Helgarpósturinn - 13.11.1986, Qupperneq 32
INNLEND YFIRSYN
Allar líkur benda til
mistaka við rannsókn
skemmdarverkanna hjá
Hval hf. Varað við of
harkalegum viðbrögðum
Mistök sem þurfa ekki að
endurtaka sig
— Við fengum að vita kl. 10.30 hvað gerst
hafði og þá voru allar morgunvélar farnar,'
sagði Karl Jóhannsson hjá Útlendingaeftir-
litinu. Kunnugt varð um að hvalbátarnir
væru sokknir um sexleytið á sunnudags-
morgni, og því ljóst að nokkur tími leið áður
en lögregluyfirvöld kveiktu á perunni. Hins
vegar varð ekki ljóst fyrr en um kl. 15 að um
skemmdarverk hefði verið að ræða, en flest-
ir gátu sér samt þess til. Engu að síður gerði
Útlendingaeftirlitið engar ráðstafanir um-
fram venju vegna málsins. Það hefði verið
hægt að inna eftir persónulegum upplýsing-
um um farþegana, sagði Karl, en nákvæm
eftirgrennslan hefði tafið flug um a.m.k. sól-
arhring og ég gat ekki tekið ákvörðun um
slíkt, enda hefði það getað leitt af sér millj-
ónaskaðabótakröfur. Eiginlega hefði ráðu-
neytið þurft að taka slíka ákvörðun. Karl
kvað bakvakt vera allan sólarhringinn hjá
eftirlitinu og það geta brugðist skjótt við. Það
má því teljast fullvíst að lögregluyfirvöld,
hefðu getað látið Útlendingaeftirlitið vita
fyrr. — Þetta voru mistök, við höfum verið
blessunarlega laus við hermdarverkamenn
hingað til og maður rankar ekki við sér fyrr
en um seinan, sagði Karl Jóhannsson hjá Út-
lendingaeftirlitinu.
Rannsóknarlögreglan fær að vita um mál-
ið um sjöleytið árla morguns. Vararannsókn-
arlögreglustjóri, Þórir Oddsson, stjórnaði
rannsókn málsins. Fram hefur komið að ekki
hafi verið gerlegt að stöðva flug til útlanda
þá um morguninn, einfaldlega vegna þess að
lögreglan hafði ekkert í höndunum. Rann-
sóknarlögreglan virðist ekki fremur en for-
ráðamenn Hvals hafa látið sér detta í hug að
kanna málin hjá fyrirtæki Hvals hf. í Hval-
firði á sunnudaginn, og vert er að hafa í huga
að ekki er vitað hvenær skemmdarverkin í
Hvalfirði voru framin (einhvern tima milli 21
á laugardagskvöld og 9 árdegis á mánudegi).
Nú var löngu ljóst að ein herská samtök
voru kunn af skemmdarverkum, samtök
Watsons. Þess vegna hafa margir haldið að
rannsókn málsins beindist strax að þeim.
Færeyingar hafa eldað grátt silfur við Wat-
son og félaga — og áttu lögregluyfirvöld þar
bágt með að skilja hvers vegna íslensk yfir-
völd höfðu ekki samband á sunnudaginn. En
yfirlýsing Watsons kom um sexleytið síðla
sunnudags. Á mánudagsmorgni gerði rann-
sóknarlögregluembættið ráðstafanir til að fá
upplýsingar frá Færeyjum.
En vegna þess að Sea Shephard hópurinn
var þekktur fyrir skemmdarverk má telja
víst að nöfn þeirra sem sekir hafa gerst við
lög í Kanada, Færeyjum og Spáni, séu til á
skjölum Interpol-alþjóðalögreglunnar. Af
hverju fékk Rannsóknarlögreglan ekki strax
upplýsingar frá Interpol um hópinn? Það var
ekkert samband haft við Interpol á sunnu-
dag. Ástæðan er talin sú, að Rannsóknar-
lögreglan er ekki í neinu telex-sambandi við
Interpol, heldur er það samband geymt í
skúffu í dómsmálaráðuneytinu, eins og einn
rannsóknarlögreglumaður orðaði það í sam-
tali við HP um málið.
Eðlilegt hlýtur að teljast að listi yfir kunna
herskáa lagabrjóta úr þessum hópi hefði
verið í höndum Útlendingaeftirlitsins á Seyð-
isfirði og í Keflavík. Það hefði máske ekki
breytt neinu, en lögregluyfirvöld hefðu vitað
betur hvar þau stóðu í rannsókn málsins;
sagði heimildarmaður HP í Rannsóknarlög-
reglunni.
Samkvæmt nýjustu fréttum lítur málið enn
ömurlegar út fyrir lögregluyfirvöld á íslandi.
Samkvæmt frétt í færeysku dagblaði í gær,
segir að íslensk yfirvöld hafi sl. sumar fengið
nafnalista yfir herskáa Sea Shephard meðlimi
og nöfn mannanna grunuðu voru þarámeð-
al. Auk þess hafði lögreglan haft afskipti
amk. tvisvar af þessum mönnum síðustu
dagana, — og amk. annar þeirra skráði sig
undir eigin nafni á gistiheimilum og í vinnu.
í miðnæturþætti Bylgjunnar í fyrrakvöld
kom fram hjá Kristjáni Péturssyni, tollverði í
Keflavík, að þeir á vellinum hefðu ekki feng-
ið neina vitneskju um málið allan sunnu-
dagsmorguninn. Hann hefði sjálfur haft sam-
band við lögregluyfirvöld í höfuðborginni
um kl. þrjú á sunnudag. I máli hans kom
fram, að trúlega hefði grunurinn beinst strax
að tveimur mönnum, þannig að ekki hefði
komið til mikillar tafar á flugvellinum;
mennirnir einfaldlega verið kyrrsettir.
Mörgum finnst merkilegt að ekki skuli
hafa verið öflugri gæsla á eignum Hvals hf.,
þar sem hermdarverk hafa allt að því legið
yfir og hótanir borist um aðgerðir. Það á ekki
síst við um eignir Hvals í Hvalfirði, sem voru
svo til óvaktaðar í hálfan annan sólarhring
um sl. helgi. Það er einnig merkilegt að eftir
að ljóst var að a.m.k. grunur lá fyrir um
skemmdarverk á bátunum tveimur á sunnu-
dagsmorgni, skuli forráðamenn Hvals ekki
hafa látið kanna aðrar eigur fyrirtækisins þá
strax.
Sama er að segja um viðbrögð lögreglunn-
ar, — að hún skuli ekki hafa látið kanna aðrar
eignir Hvals á sunnudeginum. Þannig virðist
mörgum um augljós mistök að ræða hjá lög-
regluyfirvöldum frá upphafi málsins. Stein-
grímur Hermannsson forsætisráðherra fór
fram á skýrslu um rannsókn málsins.
Þegar talað er um „innra öryggi ríkisins",
er yfirleitt átt við strangara eftirlit með þegn-
um landsins, jafnvel persónunjósnir. Það er
átt við strangara eftirlit tilaðmynda með
samgöngutækjum — jafnvel vopnað eftirlit.
Og eftir skemmdarverkin á eignum Hvals hf.
eftir Óskar Guðmundsson
hefur borið á viðbrögðum í þessa veru m.a.
hjá utanríkisráðherra. Það er þess vegna sér-
stök ástæða til að benda á að í þessu máli
bendir ekkert til að íslenskir þegnar hafi tek-
ið þátt í skemmdarverkunum og vopnað eft-
irlit á flugvellinum hefði heldur ekki haft
neitt meira að segja en óvopnað. En það er
einnig umhugsunarefni, að aðgerðir ,,um-
hverfisverndarmanna" gætu leitt til harka-
legra umhverfis og hættulegra manneskjum
en verið hefur hér á landi. Þess vegna er sér-
stök ástæða til að vara við harkalegum og
óyfirveguðum viðbrögðum ríkisvaldsins og
almenningsálitsins vegna þessa máls.
Þau mistök sem lögregluyfirvöld hafa trú-
lega gert í þessu máli eru öll þess eðlis, að
persónunjósnir og vopnað eftirlit hefði ekki
bætt úr skák. Mistökin eru öll þess eðlis, að
lögregluyfirvöld geta lært af þeim og bætt
um betur án þess að komi til vopnaðs eftirlits
með fólki, eða persónunjósna fyrir „innra
öryggi ríkisins". Til þarf að koma samhæfð
yfirstjórnun lögregluaðgerða þegar grunur
leikur á að um skemmdarverk sé að ræða.
Það þarf skipulegri og faglegri viðbrögð, eins
og t.d. að koma samskiptum við Interpol og
útlönd á eina hendi; rannsóknarlögreglunn-
ar. Og það mætti biðja um aðeins meiri klók-
indi.
Mistök sem auðveldlega má læra af, mega
ekki verða til þess að tiltölulega frjálsir ein-
staklingar í frjálsu landi verði sviptir öryggi
frjálsræðisins, þeir verði óöruggir gagnvart
samfélagi sínu, persónulegir hagir þeirra og
pólitísk viðhorf verði á tölvuskrám ríkisins,
— að sjálfsöryggi fólksins verði misboðið
með vopnuðum vörðum á almannafæri, en
það er einmitt þetta sem er hin hliðin á því
„innra öryggi ríkisins" sem margur hefur
hátt um.
En það breytir engu um réttmæti þess sem
segir í leiðara Morgunblaðsins um viðbrögð-
in: „Skemmdarverk og aðför að íslensku
réttarríki þjappar íslendingum einungis sam-
an og sættir andstæðar fylkingar, sem ann-
ars deildu sín á milli um einstök mál eins og
hvalveiðar." Með verknaði sínum hefur Sea
Shephard gert andstæðingum hvalveiða á ís-
landi mikinn óleik.
Leyniþræðir milli CIA, Mossad
og SAVAK-manna sagðir við lýði
ERLEND YFIRSÝN
Við föstudagsbænir í síðustu viku, úti fyrir
höfuðmosku í Teheran, flutti Hashemi Raf-
sanjani, forseti Iransþings, langa tölu sem oft
endranær. í þetta sinn vék hann að samskipt-
um við Bandaríkjastjórn. Sagðist þessum
valdamanni klerkastjórnarinnar svo frá að í
haust hefðu komið til Teheran með vopna-
flutningaflugvél fjórmenningar, skráðir í
áhöfn og búnir írskum vegabréfum. Eftir
komuna gáfu þeir sig fram og kváðust sendi-
menn Bandaríkjastjórnar í dulargervi. Sá
sem fyrir þeim var kynnti sig sem Robert Mc-
Farlane, fyrrum trúnaðarráðunaut Reagans
forseta í öryggismálum. Til sannindamerkis
dró hann upp úr pússi sínu gjafir, þar á meðal
Biblíu, sem Reagan hafði áritað til Khomeini
erkiklerks, köku í lykilsmynd og forláta
skammbyssur af gerðinni Colt.
Rafsanjani skýrði frá, að þeir félagar fjórir
hefðu verið hnepptir í stofufangelsi í Teheran
og síðan vísað úr landi. Bætti hann við, að
vildi Bandaríkjastjórn vænta greiða af írans-
stjórn, skyldi hún skila fjármunum og vopn-
um, sem keisarastjórnin átti í Bandaríkjun-
um, en það var lagt hald á eftir töku banda-
ríska sendiráðsins í Teheran í kjölfar bylting-
arinnar 1979.
Eftir uppljóstrun Rafsanjani hófust eftir-
grennslanir bandarískra fjölmiðla, um hvað
hæft væri í orðum hans. Ráðamenn í Wash-
ington fást ekki til að leggja nafn sitt við
neinar fréttir af málinu, en ýmsir hafa leyst
frá skjóðunni að tilskilinni nafnleynd. Stað-
fest er að Reagan forseti hefur síðustu tvö ár
látið sérstaka sendimenn sína leita eftir milli-
göngu írana um lausn Bandaríkjamanna
sem sitja í gíslingu hjá hermdarverkasam-
tökum Khomeini-hollra Líbana. í staýinn
hefur Bandaríkjaforseti látið berast til írans
varahluti í bandarískan vopnabúnað írans-
hers.
Þrír bandarískir gíslar hafa þegar verið
leystir úr haldi í Líbanon, og lausn hvers um
sig hafa fylgt sendingar bandarísks vopna-
búnaðar til Irans. í þeim erindum að koma
þessu í kring hefur Robert McFarlane farið til
leynifunda með erindrekum íransstjórnar,
bæði í Vestur-Evrópu og íran, stundum í dul-
argervi.
Haft er fyrir satt í Washington, að ísraels-
menn hafi komið á þessum skiptum Banda-
ríkjanna og írans á gíslum fyrir vopn. Moss-
ad, leyniþjónusta ísraels, hafði á sínum tíma
náið samstarf við SAVAK, leynilögreglu keis-
arastjórnarinnar. Eftir byltinguna björguðu
ýmsir böðlar SAVAK sér undan málagjöldum
með því að ganga í þjónustu nýju valdhaf-
anna og halda áfram við fyrri iðju, pyndingar
og manndráp. Samband þessara manna við
Mossad rofnaði ekki við húsbændaskiptin.
Ariel Sharon, þáverandi landvarnaráðherra
ísraels, hefur staðfest að ísrael sendi íran
vopn á árunum 1981 og 1982, til að efla
klerkastjórnina í stríðinu við írak.
Fyrir frumkvæði Bandaríkjastjórnar hafa
svo vopnasendingar frá ísrael til Irans átt sér
stað í stórum stíl á þessu ári og síðasta, bæði
með flugvélum og sjóleiðis frá ísraelsku
hafnarborginni Eilath við botn Rauðahafs til
Bandar Abbas á strönd írans við mynni
Persaflóa. Hafa forustumenn danska sjó-
mannasambandsins skýrt frá vitneskju sinni
um þátt danskra skipa í þessum flutningum.
Bandarísk lög banna vopnasölu til Irans,
en Reagan og erindrekar hans hafa haft
þann hátt á að láta bandarísk vopn og vara-
hluti í vígvélar, sem íran vanhagar mest um,
berast til alþjóðlegra vopnasala í Vestur-
Evrópu. Þaðan er varningnum komið í hend-
ur Israelsmanna, sem sjá um að koma hon-
um til skila síðasta áfangann.
Með þessu er gengið í berhögg við yfir-
lýsta stefnu Bandaríkjastjórnar, að semja
ekki við mannræningja né aðra hermdar-
verkamenn. George Shultz utanríkisráð-
herra mótmælti ráðabreytni forseta síns og
einkaráðgjafa hans, þegar hann fékk um
hana vitneskju, og var þá um tíma látið af
makki við íranska valdhafa. Síðar ákvað
Reagan að taka upp þráðinn á ný, bjóða
lausnargjald í vopnum fyrir bandaríska gísla
í Líbanon. Árangurinn er eins og búast mátti
við. Á þeim tíma sem þrír gíslar hafa sloppið
úr haldi, hefur þrem öðrum Bandaríkja-
mönnum verið rænt.
Þessi uppákoma í Washington verður ein-
mitt þegar bandarískir og breskir ráðherrar
veitast að Frakklandsstjórn fyrir að meta
meira að losa franska gísla í Líbanon úr haldi
en að taka þátt í sambandsslitum við 3ýr-
landsstjórn í kjölfar réttarhalda i London. Þar
var Jórdani sekur fundinn um að hafa reynt
að koma sprengju um borð í flugvél frá ísra-
elska flugfélaginu E1A1 í handfarangri tilvon-
andi barnsmóður sinnar. Segjast Bretar telja
sannað að sýrlenskir aðilar, þar á meðal
sendiráðið í London, hafi haft hönd í bagga
við þennan verknað. Franska stjórnin viður-
kennir ekki sönnunargildi þeirra gagna, sem
Bretar hafa fram að færa.
Nú síðast hefur Jacques Chirac, forsætis-
ráðherra Frakklands, slegið því fram að sögn
Washington Times, blaðs Moon-safnaðarins í
höfuðborg Bandaríkjanna, að vesturþýskir
áhrifamenn, þar á meðal Kohl kanslari, telji
sig hafa vitneskju um að ísraelska leyniþjón-
eftir Magnús Torfa Ólafsson
ustan Mossad hafi sett tilræðið í London á
svið, þannig að sökin lenti á Sýrlendingum.
Hafi Mossad notið til þess stuðnings sýr-
lenskra hópa, sem andsnúnir eru Assad for-
seta.
Síðan hefur Chirac borið fregn blaðsins til
baka, en ritstjórinn, Arnaud de Borchgrave,
segist hafa farið með rétt mál í hvívetna
Hann átti viðtalið við Chirac á frönsku, og
hefur birt kafla úr segulbandsupptöku til að
sanna mál sitt. Ekki er de Borchgrave með
öllu ókunnugur leyniþjónustustörfum, því
hann kemur við sögu í skjaléisafni banda-
rísku CIA-stöðvarinnar í sendiráðinu í Tehe-
ran. Gögn CIA um starfsemina í fran hafa
verið birt jafnóðum og áfram miðar saman-
límingu fingralipra stúlkna á pappírsræmun-
um, sem sendiráðstökumenn fundu í skjala-
tæturum stofnunarinnar. Þar er þess getið,
hvað de Borchgrave hafi látið CIA í té af vitn-
eskju eftir fréttaöflunarferðir til írans, þeg-
ar hann var dálkahöfundur, meðal annars í
Newsweek.
Sjálfir trúa ísraelsmenn Mossad til alls. Nú
er Israelsstjórn búin að viðurkenna, að hún
hefur í haldi Mordechai Vanunu, ísraelskan
kjarnorkutæknimann, sem hvarf í London í
september. Hafði hann þá birt í Sunday
Times frásögn með myndum af kjarnorku-
vopnaframleiðslu ísraelsmanna í neðanjarð-
arbyrgjum undir kjarnorkustöðinni Dimona
í Negev-eyðimörkinni. Vanunu segir búið að
smíða þarna á annað hundrað kjarnorku-
sprengjur síðustu 20 ár.
Fréttamenn í Jerúsalem segja þar talið full-
víst, að Mossad hafi rænt Vanunu og fært
hann nauðugan til ísraels. En ekki nóg með
það. Fréttamaður Washington Post í Jerú-
salem, Glenn Frankel, hefur eftir þeim ísra-
elsmönnum sem dýpst þykjast skyggnast í
refjar leyniþjónustustarfseminnar, að Moss-
ad hafi viljandi látið Vanunu koma vitneskju
sinni á framfæri áður en hún greip hann.
Með því sé verið að vara arabaríkin alvar-
lega við, að þar sem ísrael er sé kjarnorku-
veldi að mæta.
32 HELGARPÓSTURINN