Helgarpósturinn - 13.11.1986, Qupperneq 20
itexti: Óskar Guðmundsson teikning: Jón Óskar
TILLITSSAMARIVIÐ
HUNDA EN MENN
Tollur og vörugjald leggst affullum þunga á blandada ávexti. Hundamat-
urinn tollfrjáls. Kerfiö tekur meira í sinn hlut af mannamatnum.
Ef dós af hundamat kostar jafn
mikið og dós af blönduðum ávöxt-
um erlendis í innkaupum verður
hundamaturinn töluvert ódýrari
útúr heildsölunni en mannamatur-
inn. Segjum sem svo að dósin hafi
kostað 36 krónur þá er söluverð
útúr heildsölu 69.70 kr. á hunda-
matnum en 112 krónur á blönduð-
um ávöxtum.
Heildsala á höfuðborgarsvæðinu
reiknaði fyrir HP hvernig verð-
myndun er háttað á niðursuðuvöru;
annars vegar á 820 gramma dós af
hundamat og hins vegar af 820
gramma dós af blönduðum ávöxt-
um.
í dæminu er reiknað með að
hundamaturinn sé jafn dýr manna-
matnum erlendis eða 36.10 kr. dósin
frá framleiðanda. Reiknað er með
að flutningskostnaður sé sá sami
sem og tryggingakostnaður.
Hins vegar ber svo við að á
mannamatnum, blönduðum ávöxt-
um er 40% tollur en enginn tollur á
hundamatnum. Sömuleiðis er 24%
vörugjald á blönduðum ávöxtum,
en ekkert vörugjald á hundamat.
1 stað þess koma óveruleg gjöld á
hundamatinn; sérgjald sem nemur
4000 krónum á hvert innflutt tonn
og svokallað E-gjald (eftirlitsgjald af
FJALÍÁLAMB ÍÉWJMMQMJM.
GÓÐURMÁWROGÓDYR!
fóðurvörum, reiknast 0,25% af toll-
verði). Þessi gjöld eru hins vegar
sáralítil í samanburði við tolla og
vörugjaid af blönduðum ávöxtum. í
lok verðmyndunar má gera ráð fyrir
20% álagningu í heildsölu bæði á
hundamatinn og mannamatinn.
Þannig kostar dósin af hunda-
matnum útúr heildsölunni 69.70 kr.
en dósin af mannamatnum kostar
112.04 kr. Niðurstaðan Iesandi góð-
ur gæti því verið sú að það borgi sig
að vera hundur andspænis íslensku
tollalöggjöfinni!
í smásölunni er frjáls álagning.
Talið er að áiagning í stórmörkuð-
unum sé yfirleitt á bilinu 20—25%
en allt að 38% í minni verslunum.
Auk þess er hundamatur söluskatt-
skyldur, þannig að til viðbótar kem-
ur 24% söluskattur á hundamatinn.
En það breytir engu um heiidarnið-
urstöðuna; það leggst minna á
hundamat en mannamat.
7,25% ársvextir umfram vísitölu______________________
100 ára Afmælisreikningur Landsbankans er yfirburða
ávöxtunarleið. Hann er verðtryggður og gefur að auki 7,25%
ársvexti. Samt er hann aðeins bundinn í 15 mánuði. Til dæmis
samsvaraði ársávöxtunin frá afmælisdegi bankans 1. júlí sl. til
septemberloka 19,9%.
Stofhaðu Afiiiælisreikning íyrir áramóf__________________
Afmælisreikningurinn er bundinn við 100 ára afmæli Landsbank-
ans. Þess vegna þarf að stofna hann áður en afmælisárinu
lýkur um næstu áramót.
Afmælisreikningurinn er innlánsform sem allir peningamenn
geta mælt með.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
20 HELGARPÓSTURINN