Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 43

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 43
Reykjavík, 14. okt. ’86 Hæ... Ég er 33 ára og hef verið gift í 15 ár. Maðurinn minn er virkilega indæll og við eigum saman fjögurra ára son. En þó ég sé hrifin af manninum mínum og þyki vænt um hann, hefur eitthvað vantað í hjónabandið síðustu tvö árin eða svo. Það er eins og spennan og ævintýraljóminn sé gufaður upp með öllu. Fyrir skemmstu hitti ég mann, sem er mikið yngri en ég, og ég verð að viðurkenna að það hafði mikil áhrif á mig að finna að honum leist vel á mig. Við röbbuðum lengi saman og seinna bauð hann mér út að borða. Þú trúir ekki hvað ég lifnaði við og það var eins og ég væri að verða ástfangin. Mér finnst maðurinn mjög aðlaðandi og það er ofsa- lega skemmtilegt að vera í návist hans. Núna upp á síðkastið get ég ekki hætt að hugsa um hann, en þetta ruglar mig svo í riminu að lífið er allt að fara úr skorðum. Ég veit að ég verð að slíta þessu sambandi okkar áður en það fer úr- böndunum, en tilfinningar minar segja mér að ég eigi að halda áfram að hitta þennan nýja vin minn. Það myndi leggja fjölskylduna í rúst ef ég færi frá manninum mínum, og ég veit svo sem að þessi vinátta hefur enga framtíð fyrir sér. Segðu mér þá hvers vegna ég get alls ekki slitið þessu?????? Með kveðju, Reykjavík, 14.10. ’86 Kæra pósthólf! Ég er 17 ára og mér líður eins og ég sé fangi heima hjá mér. Pabbi og mamma eru hryllilega ströng, sérstaklega pabbi. Þau leyfa mér aldrei að fara neitt út og vantreysta mér í öllu. Stundum held ég að ég sé alveg að missa vitið og verð öskuill, og ég er raunverulega orðin hrikalega örvæntingarfull út af þessu, vegna þess að ég er viss um að einn daginn geri ég einhverja vitleysu. Þá sjá þau eftir þessu. Ég hætti í skólanum og hef verið að leita mér að vinnu til þess að verða svolítið sjálfstæðari, en það hefur nú ekki tekist enn. En fyrir ári síðan kynntist ég strák, sem ég er með, og við erum ofsalega hrifin hvort af öðru. Kærastinn minn er hins vegar fúll yfir því aö geta ekki hitt mig eins oft og okkur langar til. Ég get eiginlega aldrei hitt hann nema þegar hann er i hádegismat, þvi þá er enginn heima hjá mér. Ég hef mörgum sinnum reynt að tala við pabba og mömmu. Pabbi svarar mér ekki heldur segir bara að ég sé of ung til þess að vera með strákum og fara út að skemmta mér. Ég verð svo reið þegar ég sé aðra krakka saman úti, jafnvel þó þau séu ekki að gera annað en labba eftir gangstéttinni — ég má ekki einu sinni gera það! Er einhver leið út úr þessu klúðri? Berglind. . . HELGARPÓSTURINN 43

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.