Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 34
að biðu þess eins að verða rifin af
borginni. Ég talaði því næst við
Davíð sem gaf okkur loks góðfús-
legt leyfi til að nota þessa aðstöðu út
ieikárið."
— Býstu viö frekari afnotum Leik-
félagsins af Skemmunni?
„Ef þetta lukkast hjá okkur með
Djöflaeyjuna þá held ég að næsti
vetur geti alveg verið til umræðu af
hálfu borgaryfirvalda, enda skilst
mér að langt sé í land að skipulag
liggi fyrir á þessu svæði. Svo eru líka
þrjú ár í Borgarleikhúsið okkar.“
Húsrýmið sem Leikfélagið fær
með þessum afnotum af Skemm-
unni vestur á Granda er um það bil
þrefalt á við það sem félagið hefur
haft í Iðnó. Fyrir utan mjög stóran
sal, þar sem leiksviði og áhorfenda-
pöllum verður komið fyrir, eru ýmis
hliðarherbergi fólgin í leigunni, svo
og gamalt mötuneyti starfsmanna
BÚR til hliðar við Skemmuna. Þar
eru núna geymdir búningar L.R. eft-
ir bruna gamla iðnskólahússins, en
þegar kemur að frumsýningu
Djöflaeyjunnar verður farið að mat-
ast þar aftur, því hugmyndin er að
innrétta það upp á nýtt sem veit-
ingasal þessa útibús Iðnómanna í
vesturbæ.
Þessa dagana standa yfir gagn-
gerar endurbætur á húsakynnun-
um. Og það er ekki einasta að fag-
lærðir smiðir bregði fyrir sig hamri
og sög við breytinguna á þessu
gamla fiskverkunarhúsi yfir í leik-
hús, því þeir leikarar sem taka þátt
í uppfærslu L.R. á Djöflaeyjunni eru
sjálfir komnir á bólakaf í nagl-
hreinsunina eins og myndirnar hér
á síðunni bera með sér. Líka Kjart-
an, sem er að sjá þennan ljúfa
draum sinn rætast.
-SER.
Edda Heiðrún Backman handlangar létti-
lega eina fjölina sem hún leikur svo á þeg-
ar fram l(ða stundir.
150 ár eru liðin frá komu Gai-
mards, Mayers og fleiri franskra
leiðangursmanna til fslands sumar-
ið 1836. Menningarsjódur hefur
þegar greint frá ferðum Gaimard
með veglegum hætti. Og nú ræðst
Örn og Örlygur í annað eins stór-
virki; útgáfu á íslandsmyndum
Mayers. Þær verða í lit og með
hverri þeirra fylgir texti Árna
Björnssonar þjóðháttafræðings og
Asgeirs S. Björnssonar lektors. Bók-
in verður um 260 blaðsíður í allstóru
broti; „eigulega bókin í ár“, að sögn
þeirra sem skoðað hafa prófarkir.
RUBEN sænski trúðurinn, hefur
gert víðreist um landsbyggðina að
undanförnu við miklar vinsældir.
Hann gerir fleira en að skemmta
áhorfendum með sprelíi, því fyrir
tíu árum setti hann á laggirnar sirk-
usskóla, sem að sjálfsögðu er far-
andskóli, og það er ekki síst sakir
hans sem Ruben hefur náð til fólks-
ins í hverju bæjarfélaginu af öðru
sem hann hefur heimsótt um landið
á síðustu sjö vikum. Ferð trúðsins,
sem nú nálgast höfuðborgarsvæðið,
er skipulögð í samráði við Bandalag
íslenskra leikfélaga og 23 áhuga-
leikfélaga á landinu. Og svo þetta:
Þótt Ruben sé ungur að árum, 38
ára, hefur hann starfað í 15 ár sem
trúður og m.a. hlotið titilinn heið-
urstrúður við sirkusskólann í
Moskvu, sá eini til þessa til að bera
þann titil. Það er því enginn aukvisi
sem manni stendur til boða við
kennslu í kúnstum og allavega upp-
átækjum.
NIELS Hafstein er nú farinn ofan
af veggjum Nýlistasafnsins við
Vatnsstíg þar sem hann sýndi at-
hyglisverð fjarvíddarverk. Þau Guð-
rún Hrönn Ragnarsdóttir og Guðjón
Ketilsson taka við salnum með sitt-
hvora einkasýninguna. Guðrún
Hrönn sýnir málverk, teikningar og
skúlptúra á efri hæðinni en Guðjón
málverk niðri. Þau útskrifuðust úr
Nýlistadeild MHÍ árið 1978 og í
framhaldi af því stundaði hún nám í
HoUandi, en hann í Kanada.
GALLERÍ Hallgerður býður
upp á myndvefnað og collage Ásu
Ólafsdóttur frá laugardegi: Að sögn
Ásu frekar hefðbundinn myndvefn-
að, en symbólskra collage-verka í
pappírs- og textílblöndu.
Leikhópur Leikfélags Reykjavíkur, sem setur upp Djöflaeyjuna vesturfrá, (besta smfðaskapi í byrjun nóvember, tveimur mánuð-
um fyrir frumsýningu. Fremstir eru Þór Túlinfus, Helgi Björnsson og Kristján Franklln Magnúss, en fyrir aftan þá standa Guð-
mundur Ólafsson, Kjartan Ragnarsson leikstjóri, Guðmundur F’álsson, Edda Heiðrún Backman og Hanna María Karlsdóttir.
Margrét Olafsdóttir leikur einnig f verkinu, en myndaðist ekki daginn sem Jim Smart var á vappi um Skemmuna.
Leikfélag Reykjavíkur smíðar leikhús vestur í Bráðræðisholti:
ENDURHÆFINGARBÚÐIR
segir Kjartan Ragnarsson um gamla fiskverkunarskemmu BÚR þar
sem leikgerð hans á Djöflaeyju Einars Kárasonar verður færð upp
Leikfélag Reykjavíkur hefur flutt
vestur í bœ með eitt verkefna yfir-
standandi leikárs. Það hefur fertgið
afnot af gömlum skemmum BÚR á
Bráðrœðisholti sem bíða niðurrifs
þegar nýtt skipulag fyrir svœðið
liggur fyrir. Leikgerð Kjartans Ragn-
arssonar á Djöflaeyju Einars Kára-
sonar veröur sett upp í þessu óvana-
lega rými, frá bœjardyrum Iðnó-
manna séð.
Kjartan segist vera búinn að vera
að leita að hráu húsnæði fyrir þessa
ieikgerðsína lengi. Hann vann hana
upprunalega fyrir þriðja árs nema
Leiklistarskóla íslands í fyrra, en
fannst ótækt að nýta hana ekki
meira en sem námsefni í dramatúrg-
íu. Honum kom fyrst til hugar að
færa verkið upp á eigin vegum og fá
til þess frjálsan leikhóp; þreyttur á
skókassanum við Vonarstræti:
„Ég er nú alla jafna feiminn við að
tala illa um Iðnó, en jú; það er komið
óskaplegt óþol í mann með þetta
þrönga pláss sem þar er til staðar.
Mér finnst orðið mjög brýnt að
reyna fyrir mér í öðru rými, sem
væri þó ekki annað en aðlögun að
því sem bráðum verður: Leikfélag
Reykjavíkur á fyrir höndum að
stjórna þúsund tonna skipi en rær
bara á árabáti fram að þeim tíma.
Þetta pláss hérna í Bráðræðisholt-
inu er allt öðruvísi og meira en í
Iðnó. Það reynir á mannskapinn á
allt annan hátt en litla sviðið okkar
niðurfrá. Þetta geta því talist vera
nokkurskonar endurhæfingarbúðir
fyrir okkur.“
— Hvernig dastu akkúrat niöur á
þetta húsnœði?
„Eins og fyrr sagði leitaði ég í
fyrstu að húsnæði sem mér fannst
geta hentað því andrúmi sem ein-
kennir sögur Einars sem leikgerðin
byggist á, en það eru báðar bæk-
urnar; Þar sem djöflaeyjan rís og
Gulleyjan, sem kom út í fyrra. í leit
að bröggum bankaði ég meðal ann-
ars upp hjá Brynjólfi Bjarnasyni
forstjóra Granda og hann benti mér
á þessi fyrrverandi húsakynni BÚR
á Bráðræðisholtinu sem hann taldi
Hanna Marfa Karlsdóttir (þann mund að
dúndra nagla úr fjöl, einbeitt að vanda.
Séö yfir þann hluta Skemmunnar vestur f Bráðræðisholti þar sem leikið verður frammi Kjartan Ragnarsson leggur á ráöin um nýtingu skemmunnar með smiðum á staðnum.
fyrir áhorfendum. Leiksviðið verður nær en áhorfendapallar fjær. Hugmynd Kjartans er
að hrátt yfirbragð og andrúm þessa pláss fái haldiö sér f endanlegri umgjörð sýningar-
innar.
34 HELGARPÓSTURINN