Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 34

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 34
OPINBERAR FJARREIÐUR STJORNMALAFLOKKA 35 MILLJÓNIR TIL Stjórnmálaflokkar eru ekki bókhaldsskyldir. Enda setja alþingismenn lög. Víðtœk samstaöa stjórn- málaflokka ríkir um það, að ueita takmarkaðar upplýsingar um sín fjármál. Sumir flokkar hafa gert það við hátíðleg tœkifæri, en það er mál þeirra sem til þekkja, að ekkert sé að marka slíkt bókhald. Fé því sem stjórnmálaflokkar hafa yfir að ráða má skipta í tvennt. í fyrsta lagi er um að rœöa opinber framlög. Opinber framlög sem auðvelt er að fá upplýsingar um í þeim stofn- unum, sem það veita —- Alþingi og fjármálaráðu- neyti. í öðru lagi er um að rœða framlög einstaklinga og fyrirtœkja. Um þau framlög er lít- ið vitað — og ekkert ef menn eru ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í forystu flokks. • BÓKHALDSLEYND OG ÓFU LLKOMIÐ BÓKHALD o EFTIRLIT MEÐ OPINBERUM STYRKJUM EKKERT • EFTIRLITSLAUS SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ FRÁ ALÞINGI • MILLJÖNASTYRKIR FRÁ FYRIRTÆKJ- UM • BÓKHALD BJ OPIÐ HAPPDRÆTTI — AUGLÝSINGASNÍKJUR BEINIR STYRKIR Samkvæmt þeim upplýsingum sem HP hefur aflað sér reka allir stjórnmálaflokkar happdrætti. Ein- staklingum og fyrirtækjum eru sendir happdrættismiðar allt frá nokkrum miðum og uppí nokkur hundruð miða og viðkomandi vin- samlegast beðnir að greiða fyrir miðana inná gíróreikning. Mjög mismunandi afrakstur er af þessum happdrættum. Tekjur af þeim eru frá tugum, eða fáeinum hundruðum þúsunda og uppí margar milljónir króna. GeirA. Gunnlaugsson, gjald- keri Alþýðuflokks, hefur t.a.m. upp- lýst að tekjur af happdrætti Alþýðu- flokks séu um 900.000 á ári. Og Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjáifstæðisflokks, upplýsti í samtali við HP að tekjur af happ- drætti flokksins væru nokkrar millj- Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Bókhaldið fer fyrir miðstjórn og er ekki opið almenningi. ónir á ári. Hann vildi ekki nefna ákveðna tölu í þessu sambandi. Önnur leið sem pólitískir flokkar nota til að afla fjár til starfsemi sinn- ar er útgáfa svokallaðra „auka- blaða". Þetta eru auglýsingablöð. Fyrirtækjum er boðin auglýsing við háu verði — oft gegn því að fyrir- tækið verði kynnt í viðkomandi blaði, eða vörutegund frá fyrirtæk- inu — og rekendum fyrirtækja sagt að blöð þessi muni koma út í stóru upplagi. f sumum tilvikum er um það að ræða, að fyrirtæki greiða fyr- ir auglýsingu, sem aldrei birtist. Kannski í blað sem aldrei kemur út. Blöð þessi hafa sáralítið auglýsinga- gildi, enda yfirleitt illa til þeirra vandað og það vita rekendur fyrir- tækjanna. En fyrirtækin skrá þessi beinu framlög til flokkanna sem auglýsingar hjá sér. Alþýðuflokkurinn hefur gert mik- ið af þessu hin síðari misseri, auk annarra flokksblaða. í samtali við HP sagði Dauíd Scheving Thorsteinsson, sem hefur rætt stuðning fyrirtækja við flokka opinberlega, að það væri mjög flók- ið mál fyrir sig að greina frá styrkj- um fyrirtækja sinna við stjórnmála- flokka. „Það er mjög flókið að gera grein fyrir því hvernig styrkveiting- um til stjórnmálaflokka er varið. Um er að ræða auglýsingar, bein framlög og happdrættismiða. Stjórnmálaflokkar eru alltaf í ein- hvers konar átökum. Átökum vegna kosninga. Átökum vegna húss, sem þeir eru að klára," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson. Davíð upplýsti, að hann hefði ver- ið í fjármálaráði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn fyrir tuttugu árum. Þá hefði hann leitað til kunningja sinna og vina eftir framlögum til Sjálf- stæðisflokks, enda hefði það verið hlutverk fjármálaráðs flokksins. Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokks, var spurður um það hvort fjármálaráð væri starfandi á vegum flokksins og hvort það hefði sama hlutverki að Geir A. Gunnlaugsson, gjaldkeri Alþýðu- flokka Upplýsum ekki um bókhaldið. gegna nú og fyrir tuttugu árum. Staðfesti Kjartan að svo væri. „Það má fullyrða, að Sjálfstæðis- flokkurinn fær styrki frá atvinnu- rekendum sem eru sjálfstæðis- menn,“ sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Og á sama hátt og Sjálf- stæðisflokkur er styrktur af fyrir- tækjum eða rekendum þeirra eru Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur styrktir af fyrir- tækjum. HP hefur heimildir fyrir því að út- sendarar flokkanna gangi í fyrir- tæki þegar mikið liggur við, fari fram á auglýsingar, beina styrki, eða að fyrirtæki kaupi happdrættismiða flokkanna. Þannig fór sendiboði frá Sjálfstæðisflokki um Vestfirði s.l. sumar og safnaði fé í fyrirtækjum. Og á sömu slóðum gekk Ámundi Amundason, frá Alþýðuflokki í fyr- irtæki. Þá má geta þess, að Þorsteinn Ólafsson, einn framkvæmdastjóra SÍS og fulltrúi Framsóknarflokks í nefndum og ráðum, beitti sér hart í fyrirtækjum til bjargar NT, skv. heimildum HP. Og Baldur Óskars- son, fyrrum framkvæmdastjóri Al- þýðubandalags lýsir því í viðtali hér á síðunni, hvernig hann leitaði til fyrirtækja um stuðning við flokk- inn. I mörgum tilvikum eru safnanir á borð við það sem hér hefur verið drepið á utan venjulegs bókhalds flokka og flokkar tregir á að upplýsa um stuðningsmenn og önnur smá- atriði í bókhaldi enda þótt fyrirtækin í landinu styrki flokka fyrir milljónir árlega. En hvað fá flokkar til starf- semi sinnar frá hinu opinbera — úr ríkissjóði? SVOKÖLLUÐ SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ Hluta þess fjár, sem þingflokkar fá til starfsemi sinnar er úthlutað af forsetum Alþingis í samráði við for- menn þingflokka stjórnmálaflokka. Um úthlutun fjárins gilda sérstök lög frá 1971. Þar segir m.a., að ár- Iega skuli verja fé á fjárlögum til sér- frœðiadstoðar við þingflokka. Er ákveðnu fé varið til þessarar sér- fræðiaðstoðar á fjárlögum. Upp- hæðin er ákveðin af fjármálaráðu- neyti eftir tillögum frá forsetum Al- þingis og þingflokksformönnum. Forsetum ber að setja reglur um úthlutun í samráði við þingflokks- formenn, en þeir, þ.e. þingflokksfor- menn, skulu síðan senda forsetum Alþingis sérstaka greinargerð um ráðstöfun fjárins á ári hverju. Sama gildir um þingmenn utan flokka, sem fá úthlutað fé til sérfræðiað- stoðar. Staðreynd er hins vegar, að eng- inn þingflokksformaður hefur skil- að greinargerð til forseta Alþingis um ráðstöfun þessa fjár, og forsetar eða skrifstofustjórar Alþingis, hafa ekki farið fram á slíka skýrslugerð við þingflokksformenn. Engar regl- ur hafa verið settar í þessu sam- bandi skv. heimildum HP. Þetta staðfesti Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs Alþingis, í samtali við Helgarpóstinn. Eiður Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokks, svaraði að- spurður um greinargerðarákvæði laganna: „Ég hef ekki skilað grein- argerð um veitta sérfræðiaðstoð. Það hefur verið misbrestur á því — og ég held að þetta gildi um alla þingflokkana." Tveir fyrrverandi þingflokksfor- menn, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Sighvatur Björgvinsson tóku í sama streng og Eiður. Sagði Ólafur Ragnar m.a.: „Ég skilaði aldrei neinni greinargerð um ráðstöfun fjár til sérfræðiaðstoðar. Þeir pen- ingar gengu beint til framkvæmda- stjóra flokksins, sem jafnframt var framkvæmdastjóri þingflokks. Fyrst Ólafur Jónsson og síðar Baldur Óskarsson." Ólafur Ragnar Gríms- son bætti því við, að hvorki forsetar Alþingis, né skrifstofustjóri hefðu farið fram á slíka greinargerð við sig. Undir þetta tók Sighvatur Björg- vinsson, sem var þingflokksformað- ur Alþýðuflokksins um árabil. Samkvæmt þessum upplýsingum fara hvorki forsetar Alþingis, né for- menn þingflokka að lögum þegar fé til sérfræðiaðstoðar er annars veg- ar. Forsetar Alþingis sinna úthlutun- arverki sínu, en bregðast eftirlits- hlutverkinu. Heimildir HP herma, að venjan sé sú að þessu fé sé dælt inní flokks- sjóði og að þeir séu ekki nýttir til sérfræðiráðgjafar nema að tak- mörkuðu leyti. í sumum tilvikum fara peningarnir til greiðslu launa starfsmanna þingflokka, eða renna til almennrar starfsemi flokkanna, án þess að forsetar Alþingis viti hvert peningarnir renna. Undan- tekning er Framsóknarflokkur, en því fé sem úthlutað er til þingflokks Framsóknarflokks er ráðstafað af þingflokki og haldið sérstakt bók- hald um þessa fjármuni. Á fjárlögum fyrir árið 1986 var þingflokkunum veitt samtals kr. 6.822.000 til sérfræðiaðstoðar. Eft- ir reglum sem forsetar Alþingis settu var fé þessu úthlutað ársfjórð- ungslega svo sem lög segja til um. Miðað við allt árið komu 2.122.000 kr. í hlut Sjálfstœðisflokks, 1.440.000 kr. komu í hlut Framsókn- arflokks, 1.137.000 kr. komu í hlut Alþýðubandalags, 833.000 komu í hlut Alþýðuflokks, 606.000 komu í hlut Bandalags jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista og 36.000 kr. komu í hlut Kristínar S. Kvaran, sem skilgreind var sem þingmaður utan flokka. í þessu sambandi skal tekið fram, að smávægilegar breyt- ingar urðu á skiptingunni fyrir síð- asta ársfjórðung vegna breytingar á skiptingu í þingflokka með inn- göngu BJ í Alþýðuflokk og Sjálf- stæðisflokk. ÚTGÁFUMÁL ÞINGFLOKKA Sérstakur liður á fjárlögum er ætl- aður til að ákveða tiltekinn styrk til útgáfumála þingflokka. Stjórnskip- uð nefnd sér um að úthluta skv. þessum lið á fjárlögum. Formaður nefndarinnar nú er Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokks, en venjan er sú að for- Kristín S. Kvaran. Fékk úthlutað um 250 þúsund krónum í ár. Hún notaði féð ma til að fara til Norðurlandanna til að kynna sér samfélagsþjónustu ( viðkomandi löndum. maður nefndarinnar sé úr sama flokki og fjármálaráðherra. Allir þingflokkar eiga fulltrúa í nefnd- inni, sem starfar eftir reglum er hún setur sér sjálf. Enda þótt fé þetta sé ætlað til út- gáfumála þingflokka er ekki vitað til þess að útgáfustarfsemi þeirra stofnana sé mjög umfangsmikil. Samkvæmt heimildum HP er það þannig hjá flokkunum, a.m.k. „gömlu" stjórnmálaflokkunum (Framsóknarflokkur undanskilinn), að framkvæmdastjórar flokkanna taka að endingu við þessum fram- lögum úr ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis óskaði ráðuneytið eftir því á árinu 1984, að flokkarnir gerðu grein fyrir því hver væri endanlegur móttak- andi fjárins, en eins og segir í vönd- uðu svari ráðuneytis til Helgarpósts- ins í framhaldi af fyrirspurn til ráðu- neytis, þá bárust, pkki fullnœgjandi svör frá stjórnmálaflokkunum við fyrirspurninni" (leturbreyting HP). HP spurði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, hvernig nefndin skipti þessu fé á þingflokka. Kjartan sagði: „Tilteknum hluta útgáfustyrksins er skipt jafnt á þingflokkana og síðan er afgangnum úthlutað á hvern þingmann og afgreitt þannig til flokkanna. Þetta þýðir raunveru- lega það, að 40% fjárins er skipt jafnt og 60% af heimildarupphæð- inni er skipt miðað við þingmanna- fjölda." Samkvæmt þessari skiptingu fékk þingflokkur sjálfstœðismanna greitt úr ríkissjóði til útgáfumála samtals kr. 2.907.333, Framsóknar- flokkur fékk samtals kr. 2.025.334, Alþýðubandalag fékk samtals kr. 1.633.334, Alþýðuflokkur fékk sam- tals kr. 1.241.334, Bandalag jafnað- armanna fékk samtals kr. 1.045.334, Samtök um kvennalista fengu samtals kr. 947.334. TIL ÚTGÁFUMÁLA — ENN ÁNÝ Hin stjórnskipaða nefnd skiptir fé þessu í janúar, eða febrúar ár hvert, og gerir tillögu til fjármálaráðuneyt- is um skiptingu fjárins. Og sam- kvæmt upplýsingum Kjartans Gunnarssonar þurfa þingflokkar ekki að gera grein fyrir ráðstöfun fjárins. Kemur það heim og saman við upplýsingar fjármálaráðuneytis svo sem áður er nefnt. Mál Stefáns Benediktssonar beindi sjón- um manna að fjárreiðum stjórnmála- flokka. Bókhald BJ frá tíma Stefáns ligg- ur fyrir og er opið fjölmiðlum. Á þeim bae hefur e.t.v. verið haldið nákvæmast bók- hald yfir notkun þess fjár sem veitt var til BJ af opinberu fá Nefndin greiðir einnig formlega þingflokkum upphæð, sem merkt er sérstaklega á fjárlögum undir liðn- um „Til blaðanna". Er þar um að ræða þrenns konar úthlutun. í fyrsta lagi fær hver þingflokk- anna greitt vegna kjördcemamál- gagna. Samtals er um að ræða skipt- ingu 5.340.000 kr. Fær hver þing- flokkur 890.133 kr. og skiptist heild- arupphæðin jafnt á milli flokkanna. í öðru lagi fá Sjálfstœðisflokkur, Bandalag jafnaðarmanna og Sam- tök um kvennalista samtals 1.680.000 kr. Hver þessara þriggja flokka fær 560.000 kr. í sérstakan styrk til blaðaútgáfu. Skýringin er sú, að flokksblöðin eru ekki keypt af þessum flokkum. í þriðja lagi fá þingflokkar úthlut- að fé vegna „blaðaútgáfu og/eða landsmálamálgagna". Samtals er hér um að ræða 7.879.200 kr. fyrir árið 1986. Miðast skiptingin við fjölda þingmanna og koma 131.320 kr. á hvern þingmann. Samkvæmt þessum lið fékk Sjálf- stceðisflokkur kr. 3.020.360, Fram- sóknarflokkur kr. 1.838.480, Al- 34 HELGARPÓSTURINN leftir Helga Má Arthúrsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.