Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 37

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 37
að stofnað var um þann málaflokk sérstakt ráðuneyti). Segja má að brotið hafi verið blað í sögunni þeg- ar dr. Gunnar heitinn Thoroddsen varð félagsmálaráðherra árið 1974, en hann var fyrsti sjálfstæðismaður- inn í þessu ráðuneyti þegar undan er skilin minnihlutastjórn flokksins í þrjá og hálfan mánuð árið 1950. EINA „GRÆNA" RÁÐUNEYTIÐ Lengst af féllu iðnaðarmál og sjáv- arútvegsmál undir svo kallað at- vinnumálaráðuneyti eða til 1953— 1956. Þó hefur landbúnaðarráðu- neytið alltaf verið sér á parti og er reyndar eina ráðuneytið sem Fram- sóknarflokkurinn hefur lengst flokka stýrt (48%). Reyndar virðist fullt samkomulag milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins (44%) um að hleypa alls ekki öðrum flokkum þar inn fyrir dyr. „Kratar" hafa þar aldrei stýrt í meirihluta- stjórn og hin sögulega undantekn- ing frá blágræna litnum er stjórn sósíalistans Áka Jakobssonar á þess- um málaflokki sem atvinnumála- ráðherra 1944—1947 — eða fyrir rúmum 40 árum. Framsóknarflokk- urinn hefur viljað stýra landbúnað- inum en á hinn bóginn ekki lagt neina áherslu á að spreyta sig á iðn- aðarmálunum og reyndar aldrei set- ið þar frá því að stofnað var sérstakt ráðuneyti um þennan málaflokk. Aftur á móti hefur Sjálfstæðisflokk- urinn setið þar flokka lengst (61%) og þetta er sá málaflokkur sem „kommum“ hefur einna heist verið treyst fyrir (23%) — með iðnaðar- ráðherra í þremur meirihiutastjórn- um á síðustu 15 árum. Þá má það heita kostuleg staðreynd — miðað við allt umtal um áhrifamikið út- gerðarauðvald í landinu — að sjáv- arútvegsmálin hafa hálft tímabilið verið annað hvort í höndum „komma“ (19%) eða „krata" (33%). Er þetta reyndar sá málaflokkur sem hefur einna mest dreifst á flokkana, auk viðskiptamálanna, þar sem „kratar" hafa stýrt lengst (37%). Sjáífstæðisflokkur virðist vel geta hugsað sér að hleypa öðrum flokkum í innflutnings- og banka- málin, jafnvel „kommunum" — sem hafa átt 3 bankamálaráðherra þó ekki sé þeim hieypt í fjármálaráðu- neytið nema með sögulegri undan- tekningu og þá eftir klofning Sjálf- stæðisflokksins. | QS BgiÉ \ú\ Kn um 8 noi a sem SUZUKI fj II F m «2 u . if r ■Ep i w 1 HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.