Helgarpósturinn - 13.11.1986, Qupperneq 25
SYMBOL eru hugstæð Ásu
Ólafsdóttur. Það sést í Gallerí Hall-
gerdi þar sem hún hefur verið að
sýna nítján collagemyndir á síðustu
dögum, auk tveggja myndofinna
verka. Þetta er sjöunda einkasýning
Ásu, sem verður framhaldið um
helgina.
KONURí list kvenna. Kvenrétt-
indafélag Islands er að velta því fyr-
ir sér hvernig þær líta út og langar,
í tilefni af áttatíu ára afmæli sínu, að
efna til sýningar á verkum kvenna
sem lúti yfirskriftinni. Afmælið
verður ekki fyrr en 27. janúar á nýju
ári, en þangað til hvetur KRFÍ lista-
konur að senda félaginu myndlistar-
verk, helst ný og áður ósýnd, og þau
verði svo sett upp í samkomusal
kvennaheimilisins að Hallveigar-
stödum á afmælinu.
HELGARPÖSTURINN 25
eftir Ásgeir Tómasson
Tilfærslur í Þjóðleikhúsinu
Litla sviðið kom-
ið yfir Lindargötu
Leidin niður á Litla svið Þjóðleik-
hússins liggur ekki lengur um vest-
urhliðina. Hún er núna á allt öðrum
stað. Maður skreppur bak við aðal-
bygginguna, tiplar yfir Lindargöt-
una, opnar hurð á gömlu leikfimi-
húsi Jóns Þorsteinssonar. Og stígur í
tröppurnar ofan í kjallara.
Þar eru smiðir að saga til lítið svið
og palla fyrir áhorfendur. Annan
sunnudag situr þar stórt hundrað
manna og_ horfir á frumsýningu
leikritsins / smásjá. Það er eftir Þór-
unni Sigurðardóttur, sem þar áður
samdi sviðsverk um Kjartan, Bolla
og Ósvífursdóttur. Þórhallur Sig-
urðsson leikstýrir nýja verkinu
hennar.
Hann var að koma fjórum leikur-
um í rullurnar sínar í vikunni þegar
Helgarpóstinn bar að þessu nýja
leiksviði Þjóðleikhússins, sem á að
leysa Þjóðleikhúskjallarann af
hólmi sem leikhús: „Litla verður
samt notað eitthvað áfram fyrir upp-
lestra og revíur," segir Þórhallur, „en
þetta rými hérna,“ bendir hann á,
„verður annað helsta leiksvið Þjóð-
leikhússins."
Þetta var allt ákveðið 78. Þá settu
menn þau lög að hið fyrsta yrði
komið upp nýju og fullkomnu ieik-
sviði sem leysti Litla sviðið í Þjóð-
leikhúskjallaranum af hólmi, enda
hefði það alltaf verið hugsað til
bráðabirgða. Það var fyrst átta ár-
um síðar að farið var að fylgja þess-
um lögum eftir ofan í öðrum kjallara
hinumegin Lindargötu.
Það er auðséð á öllu látbragði
Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra
þegar hann lóðsar HP um nýja leik-
húsið að hann er hrifinn af rýminu.
Hann segir aðstöðuna vera mjög
Unnið að frágangi leikmyndarinnar fyrir fyrstu uppsetninguna á nýjasta leiksviði Þjóð-
leikhússins. Þórhallur leikstjóri bendir sviðsmanni á það sem betur má fara í umgjörð-
inni.
Séð yfir nýja sviðið í kjallaranum á húsi Jóns Þorsteinssonar. Sviðið er fjærst, en eftir
er að koma upp áhorfendapöllum nær. Annars veitir þetta rými möguleika á að hafa
sviðið hvort heldur er í miðju hússins eða til endanna. Smartmyndir.
BÓKAFORLÖG eru farin að
spretta upp af svipuðum krafti og
myndbandaleigurnar um árið, en
þar með nær samlíkingin ekki
lengra. Nýjasta útgáfan sem HP hef-
ur frétt af er Blekbyttan, sjálfsbjarg-
arviðleitni þriggja skálda af yngri
kynslóðinni sem stóðu frammi fyrir
tveimur valkostum: Að gefa verk sín
út á eigin vegum, eða banka upp á
hjá forlögunum. Einar Ólafsson,
einn þremenninganna segir síðari
kostinn slítandi, en þann fyrri varla
marktækan eins og eigin útgáfa hef-
ur gjarnan horft við gagnrýnendum
og bókastof nunum. Svo þau tóku sig
saman; Einar með sína Sólarbás-
únu, Berglind Gunnarsdóttir með
Ljóðsótt og Óskar Árni Óskarsson
með Handklœði í gluggakistunni,
og köstuðu sér út í samyrkjubúskap.
Um framtíð Blekbyttunnar „sker
reynslan úr“, segir Einar, þeirra
reyndastur í útgáfu; með fimm bæk-
ur að baki, Berglind eina, en Óskar
Árni hefur hingað til haldið sig við
tímaritin.
KÖTTURINN fer áfram eigin
leiðir suður í Bœjarbíói í Hafnar-
firði. Þessi uppsetning Alþýðuleik-
hússins á leikgerð Ólafs Hauks Sím-
onarsonar á sögu Kiplings hefur
notið vinsælda það sem af er. Sýn-
ingar halda áfram í dag, fimmtudag,
klukkan fimm og svo á sunnudag,
klukkan þrjú.
SÖNGBÆKUR ryðjast inn á
bókamarkaðinn. Við höfum þegar
greint frá kveri Jónasar Árnasonar,
en getum nú bætt um betur: Söng-
bók barnanna, Fljúga hvítu fiörild-
in, er væntanleg í búðir og fylgja
nótur og gítargrip. Helga Gunnars-
dóttir tónmenntakennari safnaði
lögum og vísum í bókina — sem lík-
ast til á eftir að koma sér vel á
barnaheimilum og leikskólum í
framtíðinni. Svo og á hverju heimili
þar sem börn eru.
ari gengi aldrei í þeirra raðir. En
tímarnir breytast. Mér segir svo
hugur að söngvarar eigi eftir að
láta enn meira að sér kveða á plöt-
um Mezzoforte í framtíðinni.
Frammistaða McCalla á No Limits
styrkir mig mjög í þeirri trú minni.
Nú, auðvitað verður það að ját-
ast að það voru hálfgerð vonbrigði
að ekkert sungnu laganna skyldi
standa Street Life Crusaders eða
Just The Two Of Us Grovers
Washingtons Jr. á sporði. Þjóðar-
stoltinu veitir ekki af svo sem ein-
um vænum smáskífusmelli sem
gæti látið til sín taka á breskum
vinsældalistum og helst banda-
rískum líka.
Yfirleitt nenni ég ekki að velta
fyrir mér plötuumslögum og segja
skoðanir mínar á þeim. Ég hef þó
verið þeirrar skoðunar að umslög-
in eigi að vera annað og meira en
aðeins umbúðir; helst að þau
verki söluhvetjandi. Forráðamenn
Funkin’ Marvellous útgáfunnar
virðast greinilega ekki vera á
sama máli. Meira að segja lesmál-
ið aftan á plötunni er á slíku smá-
letri að það rennur hálfpartinn
saman. — Ég vona að fagmenn
verði fengnir til að hann umslag
næstu Mezzoforteplötu. Fúsk á
ekki við þegar fagmenn eins og
Gulli, Eyþór, Frissi og Jói eiga í
hlut.
verkefnaskrá sinni. Þessu nýja sviði
og því sem menn þekkja úr Þjóð-
leikhúskjallaranum sé ekki saman
að líkja — og blaðamaður minnist
svo sem hálsrígsins að loknum leik-
húsferðum í þann snúna súlnasal.
Að flatarmáli er Litla sviðið og
áhorfendarýmið í húsi Jóns Þor-
steinssonar allt að jafn stórt Iðnó
Leikfélags Reykjavíkur. „Og það er
einmitt mjög nauðsynlegt fyrir leik-
ara Þjóðleikhússins að kynnast
svona litlu sviði samhliða stóra svið-
inu í aðalbyggingunni," segir Þór-
hallur. „Þeir þurfa helst mismunandi
rými til að halda sér í þjálfun. Þá
skapar þetta auðvitað fjölbreyttari
möguleika á uppsetningum leik-
verka.”
Rikið á hús Jóns Þorsteinssonar
þar sem áður fyrr voru tveir leik-
fimisalir, í kjallara og á jarðhæð.
Þjóðleikhúsið hefur húsið að láni. Á
efstu hæð þess hefur skrifstofufólk-
ið hreiðrað um sig, í leikfimisalnum
á jarðhæð fara fram æfingar fyrir
stóra sviðið í aðalbyggingunni, en í
kjallarann flyst svo Litla sviðið.
Fyrsta verkið sem þar verður
frumsýnt, í smásjá Þórunnar Sig-
urðardóttur, fjaliar að sögn Þórhalls
leikstjóra um tvenn hjón sem þurfa
að endurskoða líf sitt, lífsviðhorf og
samvistir eftir ákveðna krísu, sem
Þórhallur upplýsir vitaskuld ekki
hver er. Af þessum fjórum persón-
um verksins, sem Arnar Jónsson,
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sig-
urður Skúlason og Ragnheiður
Steindórsdóttir leika, eru þrír starf-
andi læknar — og skýrir það máske
nafngift verksins að einhverju leyti.
HP fjallar frekar um þetta verk í
næsta blaði, en í smásjá verður
frumsýnt 23. nóvember.
fremur. Því er ekki lagt út á neinar
ævintýrabrautir heldur þræddur
hinn gullni meðalvegur. Ut kemur
því ákaflega jafngóð plata sem
hlýtur að vera fremur flöt þegar
hlustað er á hana í heild. Því á tæp-
ast eftir að henda neitt ,,slys“ á
borð við Garden Party. — Takið
þessu í guðanna bænum ekki sem
blákaldri staðreynd. Ég er einung-
is að reyna lýsa tilfinningum mín-
um fyrir plötunni.
Hlutur söngvara er meiri á No
Limits en nokkurri annarri Mezzo-
forteplötu. Noel McCalla, breskur
sessionsöngvari, syngur þrjú lög.
Fyrir nokkrum árum lýstu liðs-
menn Mezzoforte því yfir að söngv-
hentuga fyrir ýmis smærri verkefni
sem Þjóðleikhúsið hafi alia jafna á
Sigurður Skúlason og Ragnheiður Stein-
dórsdóttir leika annað parið (verki Þór-
unnar Sigurðardóttur „I smásjá", sem er
fyrsta verkefni Litla sviðsins norðan
Lindargötu.
Arnar Jónsson klkir inn á æfingu.
Heimsdjasspopp
NO LIMITS - Mezzoforte
Funkin’ Marvellous/Steinar
Senn verður hljómsveitin
Mezzoforte tíu ára gömul. Ótrú-
legt en satt. Það er tæpur áratugur
liðinn síðan strákarnir hófu að æfa
saman í bílskúr inni í Sundum,
efnilegir táningar sem auðheyri-
lega áttu eftir að láta að sér kveða.
Nú eru þeir komnir vel á þrítugs-
aldurinn og ekki lengur efnilegir
heldur snjallir tónlistarmenn.
Á þessum áratug hafa Friðrik,
Eyþór, Jóhann og Gunnlaugur
hljóðritað sjö LP plötur. Auk þess
hefur komið út með þeim hljóm-
leikaplata, safnplata og fjöldinn
allur af smáskífum bæði stórum
og litlum. Sjöunda platan er ein-
mitt No Limits. Sennilega er hún
sú jafnbesta þeirra sjö. Engir há-
tindar né djúpir dalir. Lögin átta
eru þó misgrípandi eins og geng-
ur. Greinilegt er þó að ekkert
þeirra er til uppfyllingar. Spila-
mennska Mezzoforte er fyrsta
flokks sem fyrri daginn og ekki
heyri ég betur en að aðstoðar-
menn séu allir af betri endanum.
Á No limits er nýr verkstjóri
mættur til Ieiks. Geoff Calver tek-
ur sér frí að þessu sinni og í hans
stól er sestur Nigel Wright sem
stýrir upptökum með liðsmönn-
um Mezzoforte. Er ég skrifaði um
sjöttu plötu hljómsveitarinnar, Ris-
ing, stakk ég einmitt upp á því að
Calver yrði gefið frí næst. En upp-
tökustjóraskipti hafa lítil áhrif haft
á Mezzoforte. Hljómsveitin hefur
skapað sér sitt eigið ,,sound“ sem
er vörumerki hennar. Og tónsmíð-
ar breytast ekki þótt nýr maður
setjist við stjórnvölinn. Sé hann
skynsamur leyfir hann listamönn-
unum að fara sínar eigin leiðir og
halda séreinkennum sínum.
i Mezzoforte er engin stjarna.
Hljómsveitin er skipuð fjórum
jafnréttháum einstaklingum. Það
setur vitaskuld mark sitt á hana.
Kannski kristallast þetta í tónlist-
inni á No Limits. Allir fá að njóta
sín til fulls ... en enginn öðrum