Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 22
Myndbandaleigustríð á Siglufirði — ásakanir ganga á víxl
SÁ STÆRSTIVILL EINOKA
Á Siglufirði heíur sídustu mánud-
ina geysad hatrammt vidskiptastríð
á myndbandamarkaönum. 4 mynd-
bandaleigur eru í bœnum, Nýja
myndbandaleigan, í eigu Steingríms
Kristinssonar í Nýja bíói og fjöl-
skyldu hans, Billa-vídeó, í eigu Guð-
mundar Davíðssonar, Hafnar-vídeó
í eigu Theódórs Eggertssonar og
myndbandaleigan Rún í eigu Geir-
rúnar Viktorsdóttur. Elsta og
stœrsta myndbandaleigan er mynd-
bandaleiga Steingríms Kristinsson-
ar og saka eigendur hinna mynd-
bandaleiganna Steingrím um aö
beita ýmsum ráöum til að kveöa
niöur samkeppnina og einoka
markaöinn.
Nýja bíó og Nýja myndbandaleig-
an eru fjölskyldufyrirtæki Stein-
gríms Kristinssonar. Þessi stærsta
myndbandaleiga Siglufjarðar hefur
mætt aukinni samkeppni eftir því
sem ieigum hefur fjölgað. Sam-
keppnisaðilar segja að Steingrímur
hafi brugðist við þessari auknu sam-
keppni með pólitískum og við-
skiptalegum þrýstingi, sem eigi ekk-
ert skylt við eðlilega viðskiptahætti.
SONURINN I'
BYGGINGARNEFND
Önnur stærsta myndbandaleigan
á Siglufirði er Billa-vídeó í eigu Guð-
mundar Davíðssonar, sem einnig
rekur veitingastofu í bænum. Heim-
ildir Helgarpóstsins greina frá því að
Steingrímur hafi einkum beitt sér
gegn Guðmundi með pólitískum og
viðskiptalegum þrýstingi. Á síðasta
kjörtímabili lagði Guðmundur fram
umsókn um leyfi til að byggja við
veitingastofu sína, en sú umsókn
tafðist um eitt ár vegna pólitísks
þrýstings frá Steingrími. Á það er
bent að sonur Steingríms, Valbjörn
Steingrímsson, var fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í byggingarnefnd
bæjarins og Steingrímur sjálfur einn
helsti forystumaður flokksins. Guð-
mundur Davíðsson tekur undir
þessar ásakanir. ,,Ég sótti um þetta
leyfi en Steingrímur barðist harður
gegn því.“
Þá kærði Steingrímur Guðmund
fyrir meinta fjölföldun á mynd-
bandaefni. Steingrímur gerði sér
ferð í Billa-vídeó og tók þar á leigu
myndbandið „Heavenly kid" frá
Columbia fyrirtækinu og lagði í
framhaldi af því inn kæru til bæjar-
fógetaembættisins á Siglufirði.
Steingrímur sagði í samtali við Helg-
arpóstinn að fyrir lægi játning Guð-
mundar í máli þessu, en annað kom
í ljós þegar Helgarpósturinn hafði
samband við Erling Óskarsson bæj-
arfógeta. Sagði Erlingur að við
rannsókn hefði ekkert sannast á
Guðmund og engin játning legið
fyrir frá honum, en að hann hefði á
hinn bóginn viðurkennt að hafa not-
ast við kápu merkta „sýnishorn". Að
rannsókn lokinni hefði verið ákveð-
ið að fella málið niður. Guðmundur
Davíðsson sagði í samtali við Helg-
arpóstinn að hann teldi kæru þessa
einfaldlega vera viðbrögð Stein-
gríms sem samkeppnisaðila er hefði
misst mikilvæg viðskipti sín við
ýmsa aðila, þar á meðal við báta og
skip.
„Hingað kom nýlega Magnús
Kjartansson frá samtökum rétthafa
myndbanda á íslandi til að kanna
málin, bæði þessi og önnur sem
Steingrímur hefur staðið fyrir. Málið
er að Steingrímur vill með öllum
ráðum draga úr ríkjandi samkeppni.
Steingrímur Kristinsson, eigandi stœrstu myndbandaleig-
unnar á Siglufirði, er sakaður um að beita pólitískum og við-
skiptalegum þrýstingi til að halda niðri samkeppnisaðilum
sínum. Hann segir þetta fáránlegt og sakar samkeppnisaðila
um að beita ólöglegu stílabókarbókhaldi og um fjölföldun
myndbandaefnis.
Steingrlmur Kristinsson, eigandi Nýja
bíós og Nýju myndbandaleigunnar, þeirr-
ar stærstu á Siglufirði. Sakaður um að
beita pólitískum og viðskiptalegum
þrýstingi til að knésetja samkeppnisaöil-
ana.
Geirrún Viktorsdóttir I myndbandaleig-
unni Rún. Segir að dreifingaraðilar fyrir
sunnan selji sér ekki spólur vegna þrýst-
ings frá Steingrími.
Guðmundur Davlðsson I Billa-vldeói.
Sakaður af Steingrlmi um að fjölfalda
myndbandaefni. Málið var fellt niður eftir
rannsókn. Segir Steingrlm og son hans
Valbjörn hafa tafið leyfi fyrir viðbyggingu
við veitingastofu.
Hann hefur meðal annars reynt að
þrýsta á framleiðendur og dreifend-
ur fyrir sunnan um að afla mér ekki
efnis. Honum hefur tekist það hvað
Skífuna varðar, en ég held að aðrir
hafi ekki hlustað á hann," sagði Guð-
mundur.
ÞRYSTINGUR A
FRAMLEIÐENDUR
Steingrímur Kristinsson fær
myndbönd frá 4 dreifingaraðilum
fyrirsunnan, Tefli, Skífunni, Steinari
og Bergvík. í ágúst sl. hóf Geirrún
Viktorsdóttir starfsemi myndbanda-
leigunnar Rún og sóttist þá eftir
myndböndum hjá þessum aðilum
og öðrum. Geirrún segir að þessir
fjórir aðilar hafi neitað að selja
henni myndbönd. „Þeir sögðu mér
að það væri á þeirri forsendu að það
væru kaupendur fyrir hér á Siglu-
firði. Þeir bera það fyrir sig að þá
verði hætt að kaupa af þeim sem
kaupa fyrir. Fyrir skömmu kom
hingað fulltrúi frá samtökum rétt-
hafa fyrir sunnan og sagðist hann
ætla að taka þetta mál upp á
fundi. Hann taldi þetta vera gróft
brot. Ég segi nú ekki að þetta mál
hafi haft afgerandi áhrif á mín við-
skipti, en ég fæ þó ekki þær spólur
sem ég vildi gjarnan fá. Ég spurði
þessa dreifingaraðila fyrir sunnan
hvort mínir peningar væru eitthvað
verri en peningar annarra. Það er
vitaskuld okkar að slást um við-
skiptavinina en ekki þeirra að hafa
áhrif á þessa samkeppni. Þeir sögðu
einfaldlega, að því miður sæju þeir
sér ekki fært að láta mig fá spólur.
Fulltrúi eins þessara aðila sagði mér
hreinskilnislega í sumar að þá
myndi Steingrímur hætta að kaupa
af þeim," sagði Geirrún.
Fjórða myndbandaleigan á Siglu-
firði er Hafnar-vídeó í eigu Theó-
dórs Eggertssonar. Theódór sagði í
samtali við Helgarpóstinn að hann
væri ekki í neinu stríði og sagðist
ekki eiga nein samskipti við Stein-
■■■■■■■■■HBiHeftir Friðr
grím Kristinsson. Aðrar heimildir
HP greindu frá því að Steingrímur
hefði kært Theódór fyrir að selja í
söluturni sínum sælgæti sem hann
hefði ekki leyfi til að selja. Theódór
sagðist ekki geta fullyrt um hvort
Steingrímur hefði gert þetta og
sagðist ekki hafa orðið var við bein-
an óeðlilegan þrýsting í sinn garð af
hálfu Steingríms.
Magnús Kjartansson hjá Samtök-
um rétthafa myndbanda á Islandi
gerði sér sem áður segir sérstaka
ferð til Siglufjarðar til að kanna
þessi mál. Hann vildi þó í samtali
við Helgarpóstinn ekkert um málin
tjá sig.
„Tilgangur samtakanna er að fara
með hagsmunamál félagsmanna.
Það eru vissulega uppi deilumál á
Siglufirði, en ég vil ekki vera að tjá
mig í fjölmiðlum um einstök slík
mál. Það verður hvert fyrirtæki að
svara fyrir sig um sína viðskipta-
hætti,“ sagði Magnús.
SAMKOMU LAG UM
DREIFINGUNA
Steingrímur Kristinsson segir
þessar ásakanir vera fáránlegar.
Sagðist hann hafa gert ákveðið sam-
komulag við tilgreinda aðila í
Reykjavík.
„Það er samkomulag um að ég
kaupi af þeim allt efni á meðan þeir
ekki dreifi því óhindrað til allra ann-
arra aðila. Ég skuldbind mig til að
kaupa allt efni af þeim og það sam-
komulag var gert löngu áður en
myndbandaleigan Rún kom til sög-
unnar. Ég hef ekki fengið neitt
einkaleyfi, ég var búinn að gera
þetta samkomulag og því var ekki
gegn henni stefnt á einn eða annan
hátt.“
— Þér er sem sagt ekki kunnugt
um aö Rún hafi veriö meinaö aö fá
efni?
„Þú skalt spyrja hana að því. Ég
reikna með því að mitt samkomulag
Þór Guðmundsson myndir Bjc
sé fallið úr gildi gagnvart öðrum
sem selja mér efni ef þeir fara að
dreifa því á staðinn, því að plássið er
ekki stærra en það, að það þolir lítt
meira en eitt eintak. Þessu get ég
ekki séð að sé beint gegn Rún á einn
eða annan hátt.“
— Okkur skilst aö tilgreindir aöil-
ar, Tefli, Skífan, Steinar og Bergvík,
treysti sér ekki til aö selja Rún efni,
þvíþá telji þeir hœttu á því aö missa
viöskipti viö þig?
„Það kann að vera að þeir hafi
þessa skoðun. Þeir gerðu við mig
ákveðið samkomulag á sínum tíma.
Þetta eru þeir aðilar sem ég hef
skipt við og keypt 99,9% efni af.
Þeir hafa að því er ég best veit hald-
ið það samkomulag. Ég sé ekkert
athugavert við það þó menn geri
samkomulag sín á milli. Þeir treysta
mér og ég treysti þeim og því ekki
að hafa það gagnkvæmt."
— Þú telur ekki aö þaö sé veriö aö
útiloka neinn frá því aö fá efni frá
þessum aöilum?
„Ég get ekki stoppað það. Ég hef
ekki vald til þess á einn eða annan
hátt.“
— Þú ert ásakaöur um aö beita
fleiri brögöum í samkeppninni, sagt
er t.d. aö þú hafir kœrt Hafnar-vídeó
fyrir aö selja ákveönar sœlgœtisteg-
undir?
„Það er fásinna sem ég hef aldrei
nokkurn tímann látið mér detta í
hug. Ég get svarið eið að því hvar
sem er að slíkt hefur aldrei komið til
tals eða hugsunar af minni hálfu."
KÆRÐUR FYRIR FJÖL-
FÖLDUN
— En þá munt hafa kœrt Guö-
mund Davíösson í Billa-vídeó fyrir
fjölföldun á myndbandaefni. Hvaö
kom til aö þú kœröir?
Það var gert að ósk ákveðinna
aðila — Samtaka rétthafa í Reykja-
vík — að ég tók spólu þar á leigu og
sú spóla var ólöglega fjölfölduð af
einhverjum sem ég get ekki fullyrt
um, en hún var þarna ásamt tugum
annarra mynda. Ég reikna með að
það hafi verið vegna þessa að full-
trúi rétthafa kom hingað nýlega.
Þetta er nú orðið lögreglumál, því
þetta er brot á landslögum. En ég
gerði þetta að ósk rétthafa í Reykja-
vík.“
— Hvers vegna geröu þeir þetta
ekki sjálfir?
„Vegna þess að þeir voru ekki á
staðnum til þess arna.“
— Sonur þinn, Valbjörn Stein-
grímsson, var í byggingar- og skipu-
lagsnefnd á síöasta kjörtímabili. Þá
sótti Guömundur Davíösson í Billa-
vídeó um byggingarleyfi fyrir veit-
ingastofu sína. Sú ásökun hefur
komiö fram aö sonur þinn í nefnd-
inni og þú hafiö viljandi komiö í veg
fyrir aö leyfi þetta var veitt og aö
leyfiö hafi þvi tafist um heilt ár.
„Þetta er alrangt. Forsaga málsins
er sú, að slökkviliðsstjórinn hér á
Siglufirði krafðist þess að settar
yrðu neyðardyr á vesturgafl kvik-
myndahússins og hafði áður gert
þessa kröfu við fyrrverandi eigend-
ur hússins en því var ekki sinnt. Eftir
að við eignuðumst kvikmyndahúsið
endurnýjaði slökkviliðsstjórinn
þessa kröfu og einum mánuði síðar
óskaði ég eftir því að fá að setja upp
þessar dyr. En af einhverjum ástæð-
um var málið saltað í byggingar-
nefnd. Síðan kom til eyrna þessi um-
sókn veitingastofunnar um bygging-
arleyfi — akkúrat til að byrgja fyrir
þessar neyðardyr, því veitingastofa
Guðmundar í Billa-vídeói er einmitt
við hliðina á kvikmyndahúsinu. Eft-
ir að þetta hús kom var tilgangslaust
að gera þessar neyðardyr. Því má
bæta við að þetta byggingarleyfi var
samþykkt með því skilyrði að fram-
fylgt yrði reglum um brunavarnir,
en það hefur ekki verið gert enn
þann dag í dag þó húsið sé steypt.“
„STÍLABÓKARBÓK-
HALD í STAÐ NÓTNA"
— Ogþú telur þig þá standa í einu
og öllu heiöarlega aö samkeppn-
inni?
„Ef það er óheiðarlegt að standa
gegn því að spólur séu fjölfaldaðar í
tugatali gegn lögum þá er það auð-
vitað óheiðarlega að málum staðið.
En ég tel mig ekki hafa gert það.
Þeir fyrir sunnan hljóta síðan að
vilja versla við þá sem hafa bolmagn
til að sinna þessum viðskiptahátt-
um. Ég myndi halda að markaður-
inn hér beri tvær leigur og væri
mjög gott að hafa þær tvær til að
hafa ákveðna samkeppni. En úr því
að þú ert að tala um meinta ólög-
mæta viðskiptahætti tel ég rétt að
benda þér á að einn þessara sam-
keppnisaðila, ég vil ekki nefna aðil-
ann, hefur í stórum stíl notað stíla-
bókarbókhald í stað nótna. Ég hef
reyndar engar sannanir, en líkurnar
eru fyrir þessu meiri en þetta sem
þú hefur lagt fyrir um mig. Skattur-
inn í Reykjavík veit af þessu og hef-
ur gert athugasemdir. Ég hef sjálfur
fyrir tilviljun séð þessa bók,“ sagði
Steingrímur Kristinsson að lokum.
Þess má að lokum geta að fulltrúi
frá skattrannsóknastjóra, Jón Rafn
Pétursson, var mjög nýlega á ferð á
Siglufirði að kanna bókhald mynd-
bandaleiga þar, en sú ferð mun vera
liður í allsherjarúttekt embættisins
á bókhaldsmálum myndbandaleiga
á íslandi.
22 HELGARPÓSTURINN