Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 15

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 15
Austfjörðum hafa leitað að þing- mannsef ni í stað Helga Seljan, sem ekki gefur lengur kost á sér til fram- boðs. Hjörleifur Guttormsson er talinn öruggur um að fara fyrir list- anum en forvalið í kjördæminu er í tveimur umferðum. Fyrri umferðin er tilnefningarumferð og þótti það tíðindum sæta að Helgi Seljan, sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér, skuli hafa fengið álíka margar tilnefningar og Hjörleifur. Sam- kvæmt heimildum HP þykir líklegt að í seinni umferð forvalsins verði Hjörleifur búinn að fá meðfram- bjóðanda með nokkurt fylgi. Hér er um Llnni S. Bragadóttur kennara og skáldkonu á Fáskrúðsfirði að ræða. Hún er talin líklegasti fram- bjóðandi í annað sæti í seinni um- ferð forvalsins.. . u m siðustu helgi fóru fram í þremur kjördæmum prófkjör á veg- um Alþýðuflokksins. Lítið bar á auglýsingum í kringum prófkjörin, en þó mátti heyra einstaka hvatn- ingarauglýsingu á öldum ljósvak- ans. Þar voru m.a. á ferðinni skila- boð til Kópavogsbúa frá alþýðu- flokksfélaginu þar í bæ. Minnti fé- lagið bæjarbúa á þá staðreynd, að Kópavogur ætti ekki alþýðuflokks- þingmann og úr því þyrfti að bæta. Sum okkar eru þó enn svo einföld að halda, að þingmenn setji lög fyrir landið allt og séu ekki einungis í hagsmunapoti fyrir einstök héruð eða hreppa. . . u ■ ■in svokallaða ’85-nefnd, sem m.a. stóð fyrir Kvennasmiðj- unni í Seðlabankahúsinu og öðru merku framtaki í tilefni loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóð- anna, hefur ákveðið að láta hagnað af starfseminni renna til Fram- kvæmdanefndar um launamál kvenna. Framkvæmdanefndin er þverpólitísk nefnd, sem ekki er styrkt af opinberum aðilum heldur hafa fulltrúarnir sjálfir annast alla fjáröflun með útgáfustarfsemi og öðrum hætti. Hugsa Framkvæmda- nefndarkonur nú gott til glóðar-. innar, enda kjarasamningar fram- undan þar sem áhersla verður lögð á ieiðréttingu launamisréttis kynj- anna. Raunar eru þær þegar komn- ar á fullt skrið, því nú á laugardag (8. nóv.) verður haldinn mikill fundur með konum í samninganefndum hinna ýmsu stéttarfélaga... Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 SL/EMAR GÓJDAR FRÉTTIR FRETTIR Slæmu frétttirnar eru þær aö eins og undanfarna mánuði verður enn um hríð nokkur bið (u.þ.b 2 mán.) hjá þeim sem eru að kaupa SAAB 900 og SAAB 9000. Þessu valda auknar vinsældir SAAB á stórum markaðssvæðum, svo sem í Bandaríkjun- um. SAAB verksmiðjurnar í Svíþjóð anna ekki eftirspurn á heimsmarkaði og hafa orðið að taka upp kvótakerfi í afgreiðslu. Við munum gera okkar besta til þess að auka þann fjölda sem íslandi er ætlaður, og eins að stytta biðtímann sem mest. Þeim sem hyggja á kaup á SAAB 900 eða SAAB 9000 er bent á að betra er að panta fyrr en seinna. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að SAAB verði aðeins fyrir fáa útvalda. TÖGGURHF. BÍLDSHÖFÐA 16. SÍML681530 BEINN SÍMI SÖLUMANNS: 83104 Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við eigum von á 20-30 bílum af SAAB 90 nú í nóvember og desember sem gerir okkur kleift að bæta úr brýnustu þörfinni. SAAB 90 TIL AFGREIÐSLU NÚ Á AÐEINS 487 ÞÚSUND KRÓNUR. TÖGGURHF. BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI: 681530 BEINN SÍMI SÖLUMANNS: 83104 _ /.. I-CTX «5* s HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.