Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 10

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 10
HP LEIÐARI Helgarpósturirm veitir aðhald Nefnd sem skipuð var samkvæmt lögum frá 24. desember 1985 til að rannsaka sam- skipti Útvegsbankans og Hafskips skilaði af sér skýrslu sem nú hefur verið birt. I skýrsl- unni er að finna margvíslega gagnrýni. Eink- um eru bankastjórar og bankaráð Útvegs- bankans gagnrýnd harðlega fyrir að sinna ekki hagsmunavörslu bankans í viðskiptum við Hafskip þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir bankaeftirlitsins. Ennfremur er útlánastefnan gagnrýnd og að bankaráð hafi ekki fylgst með stærstu lánþegum bankans, skuldbind- ingum og tryggingum. „Veikleikar trygginga- stöðunnar voru löngum svo augljósir, að bankinn átti að gera sér grein fyrir þeim," segir ma orðrétt í skýrslunni. Allt frá júnímánuði 1985 hefur Helgarpóst- urinn rakið blekkingaleik forráðamanna Haf- skips í mörgum og ítarlegum greinum og leitt alla fjölmiðlaumræðu um málið. Ekki síst hef- ur Helgarpósturinn bent á óeðlileg samskipti Hafskips og Útvegsbankans og skýrt fyrstur fjölmiðla frá fölsuðum ársskýrslum, bók- haldsfalsi og blekkingum sem skipafélagið beitti Útvegsbankann. Hin mikla umræða sem Helgarpósturinn hratt af stað, varð tii þess að lokum að málið tók á sig þá mynd að vonlaust var fyrir yfirvöld að komast hjá opin- berri rannsókn í málinu. I dag birtir Helgarpósturinn enn nýjar upp- lýsingar í Hafskipsmálinu. Blaðið leggur fram staðreyndir um samsæri sakborninga þess efnis, að þeir hafi æft samræmdan og upp- loginn framburð við yfirheyrslur hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. í Ijósi þessara nýju upplýsinga verða bókarskrif fyrrum endur- skoðanda Hafskips og nýlegt sjónvarpsviðtal við hann af því tilefni ærið skondin, forlaginu til mikillar hneisu og sjónvarpinu til álits- hnekkis. önnur skýrsla var lögð fram fyrir nokkru: skýrsla nefndar sem dómsmálaráðherra skip- aði til að rannsaka starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar eftir að Helgarpósturinn hafði flett ofan af meðferð forráðamanna stofnunarinn- ar á söfnunarfé landsmanna. Niðurstöður nefndarinnar undirstrikuðu og sönnuðu alla þá gagnrýni sem fram hefur komið í skrifum Helgarpóstsins. Almenningur sem bæði hef- ur kynnt sér skrif Helgarpóstsins um málið og niðurstöður nefndarinnar, er undrandi á við- brögðum aðalstjórnar Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar, framkvæmdanefnd og stjórnarformaður eru látnir sitja áfram. Rök stjórnarinnar eru þau, að það væri ábyrgðarleysi ef forstöðumenn- irnir létu af störfum og vitnar til skuldbindinga gagnvart hjálparverkefnum sem unnið er að. Stjórn Hjálparstofnunar vanmetur þó þýðing- armesta þáttinn í þessu máli: trúnaðartraust almennings við stofnunina. Það verður ekki endurheimt nema að skipt verði um fram- kvæmdastjóra, framkvæmdanefnd og stjórn- arformann. Og slíkur trúnaðarbrestur mun skaða starfsemi stofnunarinnar og standa í vegi fyrir því sem mikilvægast er: Að fé safn- ist og mannslífum verði bjargað. Helgarpósturinn hefur haft forgöngu um að upplýsa tvö stórmál í íslensku þjóðlífi. Blaðið hefur staðið undir þeirri ábyrgð sem lesendur leggja á herðar þess: Það stendur vörð um þjóðfélagið og fylgist með að leik- reglur þess séu haldnar. i Yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag, segir Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar: „Ég vitna til kjörorðs ykkar á Helgarpóstinum: Helgarpósturinn veitir að- hald. Það virðist hafa sannast í okkar dæmi." BRÉF TIL RITSTJORNAR Athugasemdir vegna greinar í HP um Hitaveitu Akureyrar í Helgarpóstinum miðvikudaginn 30. október 1986 er grein eftir Helga Má Arthúrsson, um Hitaveitu Akureyrar. Grein þessi virðist aðal- iega byggð á upplýsingum frá svo- kölluðum heimildarmanni blaðsins á Akureyri og Axel Björnssyni, jarð- eðlisfræðingi á Orkustofnun. I greininni eru störf hönnuða Hita- veitu Akureyrar m.a. gagnrýnd. Það væri út af fyrir sig ekkert við það að athuga ef ekki væri farið þar með rangt mál í mjög veigamiklum atrið- um og blaðamaður hefur ekki haft fyrir því að leita álits hönnuða á þeim atriðum er að þeim snúa. Þess vegna neyðumst við til að biðja þig að birta eftirfarandi athugasemdir: HVERJIR STÓÐU AÐ HÖNNUN HITAVEITU AKUREYRAR Rétt er að gera grein fyrir hverjir stóðu að hönnun Hitaveitu Akureyr- ar. Bæjarsjóður Akureyrar gerði samning við Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen hf. (VST) og Verk- fræðistofu Norðurlands hf. (VN) um hönnun Hitaveitu Akureyrar þann 4. mars 1976. Undanskilið var þó borun og jarðhitaleit en ráðgjöf og framkvæmd á því sviði annaðist Orkustofnun. Til Akureyrar fluttust sérfróðir menn, einn frá Fjarhitun hf. og ann- ar frá VST í Reykjavík, og dvöldust þar í eitt ár til þess að vinna að þess- ari hönnun, en Fjarhitun hf. er eign- araðili að VN. Auk þess var leitað til sérfróðra manna á stofunum í Reykjavík um öll þau mál sem ástæða þótti til og hluti af hönnun- arvinnunni fór fram í Reykjavík. Leitað var til Rannsóknastofnun- ar iðnaðarins til að athuga tæringar- hættu af völdum vatnsins. Það er því ekki ofmælt að það hafi verið með í ráðum hæfustu sérfræð- ingar á landinu á sviði hitaveitu- mála þegar unnið var að hönnun og vatnsöflun fyrir Hitaveitu Akureyr- ar. FRAMKVÆMDAHRAÐI í upphafi greinarinnar er því hald- ið fram að farið hafi verið alltof hratt af stað við Hitaveitu Akureyrar. Gef- ið er í skyn að þetta hafi fyrst og fremst verið hönnuðum að kenna. Það er alveg rétt að reynt var að hraða framkvæmdum eins og mögulegt var þegar byrjað var á Hitaveitu Akureyrar. Akureyringar 10 HELGARPÓSTURINN keyptu þá olíu fyrir meira en 150 Mkr. á ári miðað við núverandi verðlag framreiknað samkvæmt byggingarvísitölu, og sjálfrennsli var úr holum á Laugalandi, sem nam yfir 70 1/sek. og gerðu menn sér vonir um að tvöfalda vatnsmagn úr þessum holum með dælingu. Það var því mikill áhugi fyrir því að koma þessu vatni í gagnið sem fyrst. Hönnuðir höfðu ekki beinan hag af því að uppbygging veitunnar gengi mjög hratt þar sem vinnuálag var mikið, en reyndu að sjálfsögðu að hraða sínum störfum í samræmi við óskir forráðamanna Hitaveit- unnar. Axel Björnsson segir að fram- kvæmdagleði hafi verið mikil í upp- hafi. „Orkustofnun spáði engu á þessu stigi málsins, enda hefðum við viljað kanna jarðhitasvæðin bet- ur, áður en við gerðum spár um vatnsmagn. Við þurftum sam- kvæmt samningi að hraða kostn- aðar- og rekstraráætlun um Hita- veitu Akureyrar. Áætlunin kom út í október 1976.“ Forsendur um vatnsöflun í áætiun þessari, sem Axel ræðir um, voru byggðar á viðræðum sem fram fóru á fundum með mönnum frá Orku- stofnun og byggðust á því sem þeir töldu sennilegast á þeim tíma en eins og áður er getið var Orkustofn- un ráðgjafi um vatnsöflun fyrir H.A. Ekki má gleyma því að þessi skýrsla var gerð fyrir hitaveitu- stjórn, menn úr stjórninni sátu einn- ig þessa fundi og hefðu því fljótt átt- að sig á því ef við hefðum haldið öðru fram um vatnsöflun en Orku- stofnun. í skýrslu Orkustofnunar „Rann- sókn jarðhita í Eyjafirði áfanga- skýrsla 1978“ (verkefnisstjóri Axel Björnsson), sem gefin var út í jan. 1979 segir: „Áætlað er að fá megi um 150 1/sek. af vinnslusvæðinu við Lauga- land og um 1001/sek. af Ytritjarnar- svæðinu með borun fleiri hola. Til frekari vatnsöflunar er nauðsynlegt að fylla upp í fengna mynd af jarð- hitasvæðum í grennd við Akureyri með áframhaldandi rannsóknum og borunum á nýjum vinnslusvæðum." Varla er hægt að halda því fram að forsendur í „Áætlun um Hita- veitu Akureyrar“, sem gefin var út tveim árum áður hafi verið mikið bjartsýnni. Því er haldið fram að hönnunar- forsendum hafi verið haldið leynd- um fyrir Orkustofnun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá upplýs- ingar um þær. Þetta er að sjálfsögðu vitleysa, þessi áætlun var gefin út í 100 ein- tökum og var því ekkert leyniplagg. „Við á Orkustofnun vöruðum bæði við sölufyrirkomulagi, bjart- sýni og framkvæmdahraða," er haft eftir Axel. Eins og áður hefur komið fram lögðu forráðamenn Hitaveitunnar áherslu á að hraða framkvæmdum. Við teljum að þessi framkvæmda- hraði hafi ekki valdið miklum kostn- aðarauka hvað varðar aðveitu og dreifikerfi veitunnar, enda þótt vissulega megi benda á atriði, þar sem spara hefði mátt nokkrar upp- hæðir, ef vitað hefði verið um gang vatnsöflunar fyrirfram t.d. hvað varðar vídd aðveituæðar og stærð dælustöðvar á Laugalandi. Það virðist hins vegar mega leiða rök að því eftir á að þessi fram- kvæmdahraði hafi valdið miklum kostnaðarauka við vatnsöflun, þar sem ekki hafi verið búið að kanna nægilega vel rennsli úr holum áður en fleiri holur voru boraðar í ná- grpnninu. Að okkar dómi er ekki hægt að áfellast neinn fyrir þetta þar sem jarðhitaleit er mjög flókið fyrirbæri og árangur hlýtur því að verða misjafn. Ef Axel hefur séð þetta fyrirfram, eins og hann gefur í skyn í þessu viðtali þá hefði hann að sjálfsögðu átt að vara hitaveitu- stjórn sérstaklega við því. Okkur er ekki kunnugt um að hanp hafi gert það og finnst ólíklegt að okkur hefði ekki borist það til eyrna þar sem slík aðvörun frá aðila á Orkustofnun hefði áreiðanlega verið rædd gaum- gæfilega í hitaveitustjórn. Benda má á að ákvörðun um að leggja aðveituæð til Akureyrar og hefja framkvæmdir við dreifikerfi var tekin í árslok 1976 og þessar framkvæmdir hófust vorið 1977. Með þessu var ekki ákveðið að leggja hitaveitu um allan bæinn. Tal- ið var að þegar hefði fundist nægi- lega mikið vatn til þess að það borg- aði sig að leiða það til Akureyrar og að hugsanlegur kostnaðarauki vegna óþarflega víðrar aðveituæð- ar væri ekki svo mikill að það væri næg ástæða til þess að nýta ekki vatnið sem fyrst. Á hverju ári þegar framkvæmdir voru ákveðnar var það metið hve mikið þyrfti að leggja af tvöföldu kerfi með tilliti til stöðu vatnsöflun- ar. Ljóst var að hægt var að leysa afl- þörfina með tiltöluiega hagkvæm- um hætti með kaupum á rafskauts- katli ef þörf hefði verið á því. HÖNNUNARMISTÖK Nefnd eru fjögur atriði sem talin eru mistök við hönnun og uppbygg- ingu hitaveitunnar: 1. Akvediö var að hafa einfalt kerfi í bœnum en ekki tvöfalt. Þetta er ekki rétt. Alveg frá upp- hafi var gert ráð fyrir að hluti dreifi- kerfis kynni að verða tvöfaldur. Á síðu 2 í fyrrnefndri Áætlun um Hita- veitu Akureyrar segir: „Dreifikerfi, vatnsþörf og kostn- aðaráætlanir eru miðuð við að nægjanlegt vatnsmagn fáist á hita- svæðinu við Laugaland og gert ráð fyrir einföldu dreifikerfi í allan bæ- inn. Komi í ljós við frekari könnun á svæðinu, að sú forsenda standist ekki og að vatnsmagn sé takmark- að, má ætla að stofnkostnaður auk- ist um 8—15%, en þá verður að tvö- falda hluta dreifikerfis og nýta bak- rennslisvatn." 2. Ákveðið var að selja heita vatn- ið í gegn um hemil. Hérlendis hefur heitt vatn ýmist verið selt í gegnum hemil eða mæli. Hemillinn er ódýrari og ekki þarf að lesa af honum og við teljum hann heppilegri þar sem aðrennsli er jafnt árið um kring enda dregur hann úr toppnotkun. Þar sem vatns- sparnaður að sumri hefur mikil áhrif á hvað mikið vatn fæst að vetr- arlagi er mælirinn heppilegri. Þegar ákvörðun var tekin um að nota hemil hjá Hitaveitu Akureyrar var ekki reiknað með að virkjunar- svæðið hegðaði sér eins og raun varð á. Þegar í ljós kom hvernig jarðhita- svæðið hegðaði sér, var eðlilegt að mælar væru settir á kerfið. Ástæðan getur ekki talist hönnunarmistök í upphafi, heldur breyting vegna nýrra upplýsinga. Kostnaður við kaup og uppsetn- ingu mæla, sem fram fór fyrir hálfu öðru ári var 12 Mkr. Hemlarnir eru notaðir áfram í kerfinu. Enda þótt hér sé um töluverða upphæð að ræða er þetta þó ekki stórt hlutfall af skuldum Hitaveitunnar. 3. „Gerð voru mistök við hönnun hitaveitugeyma. Súrefni komst í vatnið og teiddi það til mikillar tœr- ingar. Hér er greinilega um hreinan hönnunargalta að rœða, enda er þekking á þessu vandamáli og lausn þess til í landinu. Svo virðist sem hér hafi verið um mistök að rceða, eða gáleysi á einhverju stigi hönnunar. Vandi þessi hefur komið upp og verið leystur m.a. í Reykja- vík, enda þótt tœknimenn nyrðra hafi ekki gœtt að sér.“ Sannleikurinn í þessu máli er sá að ekki var vitað á þessum tíma að tæringarvandamál vegna hitaveitu- geyma væri veruleg. Geymarnir á Akureyri voru hann- aðir á hefðbundinn hátt, eins og t.d. hjá Hitaveitu Reykjavíkur, en ástæða þess að vandamálið kom ekki fram í Reykjavík var sú að þar er svo mikið af súrefniseyðandi efn- um í vatninu. Leitað var til Rannsóknarstofnun- ar iðnaðarins þegar hönnun Hita- veitunnar hófst og hún fengin til að athuga með tæringarhættu af völd- um vatnsins. Umsjón með þessum athugunum hafði dr. Ásbjörn Eina-1 rsson. Leitað var til þessarar stofnunar, þar sem hún var talin hafa yfir að ráða mestri þekkingu hérlendis á sviði tæringarmála. Þegar tæring af völdum vatnsins frá geymunum kom í ljós á Akureyri og víðar var komið á samnorrænu verkefni, styrktu af norræna iðnþró- unarsjóðnum, til að finna hag- kvæma lausn á þessu vandamáli og hafði Ásbjörn umsjón um fram- kvæmd þessa verkefnis. Loka- skýrsla verður lögð fram á fundi Sambands íslenskra hitaveitna síðar í þessum mánuði. 4. Einnig er gefiö í skyn aö dreifi- kerfiö hafi verið of vítt. Kerfið var hannað fyrir það vatns- magn sem áætlað var með hliðsjón af notkun hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Akureyringar nota verulega minna vatn aðallega vegna þess hve dýrt vatnið er. Er tímar líða og orku- verðið lækkar er sennilegt að vatns- notkun nálgist þá notkun sem er í Reykjavík og reiknað var með. ÞÓKNUN FYRIR HÖNNUN HITAVEITU AKUREYRAR Fyrrverandi hitaveitustjóri deilir á það, að samið var um að þóknun fyrir hönnun yrði hærri eftir því sem mannvirkið yrði dýrara. Þetta er í samræmi við gjaldskrá verkfræðinga. Eflaust er þetta ekki gallalaust fyr- irkomulag en erfitt er að benda á annað betra. Að semja um fasta upp- hæð er varla mögulegt nema að vita fyrirfram hvað umfangsmikil hönn- unin verður, en yfirleitt er það nokkurnveginn í hlutfalli við kostn- að. En spyrja má, hvers vegna er ver- ið að draga þetta fram sérstaklega hjá Hitaveitu Akureyrar? Því ekki hjá öllum þeim fjölda mannvirkja sem þóknun hefur verið tekin fyrir samkvæmt gjaldskrá verkfræð- inga? Er ekki alveg ljóst að þarna er verið að grípa hvert hálmstrá til

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.