Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 36
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
AIDS-UMRÆÐAN
SMITLEIÐIR
SMITVARNIR
AIDS SMITAST EKKI I DAGLEGRI UMGENGNI
SMOKKAR NÆR 100% ÖRUGG SMITVÖRN
Hugsaöu þig um ádur en
þú kastar þér útí þaö.
I sídasta HP var ítarleg umfjöllun
um AIDS-faraldurinn sem œ meir
ryöur sér til rúms hérlendis. Þar
sagdi Ólafur Ólafsson landlœknir
m.a. að nú ordid sé hœpid ad tala
um áhœttuhópa vardandi út-
breidslu þessarar veiru. Dœmin
sýndu ad madur úr áhœttuhópi, svo
sem sprautusjúklingur, smitadi ann-
an sem ekki tilheyrdi áhœttuhópi og
þannig koll afkolli. Nú bendir allt til
þess ad íslenskur maður og kona úr
áhœttuhópi eiturlyfjaneytenda hafi
smitaö allmarga einstaklinga utan
hans í algjöru gáleysi. Því telur land-
lœknir að ungt fólk sem oftar skiptir
um ,,maka" en þeir sem eldri eru,
þurfi sérlega aö ugga að sér í kyn-
ferðismálum og hefur embœttið
skipulagt upplýsingaherferð í skól-
um landsins og á vinnustöðum í
þessum tilgangi.
í umfjöllun HP birtist líka langt
viðtal við ungan Islending sem er
smitaður af AIDS og þar kemur
fram að hann telur sig hafa smitast
af giftum manni, laumuhomma,
sem lifir tvöföldu lífi. Þar sem AIDS
smitast að stórum hluta til við kynlíf
hafa lœknar mjög varað við fjöl-
lyndi í ástamálum. Vissulega eykst
smithœttan í réttu hlutfalli viö fjölda
rekkjunauta, en reynsla þessa við-
mœlanda blaðsins sýnir að menn
geta líka verið óheppnir. í hans til-
felli var „lauslœti“ ekki til að dreifa,
en samt smitaðist hann.
í Kastljósi sl. föstudag var um-
rdeðuþáttur um AIDS sem vissulega
svaraði mörgum spurningum um
eðli og útbreiðslu þessarar skaðræð-
isveiru, en lét þó öðrum ósvarað
einkum varðandi smitleiðir og smit-
varnir, en það er einmitt þetta
tvennt sem landlæknir í samráði við
önnur heilbrigðisyfirvöld mun
leggja áherslu á í forvarnarherferð
sinni. Fram að þessu hefur forvarn-
arstarfi engan veginn verið gerð
viðhlítandi skil í íslenskum fjölmiðl-
um og þar sem fullnægjandi
fræðsiuefni þar að lútandi hefur enn
ekki verið gefið út af yfirvöldum,
sem þó ber skylda til að sjá almenn-
ingi fyrir slíku, ætlum við nú að
draga saman í samráði við Ólaf
Ólafsson landlækni það sem á þessu
stigi málsins er vitað um hvernig
AIDS-veiran berst milli manna og
hvernig má verja sig gegn því að
smitast af henni.
EKKI SANNAÐ AÐ AIDS
SMITIST MEÐ MUNN-
VATNI
Veiran HTLV-III sem veldur sjúk-
dómnum AIDS berst á milli manna
aðallega með sæði og blóði og
kannski líka með munnvatni, slími í
leggöngum, tárum, þvagi og hægð-
um. Vísindamenn hafa mælt veir-
una í tárum og munnvatni en í svo
litlum mæli að enn hefur ekki sann-
ast að nokkur manneskja hafi smit-
ast af veirunni í gegnum þessa lík-
amsvessa. Þetta ítrekaði Guðjón
Magnússon aðstoðarlandlæknir í
Kastljósinu á föstudag og vitnaði í
bandarískan umræðuþátt sem hann
hafði horft á í beinni útsendingu
kvöldið áður. En eins og Margrét
Guðnadóttir veirusérfræðingur
benti á í sama þætti er þó ekki hægt
að útiloka alveg slíkar smitleiðir.
Þá er jafnframt rétt að ítreka að
AIDS smitast ekki við dagiega um-
gengni fólks, veiran berst ekki gegn-
c
um loftið eða húðina, né heldur
mat, baðvatn eða við salernisferðir.
Þetta þýðir að hægt er að umgang-
ast þá sem eru smitaðir af AIDS á
eðlilegan hátt. Hjúkrunarfólk hefur
t.a.m. ekki smitast af umgengni
sinni við AIDS-sjúklinga.
Aftur á móti geta þeir sem einu
sinni hafa smitast af AIDS ævinlega
borið smit milli manna ef þeir gæta
sín ekki varðandi kynlíf og blóð-
blöndun. Engu máli skiptir í því
sambandi hvort þeir hafa fengið ein-
hver einkenni sjúkdómsins eða
ekki.
Eins og fram hefur komið berst
AIDS-veiran einkum með sæði og
blóði milli manna. Svo vikið sé að
þeim sem fram að þessu hafa talist
til helstu áhættuhópanna, eitur-
lyfjaneytendum sem nota sprautur,
og hommum, þá hefur veiran borist
milli hinna fyrrnefndu með óhrein-
um sprautunálum eða við kynmök,
en meðal homma hefur smithættan
verið mest við endaþarmskynmök
eða snertingu munns og enda-
þarms, m.a. sökum þess að við
endaþarmskynmök er hætta á að
fíngerðar háræðar springi og opni
þar með AIDS-veirunni greiða leið
inn í blóðið.
KONUR GETA LÍKA
SMITAÐ MENN
Þá hafa læknar lengi verið sam-
mála um að karlmenn geti sýkt kon-
ur t.d. við snertingu sæðis og slíms
í leggöngum sem verður við venju-
legar samfarir. En þar til fyrir
skemmstu töldu sumir sérfræðingar
litlar líkur á að konur gætu sýkt
karlmenn. En í framangreindum
Kastljóssþætti greindi Haraldur
Briem smitsjúkdómalæknir frá
bandarískum rannsóknum sem
benda til þess að smitið gangi jafn
greiðlega í báðar áttir. Karlmenn
geta því ekki talið minni líkur á því
að þeir smitist af konu en karl-
manni. Af tölum frá Afríku má sjá að
AIDS hefur breiðst út á svipaðan
hátt og þekktir kynsjúkdómar. Ein
skýringin á því er líkast til sú að í
Afríku er ekki óalgengt að fólk af
gagnstæðu kyni hafi endaþarms-
kynmök til varnar getnaði. Þá er
ekki útilokað að snerting við sæði
og bein slímhimnusnerting eins og
verður til dæmis við djúpa kossa
geti leitt til smits. Algengasta smit-
hættan meðal gagnkynhneigðs
fólks er við venjulegar samfarir.
Þar sem ekkert bóluefni er til
gegn AIDS né heldur lækning er
mest um vert að fyrirbyggja smit.
Þetta þýðir í raun og veru að var-
hugavert er að stofna til kynlífssam-
bands við manneskju ef maður
þekkir ekki kynlífsferil hennar út í
hörgul. (Hvenær gerir fólk það?
mætti svo sem spyrja.) En í slíkum
tilfellum er nauðsynlegt að stunda
það sem læknar nefna „öruggt"
kynlíf eða „sennilega hættulaust"
kynlíf. Enn sem komið er eru þó
ýmsir óvissuþættir í þessu sam-
bandi.
Hér koma smokkar að mjög góðu
haldi. Sannað er að AIDS-veiran
smitast ekki gegnum gúmmíverjur,
en á móti kemur að smokkar eru
aldrei 100% öruggir gegn getnaði
og smiti. Til hliðsjónar má geta
þess að frönsk rannsókn á 784
mönnum sem höfðu samfarir við
konur smitaðar af lekanda leiðir í
ljós að aðeins 1% þeirra 304 manna
sem notuðu smokka smituðust, en
nærri allir þeirra 480 manna sem
ekki notuðu þá, eða 97%. Það er því
ekki að ástæðulausu að Ólafur
Ólafsson landlæknir sagði í lok við-
talsins við HP í síðustu viku: Verjan
er okkar vörn. Hún er nær 100%
örugg.
Hér verður í lokin birt yfirlit yfir
það sem bandarískir sérfræðingar
telja að flokkist undir „öruggt" kyn-
líf, „sennilega hættulaust" kynlíf og
„hættulegt" kynlíf út frá því sem vit-
að er um hegðan AIDS-veirunnar í
dag. Það er hér tekið upp úr
sænska ritinu Ottar, boktidning
om sexualitet, samlevnad, sam-
hálle, 1) 1986.
öruggt kynlíf:
• Knús og atlot.
• Líkamsnudd og faðmlög.
• Kossar á húðina og þurrir kossar.
• Gagnkvæm sjálfsfróun, hvort sem um samkynhneigt eða gagn-
kynhneigt fólk er að ræða.
• Allt mögulegt annað sem felur ekki í sér að fólk blandi líkams-
vessum; að sleikja húð er t.d. öruggt.
Sennilega hættulaust kynlíf:
• Blautir kossar.
• Samfarir með verjum (um leggöng eða endaþarm).
• Að sleikja kynfæri kvenna.
Hættuiegt kynlíf:
• Samfarir (um leggöng eða endaþarm) án þess að notaðar séu
verjur.
• Að sjúga lim áður en kemur að sáðláti.
• Að taka sæði í munn, og að kyngja sæði.
• Að fara með hönd í endaþarm.
• Að sleikja endaþarm.
• Hópsamfarir.
• Blóðblöndun.
36 HELGARPÓSTURINN