Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 18

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 18
aða gamalt. Það er ekki farið að úthluta eftir því, enda þótt biðlist- ar lengist með hverjum deginum sem líður. Verkalýðsforystan, m.a. Ás- mundur Stefánsson sem nýlega sat í sjónvarpssal og varði nýja kerfið með kjafti og klóm, hefur álitið að þetta nýja kerfi væri eitt helsta „blómið í barmi forystunn- ar“ í sambandi við síðustu kjara- samninga. Aðspurður um gagnrýni á þenn- an gjörning verkalýðsforystunnar svaraði Svavar Gestsson því til, að „ekkert kerfi væri endanlegt og enda þótt við samþykktum þetta kerfi ásamt öðrum þingflokkum á sínum tíma þá þarf stöðugrar end- urnýjunar við“. Kristín Ólafsdóttir, varaformað- ur Alþýðubandalagsins tók hins vegar fram með skýrum hætti, að hinar nýju tillögur aðalfundar miðstjórnar Alþýðubandalagsins bæri að skilja á þann veg, að mið- stjórn væri ekki ánægð með það nýja kerfi sem nú væri að fara af stað. Því þyrfti að breyta í mörgum veigamiklum atriðum. STJÓRNMÁLA- MAÐURINN Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, hefur verið ákafur talsmaður þess, að samn- ingum frá í vetur yrði fylgt eftir með ríkisstjórn Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks. Undir þetta hefur formað- ur Alþýðuflokks tekið með endur- teknum hætti. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, hefur ekki ótví- rætt tekið undir þennan málflutn- ing Þrastar Ólafssonar, en hann hefur sýnt áhuga á nánara sam- starfi A-flokkanna og Sjálfstæðis- flokks. Slíkum hugmyndum er al- farið hafnað í stjórnmálaályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins. Öllu samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn á hinu pólitíska sviði er hafnað. Þetta gengur þvert á meirihlutasamstarf Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks í verka- lýðshreyfingunni og á hugmyndir Þrastar Ólafssonar um ríkisstjórn að afloknum kosningum. Þrátt fyr- ir þetta var stjórnmálaályktun miðstjórnar samþykkt samhljóða. Engin mótatkvæði. Og þegar HP leitaði til Ásmundar Stefánssonar og spurði hann hvort hann væri ánægður með stjórnmálaályktun miðstjórnar, þásvaraði hann: „Já.“ Miðstjórnarfundurinn verður að teljast sigur fyrir frjálslyndu öfiin í Alþýðubandalaginu. Fram eru komnar annars konar áherslur, en umfram allt hafa Ólafur Ragnar Grímsson og stuðningsmenn í miðstjórn beygt flokkseigendafé- lagið og Svavar Gestsson til að samþykkja stefnu sem gengur þvert á stefnu verkalýðsforystu Alþýðubandalags. Og það sem meira er — fengið þessa sömu forystu til að gagnrýna sjálfa sig með eftirminnilegum hætti. Allt sem hún hefur verið að segja und- anfarna mánuði fellur dautt og grafið með stjórnmálaályktun- inni. Þetta gerðist e.t.v. fyrst og fremst vegna þess, eins og einn miðstjórnarmanna orðaði það í samtali við HP, að „pólitíkusinn er hlaupinn í þá Ásmund og Þröst". „Jafnaðarstjórn" verður sjálfsagt ekki til í bráð, en Ólafur Ragnar hefur styrkt stöðu sína innan Alþýðubandalagsins! Með Reykjanesframboði hefur hann hins vegar glatað tiltrú manna af lýðræðiskynslóð. Það er gjaldið. • Ólafur Ragnar knýr fram stefnubreytingu með Reykjanes- framboði • Feluleikir og einkapot ASI gagnrýnt • Asmundur og Þröstur komnir í pólitík • Nýju húsnœðislögin skulu endurskoðuð • Boðið uppá ,,jafnaðarstjórn“ Midstjórn Alþýdubandalagsins hélt fyrsta adalfund sinn eftir nýj- um reglum um sídustu helgi. Var fundur þessi haldinn stuttu eftir þá ákvördun Ólafs Ragnars Gríms- sonar, að bjóða sig ekki fram í Reykjavík. Því er þetta tekið fram, að samhengi er á milli þeirrar staðreyndar og þess sem sam- þykkt fékkst á aðalfundi mið- stjórnar Alþýðubandalags. REYKJANESFRAM- BOÐIÐ Þegar HP spurði Ólaf Ragnar Grímsson um ástæðu þess að hann hætti við framboð í Reykja- vík og bauð sig þess í stað fram í Reykjanesi svaraði hann með þessum orðum: „Kjörnefnd í Reykjaneskjördæmi óskaði ein- róma eftir því við mig, að ég byði mig fram í því kjördæmi og tæki baráttusæti listans. Þetta iít ég á sem stuðningsyfirlýsingu við seinkar óumflýjanlegum átökum á milli lýðræðisafla og verkalýðs- arms í Alþýðubandalagi. Næsti slagur verður væntanlega ekki fyrr en kemur að ríkisstjórnar- myndun eftir kosningar, eða þá ekki fyrr en menn í Alþýðubanda- lagi fara að bítast um formanns- stólinn eftir Svavar Gestsson. í þessu samhengi verður Reykja- nesframboðið að skoðast. Það er lykill Ólafs Ragnars að auknum áhrifum í miðstjórn Alþýðubanda- lags. Málamiðlunin sem var nauð- synleg til að fá samþykkta stjórn- málaályktun á miðstjórnarfundi, 12—16 þingmönnum í kosningum, allt eftir því hvernig menn reikna það dæmi. I ljósi skoðanakannana og þeirra framboðslista sem þegar eru fram komnir verður að telja þennan kost ólíklegan eftir næstu kosningar. Miðað við þá áherslu, sem Al- þýðubandalagið leggur á utanrík- ismál í þessari nýju stjórnmála- ályktun sinni, og stefnu Alþýðu- flokks þá virðist líklegt að þessi „útrétta hönd“, eða bónorð til Al- þýðuflokks verði ekki annað en orðin tóm. Alþýðuflokkur í upp- sveiflu tekur ekki í þessa hönd. í Alþýðubandalagsins er sérstakur kafli um kjaramál, enda þótt skýrslu um efnahags- og atvinnu- mál hafi verið vísað til nefndar, m.a. vegna ágreinings um nokkur mikilvæg atriði. í kjaramálakafl- anum er sagt: „Fyrirtækin hafa sýnt í reynd að þau geta borgað meira en kveðið er á um í kaup- töxtum. Þess vegna á að hækka launaákvæði samninganna í sam- ræmi við það sem gerist í reynd. Feluleikir og einkapot í launamál- um verða til lengdar aðeins til að sundra launafólki og styrkja at- vinnurekendur. Samstöðu verður Fulltrúi lýðræðiskynslóðar, Kristln Ölafsdóttir, varaformaöur Alþýðubandalags kynnti stjórnmálaályktun flokksins á blaðamannafundi. Til hægri við hana situr formaður, Svavar Gestsson. Hann ber ábyrgð á þvl gagnvart verkalýðsforystunni að flokkurinn hafnar nú öllu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Smartmynd. stefnu mína og störf innan Alþýðu- bandalagsins og á þeim grundvelli ákvað ég að taka þessu sæti. Úr því mun ég áfram vinna stefnu minni fylgi innan flokks sem utan. Ég taldi það einnig nauðsynlegt, að einhver forystumanna flokks- ins tæki sæti í baráttusæti á lista Alþýðubandalagsins í þessum kosningum og helgaði sig því verkefni, að kynna með þeim hætti þá framtíð, sem felst í nýjum áherslum og nýjum vinnubrögð- um, sem flokkurinn vill boða. Þetta er ég tilbúinn að gera úr bar- áttusæti og ekki úr skjóli öruggs þingsætis.“ Liður í hinni „nýju framtíð og nýju vinnubrögðum", sem Ólafur Ragnar talar hér um eru þær ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins s.l. helgi og Ölafur Ragnar átti verulegan þátt í að undirbúa. Reykjanesframboðið er að því er virðist vera biðleikur hjá Ólafi Ragnari. Biðleikur í þeim skiln- ingi, að hann hefur metið meira þann málefnagrundvöll, sem nú liggur fyrir sem samþykkt stefna flokksins, en persónulegt uppgjör við Ásmund Stefánsson, eða Svav- ar Gestsson í forvalsbaráttu í Reykjavík. Þessi biðleikur Ólafs Ragnars sem er vægast sagt óvenjuleg fyrir Alþýðubandalagið. „JAFNAÐARSTJÓRN" Stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Alþýðubandalagsins var samþykkt samhljóða. Þetta þýðir, að þungaviktarmenn úr verkalýðshreyfingu, s.s. Ásmund- ur Stefánsson og stuðningsmenn Þrastar Ólafssonar skrifuðu uppá stefnuna. Þetta er þeim mun merkilegra eftir því sem stjórn- málaályktunin er skoðuð frek- ar. Við nánari lestur kemur nefni- lega í ljós, að hún gengur í flestum aðalatriðum þvert á þá stefnu, sem t.d. Þröstur Ólafsson — og Ásmundur Stefánsson, forseti ASI — hafa haldið fram. Alþýðubandalagið býður uppá nýja tegund ríkisstjórnar, svokall- aða „jafnaðarstjórn". Samkvæmt hugmyndum flokksins á þess kon- ar stjórn að vera þriggja flokka og er sagt að forsenda fyrir straum- hvörfum í íslenskum stjórnmálum sé „að Alþýðubandalagið vinni stórsigur í næstu kosningum". Og flokkarnir sem Alþýðubandalagið vill fá til samstarfs við sig í þessari nýju ríkisstjórn eru Alþýðuflokkur og Kvennalisti. Þessir flokkar hafa samtals 19 þingmenn á Alþingi nú, og þyrftu því að bæta við sig fyrsta lagi vegna þeirrar fylgis- aukningar sem flokknum er spáð og hann telur sig fá og í öðru lagi vegna þess að flokkurinn skrifar ekki uppá breytingar á stefnu í utanríkismálum í þá veru sem Al- þýðubandalagið boðar í stjórn- málaályktun sinni. Alþýðuflokkur hefur yfirleitt gengið í berhögg við stefnu þá er flestir jafnaðarmannaflokkar í Norður-Evrópu halda fram. Það eru ekki ný sannindi. Alþýðu- bandalag aftur á móti hefur stigið skref í átt til stefnu jafnaðar- manna. Ólafur Ragnar Grímsson sagði á blaðamannafundi, þar sem plögg Alþýðubandalagsins voru kynnt, að ef Jón Baldvin Hannibalsson hafnaði samstarfsdrögum Alþýðu- bandalagsins, þá sýndi Jón Bald- vin það enn einu sinni „að hann væri afturvirkur pólitíkus". Svavar Gestsson tók í sama streng og sagði, að hin neikvæða afstaða Al- þýðuflokksins til samvinnu til vinstri hefði klofið Alþýðuflokk- inn. Var Stefán Jóhann Stefánsson nefndur sérstaklega í þessu sam- bandi. Þykja ummælin „aftur- virk“. HÖRÐ GAGNRÝNI Á ASÍ í stjórnmálaályktun miðstjórnar að ná um launajöfnun og þeir sem síðustu misseri hafa náð fram launahækkunum umfram aðra með launaskriði og sérsamning- um verða að beita styrk sínum til stuðnings lágtekjuhópunum." Niðurstaða þess flokkspólitíska meirihluta, sem fer fyrir ASÍ batt- eríinu í kjaramálum hefur í reynd verið sú, að halda kauptöxtum í lágmarki og treysta á launaskrið og einkasamninga. Nýlegar kann- anir benda til þess, að hið svokall- aða „einkapot og feluleikir" sé nú þegar sá raunveruleiki sem ís- lenskir launamenn búa við í stór- um stíl. Þetta er afleiðing af stefnu ASÍ í kjaramálum. Svavar Gestsson var spurður beint að því á blaðamannafund- inum, hvort þetta væri ekki hörð gagnrýni á stefnu ASÍ. Hann vék sér undan að svara með beinum hætti. Annar þáttur stjórnmálaálykt- unar miðstjórnar Alþýðubanda- lags fjallar um húsnæðismál. Þar segir m.a. að stefna skuli að því að „endurskoðun húsnæðiskerfisins verði hraðað með nýsköpun og eflingu hins félagslega þáttar hús- næðiskerfisins að leiðarljósi". Kemur þessi hluti stjórnmála- ályktunar ekki síður á óvart, en valdir kaflar um kjaramál. Nýja húsnæðiskerfið er tveggja mán- FRETTASKYRING eftir Helga Má Arthúrsson Miðstjórnarfundur Alþýðubandalags HAFNAR STEFNU ASI 18 HELjGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.