Helgarpósturinn - 13.11.1986, Side 3

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Side 3
FYRST OG FREMST SIGLDIR menn vita að Frakkar framleiða gullhúðuð líkön af Eiffel- turni, Kanar líkön af Frelsis- styttunni, Danir af hafmeyjunni, ítalir af þeim skakka í Pisa og Bretar af Big Ben. Og hvað með það? Jú, þetta er nefnilega vert að hafa í huga að vetri liðnum því þá fara menn að slöngva augum í svona líkön í íslenskri framleiðslu í öllum þeim aragrúa túrhesta- verslana sem við höldum úti meðan volgt er á landinu. Og fyrirmyndin? Jú, hvað annað en i-foefdi House, gulli slegið á íslenskri líparítplötu! Ætli Fjallkonan viti af þessu. . .? KUNNARA en frá þurfi að segja hvað almenningur er grút- spældur yfir þröngum opnunar- tíma bankanna. Og hér kemur saga í þeim dúrnum: Maður einn, sem hefur verið fastur kúnni Verslunarbankans í fjölda ára, þurfti að leggja inn monning í síðustu viku eins og gengur. Hann kom að dyrum eins af útibúum bankans í borginni hálfa mínútu gengna í fimm, en héit að það væri nú í stakasta lagi. Svekktur í meira lagi þegar karl í teinóttum jakka hristi hausinn innan við hurð og sagði þá búna að læsa. Okkar maður reif vita- skuld kjaft og fannst að hann ætti verðskuldaða svolitla lipurð af bankans hálfu eftir hvert innleggið af öðru að undanförnu. En ekkert gekk, sá teinótti stífnaði frekar en ekki. A þessu augnabliki bar að garði flottan fýr með bísnesstösku í hanskaklæddri hendi. Teinótti maðurinn mýktist upp á svip- stundu, sneri innanverðri læsing- unni og hleypti þeim flotta inn með væmni í augnaráðinu. Þegar okkar maður — sem var ennþá úti í kuldanum — spurði hverju þetta sætti (og nú var farið að krauma svolítið í félaganum) fékk hann þetta hjáróma svar gegnum rúðuna: Ja, hann kemur bara alltaf tvær mínútur yfir þessi. . .! Og það var einmitt það... KONA nokkur sat í fyrrakvöld og hlustaði á leikritið Pétur og Rúnu í hljóðvarpinu. Undir lok leikritsins sofnaði hún og vaknaði rúmum klukkutíma síðar. Dag- skráin var löngu búin, en engu að síður kom draugaleg rödd í útvarpstækið og súrraði saman ljót orð. Ekki hefur fengist upplýst hvaðan þessu var útvarpað en gárungarnir telja að skemmdar- verkamenn hafi fengið lánað útvarpið á næturnar næstu daga til að rétta við sinn hlut hjá almenningsálitinu... ASTRIDUR Thorarensen borg- arstjórafrú hefur áreiðanlega hrifið marga með látlausu og elskulegu fasi sínu þegar hún kom fram í viðtali við Elínu Hirst í sjónvarps- þættinum l takt uiö tímann í fyrri viku. Þar ræddi Ástríður einkum hvernig það væri að vera borgar- stjórafrú, hvaða skyldum hún hefði að gegna sem slík, hvernig eiginmaður Davíð væri, og annað í þeim dúr. Okkur á HP þótti viðtal þetta skjóta dálítið skökku við þar sem við fórum þess á leit að fá opnuviðtal sl. sumar sem átti að birtast á 200 ára afmælisdegi Reykjavíkurborgar. Ástríður féllst ekki á þessa málaleitan þar sem henni fannst „asnalegt" að tekin væru viðtöl við konur þessara og hinna ráðamanna. Spurningin er því hvers vegna hún lét undan þrýstingi Elínar Hirst um að koma í sjónvarpsviðtal sem „kona borgarstjórans"? Það skyldi þó ekki vera sökum þess að þær eru flokkssystur? ÞAU GETA verið býsna glæsi- leg tilsvörin hjá mönnum á mánu- dagsmorgnum. Tökum dæmi af starfsmanni hjá kaffibrennslu í borginni: Það var hringt í hann frá einum vinnustað klukkan að ganga tíu þennan trekkta vikudag og hann spurður hversvegna í andsk. . . þeir væru ekki búnir að senda þeim vikuskammtinn af þessum svarta seyð sem menn vakna ekki til vinnu fyrr en búnir eru að drekka dágóðan slatta af. En starfsmaður kaffibrennslunnar ybbaði bara gogg: Nú, hvað er þetta maður, hafiði ekkert annað að gera þarna en að drekka kaffi...! Ekki beint greindarlegt tilsvar svona í samkeppninni, enda ósköp mánudagslegt... SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Sekkur meðan ekki flýtur „Ég man þó eftir aö báöir voru þeir med Víða skín í skrúflyklana stígvél meöferdis." í skuldasúpustreitunni. TORBJÖRN MADELIND HERBERGISFÉLAGI SEA- SHEPHERD-SEGGJANNA FRÁ ÞVl ÞEIR BJUGGU A Er búið að skrúfa botnlokana HERNUM, AÐSPURÐUR i DV ÞRIÐJUDAG, HVORT burt úr þjóðarfleytunni? HANN HEFÐI SÉÐ ÞÁ MEÐ EINHVER ÁHÖLD TIL HRYÐJUVERKA. Niðri. Hvernig er að skjóta kisur? Ásmundur Reykdal, yfirdýrafangari hjá hreinsunardeild Rvk. „Það er náttúrulega hundleiðinlegt! Án grínser leiðinlegt að þurfa að gera þetta og þetta eru óskaplega viðkvæm mál, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir alla sem standa í þessu." — Yfir hverju er helst kvartað þegar kettirnir eru ann- ars vegar? „Það er kvartað yfir öllum fjandanum. Það eru alls konar leið- indi sem fylgja þessum köttum, þeir eru að koma inn til fólks, breimandi nokkrum sinnum á ári og með annars konar hávaða, sem fólk vaknar gjarnan við. Þeir eru nú ekki í því að ráðast á fólk og við tókum mátulega fréttunum í fyrra, held ég, um kett- ina við hitaveitustokkana í Ásgarðinum. Við tókum einhverja tugi af köttum á því svæði." — Eru kettirnir plága á borgarbúum að þínu mati? „Nei, nei. i fyrra bárust 186 kvartanir yfir bæði dúfum og köttum og við lóguðum alls 321 villiketti og það slæddust með 22 heimiliskettir. Þetta var minnkun frá árinu áður." — En er með þessu ekki hætta á offjölgun músa og rotta? „Nei, nei. Þetta hefur ekkert að segja með það. Vandamálið er að það er ofboðslegur fjöldi af köttum í bænum hjá fólki og það er alltaf einhver hluti þeirra sem fer að heiman og leggst út. Þannig að þetta er má segja endalaust meðan engar reglur gilda um kattahald eins og hundahald." — En hvað segir þú okkur þá um dúfurnar. Hvað vinna þær sér helst til saka? „Þær eru eins og kettirnir, að þær valda óþægindum og það er hávaði af þessu, þær drulla út hús og setjast á svalir fólks og svo framvegis. Eins eru krakkar að byggja dúfnakofa um borg og bý og við þurfum að rýma þá ef það er ekki eftir reglum og okkar kokkabókum. Þetta er eins og með kettina, óskaplega viðkvæmt og jafnvel viðkvæmara; það virðist vera ákveðinn aldur af krakkagreyjum sem eru með þessar dúfur. Þeir hætta gjarnan með þetta og þá eru dúfurnar í reiðuleysi." — Hvaða vopnum er helst beitt í þessum herferðum? „Kettirnir eru skotnir I öllum tilfellum, en dúfurnar eru annað hvort skotnar eða þeim gefið svefnlyf ef við komum því við. Við annað hvort skjótum eða eitrum fyrir veiðibjöllurnar." — Hvað er með önnur dýr? „Við erum náttúrulega einnig með meindýraeyðinguna, það er að halda rottum og músum í skefjum. Við finnum nú rotturn- ar og mýsnar sjaldnar en sjáum árangurinn helst á fjölda kvart- ana milli ára. Þróunin hefur verið þokkalega hagstæð, kvörtun- um hefur farið fækkandi milli ára um alllangt skeið. Á síðasta ári urðu kvartanir 865 vegna músa og rotta í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi og þá hafði reyndar fjölgað kvörtunum frá árinu áður, en sennilega vegna músanna sérstaklega; það er nokkuð rokkandi með þær eftir árferði. Með rotturnar reynum við að eitra í alla holræsabrunna og fylgjumst með öllum fjörum. Þetta er allt saman á góðri leið og sérstaklega þegar nýja ræsið kem- ur, þá ætti þetta nánast að hverfa. Þá er að nefna eftirlit með vöruinnflutningi og geymslum." — Nú höfum viö rætt um ykkar hefðbundnu dýr. Hvaö með óvenjulegar kvartanir? „Það er alltaf einstöku sinnum sem eitthvert rugl kemur. Það er svo sem ekkert óvenjulegt, en það hefur verið kvartað undan mink hérna og það má nefna erindi vegna slasaðra fugla á Tjörninni. En sem betur fer erum við lausir við flest þessi leið- indakvikindi sem maður gæti átt von á en vildi síður að kæmu. T.d. hvað rotturnar varðar erum við eingöngu með aðra tegund- ina af rottum, þessa brúnu, sem lifir helst I holræsakerfunum, en erum lausir við svörtu rottuna eða skiparottuna, sem er á yfirborðinu og leitar upp í hús og geymslur og ber með sér fló sem olli þessum plágum á sínum tíma." i skýrslu gatnamálastjóra fyrir árið 1985 kemur meðal annars fram að hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hafi á síðasta ári aflífað alls 343 kis- ur, þar af 22 heimiliskisur, auk þess 607 dúfur og að skotnar hafi verið 8.137 veiðibjöllur á sorphaugum borgarinnar auk þess sem eitrað var fyrir 1.705 slíka fugla. Að meðaltali er þv( einni kisu fargað á dag hjá deildinni og nær tveimur dúfum. Viö tókum verkstjórann tali. HELGARPÖSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.