmörkuðum tengslum við menningu umheimsins, hér yrkja menn á fullu í rómantísk-nýróm- antiskum anda aldarinnar sem leið. Hér koma samt fram nokkur merki um áhrif frá hinum nýju stefnum. Er þar einkum um að ræða hjá höfundum sem dvelja við nám í Evrópu á árunum eftir fyrra stríð. Þeir tileinka sér eitt- hvað af því andrúmslofti sem þar er og leitast við að túlka það á ís- lensku. Er hér átt við þau verk sem verða til á áratugnum milli 1920 og 1930 og þykja marka upp- haf modernisma í íslenskum bók- menntum, svo sem Hel Sigurðar Nordals, ljóð Jóhanns Jónssonar, sum ljóð Halldórs Laxness frá þessum tima og fleira mætti nefna, þar á meðal Flugur Jóns Thoroddsens. Af ýmsum ástæðum varð ekki í bili framhald á þessari nýjungastarfsemi hér á landi og þráðurinn ekki tekinn upp fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina þeg- ar hugmyndaheimur ungs fólks á íslandi hafði gengið í gegnum svipaðar hremmingar og áður hentu jafnaldra þeirra á megin- landinu aldarfjórðungi fyrr. í Flugum eru eins og áður segir þrettán prósaljóð, en að auki eru í þessari útgáfu þrír textar til við- bótar sem birtust í tímaritum. Á þessum tíma eru prósaljóðin vissu- lega nýjung í íslenskum skáldskap, þó Jón sé ekki fyrstur manna til þess að setja slíka texta saman. En það er ekki aðeins formið sjálft sem er nýstárlegt á þessum tíma í ljóðum Jóns heldur einnig tjáningarhátturinn eða tjáningar- mátinn sem hann beitir. Hann not- ar mikið samtöl og eintöl, breytir oft um sjónarhorn og beitir mynd- um og táknum á mjög markvissan hátt. Annars er hugmyndaheimur þessara ljóða ekki eins nýstárlegur og aðrar hliðar þeirra. Flest ljóðin fjalla með einhverjum hætti um ást og söknuð í fremur nýróman- tískum anda. Ólgandi tilfinningar sveiflast á milli æðstu sælu og sár- asta trega. Meira fjallað um ást sem var en ást sem er. Um leit að hinu háleitasta, sem aðeins er ein- hvers virði meðan það ekki finnst en glatar mætti sínum og aðdrátt- arafli um leið og það verður höndlað. Þetta hugmyndagóss er að sönnu nýrómantískt. Hinsveg- ar eru aðrir þættir sem lýsa meira efa og endurskoðun gamalla gilda sem vísa fram á veginn til hug- mynda sem verða seinna áberandi í íslenskum skáldskap. Það er snyrtilega gengið frá þessari útgáfu og gagnlegur og fróðlegur er formáli Gísla Sigurðs- sonar. Flugur er ein af þeim bók- um sem eiga að vera aðgengilegar fróðleiksfúsum almenningi bæði vegna sjálfra sín og bókmennta- sögunnar. Þess vegna er þessi út- gáfa þarft framtak. G.Ást. * TIÐINDI úr jazz-lífinu á íslandi. Gammar hafa gefið út sína aðra breiðskífu, sem eingöngu geymir frumsamið efni eftir meðlimi grúpp- unnar, en þeir eru Björn Thorodd- sen á gítar, Stefán S. Stefánsson á sax, Skúli Sverrisson á bassa, Stein- grímur Óli Sigurðarson á strekktar húðir og Þórir Baldursson á hljóm- borð. Gammar 11, eins og skífan heitir einfaldlega, er að sögn fjöl- breytt og framsækin plata með því nýjasta sem er að gerast i jazzrokk- inu í dag. Þeir sem hafa hlustað á gripinn bæta því ennfremur við að þéttleikinn og driftin í spili félag- anna hafi aldrei verið jafn geggjuð og núna. SJÓN er um margt eitt merkileg- asta ljóðskáld af yngri kynslóðinni sem íslendingar eiga í dag. Drengur- inn með röntgenaugun kom út í vik- unni hjá Máli og menningu, en þar er á ferðinni safn allra bestu kvæða þessa spengilega skálds til þessa. Það er Mál og menning sem brýtur svona ísinn í útgáfu ljóðasafna, en menn þurftu helst að hafa andast eða náð háum aldri á árum áður til að ljóðaúrvali þeirra væri safnað saman. Sjón er aftur á móti '62 módel. TROLLAteiknarinn og góðmál- arinn Haukur Halldórsson hefur hugsað sér að opna sýningu vestur á Seltjarnarnesi um helgina. Gott ef hann hefur ekki staðnæmst við tvö- leytið á laugardag í Listveri, Austur- strönd 6. Honum sýnist þetta vera meira og minna byggt á þjóðsögun- um eins og við væri að búast frá sér, þegar hann er inntur eftir inspíra- sjóninni. Annars fjalli hann þarna líka um dauðasyndirnar, en þær séu sjö: Öfundin, lostinn, hrokinn, græðgin, bræðin, ágirndin og letin. „Allt skilst mér fundið upp í Vati- kaninu," segir listamaðurinn sem talar frá Seltjarnarnesi. VALBORG og bekkurinn verð- ur brátt tekið aftur tii sýninga á Litla sviði Þjóðleikússins og sem fyrr geta menn notið veitinga meðfram þessu snjalla verki. Leikritið var frumsýnt vorið ’85 og sýnt þá 32 sinnum við miklar vinsældir, enda er ekki ofmælt að leikararnir í sýn- ingunni, þau Guðrún Þ. Stephensen, sem leikur Valborgu, og Karl Ágúst Úlfsson, sem leikur bekkinn, fari al- deilis á kostum. Leikritið er danskt, samið af Finn Methling, og birtist ís- lendingum í góðum snúningi Þránd- ar Thoroddsen. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.