Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 21

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 21
A kð Morgunblaðinu standa miklar ættir. Sl. mánudag var hald- inn framhaldsaðalfundur í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og urðu þar kynslóðaskipti við stjórn- arkjör. Eftir 17 ár sem stjórnarfor- maður Árvakurs vék loks úr sæti sínu Geir Hallgrímsson, fyrrver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi Seðlabankastjóri. En í sæti hans settist um leið sonur hans, Hallgrímur B. Geirsson, lögmað- ur. Um leið kom inn í stjórnina Stefán Eggertsson verkfræðingur, tengdasonur Gunnars Hanssonar, sem áfram verður varaformaður stjórnarinnar og Huldu Valtýsdótt- ur Stefánssonar fyrrverandi rit- stjóra Morgunblaðsins. Úr stjórninni gekk hins vegar annar tengdasonur Gunnars og Huldu, Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda. í stjórninni situr á hinn bóg- inn áfram Björn Thors, fyrrverandi tengdasonur sama Valtýs Stefáns- sonar. Úr stjórninni gekk og Hjört- ur Hjartarson kaupmaður, svili Bjarna heitins Benediktssonar. Aðrir í aðal- og varastjórn Árvakurs eru Bergur G. Gíslason, sonur Garðars Gíslasonar stórkaup- manns, Ólafur Ó. Johnson, fram- kvæmdastjóri O. Johnson og Kaab- er og þeir bræður Haraldur og Leifur Sveinssynir Sveinssonar í Völundi... Bílbeltin hafa bjargað i) Hefur þú prófað Súperstöð ESSO við Skógarsel? Þar leggjum við áherslu á mjög fjölbreytt vöruúrval og alla venjulega þjónustu bensínstöðva, auk sjálfsalaþjónustu allan sólarhringinn. En það er líka sitthvað annað í boði: Bílaþvottur í fullkominni þvottastöð. Völ er á 13 mismunandi þvottakerfum. Þjónustuskýli. Þar er vatn, loft, olíusuga og ryksuga undir einu þaki, bíleigendum til hægðarauka. Opnunartilboð og afsláttur á ýmsum vörum í eina viku, til 15. nóvember. Það er enginn krókur að koma við á Súperstöðinni - það er þér og bílnum í hag. Olíufélagið hf Skógarseli 10 - Sími 75233 &íéísMínöí, Afmælisreikningur Verðtryggður sparireikn. með 3ja mánaða bindingu Verðtryggður sparireikn. með 6 mánaða bindingu HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.