Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 40

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 40
INNLEND YFIRSÝN Peningar og pólitík Yfirlýsing Stefáns Ben. um að hann fari ekki í framboð, — viðurkenn- ing eða móralskur sigur? Illskiljanleg afglöp. Upphrópunarmerki við þrot og uppgjöf BJ. Rebbarnir fljótir að gleyma. Stefán Benediktsson alþingismaður hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til fram- boðs fyrir Alþýðuflokkinn við næstu alþing- iskosningar. Yfirlýsingin kom í kjölfar fréttar á Stöð 2 um ásakanir um að Stefán hefði mis- notað aðstöðu sína með því að fá að láni með frjálslegum hætti fé úr sjóðum Bandalags jafnaðarmanna. í fréttinni sagði að Stefán hefði á sínum tíma fengið 200 þúsund króna lán, en það greitt síðar með tilfæringum. Þá var sagt, að Stefán hefði skrifað út tvær ávísanir af hefti BJ að upphæð 50 þúsund hvora. Svo var að skilja á fréttinni, að Stefán hefði rifið öftustu eyðublöð heftisins út og notað féð í eigin þágu. Stefán segir hins vegar að á árinu 1984 hafi hann fengið 110 þúsund krónur af sér- fræðistyrk þingmanna að láni til að standa straum af kostnaði vegna ferðalaga um land- ið og einnig að hann hafi fengið 200 þúsund króna lán í stuttan tíma hjá BJ meðan hann beið eftir bankaláni um áramót 1984/85. Að sjálfsögðu er erfitt að henda reiður á þessum upplýsingum en hitt er ljóst að stjórnmálamenn eru undir sérstökum þrýst- ingi þarsem fjármál eru annars vegar. Þing- flokkur BJ var fjármagnaður með svipuðum hætti og aðrir stjórnmálaflokkar. A árinu 1984 fékk BJ tæplega 1,6 milljónir í útgáfu- styrk og sérfræðiaðstoð en meint fé „velunn- ara“ var á því ári ekki annað en rúmlega 30 þúsund króna hagnaður af barmmerkjasölu samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum HP. En kannast Garðar Sverrisson starfsmaður BJ árið 1984 við meint misferli Stefáns Benediktssonar? „Það er rétt að árið 1984 voru fjármál þingflokksins hluti af mínu starfi. Hér er þó ekki um að ræða nema hluta þess tímabils, sem nefnt er í þessu máli. Þess vegna m.a. get ég hvorki né vil tjá mig um það, a.m.k. ekki einsog það horfir við á þessari stundu. Þó finnst mér nauðsynlegt að taka skýrt fram, að Stefán hefur aldrei gert minnstu til- raun til að eigna sér fé úr sjóðum BJ,“ sagði Garðar Sverrisson en þegar HP leitaði frek- ari svara kvaðst Garðar engu hafa við mál sitt að bæta. Nú getur í sjálfu sér ekkert verið við að at- huga að Stefán fái greiddan kostnað af ferða- lögum fyrir BJ um landið, og í sjálfu sér væri máske lítt athugavert við að þingmaðurinn fengi fé að láni nokkra daga ef þannig stæði á. En það er með öllu óskiljanlegt að þing- maðurinn skrifi út ávísanir með áðurgreind- um hætti, — það eru illskiljanleg afglöp. Nú hefur þingmaðurinn lýst því yfir að vegna þessa máls muni hann ekki gefa kost á sér til framboðs fyrir Alþýðuflokkinn. Hann kallar fréttaflutninginn aðför og póli- tískt morð. Stefán hefur enn fremur sagt, að ekkert ólöglegt hafi komið fram við rann- sókn málsins og hann hafi ekkert ólöglegt at- hæfi framið. Vert er að hafa í huga að málið hefur þegar verið til umfjöllunar hjá Rann- sóknarlögreglu og saksóknari síðan vísað málinu frá. Mörgum virðist sem þingmaðurinn hafi tekið mjög skynsamlega á málinu. Hann hafi tilkynnt um að hætta við framboð í kjölfar fregnanna. Þarmeð hafi hann sýnt siðferði- legan styrk sem ætti að verða öðrum að for- dæmi. En á hinn bóginn líta margir svo á að Stefán hefði átt að segja af sér þingmennsku núna og krefjast nýrrar rannsóknar á sakar- giftum — og síðan taka ákvörðun um póli- tíska framtíð sína. Það er einnig umhugsunarvert að þing- maður stjórnmálasamtaka sem höfðu það nánast að einkunnarorðum sínum, að gagn- rýna löglega hluti — en siðlausa — skuli leggja svo mikla áherslu á það hvort um lög- legt eða ólöglegt athæfi hafi verið að ræða. Með því að bregðast við með því að tilkynna að hann fari ekki í framboð, þykir einnig mörgum sem hann sé að viðurkenna að ein- hverju leyti meint brot. Þá líta einnig margir á þennan viðburð sem enn eitt upphrópunarmerki við þrot og uppgjöf Bandalags jafnaðarmanna. Flokkur- inn sem barðist gegn bakherbergjasamning- um fjórflokkanna samdi sig inní einn þeirra. Flokkurinn sem gagnrýndi harkalega fjár- málasull stjórnmálaflokka og -manna reynist vera með rugl á sínu bókhaldi. Og niðurstað- an er enn sorglegri fyrir bragðið, að margir hafa litið til þingmanna BJ sem þeirra einu sem hefðu allt sitt á hreinu. Þannig hafa ver- ið gerðar meiri kröfur til þingmanna BJ en annarra. Viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu voru athygliverð. Formaður Alþýðuflokksins segir: „Þegar stjórnmála- maður er borinn svo þungum sökum er það eðli málsins samkvæmt, burtséð frá sekt eða sýknu, að traust hans býður hnekki. Þess vegna er það rétt ákvörðun hjá Stefáni Bene- diktssyni, að gefa ekki kost á sér til framboðs á vegum Alþýðuflokksins, meðan þetta mál er ekki til lykta leitt." Óneitanlega detta manni í hug viðbrögð Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins við máli Guðmundar J. Guðmundssonar sl. sumar til samanburðar. Vart fer á milli mála að alvara þess máls var ekki minni en meintra brota Stefáns Benediktssonar. Engu að síður taldi Jón Baldvin þá, að um væri að ræða aðför að Guðmundi innan Alþýðubandalagsins og velþóknun þeirra Jóns Baldvins og félaga var svo mikil, að þá fýsti að fá Guðmund J. Guðmundsson til framboðs í Reykjavík. En í pólitík eru rebbarnir fljótir að gleyma. Væntanlega munu viðbrögð Stefáns Benediktssonar verða til þess að í framtíð- inni verði gerðar meiri kröfur til stjórnmála- manna en tíðkast hefur um nokkurt skeið. Fjárreiður stjórnmálaflokkanna hafa verið og eru hálfgert launungarmál gagnvart al- menningi. í Ijós hefur t.d. komið að fyrirtæki segjast styðja stjórnmálaflokka, sem kalla sig verkalýðsflokka. Auðvitað er orðið þjóð- þrifamál að skylda flokkana til að gera fjár- reiður sínar opinberar og að framlög fyrir- tækja séu t.d. opinber. Sumir munu segja að Stefán hafi unnið hálfan móralskan sigur með því að tilkynna um að hann gefi ekki kost á sér til framboðs fyrir næstu kosningar. En sjálfsagt munu margir í framhaldi málsins velta því fyrir sér hvernig stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík getur boðið fram í höfuðborginni lista sem leiddur er af manni með réttarstöðu grunaðs manns. 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.