Helgarpósturinn - 13.11.1986, Qupperneq 26
Sjón les Ijóð fyrir fiska í Gull-
fiskabúðinni, Fischersundi:
Einn sit ég löngum / og hlusta
/ á lágvaert mas lækjarins / á
sefjandi andardrátt vindsins. /
Það sem ég nem / fel ég
innra með mér / eða hvísla
þvf / að fiskunum í sjónum.
Sjón í heildarútgáfu hjá MM: smanmynd.
SJÓNPÍPA OG YFIRSJÓN
Syfjud skeida ég á fund skáldsins
Sjóns snemma morguns. Svipað
virdist honum fariö því meöan ég
hrœri fyrstu tíu hringina í kaffibolt-
anum fer hann að segja mér frá því
sem hann dreymdi síðastliðna nótt:
„íbúðin var full af vatni og við
Ragna vorum á vappi í kafarabún-
ingum. I húsinu hinum megin við
götuna var kominn barnaskóli og
mér fannst ég vera að skrópa frá því
að lesa Ijóð fyrir börnin, en Linda
Blair sem lék aðalhlutverkið í The
Exorcist hafði hlaupið í skarðið fyrir
mig.“
En Sjón sem harösnúinn fulltrúi
ungra íslenskra súrrealista vinnur
að vonum mikið með drauma í
skáldskap sínum. Á dögunum gaf
Mál og menning út Ijóðasafn
Sjóns, Drengurinn með röntgen-
augun, þar sem er að finna úrvals-
Ijóð úr elstu bókum hans, en frá og
með Reiðhjóli blinda mannsins,
1982, eru bœkur hans birtar heilar
auk Ijóða úr blöðum og tímaritum.
Heildarútgáfan spannar átta ár.
Þar sem draumar bárust á góma
þarna í morgunsárið spyr ég fyrst
hvort hann nýti sér draumana fyrst
og fremst hráa í skáldskapnum eða
hvort hann falli einhvern tíma í þá
freistni að ráða þá.
„Draumar koma fram í ljóðum
mínum eins og aðrar minningar,"
svarar hann. „Eg ræð ekki draum-
ana fremur en ég velti mér upp úr
endurminningum. Ég geri ekki
greinarmun á draumum og annarri
skemmtilegri reynslu."
Svo bætir hann við að reyndar
hafi komið á daginn að hann sé
ágætur draumaráðningamaður:
„Einu sinni þegar ég hafði verið að
lesa upp ljóð fyrir nemendur MK
gekk ég á milli borða og réð drauma
fyrir fólk.“
Greinilegt er að ég er enn milli
svefns og vöku og því í kjörnu
ástandi fyrir súrrealíska sköpun þar
sem ég skrifa að „ráða fólk í
drauma" í stað þess að „ráða
drauma fyrir fólk"...
„Þetta er gott dæmi um hvernig
mismæli getur orðið að ljóði," segir
Sjón. „Svo má þetta líka til sanns
vegar færa. í einkamálaauglýsing-
unum er einmitt verið að reyna að
ráða fólk í drauma!"
Nú spyr ég hinn tuttugu og fjög-
urra ára gamla Sigurjón Birgi Sig-
urðsson fjölritunarskáíd sjálft, hvort
honum þyki ekkert skrýtið að hafa
verið gefinn út á glanspappír, inn-
bundinn í harðri kilju.
Hann veltir spurningunni fyrir sér
í tvo kaffisopa og svarar svo:
„Nei. Að vísu þurfti ég að velta
málinu talsvert fyrir mér áður en ég
tók þá ákvörðun að bjóða forlagi
heildarútgáfu á verkum mínum. Eg
er sáttur við það núna. Fram að
þessu hef ég gefið allt efni út í því
formi sem ég kaus. En margar af
mínum bókum hafa lengi verið ófá-
anlegar og því finnst mér eðlilegt að
forlag bæti úr þeirri þörf. Hins veg-
ar ætla ég að halda áfram að gefa út
minni ljóðabækur sjálfur.
Ég neita því reyndar ekki að sum-
um finnst þessi bók vera hálfgerð
yfirsjón hjá neðanjarðarskáldi. Ég
skýt hálfgerðri sjónpípu upp úr jörð-
inni! En glíman við hið hefðbundna
bókarform hefur verið skemmtileg
ögrun. Það er viss þversögn í þessari
bók: hún er sett og prentuð á hvítan
pappír en samt með ákveðnum
Sjónseinkennum. í raun er hún
súrrealískt stefnumót."
— Hvernig finnst þér að lesa lífs-
hlaup þitt í 26 línum aftan á bókar-
kápu?
„Ég er vanur því að staldra við
reglulega til að hreinsa út, klippa á
þá þræði sem trufla mig á göngunni.
Það er mikilvægt að líta yfir farinn
veg til að staðna ekki. Því er allt að
því harðneskjulegt að fá ævisögu
sína á símskeytaformi á bókarkápu.
En ég held að öllum væri góð
áminning að fá ævisögu sína á
þennan hátt á sjö ára fresti eins og
í ævintýrunum."
— Hvaða breytingum hefur sjón-
in tekið þessi átta ár sem heildarút-
gáfan spannar?
„Ég held hún hafi skerpst, þó að
kannski sé hæpið fyrir mig sjálfan
að fullyrða um það. En mér finnst að
mér hafi tekist æ betur að sameina
draum og veruleika, þá mótsögn að
ljóð mín eru yfirleitt skrifuð á eðli-
legu og aðgengilegu máli, en birta
samt eins konar draumveruleika.
Svo hef ég verið að endurupplifa
ljóðin í gegnum áheyrendur. Ég var
t.d. alveg steinhissa að liðið skyldi
liggja úr hlátri þegar ég las upp í MH
í vikunni."
— Áœtlanir um nánustu framtíð?
„Þessa dagana er ég að undirbúa
eins konar performans sem á að
gefa yfirlit yfir Ijóð mín eins og
heildarútgáfan. Áður hef ég leikið
mér að samruna búninga, hljóða og
ljóða, en nú langar mig til að stefna
að meiri sviðsetningu. Þrívídd.
Síðastliðið hálfa árið hef ég svo
verið að svissa úr ljóðahugsuninni
yfir í prósa. Ég hélt að óreyndu að
prósi væri ekki eins skapandi vinna,
kannski meiri skrifborðsvinna. En
svo hef ég orðið fyrir þeirri ánægju-
legu reynslu að það hellast yfir mig
söguefnin. Ég hef líka svo gaman af
því að segja fólki sögur! Þetta er
mjög óiíkt Ijóðrænu upplifununum.
Frásagnarkveikjurnar liggja á ein-
hverjum allt öðrum miðum."
— Og hvaða mið œtlarðu að gera
út á í prósanum?
„Vinnutitill sögunnar er Svart,
gult og húðflúrað. Ég hef það sem
leiðarljós að takast á við ýmis tabú
í íslenskum bókmenntum: ofbeldi
og erótík í vísindaskáldsöguiegum
ramma. Það er ögrandi viðfangsefni
vegna þess að slík blanda hefur ekki
verið reynd til hlítar í íslenskum
skáldskap enn sem komið er.“
-JS
ÆTTARMÓT Morthens-fólks-
ins? Bubbi og Haukur raula a.m.k.
hvor með sínu nefi nokkra ópusa á
Borginni fimmtudagskvöldið, í
kvöld, Megas líka. Jazzvakning
býður. Spenna; því heyrst hefur að
þessi stjörnuþristur ætli að syngja
saman undir restina löngu lands-
þekkt númer sem er kennt við sím-
stöðina norðan Holtavörðuheiðar.
Hljómsveit Guðmundar Ingólfsson-
ar leikur undir, en að auki spinna
þetta kvöld þeir Arni Scheving og
band, tríó Egils B. Hreins og grúpp-
an Súld þó alls ekki sé búist við því
að þungt verði yfir Gyllta salnum
þetta draumakvöld tónlistarunn-
andans.
HVALuef'ð/fnenn í bjarnarklóm.
Svo nefnist fjórða bókin í flokknum
Ævintýraheimur Ármanns (Kr.
Einarssonar) sem Vaka-Helgafell
gefur út fyrir jólin. Að minnsta kosti
titillinn ætti að hitta í mark þessa
nóvemberdaga.
JANOS Probstner hefur starfað
sem gestakennari við MHÍ um nokk-
urt skeið. Núna er hann með sýn-
ingu á teikningum í Gallerí Gang-
skör við Amtmannsstíg, en hann
kennir einmitt teikningu við kera-
mik- og auglýsingadeild. Janos er
rúmlega fertugur Ungverji og hefur
kennt mörg undanfarin ár við kera-
mikdeild Listiðnaðarháskóla Ung-
verjalands, sömu stofnun og hann
útskrifaðist frá 1970. Norður í Gang-
skör, nóvember '86, býður hann upp
á þrettán myndverk, dregin með
pastel.
ÞÓRHALLUR Sigurðsson leik-
stýrir Bílaverkstœði Badda eftir
OlafHauk Símonarson eftir áramót,
en það verður eitt fjögurra íslenskra
frumsýningarverkefna sem fylgja í
kjölfarið á leikriti Þórunnar Sigurð-
ardóttur, I smásjá, á nýja smásviði
Þjóðleikhússins handan Lindar-
götu. (Sjá annarstaðar á þessum
síðum.) Hin þrjú verkin sem verða
færð upp á Litla sviði Þjóðleikhúss-
ins á þessu leikári eru tveir einþátt-
ungar, annar eftir Kristínu Bjarna-
dóttur og hinn eftir Kristínu Omars-
dóttur, sem Helga Bachman leik-
stýrir, en þessi verk eru afrakstur
síðustu leikritasamkeppni Þjóðleik-
hússins. Síðasta leikverkið á nýja
Litla sviðinu er svo Kvennafár eftir
Þorvarð Helgason, sem enn er óvíst
hver setur upp. Litla sviðið verður
semsé alíslenskt í ár!
LEIKFÉLAGSmenn á Akur-
eyri hafa í nógu að snúast þessa dag-
ana því ekki færri en þrjú verkefni
eru í gangi hjá þeim þessa dagana.
Ber þar fyrst að nefna Dreifar af
dagsláttu, sem er leiklesin og sung-
in dagskrá til heiðurs Kristjáni frá
Djúpalœk sem varð sjötugur fyrir
nokkrum vikum. Sunna Borg ann-
aðist dagskrána, sem er sýnd í nýja
Alþýðuhúsinu, næst kukkan þrjú á
laugardag. Revían Marblettir er
sýnd í Samkomuhúsinu á föstudags-
og laugardagskvöld klukkan hálf
níu og barnaleikritið Herra Hú
klukkan sex í dag, fimmtudag, og
síðan klukkan þrjú á sunnudag.
Herra Hú hefur notið mikilia vin-
sælda nyrðra, svo og Marblettir sem
hafa fengið dágóða aðsókn.
KVIKMYNDIR
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Misheppnaö
spaug
Bíóhúsið, Aulabárðarnir (Wise
Guys).
Bandarísk, árgerö 1986.
Framleiöendur: Irwin og Aaron
Russo.
Leikstjórn: Brian de Palma.
Handrit: George Gallo. Aöal-
leikarar: Danny de Vito, Joe
Piscopo, Harvey Keitel óg Ray
Sharkey.
Brian de Palma á að baki býsna
magnaðar spennumyndir á borð
við Carrie, Dressed to Kill og
Obsession, auk Scarface — þar
sem viðbjóðurinn að vísu bar
spennuna ofurliði. Eftir þann ótta-
lega gauragang með A1 Paciono
hefur leikstjórinn sjálfsagt afráðið
að nú væri sér fyrir bestu að
hægja aðeins á —• og slá þessu jafn-
vel bara upp í grín.
Og Wise Guys er fyrsta tilraun
Brian de Palma til þess að fá fram
bros á andlit áhorfenda. Aula-
bárðarnir, eins og myndin er þýdd
á íslensku, er að vísu brosleg á
köflum, en það er langt í að hún
nái fram ætlunarverki sínu. Til
þess er handritið of innantómt og
persónurnar einfaldlega ekki
nógu áhugaverðar.
Danny de Vito og Joe Piscopo,
alla jafna áhorfsverðir grínistar,
leika smákrimma í smáklíku sem
freistast til þess að stela fjármun-
um foringjans og er gert fyrir
bragðið að drepa hvorn annan, án
þess þó að þeim sé tilkynnt hver
eigi að drepa þá sjálfa! Myndin
missir meðal annars marks vegna
þess hversu þessum vendipunkti
er fylgt illa eftir. Semsé: Brian er
betri milli skinns og hörunds.
-SER.
Notalegt
grín
Laugarásbíó, Frelsi (Sweet
Liberty).
★★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiöandi, leikstjóri og
handritshöfundur: Álan Alda.
Aöalleikarar: Alan Alda, Bob
Hoskins, Michael Caine og
Michelle Pfeiffer.
Atan Alda leggur mikið undir í
þessari mynd, Sweet Liberty.
Hann leikstýrir ekki einasta, held-
ur semur jafnframt handrit henn-
ar og framleiðir. Þá leikur hann
aðalrulluna; menntaskólakennar-
ann Burgess í smábænum Saye-
ville sem hefur meðal annars af-
rekað að skrifa skruddu um Frels-
isstríð Bandaríkjanna.
Svo gerist það að hópur kvik-
myndatökumanna kemur til þessa
friðsama bæjar til að gera nútíma-
lega kvikmynd um þetta yfirgrips-
mikla og vandaða verk kennarans.
Handritshöfundurinn, leikinn af
Hoskins, hefur talsvert létt á verk-
inu, leikstjórinn í meðförum
Rubinek kvartar yfir fáum nektar-
senum, en aðalleikendurnir, í túlk-
un Caine og Pfeiffer, eru til í allt.
Sweet Liberty er einkar notaleg
grínmynd þrátt fyrir að hana vanti
ris og skarpari leikstjórn. En þetta
er hlýleg mynd, fjörlega leikin af
stjörnum sem hafa auðsjáanlega
notið þess að taka þátt í vinnslu
verksins. Persónusköpunin er
næsta skýr og plottið yfirvegað,
en úthald vantar, auk meira efnis
að spinna úr.
-SER.
26 HELGARPÓSTURINN