Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 38

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Síða 38
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 14. nóvember 18.00 Litlu Prúðuleikararnir. 18.25 Stundin okkar. 19.00 Spítalalíf. 19.30 Fróttir. 20.10 Sá gamli. 21.10 Rokkarnir. 21.35 Þingsjá. 21.50 Kastljós. 22.35 Á björtum degi birtist heimur nýr ★★★ (On a Clear Day You Can See For Ever). Bandarísk bíómynd frá 1970. Leikstjóri Vincente Minnelli. Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Yves Montand og Jack Nicholson. 00.45 Dagskrárlok. Laugardagur 15. nóvember 14.20 Þýska knattspyrnan — Bein út- sending. Hamborg — Köln. 16.20 Hildur. 16.45 íþróttir. 18.30 Ævintýri. 19.00 Smellir. 19.30 Fréttir. 20.00 II Trovatore eftir Giuseppe Verdi. 22.40 Rebekka Bandarísk mynd frá 1940, s/h ★★★★. Leikstjóri: Alfred Hitch- cock. Aðalhlutverk: Laurence Olivier, Joan Fontaine, George Sanders og Judith Anderson. 00.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. nóvember 14.00 Norðurlandameistaramót í bad- minton. Bein útsending. 16.10 Sunnudagshugvekja. 16.15 Hljómleikar til heiðurs Martin Luther King. Nýr, bandarískur sjón- varpsþáttur. Kynnir er Stevie Wonder 18.00 Stundin okkar. 18.30 Kópurinn. 19.00 íþróttir. 19.30 Fróttir. 20.05 Meistaraverk. 20.15 Geisli. 21.05 Ljúfa nótt. Lokaþáttur. 21.55 Iþróttir. 22.30 Huldubörn noðurhjarans. 23.10 Dagskrárlok. fÉsTÖDTVÖ Fimmtudagur 13. nóvember 20.00 Fróttir. 20.30 Miss World. Bein útsending. 21.50 Barn Rosemary (Rosemary's'Saby) ★★★★. Bandarísk kvikmynd með Miu Farrow og John Cassavetes í aðalhlutverkum. Leikstjóri Roman Polanski. 00.10 Götuvígi (Streets of Fire) ★★. Mynd- in gerist í New York þar sem óaldar- lýður ræður ríkjum og almenningur lifir í stöðugum ótta. 01.40 Dagskrárlok. Föstudagur 14. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.30 Teiknimynd. 19.00 Allt er þá þrennt er. 19.30 Klassapíur. 20.00 Fróttir. 20.30 Undirheimar Miami. 21.20 Afmælisveislan. Styrktartónleikar í tilefni 10 ára afmælis sjóðs sem prins Charles stofnaði til styrktar æskunni. 22.55 Benny Hill. 23.25 Niöur með gráu frúna (Gray Lady Down) ★★★. Bandarísk kvikmynd með Charlton Heston, David Carra- dine, Stacey Keach og Ned Beatty í aðalhlutverkum. 01.15 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. Laugardagur 15. nóvember 16.30 Hitchcock. 17.30 Myndrokk. 18.00 Undrabörnin. 19.00 Allt í grænum sjó. 20.00 Fróttir. 20.30 Ættarveldið. 21.20 Venjulegt fólk (Ordinary People) ★★★★. Bandarísk fjölskyldumynd með Donald Sutherland, Mary Tyler Moore og Timothy Hutton í aðalhlut- verkum. 23.35 Rough Cut. Bandarísk gamanmynd með Burt Reynolds, David Niven og Lesley-Anne Down. 01.15 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 13. nóvember 19.00 Fróttir. 19.40 Daglegt mál. 19.45 Að utan. 20.00 Með bessaleyfi. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. 21.20 Sumarleyfi í skammdeginu — Italía. 22.20 Fimmtudagsumræðan — Aiþjóð- legt friðarár Sameinuöu þjóð- anna 1986. 23.10 A slóðum Jóhanns Sebastians Bach. 24.00 Fróttir. Dagskrárlok. Föstudagur 14. nóvember 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.03 Morgunvaktin. 07.20 Daglegt mál. 09.03 Morgunstund barnanna. 09.45 Þingfróttir. 10.30 Ljáðu mór eyra. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fróttir. 14.00 Miðdegissagan. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.20 Landpósturinn. 16.20 Barnaútvarpið. 17.03 Síðdegisjónleikar. 17.40 Torgið — Menningarmál. 18.00 Þingmál. 19.00 Fróttir. 19.35 Daglegt mál. 19.40 ,,Póstsamgöngur lágu niðri". Þór- arinn Eldjárn les eigin Ijóð. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.35 Sígild dægurlög. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Frjálsar hendur llluga Jökulssonar. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrárlok. MEÐMÆLI Vert er að gefa menningar- efni ríkismiðlanna gaum. Við nefnum jafn ágæta þætti og Sinnu og Tónspegil í hljóð- varpi á laugardögum og Meistaraverkið og Geisla í sjónvarpi á sunnudags- kvöldum. Sinna og Tónspegill eru notaleg tilbreyting frá hasargargi hinna stöðvanna á þessum ryksugutíma helgar- innar. Geisli og Meistaraverk myndarlegir og uppbyggilegir þættir, sömuleiðis tilbreyting við léttmetið sem öðru jöfnu hamast í kassanum... Laugardagur 15. nóvember 06.45 Veöurfregnir. Bæn. 07.03 ,,Góðan dag, góöir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. 09.30 I morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Vísindaþátturinn. 11.40 Næst á dagskrá. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líöandi stund. 16.20. Barnaleikrit. 17.00 Að hlusta á tónlist. Um form. 18.00 Islenskt mál. 19.00 Fréttir. 19.35 „Hundamúllinn", gamansaga eftir Heinrich Spoerl. 20.00 Harmoníkuþáttur. 20.30 ,,Að kveðja er að deyja agnar- ögn". Þáttur um Ijóðskáldið Rúnar H. Halldórsson í umsjá Símonar Jóns Jóhannssonar. 21.00 islensk einsöngslög. 21.20 Um náttúru íslands. 22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomur. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. nóvember 08.00 Morgunandakt. 08.30 Létt morgunlög. 09.05 Morguntónleikar. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Laugarneskirkju. 12.20 Fróttir. 13.30 Aldarminning Sigurðar Nordals. 14.15 Lögin hans Geira. Dagskrá ítilefni af því að 75 ár eru liðin frá fæðingu Odd- geirs Kristjánssonar tónskálds. Um- sjón: Árni Johnsen. 15.10 Sunnudagskaffi. Umsjón: Ævar Kjartansson. 16.20 Fró útlöndum í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 17.00 Frá tónlistarhátíð í Björgvin s.l. sumar. 18.00 Skáld vikunnar — Matthías Jo- hannessen. 19.00 Fréttir. 20.00 Ekkert mál. 21.00 Hljómskálamúsík. 21.30 ,,í myrkrum heimi", smásaga eftir Stephan Hermlin. 22.20 Norðurlandarásin. 23.20 í hnotskurn. 00.05 Á mörkunum. Þáttur með léttri tón- list í umsjá Jóhanns Ölafs Ingvasonar og Sverris Ráls Erlendssonar. 00.55 Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. nóvember 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Kínverskar stelpur og kóngulær frá Mars. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 14. nóvember 09.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Bót í máli. 15.00 Allt ó hreinu. 16.00 Endasprettur. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 15. nóvember 09.00 Óskalög sjúklinga. 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Listapopp. 15.00 Við rósmarkið. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. 18.00 Fróttir á ensku. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. nóvember 13.30 Krydd í tiiveruna. 15.00 65. tónlistarkrossgátan. 16.00 Vinsældalisti rásar tvö. 18.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. nóvember 20.00 Kaffigestir og tónlist að þeirra smekk. 21.30 Spurningaleikur. 22.30 Sakamálaleikhúsið — Safn dauð- ans. 3. leikrit. Dauðinn að leikslokum. Endurtekið. 23.00 Vökulok. 24.00 Inn í nóttina. 01.00 Dagskrárlok. Föstudagur 14. nóvember 06.00 Tónlist í morgunsárið. 07.00 Á fætur. 09.00 Á léttum nótum. 12.00 Á hódegismarkaði. 14.00 Á róttri bylgjulengd. 17.00 Reykjavík síðdegis. 19.00 Tónlist úr ýmsum áttum og kann- að hvað næturlffið hefur upp á að bjóöa. 22.00 Nátthrafn Bylgjunnar. 03.00 Næturdagskrá. , 0B.00 Dagskrárlok. Laugardagur 15. nóvember 08.00 Tónlist úr ýmsum óttum, litið ó það sem framundan er hér og þar um helgina og tekið á móti gest- um. 12.00 Á Ijúfum laugardegí. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar 17.00 Notaleg helgartónlist. 18.30 í fréttum var þetta ekki helst. 19.00 Tónlist og spjall við gesti. 21.00 i laugardagsskapi. 23.00 Nótthrafnar Bylgjunnar. 04.00 Næturdagskrá. 08.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 9. nóvember 08.00 Tónlist í morgunsárið. 09.00 Á sunnudagsmorgni. 11.00 í fréttum var þetta ekki helst. End- urtekið. 11.30 Vikuskammtur. 13.00 Helgarstuð. 14.30 Sakamálaleikhúsiö — Safn dauð- ans. 15.00 I léttum leik. 17.00 Róleg sunnudagstónlist að hætti hússins. 19.00 Þægileg helgartónlist. 21.00 Popp ó sunnudagskvöldi. 23.30 Endurtekið viðtal Jónfnu frá fimmtudagskvöldi. ÚTVARP eftir Jónínu Leósdóttur Að troða fíl í barnavagn SJÓNVARP eftir Ingólf Margeirsson Brúarsmiður og bókarpúki Égskipti nýverið um bíl, sem ekki er svo- sem í frásögur færandi, en útvarpshlustun mín hefur tekið nokkrum breytingum við skiptin. Það er nefnilega engin FM-bylgja á tækinu í nýja bílnum og þess vegna hef ég heyrt meira af efni rásar 1 undanfarið en oft áður. Ekki get égsagt að mikið af efninu heilli mig eða haldi mér hugfanginni, sér- staklega ekki tónlistarliðirnir, en þó er ein- staka þáttur athyglisverður. Á fimmtudagskvöld í síðustu viku var t.d. afskaplega vel unninn og skemmtilegur þáttur um bókina „Ástkona franska lautin- antsins" í umsjón Magdalenu Schram. Þarna var skeytt saman upplestri úr bók- inni, sem Róbert Arnfinnsson skilaði með miklum sóma, frásögn Magdalenu og við- tali við J D’Arcy, bókmenntakennara í enskudeild Háskóla íslands. Ég er nýbúin að sjá myndina, með Meryl Streep í aðal- hlutverki, en það skemmdi síður en svo fyrir ánægju minni af þessum fróðlega þætti. Magdalenu ferst dagskrárgerð af þessu tagi vel úr hendi og það eru einmitt svona dagskráratriði, sem enn er hvergi að finna á FM-bylgju. Þarna hefur gamla rás 1 mikla og góða sérstöðu meðal útvarps- stöðva. Það var líka bráðskemmtilegt að hlusta á Vernharð Linnet tala við börn af íslensku bergi brotin, sem búsett eru í Danmörku. Vernharður fékk börnin til að rabba við sig eins og þau vissu ekki einu sinni af segul- bandinu, en það er kúnst að taka góð viðtöl við krakka. Kúnst, sem í umræddum þætti var leyst af hendi með sóma. Og aðeins um Bylgjuna: Stuttu sakamálaleikritin á sunnudögum finnst mér hreint ágæt uppfinning, en það er þó á þeim einn ljóður. Það er allur þessi umbúnaður, sem fer orðið í taugarnar á mér. Inngangurinn er svo langur að leikrit- ið sjálft virðist aldrei ætla að byrja. Drauga- lega röddin í hvelfingunni ætti að stytta mál sitt og vífilengjur um svo sem helming og koma sér að efninu mun fyrr. Ég er heldur ekki viss um að það sé sál- fræðilega rétt að láta sögumanninn segja hlustendum að koma sér vel fyrir áður en leikritið hefst. Þessi setning virkar eins og valíumtafla á vinnulúna íslendinga á sunnudagseftirmiðdegi — svona: drink this and you’ll feel better" tilfinning. Ég skríð tafaríaust undir sæng, þegar hin drauga- lega rödd skipar mér að koma mér vel fyr- ir, og hef undantekningarlaust verið sofn- uð áður en leikritinu lýkur. Það segir þó kannski meira um mig en leikritin. Að lokum: Mér finnst það eins og að troða fíl í barnavagn að ætla sér að fjalla um heila stjórnmálahreyfingu, tilurð henn- ar, starf og niðuriægingu í klukkutíma- þætti. Þetta reyndi einn af fréttamönnum Bylgjunnar í Vökulokum fyrir nokkru. Það hefði þurft að afmarka umræðuefnið við ákveðin atriði til þess að þátturinn hefði haft einhverja möguleika á að ganga upp. Stórskemmtilegri og fræðandi þáttaröð um Rússland er nýlokið í ríkissjónvarpinu. Höfundur þáttanna og stjórnandi er hinn heimskunni, breski leikari Peter Ustinov, borinn Rússi sjálfur þótt hann segist ekki muna eftir því. Ustinov sýndi okkur í nokkrum þáttum allt aðra hlið á Rússlandi en við eigum að venjast á forsíðu Morgun- blaðsins eða i annarri fréttaumfjöllun sem leitast við að gera ailt sem rússneskt er tor- tryggilegt. Ustinov lagði áherslu á að sýna hið mannlega í sögu þjóðarinnar, fórnir al- þýðunnar og hin gífurlegu verkefni sem rússneska þjóðin hefur leyst af hendi, eink- um eftir byltingu. Þó reyndi Ustinov með engum hætti að skjóta sér undan einkenn- um og hefðum á sovéska stjórnarfarinu sem varpað hafa skugga á frelsi og lýðræði þjóðarinnar. En það er umfram allt hin mannlega mynd sem eftir situr, og hin geysilegu menningarlegu auðæfi sem land- Guðbergur: Fyndinn og djúpur. ið hefur upp á að bjóða. Það læddist oft að manni sá grunur að Peter Ustinov væri iðu- lega að tala til Bandaríkjamanna, segja þeim: „Sjáið þetta góða fólk sem hér býr, og íhugið hve líkt það er ykkur sjálfum. Hugsið um það áður en þið dæmið það með fordómum ykkar.” Og ég held að sá maður þurfi að vera illilega harðsoðinn sem ekki getur tekið undir þessa ósk Usti- novs. Þess vegna eru þessir þættir meira virði en fróðleikur og skemmtan, þeir hafa einnig gildi sem brúarsmíði milli austurs og vesturs. Og þökk sé brúarsmiðnum Peter Ustinov, og sjónvarpinu að bregðast fljótt við sýningu því framleiðsluár þáttanna er 1986. Guðbergur Bergsson lagði undir sig heimili landsmanna í stórskemmtilegum samtalsþætti sl. sunnudag við kollega sinn, Steinunni Sigurðardóttur. Þarna fengum við að sjá nýja hlið á hinum róttæka bókar- púka Guðbergi, nú birtist okkur yfirvegað- ur og eilítið borgaralegur Guðbergur með lífsreynslu og upphefð að baki. Og ekki er Guðbergur verri fyrir bragðið Hann setti fram hugmyndir sínar um lífið, skáldskap og mennina, bækur sínar, þýðingar og kynni af heimsfrægum mönnum og óþekktum á dásamlegan, djúphugsaðan og heiðarlegan máta svo unun var á að hlýða. Svo gat gamli púkinn skotist fram undan borgaralegum búningi hans eins og þegar hann lýsti erótísku postulíni með gleðileikjum og lesbíum, eða þegar hann fjallaði um lausbeislað líferni á Spáni. Steinunn hefur þann yndislega hæfileika að láta viðmælendum sínum líða vel í ná- vist sinni og laðaði fram hliðar á Guðbergi sem fáum hefði tekist. 38 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.