Helgarpósturinn - 06.11.1986, Page 46
HELGARDAGSKRÁIN
Föstudagur 7. nóvember
18.00 Litlu Prúðuleikararnir.
18.25 Stundin okkar. Endursýndur þáttur.
19.00 Spítalalíf.
19.30 Fróttir.
20.10 Sá gamli.
21.10 Unglingarnir í frumskóginum.
21.40 Þingsjá.
21.55 Kastljós.
22.40 Bolinn fró Bronx ★★★★ (Raging
Bull). Bandarísk verðlaunamynd frá
1980. Leikstjóri Martin Scorsese. Að-
alhlutverk Robert De Niro.
00.50 Dagskrórlok.
Laugardagur 8. nóvember
14.25 Þýska knattspyrnan — Bein út-
sending. Stuttgart — Werder
Bremen.
16.20 Hildur.
16.45 (þróttir.
18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum.
19.00 Smellir.
19.30 Fróttir.
20.05 Kvöldstund með Shadows. Einar
Kristjánsson rabbar viö félagana í
bresku gítarhljómsveitinni The
Shadows viö komu þeirra til íslands í
sumar.
20.45 Klerkur f klípu. Breskur gaman-
myndaflokkur f sex þáttum.
21.15 Fornbílakeppnin ★★★ (Genevieve).
Bresk gamanmynd frá 1954. Leikstjóri
Henry Cornelius. Aöalhlutverk: Dinah
Sheridan og John Gregson.
22.40 Forlagamyndin ★★★. (Paint Me a
Murder). Bandarísk sjónvarpsmynd.
Leikstjóri Alan Cooke. Aðalhlutverk
Michelle Phillips og David Robb.
00.20 Dagskrórlok.
Sunnudagur 9. nóvember
16.00 Sunnudagshugvekja.
16.10 Mozart III.
16.40 Vatnalíf. Bresk náttúrulffsmynd um
lífiö í ám og vötnum um vfða veröld.
17.30 Fuglamennirnir. Ævintýraleg heim-
ildarmynd um heimsmót í svifdreka-
flugi f Himalajafjöllum.
18.00 Stundin okkar.
18.30 Kópurinn.
19.00 (þróttir.
19.30 Fróttir.
20.05 Meistaraverk.
20.15 Geisli.
21.05 Ljúfa nótt.
22.05 Dave Brubeck á Listahótfð — sfö-
ari hluti.
23.35 Dagskrárlok.
SáíSTÖDTVÖ
Fimmtudagur 6. nóvember
17.30 Myndrokk.
18.30 Teiknimyndir.
19.00 (þróttir.
20.00 Fróttir.
20.30 Bjargvætturinn (Equalizer).
21.30 Tfskuþóttur.
22.00Óróttlæti (Blind Justice) ★★. Banda-
rísk kvikmynd.
23.30 Fljótið (The River) ★★★. Bandarísk
kvikmynd með Mel Gibson og Sissy
Spacek í aðalhutverkum.
01.30 Dagskrórlok.
Föstudagur 7. nóvember
17.30 Myndrokk.
18.30 Teiknimyndir.
19.00 Ástahreiðrið.
19.30 Hinar útvöldu. Gamanmyndaflokk-
ur.
20.00 Fróttir.
20.30 Undirheimar Miami.
21.30 Þjófur á lausu (Bustin' Loose)
★★★ Sprellfjörug og viöburðasnjöll
grínmynd með þeim Richard Pryor og
Cicely Tyson.
23.30 Benny Hill.
24.00 Morðingjarnir (The Killers) ★★.
Bandarísk kvikmynd með Lee Marvin,
Angie Dickinsson og Ronald Reagan
í aðalhlutverkum.
01.30 Myndrokk.
05.00 Dagskrórlok.
Laugardagur 8. nóvember
16.30 Hitchcock.
17.30 Myndrokk.
18.00 Undrabörnin.
19.00 Allt í grænum sjó.
20.00 Fróttir.
20.30 Ættarveldið.
21.30 Belarus skjölin (The Belarus File)
★★ Bandarísk kvikmynd meö Telly
Savalasog Max VonSydowíaðalhlut-
verkum.
22.30 Tilgangur Iffsins (The Meaning of
Life) ★★★. Bandarfsk kvikmynd um
viðburöi í Iffi mannsins séð með aug-
um Monty Python.
00.30 Sextón kerti (16 Candles) ★★. Bráö-
fyndin gamanmynd. Aðalhlutverk eru
leikin af Molly Ringwald, Paul Dooley,
Justin Henry og Anthony Michael
Hall.
02.00 Myndrokk.
05.00 Dagskrórlok.
©
Fimmtudagur 6. nóvember
19.00 Fróttir.
19.40 Daglegt mól.
19.45 Að utan.
20.00 Leikrit: „Pótur og Rúna" eftir
Birai Sigurðsson.
22.20 ,,Astkona franska lautinantsins"
Magdalena Schram kynnir bókina og
höfund hennar, John Fowles.
23.00 Túlkun í tónlist.
24.00 Fróttir. Dagskrórlok.
Föstudagur 7. nóvember
06.45 Bæn.
07.03 Morgunvaktin.
07.20 Daglegt mól.
09.03 Morgunstund barnanna.
09.45 Þingfróttir.
10.30 Ljóðu mór eyra.
11.03 Samhljómur.
14.00 Miðdegissagan
14.30 Nýtt*undir nólinni.
15.20 Landpósturinn.
16.20 Barnaútvarpið.
17.03 Síödegistónleikar.
17.40 Torgið — Menningarmál.
18.00 Þingmól.
19.00 Fróttir.
19.35 Daglegt mól.
19.40 Lótt tónlist.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Kvöldvaka.
21.35 Sfgild dægurlög.
22.20 Hljómplöturabb.
23.00 Frjólsar hendur.
00.05 Næturstund í dúr og moll.
01.00 Dagskrórlok.
MEÐMÆLI
Tvær bandarískar bíómyndir
skera sig úr dagskrá rafmiðlanna
um helgina. Annarsvegar stór-
mynd Martin Scorsese (með hatt
hér að ofan) um slagsmálafautinn
Jake La Motta, leikinn af hreint
ótrúlegri innlifun Roberts de Niro.
Þessi mynd, Raging Bull, verður
sýnd ( Ríkissjónvarpinu á föstu-
dagskvöld. Hinsvegar bendum við
á Þjóf á lausu á Stöð 2 á föstu-
dagskvöld. Þar fara Richard Pryor
og Cicely Tyson á kostum í snjöll-
um farsa.
Laugardagur 8. nóvember
06.45 Bæn.
07.03 ,,Góöan dag, góöir hlustendur".
Rétur Rétursson sér um þáttinn.
09.30 ( morgunmund. Þáttur fyrir börn í
tali og tónum.
10.25 Morguntónleikar.
11.00 Vfsindaþátturinn.
11.40 Næst á dagskró.
12.00 Hór og nú.
14.00 Sinna. Þáttur umlistirog menningar-
mál.
15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón-
menntir á líðandi stund.
16.20 Barnaleikrit: ,,Júlíus sterki" eftir
Stefán Jónsson.
17.00 Aö hlusta á tónlist.
18.00 (slenskt mál.
19.00 Fróttir.
19.35 ,,Hundamúllinn", gamansaga eftir
Heinrich Spoerl.
20.00 Harmonikuþáttur.
20.30 Kirkjubæjarklaustur 800 ára.
21.00 (slensk einsöngslög.
21.20 Guðað ó glugga.
22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og
litið inn á samkomur.
00.05 Miönæturtónleikar.
01.00 Dagskrórlok.
Sunnudagur 9. nóvember
08.00 Morgunandakt.
08.30 Lótt morgunlög.
09.05 Morguntónleikar.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa.
13.30 ,,AÖ vera eitt andartak varir".
Dagskrá í tilefni af áttræðisafmæli
Samuels Beckett í umsjá Árna Ibsen.
14.30 Miðdegistónleikar.
15.10 Sunnudagskaffi.
16.20 Fró útlöndum.
17.00 Sfðdegistónleikar.
18.00 Skóld vikunnar.
19.00 Fróttir.
20.00 Ekkert mál.
21.00 Hljómskólamúsfk.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 Norðurlandarósin.
23.20 ( hnotskurn.
00.05 Á mörkunum. Þáttur með léttri tón-
list.
00.55 Dagskrárlok.
L
Fimmtudagur 6. nóvember
20.00 Vinsældalisti rásar tvö.
21.00 Gestagangur.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Kfnverskar stelpur og kóngulær
frá Mars.
24.00 Dagskrórlok.
Föstudagur 7. nóvember
09.00 Morgunþóttur.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Bót í máli.
15.00 Allt 6 hreinu.
16.00 Endasprettur.
20.00 Kvöldvaktin.
23.00 Á næturvakt.
Laugardagur 8. nóvember
09.00 Óskalög sjúklinga.
10.00 Morgunþóttur.
12.00 Hódegisútvarp.
13.00 Listapopp.
15.00 Viö rósmarkiö. Þáttur um tónlist,
íþróttir og sitthvað fleira.
17.00 Tveir gftarar, bassi og tromma.
Svavar Gests rekur sögu íslenskra
popphljómsveita í tali og tónum.
20.00 Kvöidvaktin.
23.00 Á næturvakt.
Sunnudagur 9. nóvember
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Rokkarinn Jerry Lee Lewis.
16.00 Vinsældalisti rásar tvö.
18.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 6. nóvember
06.00 Tónlist í morgunsárið.
07.00 Á fætur.
09.00 Á léttum nótum.
12.00 Á hódegismarkaði.
14.00 Á réttri bylgjulengd.
17.00 Reykjavfk sfðdegis.
19.00 Með lóttum takti.
20.00 Jónfna Leósdóttir ó fimmtudegi.
21.30 Spurningaleikur.
22.30 Sakamólaleikhúsið — Safn dauð-
ans. 2. leikrit. Eitur í mínum beinum.
Endurtekið.
23.00 Vökulok.
24.00 Inn í nóttina.
01.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 7. nóvember
06.00 Tónlist í morgunsórið.
07.00 Á fætur.
09.00 Á lóttum nótum.
12.00 Á hódegismarkaði.
14.00 Á réttri bylgjulengd.
17.00 Reykjavfk sfðdegis.
19.00 Tónlist og kannað hvað næturlífið
hefur upp á að bjóða.
22.00 Nótthrafn Bylgjunnar.
04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Laugardagur 8. nóvember
08.00 Létt Bylgjupopp.
12.00 Á Ijúfum laugardegi.
15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 40 vin-
sælustu lög vikunnar.
17.00 Notaleg helgartónlist.
18.30 í fróttum var þetta ekki helst.
19.00 Tónlist og spjall viö gesti.
21.00 ( laugardagsskapi.
23.00 Nótthrafnar Bylgjunnar.
04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Sunnudagur 9. nóvember
08.00 Fróttir og tónlist í morgunsárið.
09.00 Á sunnudegi.
11.00 í fréttum var þetta ekki helst. (End-
urtekið frá laugardegi).
11.30 Vikuskammtur.
13.00 Helgarstuð með Hemma Gunn.
14.30 Sakamólaleikhúsið — Safn dauð-
ans. 3. leikrit. Dauðinn að leikslokum.
15.00 I lóttum leik.
17.00 Á rólegum nótum.
19.00 Létt tónlist úr ýmsum óttum.
21.00 Popp á sunnudagskvöldi.
23.30 Jónfna Leósdóttir. Endurtekið við-
tal frá fimmtudegi.
4
SJÓNVARP
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Fréttir, fólk og vald
ÚTVARP
Ríkisfréttastofan
Frammistaða fréttastofa ljósvakamiðl-
anna er ákaflega misjöfn og erfitt að fella
einhverja stóradóma í því efni. Einkum
þessa dagana, þegar tvær nýjar fréttastofur
eru komnar í gang, hvor með sínum brag
og sínu sniði.
Samt get ég ekki sagt annað en að frétta-
stofa Ríkisútvarpsins hefur að undanförnu
sýnt, að þar á bæ getur fólk unnið vel og
umfram allt unnið vandaverk vel. Bylgjan
er sneggri til en stuttaralegri, sem óhjá-
kvæmilega kemur niður á gæðum og dýpt.
Stöð 2 er líka ferskari en Ríkissjónvarpið og
þar birtast fréttir, sem koma stundum á
óvart.
En þegar allt kemur til alls er það gamla
gufan, sem stendur sig bezt.
Hér verður tekið dæmi um afbrags-
vinnubrögð Ríkisútvarpsins á mánudags-
kvöld, þegar skýrsla rannsóknarnefndar
yfir Hjálparstofnun kirkjunnar var aðal-
frétt kvöldsins. Þá skaut ríkisfréttastofan á
Skúlagötunni öðrum fjölmiðium gjörsam-
lega ref fyrir rass með ítarlegri samantekt
á langri skýrslu um alvarlegt mál, þar sem
allra reglna um hlutlægan fréttaflutning
var gætt. Skýrslu rannsóknarnefndarinnar
voru gerð góð skil af tveimur fréttamönn-
um og síðan voru birt tvö fréttaviðtöl um
skýrsluna og Hjálparstofnunina, annars
vegar við biskupinn og hins vegar við
framkvæmdastjóra viðkomandi stofnunar.
Fyrir hlustendur var málið lagt upp á ná-
kvæman og ítarlegan hátt þannig að vart
verður óskað eftir betri vinnubrögðum.
Einkum var góð frammistaða Ríkisút-
varpsins sláandi, þegar fréttaflutningur af
sama máli á Bylgjunni og í sjónvarpsstöðv-
unum tveimur er tekinn til viðmiðunar.
Bylgjan fór hratt yfir sögu í fyrstu frétt en
bætti aðeins um betur í síðari fréttatíma
sama dag.
Sjónvarpsstöðvarnar voru hins vegar
makalausar í sínum fréttaflutningi og efnis-
tökin voru svipuð. Langri og ítarlegri
skýrslu var rubbað af á örfáum mínútum
og endursögnin (sem í öðru tilvikinu var
röng í mikilvægum atriðum) síðan börnuð
með viðtali við þann, sem gagnrýndur var
í skýrslunni, án þess að hægt væri að segja
að vottaði fyrir krítík í spurningunum.
í þessu dæmi sýndi útvarpið, að það get-
ur unnið sjónvarpið í samkeppninni um
fréttirnar hvenær sem er, einkum og sérí-
lagi vegna þess, að sjónvarpið er alltaf á
svoddan hraðferð.
Verst var þó að heyra í yfirliti fréttanna í
Ríkissjónvarpinu þegar fram var dregið
sem aðalatriði, að ekki hefðu sannazt nein
auðgunarbrot á starfsmenn HK.
Staðreyndin er nefnilega sú, að þeir hafa
aldrei verið sakaðir um slíkt.
Loks að liðnum mánuði í loftinu, hljóp
svolítil harka og áræðni í fréttaflutning
Stöðvar 2. Frétt Ólafs E. Friörikssonar af
ákvörðun Stefáns Benediktssonar um að
hann væri hættur við prófkjörsþátttöku
fyrir næstu kosningar vegna meintrar mis-
notkunar á fjármunum BJ — og viðtalið við
Stefán af þessu tilefni — er fyrsti vísir þess
að Páll Magnússon og félagar ætli frétta-
tímum sinum annan blæ en þann sem ver-
ið hefur yfir fréttatímum Ríkissjónvarpsins.
Ég segi það fyrir mitt leyti, að ég var far-
inn að efast um einlægnina á bak við þá yf-
irlýsingu Páls í kjölfar ráðningar hans til
stöðvarinnar, að sem fréttastjóri myndi
hann láta hörkuna gilda. Hann boðaði að-
gangshörku í viðtölum við stjórnmála-
menn og þá sem fara með völdin í þjóðfé-
laginu. Fréttin af máli Stefáns sýndi þessa
áræðni og nefnda hörku. Og nú er að fylgja
henni eftir.
En Páll boðaði fleira en hörku þegar
hann tók við fréttastjórastöðunni á Stöð 2.
Hann kvað nýju fréttastofuna jafnframt
koma til með að hafa meiri möguleika og
frjálsari hendur en tíðkast hefur í þessum
miðli hingað til. Ég fæ ekki séð þessa djúp-
köfun af fréttum stöðvarinnar hingað til.
Þvert á móti virðast mér alltof margar
fréttir hafa einkennst af yfirborðskenndri
umfjöllun, stuttaralegri afgreiðslu og
stundum gleymsku mála sem voru ofar-
lega á baugi þann daginn og stöðin hefði
vel haft ráð á að velta upp nýjum fleti á.
Þetta voru ekki sinfóníufréttir, heldur
veigamikil mál er varða til dæmis undir-
stöðuatvinnuvegina.
Mér skilst að fréttastofan hafi enn sem
komið er aðeins aðgang að einu tökuliði.
Og það er gild afsökun hennar, en um leið
skömm í hatt yfirmanna Stöðvar 2, sem
trúðu fólkinu fyrir því að þær ætluðu að
bjóða upp á alvörusjónvarp.
Þrátt fyrir þessa lesti sýnast mér kostir
frétta Stöðvar 2 vera meiri en svo að Páll og
félagar þurfi að örvænta. Fjöldi frétta hefur
fengið snjalla úrvinnslu, þá einkanlega
fréttir þar sem farið hefur verið út á meðal
fólksins. Þar erum við reyndar komin að
mikilsverðu atriði. Mér hefur virst frétta-
mat Stöðvar 2 nær almenningi en Ríkis-
sjónvarpsins.
Á meðan fréttastofa Ríkisútvarpsins hef-
ur vanið sig á að leita til fulltrúa valdsins
þegar þurft hefur á viðbrögðum að halda
við tíðindum dagsins, hefur Stöð 2 á sínum
stutta líftíma sýnt að hún kýs frekar að
spyrja fólkið sjálft. Mér heyrist þetta falla
fólki vel í geð. Þá er að halda áfram og
segja fréttirnar næst á máli fólksins, en
ekki sérfræðinganna.
Það er einmitt á þessum nótum sem ég
hygg að Stöð 2 geti fest sig í sessi og náð
vinsældum sem fréttamiðill. Ríkissjónvarp-
ið mun halda áfram að vera sjónvarp ríkis-
ins, allrar landsbyggðarinnar og bjóða upp
á mjög tæmandi fréttayfirlit dagsins. Stöð
2, aftur á móti, mun ná til fólksins með ein-
földum, hvössum og áræðnum fréttaflutn-
ingi þar sem frekar verður tekið mið af al-
menningi en yfirvaldinu.
En þetta er vitaskuld bara spá í eigin föð-
urlandi.
46 HELGARPÓSTURINN