Helgarpósturinn - 13.11.1986, Side 13
Þ
að kom upp neyðarleg staða
á Alþingi fyrr í vikunni, þegar boð-
aðir varamenn í þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins mættu til þings í
fjarveru Birgis ísleifs Gunnars-
sonar og Ragnhildar Heigadótt-
ur. Geir Haarde er erlendis og var
því röðin komin að Jóni Magnús-
syni og Bessí Jóhannsdóttur, þar
sem Guðmundur H. Garðarsson
er þegar „inni“ sem varamaður. Svo
vildi hins vegar til, að ekki náðist í
Geir Hallgrímsson, Seðlabanka-
stjóra, sem aldrei hefur fengist til
þess að afsala sér varaþingmanns-
sæti sínu í eitt skipti fyrir öll. Þar af
leiðandi verður alltaf að liggja fyrir
bréfleg tilkynning frá bankastjóran-
um, áður en varaþingmaður aftar af
listanum er vígður inn í hin helgu
vé. Segja menn það grunsamlegt
hve auðvelt er að ná í Geir, þegar
Guðmundur H. er næstur í röðinni,
þar sem hann virðist láta hjá líða að
svara skilaboðum frá Alþingi, þegar
kalla á Jón Magnússon inn á þing.
Geir hefur þetta hins vegar allt í
hendi sinni og urðu Jón og Bessí því
frá að hverfa síðastliðinn mánudag
og snúa sér aftur að þeim verkefn-
um, sem þau höfðu verið að sinna
áður en kallið kom...
li stendur að leggja Kvenna-
framboðið formlega niður í náinni
framtíð, enda engin starfsemi eftir í
nafni þess félagsskapar. Helmings
eignaraðild Kvennaframboðsins í
Veru er það eina sem stendur í vegi
fyrir formlegum endalokum sam-
takanna í augnablikinu, en þær kon-
ur sem áður störfuðu undir merkj-
um þeirra beita nú flestar kröftum
sínum á vettvangi svo sem Kvenna-
lista, Hlaðvarpanum, Kvennaat-
hvarfinu og Samtðkum kvenna á
vinnumarkaði. Kvennaframboðið
sjálft mun hins vegar brátt heyra
sögunni til. . .
Eins og kunnugt er, hefur
Þroskahjálp krafist rannsóknar á
fjármálum Sólheima í Grimsnesi
vegna gruns um að þar sé ekki allt
sem skyldi. Einhver skrifaði af
þessu tilefni lesendabréf til Velvak-
anda Moggans og spurðist fyrir um
það hverjir væru þarna í stjórn, en
svarið kom í sama dálki um síðustu
helgi. Þar mátti lesa að Pétur
Sveinbjarnarson, sem nýverið
sigldi fyrirtæki sínu, Veitinga-
manninum, í gjaldþrot, er formað-
ur stjórnar Sólheima. Þar eru einnig
í stjórn þeir Sigurjón Hreiðars-
son, skrifstofustjóri Hjálparstofn-
unar kirkjunnar, og Gylfi Jóns-
son, fyrrverandi rektor Skálholts-
skóla, sem báðir hafa hlotið nokkra
fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við
fjármál...
Þ
að gekk mikið á hjá Bylgj-
unni við Snorrabraut um síðustu
helgi, a.m.k. hjá nokkrum dagskrár-
gerðarmönnum stöðvarinnar.
Klæddust þeir glæsilegum tísku-
fatnaði, hárgreiðslu- og förðunar-
meistarar tóku þá í yfirhalningu, og
að endingu litu viðkomandi út eins
og brúður í verslunarglugga. Á því
stigi mættu ljósmyndarar til leiks og
mynduðu liðið í sínu náttúrulega
umhverfi í hljóðverinu. Árangurinn
mun gefa að líta fyrir jól í einu tíma-
ritanna á markaðnum. Allt gott og
blessað, en mikið óskaplega voru
þeir félagarnir, Hallgrímur Thor-
steinsson og Hermann Gunnars-
son, undarlegir ásýndum með
þykkan andlitsfarða, kinnalit og blá-
an maskara.. .
HELGARPÓSTURINN 13