Helgarpósturinn - 13.11.1986, Side 23
USTAP'
Helgi Gíslason og Sigurður Örlygsson opna
sýningar í nágrenni hvor við annan á Kjarvals-
stöðum, samsvörun í verkunum...
Tengsl
fyrir
tilvilj un
Helgi aðstoðar Sigurð við uppsetningu á einu myndverkanna...
... og Sigurður hjálpar Helga að koma fyrir einni höggmyndinni. Smartmynd.
Helgi Gíslason og Sigurdur
Örlygsson vilja taka það fram áður
en lengra er haldið ad þeir eru ekki
að opna samsýningu. Þeir sýni að
vísu saman, það er að segja hlið við
hlið, en samstarf'af nokkru tagi hafi
aldrei flökrað að þeim þegar þeir
voru að vinna verkin — sitt í hvoru
lagi —- fyrir sýningarnar, sem þeir
opna á laugardag, saman.
Þau þrettán verk sem Helgi sýnir
núna, vann hann austur á Sveaborg
í sumar, og vissi þá sem var að þau
setti hann upp á ganginum við vest-
ursal Kjarvalsstaða í nóvember.
Sama sumar sat Sigurður Örlygsson
inni á Laugavegi og blandaði tækni
í fimmtán myndir fyrir þennan vest-
ursal. Hvorugur vissi þá, hvaða lista-
maður sýndi við hlið þeirra á sama
tíma við Klambratún.
Þeir áttuðu sig á því fyrir tveimur
vikum og jafnframt því að verkin
sem þeir höfðu verið að vinna sitt í
hvoru lagi voru tengd að vissu
marki. Helgi hjó í rekavið og virki
sem hann hafði af skógarhöggsköll-
um í Finnlandi. Og Sigurður bland-
aði áþekkum hlutum í sínar olíu-
myndir, ásamt lérefti og ýmsu tilfall-
andi. Verkin hafa sláandi samsvör-
un þegar að er gáð.
Helgi útskrifaðist úr MHl 1970 og
hélt að því búnu til Gautaborgar þar
sem hann nam höggmyndagerð
fram til '76. Hann hefur haldið fjórar
einkasýningar hér heima, síðast á
bronsverkum í Listmunahúsinu í
febrúar '84. Hann hefur verið að
ferðast með þau um Þýskaland á
síðustu mánuðum og sýndi þau síð-
ast á norrænum menningarvikum í
Diisseldorf.
Málmurinn hefur alltaf staðið
honum næst í listsköpuninni, en nú
bregður svo við að hann heggur í
tré. Hann segir nauðsynlegt að hvíla
sig á járninu öðru hvoru, sérstak:
lega þegar skipt er um umhverfi. í
Finnlandi hafi vitaskuld verið nær-
tækt að móta tré upp á nýtt. Helgi
hefur einnig breytt um stíl að því
leyti að hann er ekki eins fígúratívur
og áður. Afstraktsjónin er núna
augljós.
Sigurður Örlygsson hefur breytt
um vinnubrögð sem líka hafa breytt
stílnum. Hann segist áður hafa
teiknað fletina á pappír, stækkað þá
upp, varpað þeim á léreft og þá loks-
ins málað inn í þá eins og um litabók
væri að ræða. Hann sé hinsvegar
búinn að týna stækkaranum sínum,
máli núna beint á strigann eins og
hugurinn er stemmdur þá stundina.
Þetta sé algjört ævintýri á við fyrri
vinnubrögð. Frjálsræðið meira,
verkin margslungnari.
Hann útskrifaðist úr MHÍ ári eftir
Helga, vorið 1971 og lenti þá um
haustið á Amager, hvaðan hann hélt
inn til Kaupmannahafnar og innrit-
aðist í Konunglega fagurlistaskól-
ann. Veturinn '74 til 75 nam hann
svo við Art Students League ofNew
York. Sigurður hefur verið búsettur
heima á íslandi síðan, þar sem hann
hefur haldið um það bil tíu einka-
sýningar, síðast í Ásmundarsal fyrir
hálfu þriðja ári.
Sýningar Helga og Sigurðar verða
opnaðar klukkan tvö á laugardag.
Þeir senda út boðskortin í samein-
ingu, voru einmitt að fara að sleikja
frímerkin saman þegar blaðamaður
yfirgaf þá eftir stutt innlit á Kjarvals-
staði í vikunni.
-SER.
SAGA eldsumbrota á fslandi hef-
ur verið skráð af Ara Trausta Guð-
mundssyni jarðfræðingi. íslandseld-
ar nefnist bókin og hefur verið í
vinnslu um fjögurra ára skeið. Marg-
ir okkar fremstu vísindamanna hafa
komið við sögu við gerð verksins,
sem er ríkulega myndskreytt lit-
myndum og teikningum til útskýr-
inga. Vaka-Helgafell gefur út núna í
nóvember.
UPPREISN Ragnars Arnalds
vestur á ísafirði getur ekki einasta
að líta á sviði þessa dagana, því
verkið er komið á bókfell í umsjá
Máls og menningar. Forlagið hefur
undanfarin misseri gert vel í útgáfu
á íslenskum leikverkum, sem margt
lengi hefur ekki verið sinnt af bóka-
útgefendum hériendis.
PÝSK-ÍSLENSKA kvikmynd-
in Svart og sykurlaust eftir Lutz Kon-
ermann verður tekin til endursýn-
ingar í Regnboganum frá fimmtu-
degi til sunnudags, en myndin var
frumsýnd hérlendis í fyrra. Það
eintak sem nú verður sýnt er styttra
en upprunalega ræman og er það til
mikilla bóta finnst þeim sem hafa
samanburðinn. Þetta er einkar hug-
ljúf svart-hvít saga af íslenskum leik-
flokki sem fer í sýningarferð til
Ítalíu. Leikur myndarinnar er mjög
góður og kvikmyndatakan snjöll
enda fékk myndin til dæmis verð-
laun fyrir bestu kvikmyndatöku á
hátíðinni í Ludenz í Austurríki. Þá
var myndin silfruð á hátíðinni í
Zaarbrucken í Þýskalandi og var
valin af Islands hálfu til sýningar á
evrópsku kvikmyndahátíðinni í
Rimini í haust. Meðal leikenda í
myndinni eru Edda Heiðrún
Backman, Guðjón Pedersen og
Konermann.
VIÐ Ægissíðuna í bakgarði
tengdaforeldra sinna, nánast í
rabarbarabeðinu, kom Egill Eð-
varðsson sér upp lítilli vinnustofu
fyrir allnokkrum mánuðum. Þar
hefur hann haldið til í frítíma sínum
frá leikstjórn og auglýsingagerð —
og undirbúið myndlistarsýningu í
Gallerí Gangskör. Hún opnar á laug-
ardaginn. Myndefnið er unnið með
blandaðri tækni, m.a. úrklippum úr
blöðum og tímaritum. Verkin á sýn-
ingunni eru alls fimmtán, flest hver
mjög persónuleg, segja þeir sem séð
hafa. Þetta er þriðja einkasýning
Egils sem sýndi fyrst í Sólon ísland-
us fyrir mörgum árum.
HELGARPÓSTURINN 23
LEIKMST
eftir Steinþór Ólafsson
Langur vegur til Mekka og spennulaus
Leikfélag Reykjavíkur:
Vegurinn til Mekka eftir Athol
Fugard.
Þýðandi: Árni Ibsen.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Leikarar: Sigríður Hagalín,
Guðrún S. Gísladóttir og Jón
Sigurbjörnsson.
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi „Vegurinn til Mekka" 9. nóv.
síðastliðinn. Leikritið fjallar um
einmana konu, sem býr í þorpi
1200 km frá Höfðaborg. Eftir að
hún varð ekkja fór hún að fást við
að gera myndastyttur, þorpsbúum
til mikillar armæðu og hugarang-
urs. Þorpsbúar, með prestinn
Maríus Byleveld í broddi fylkingar,
reyna að fá ekkjuna til að sam-
þykkja að flytjast á elliheimili.
Leiksýningin byrjar þegar Elsa,
ung kennslukona frá Höfðaborg,
kemur til ekkjunnar, Helen. Fyrir
leikhlé f létta konurnar sig inn í sál-
arlíf hvor annarrar. Fyrri hlut-
anum lýkur með inhkomu prests-
ins. Eftir leikhlé reynir presturinn
að sannfæra Helen um ágæti þess
að fara á elliheimili, samtímis sem
hann er að verja lífsviðhorf og
skoðanir sínar, gegn ögrandi ásök-
unum kennslukonunnar. Að lok-
um ákveður Helen að fara ekki á
elliheimilið.
Leikritið fjallar í raun um hug-
takið „frelsi“. Táknmál leikritsins
er skýrt. Helen talar um tvennt
mismunandi ástand hugans. Ann-
ars vegar myrkrið og hyldýpið og
hins vegar ijósið og öryggið. Hún
óttast myrkrið og öryggisleysið.
Sem lítil stúlka óttaðist hún mest
þegar mamma kom og slökkti á
kertinu. í leikritinu hjálpa kertin
lítt gegn myrkri sálarlífsins. Hún
ferðast í huganum til Mekka, með
því að gera myndastyttur. Hún lít-
ur í austur, þar sem dagur rennur.
Hún hittir vitringana, sem fylgdu
skini stjörnu Frelsarans. Hún gerði
einnig uglu, tákn vísdómsins og
páfugl, er táknar fegurð og skraut.
Hafmeyju er táknar hina kvenlegu
fegurð og mýkt. Helen fann ljósið
og kannski frelsið. Eða var hún
hræddust þegar hún var frjáls?
Elsa leitar líka að frelsi. En fylgi-
fiskur frelsisins er öryggisleysið,
því engum er að treysta. I leit sinni
að frelsi hefur Elsa tapað sálarró
sinni og er óskaplega æst og
taugaveikluð. Presturinn er eins
og klettur. Hann efast ekki um
skoðanir sínar og viðhorf. Efinn
lætur hann að mestu í friði. Hann
er ef til vill fangi ríkjandi skoðana
og viðhorfa. Presturinn skilur ekki
hvað Mekka Helenu er, þetta
musteri frelsisins. Hann sér ekki
ljósið fyrr en í lokin í andliti
Helenu.
Andstæðurnar í leiksýningunni
eru Helena og Elsa og svo prestur-
inn. Reynt er að tefla saman ró
Helenu og taugaveiklun Elsu.
Þegar það kemur í ljós að Helen er
líka hrædd og óörugg eins og Elsa,
og að Elsa er sterk á sinn rökræna
hátt og vegna þekkingar sinnar,
þá upphefja þær spennuna sem er
á milii þeirra, m.ö.o. spennan á
milli kvennanna hverfur. Fyrri
hluti leiksýningarinnar er því
ákaflega langdreginn, jafnvel svo
að áhorfendur áttu fullt í fangi
með að halda sér vakandi. í fáum
orðum, andstæðurnar eru of litlar,
átökin of lítil.
Guðrún S. Gísladóttir, sem fer
með hlutverk Elsu, leikur hana
eins og hún væri unglingur á
gelgjuskeiði, þrjósk og mótþróa-
gjörn. Guðrún er alltof ör í hlut-
verki Elsu. Gaman væri að sjá ein-
hverja aðra leikkonu túlka þessa
taugaveikluðu konu.
Eftir leikhlé var miklu meiri
spenna í leiknum, enda tókust þar
á ólík öfl. Annars vegar prestur-
inn, tákn yfirstéttarinnar, íhalds-
semi og rótgróinna viðhorfa. Hins
vegar lágstéttarkonan, sem er að
leita að hinu andlega frelsi, ljósi
lífsins. Miðstéttarkonan Elsa, ögr-
ar augljóslega yfirstéttinni, með
kunnáttu sinni og menntun. Einn-
ig með því að hvetja Helen til að
taka sjálfstæða ákvörðun, og gera
þannig á vissan hátt uppreisn
gegn prestinum.
Jón Sigurbjörnsson túlkar prest-
inn af einstakri alúð. Jón hleypir
þeim krafti og spennu í leiksýning-
una, sem vantaði í fyrri hlutann.
Sigríður Hagalín leikur Helen af
mikilli snilld. Það hefði átt að
draga skýrari línu milli þessara
kvenna, þ.e. að draga það fram
sem skilur þær að, í stað þess að
leggja áherslu á það sem þær eiga
sameiginlegt. Sviðsmyndin er of-
hlaðin og hefði átt að vera látlaus-
ari. Sviðsmyndin stal oft athygl-
inni frá því sem gerðist á sviðinu.
Leiksýningin er mjög áhugaverð,
þótt hún sé ekki gallalaus eins og
fram hefur komið. Helstu hnökrar
sýningarinnar eru alltof langdreg-
in byrjun og algjört spennuleysi.
Einnig er ofleikur Guðrúnar þreyt-
andi. Sviðsmyndin er ofhlaðin og
því ekki sannfærandi. Styrkur
jeiksýningarinnar er boðskapur-
inn og leikur þeirra Jóns og Sigríð-
ar. Spurning leikritsins um frelsi á
erindi til okkar í dag. Leikritið
vekur áhorfandann til umhugsun-
ar og eftirþanka um FRELSI.