Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 9

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 9
um það hver kynni að vera ástæðan fyrir því, að til væru tvær útgáfur rekstrarreiknings nákvæmlega sama tímabils. í fyrstu reyndust flestir þessara manna vera „orðlaus- ir“. Þó kom fram sú hugsanlega skýring eða „kenning" frá Þórði H. Hilmarssyni, að Árni Árnason væri tiltölulega ungur í nýju starfi sinu innan Hafskips og vel mætti ímynda sér, að hann hafi útbúið annað plaggið til þess að æfa sig og þannig um leið til að kynnast rekstri Haf- skips! í upphafi rannsóknar tók Árni undir þessa merkilegu kenningu Þórðar (sem Helgi Magnússon hafði æft þá í). Sterk rök hnigu þó í þá átt, að framburður þessara manna væri uppspuni og viðurkenndu þeir það svo síðar. í þessu sambandi er rétt að minna á frásögn Helgarpóstsins, þar sem staðhæft var, að innan Hafskips væri í gangi tvöföld skýrslugerð, önnur til innanhússbrúks, hin fyrir bankann. Þessi frásögn HP var hin fyrsta, þar sem staðhæft var, að Út- vegsbankinn væri blekktur með markvissum hætti. Annað mál er svo hvort það hefði átt að geta verið svona auðvelt að plata bankann. í rannsóknarbeiðni ríkissaksókn- ara til Rannsóknarlögreglu ríkisins segir m.a.: „Ástæða er til að ætla að hjá fé- laginu hafi verið í gangi þegar hér var komið sögu (1984; innsk. HH) tvöföld skýrslugerð, þar sem útbún- ir hafi verið uppgjörsreikningar mis- munandi efnis, annarsvegar handa forráðamönnum félagsins og hins- vegar handa öðrum, þar á meðal Út- vegsbanka Islands. Milliuppgjörið ásamt ýmsum tölulegum úttektum varðandi stöðu Hafskips hf„ byggð- um á uppgjörinu, hafi verið sent Út- vegsbankanum. I kjölfar þessara gagna hafi bankinn veitt Hafskipi hf. umtalsverða lánafyrirgreiðslu. Ástæða virðist til að ætla að niður- staða milliuppgjörs hafi vísvitandi verið rangfærð um þær verulegu fjárhæðir sem að framan getur (tap fyrstu 8 mánuði 1984 5,9 millj- ónir, tap samkv. bráðabirgðaupp- gjöri fyrir 1984 55,3 m. og tap samkv. ársreikningi 1984 95,7 m.; innsk. HH) og að þeim fyrirsvars- mönnum félagsins, sem síðar hag- nýttu hið rangfærða uppgjör félag- inu til hagsbóta, hafi verið um það kunnugt." RLR var falið einkum að kanna hugsanlega sekt Ragnars, Björgólfs, Páls Braga, Þórðar og Heíga auk þess, sem saksóknari vildi, að kann- að yrði „hvort fleiri menn séu hér samsekir sem aðalmenn eða hlut- deildarmenn". Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri Hafskips og Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórnarformaður Hafskips: Bjuggu til skýringar ásamt endurskoðandanum á eigna- færslu upp á tæpar 40 milljónir króna milli áranna 1984 —85. KOLSVÖRT SKÝRSLA RANNSÓKNARNEFNDAR FELLIR ÞUNGAN ÁFELLISDÓM YFIR BANKASTJÓRUM OG BANKARÁÐI ÚTVEGSBANKANS: HAFSKIP GJALDÞROTA í MÖRG ÁR FYRIRGREIÐSLA ÚTVEGSBANKANS TIL HAFSKIPS „AF PÓLITÍSKUM RÓTUM RUNNIN/y Skýrsla sérskipaðrar rannsóknar- nefndar ríkisstjórnarinnar á stjórn, starfsháttum Útvegsbankans og við- skiptaháttum Útvegsbankans og Hafskips hf. er einhver þyngsti áfell- isdómur, sem birzt hefur opinber- lega á íslandi. Niðurstaða nefndar- innar er sú, að bankastjórn Útvegs- bankans hafi gjörsamlega brugðizt hlutverki sínu, bæði núverandi og ekki síður fyrrverandi bankastjórar. Þá lýsir nefndin ábyrgð á hendur þeim bankaráðum, sem setið hafa yfir bankanum, og kveður þau ekki hafa markað neina útlánastefnu fyr- ir bankann né fylgzt með lánþeg- um, skuldbindingum þeirra og tryggingum. í skýrslunni segir: „Bankaráös- menn Útvegsbankans bera ábyrgð á gjörðum sínum eins og aðrir opin- berir tránaðarmenn, þótt ýmsir annmarkar séu á því að koma fram starfsábyrgð á hendur þeim." Skýrsluhöfundar eiga hér við póli- tíska annmarka vegna flokkspóli- tískrar kosningar bankaráðsmanna á Alþingi. Varðandi bankaráð Útvegsbank- ans hlýtur það að vekja verulega at- hygli, að „Að því er Hafskip varðar þá voru málefni þess samkvæmt fundargerðarbók aldrei rædd í bankaráðinu frá því í nóvember 1977 þar til í marz 19857 eins og segir í rannsóknarskýrslunni. (Let- urbreyting HP.) Þeir sem fá þannig á baukinn hjá nefndinni voru fyrir síðustu áramót þeir Valdimar Indriðason, banka- ráðsformaður og alþingismaður Sjálfstæðisflokks, Jóhann Einvarðs- son, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra (Framsóknarflokki), Krist- mann Karlsson útgerðarmaður (Sjálfstæðisflokki), Garðar Sigurðs- son alþingismaður (Alþýðubanda- lagi) og Arinbjörn Kristinsson for- stjóri Setbergs (Alþýðuflokki). Við kosningar í bankaráð um síðustu áramót skiptu alþýðuflokksmenn um mann og í stað Arinbjarnar kom Pór Guðmundsson. Raunar átelur rannsóknarnefndin stjórnmála- flokkana að hafa endurkjörið bankaráðsmenn sína hjá Útvegs- bankanum. Um bankastjórana segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Að dómi nefndarinnar er það engum vafa undirorpið, að banka- stjórar Útvegsbankans bera megin- ábyrgð á þeim áföllum, sem bank- inn varð fyrir við gjaldþrot Haf- skips, enda þótt bankastjórarnir eigi sér líka nokkrar málsbœtur." Helztu málsbætur eru þær grun- semdir, sem nú hafa sannazt að hluta, að bankastjórarnir hafi verið blekktir með röngum upplýsingum frá Hafskipi. Það breyti þó ekki því, að verulega hafi skort á virkt og ör- uggt eftirlit með Hafskipi hf„ sem árið 1974 var fimmti stærsti við- skiptavinur bankans en sá næst- stærsti, þegar félagið leið undir lok. í skýrslunni er vikið að þeirri stað- reynd, að bankastjórar séu yfirleitt og nær alltaf valdir eftir pólitísku lit- arafti. „/ríkisbönkunum ríkirþannig pólitískt valdajafnvœgi," segir í skýrslunni. „Þetta fyrirkomulag hef- ur það í för með sér að fyrirtœki með sterk pólitísk sambönd eins og til dœmis Hafskip, eiga greiðari að- gang að fjármunum ríkisbankanna en hin, sem ekki njóta slíkra sam- banda. Hin mikla fyrirgreiösla, sem Hafskip hlaut í Utvegsbankanum, var því að hluta til afpólitískum rót- um runnin, þar sem bankastjórun- um var ætlað að þjóna kerfinu." Og skýrsluhöfundar halda áfram og benda á athugasemd bankaeftirlits- ins frá því í október í fyrra: „Ljóst er að bankaleg sjónarmið hafa ekki ráðið þróun þessa skuldamáls." Og nefndarmenn hnykkja á þessari at- hugasemd með því að segja, að „það voru greinilega ekki heilbrigð viðskiptasjónarmið", sem lögð hafi verið til grundvallar. I skýrslunni eru viðskiptaráðherr- ar þeir, sem hafa komið nálægt Haf- skips/Útvegsbankamálinu frýjaðir ábyrgð auk þess, sem nefndin kveðst ekki geta álitið, að Albert Guðmundsson hafi haft óeðlileg afskipti af viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans enda þótt hann væri formaður stjórnar beggja fyrir- tækja á sama tíma. Þeirri ,,sök“ er vísað á Tómas Árnason, núverandi seðlabankastjóra, Albert sjálfan vegna hins augljósa hagsmuna- árekstrar og síðast en ekki sízt á sjálft Alþingi, sem kaus hann í bankaráðið. Varðandi Albert er þó nefnt dæmi um það, að hann hafi setið stjórnar- fund i Hafskipi og samþykkt þar lánsumsókn til Útvegsbankans upp a 2,1 milljón Bandaríkjadollara. Þetta er gagnrýnt. í skýrslunni eru leiðrétt margend- urtekin ummæli Alberts Guð- mundssonar um „blómaskeið" Haf- skips á meðan hann var þar formað- ur stjórnar, „en það er mikill mis- skilningur eins og fram kemur í þessarí skýrslu". Þetta þykir benda' til þess, að Albert hafi heldur ekki fylgzt vel með hjá Hafskipi fremur en Útvegsbankanum. í Albertskafla skýrslunnar vísa nefndarmenn í þá bankastjóra, sem störfuðu á því tímabili, sem til at- hugunar var og gefa þeir honum all- ir syndakvittun að sögn nefndar- manna. Núverandi bankastjórar, sem skýrslan gagnrýnir svo mjög, eru Ólafur Helgason, Lárus Jónsson og Halldór Guðbjarnason. Rétt er að fram komi, að þeir tveir síðartöldu tóku ekki við störfum sínum fyrr en 1983 og 1984, en á undan þeim sátu Ármann Jakobsson, Jónas Rafnar og Bjarni Guðbjörnsson og eiga þeir e.t.v. stærstan hluta gagnrýninnar á Útvegsbankann. Skýrsluhöfundar láta í ljós þá skoðun sína, að bankastjórnin hefði átt að vera sett af á meðan á rann- sókn þessa mikla máls stæði. Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra hefur ekki viljað lýsa skoðun sinni á því hvort ástæða væri til að þeir gerðu það nú. Um ársreikninga Hafskips er fjall- að allnokkuð í skýrslunni og er nið- urstaðan sú, að þeir gefi ranga mynd af stöðu fyrirtækisins. Hins vegar hefði bankastjórnin átt að gera sér grein fyrir ýmsum þeim hættum, sem þó mátti lesa út úr þeim. HP hefur þegar greint frá föls- un ársreiknings 1984 og segir skýrsl- an að margar þær athugasemdir, sem fram hafi komið við rannsókn á ársreikningi 1984 eigi einnig við um ársreikningana fyrir árin 1982 og 1983. Þá hafi jafnframt verið not- aðar mismunandi vísitölur, sem hafi misvísandi áhrif o.s.frv., o.s.frv. í raun er löggiltur endurskoðandi Hafskips hf. fyrrverandi „sviptur leyfi“ til starfa sem endurskoðandi sé tekið mið af niðurstöðum nefnd- arinnar. f skýrslunni kemur glögglega fram, að þær ástæður, sem Haf- skipsmenn hafa klifað á sem skýr- ingu á gjaldþroti félagsins, verkfalli, óhagstæðri gengisþróun, verðfalli á skipum og missi varnarliðsflutn- inga, og Ötvegsbankamenn tekið undir, eru víðs fjarri því að skýra fall Hafskips. Þróunin til hins verra hafi verið byrjuð mun fyrr en 1984 og bankastjórnin hefði átt að vera búin að sjá það. „Árin sem hallarekstur varð á félaginu, voru miklu fleiri en hin, sem sýndu hagnab", segir í rannsóknarskýrslunni. Að auki er svo skylt að nefna Atlantshafssiglingarnar á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem áttu að bjarga fyrirtækinu. Þær voru byggðar á fádæma bjartsýni og lýsa skýrsluhöfundar því ævintýri með' þessum orðum: „Með Atlantshafssiglingunum tók félagið heljarstökk út í óvissuna... Hafskip hefði vœntanlega orðið gjaldþrota þótt Atlantshafssigling- arnar hefðu ekki komið til, en þœr flýttu fyrir gjaldþroti félagsins og gerðu það stœrra en ella... Það blas- ir... við að síðustu árin sem Hafskip starfaöi tóku forráðamenn félagsins margar rangar ákvaröanir, sem urðu félaginu örlagaríkar," segir í niðurlagi kaflans um orsakir gjald- þrots Hafskips. Alls er skýrslan 110 blaðsíður að lengd og af mörgu að taka. Hér verður látið staðar numið, en þó verður að geta þess, að auk bankastjóranna fær Axel Kristjáns- son aðstoðarbankastjóri, sérstakur eftirlitsmaður bankans með Haf- skipi, mjög alvarlegar ásakanir á hendur sér í skýrslunni. HELGARPOSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.