Helgarpósturinn - 30.12.1986, Síða 3

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Síða 3
FYRST OG FREMST EINN af næturhröfnum Bylgj- unnar varð heldur betur fyrir óskemmtilegri reynslu fyrr í þess- um mánuði. Hann var, einu sinni sem oftar, í beinni útsendingu að næturlagi og gladdi aðra nætur- hrafna með góðri tónlist. Gamanið tók hins vegar að kárna verulega, þegar hluti af veggnum fyrir aftan hann losnaði og féll beint á hnakka dagskrárgerðarmannsins. Haraldur Gíslason, en svo nefnist sá sem í hlut átti, var svo heppinn, að kunningi hans var fyrir tilviljun staddur í hljóðverinu og gat sett næstu plötu undir nálina, því plötusnúðurinn lá steinrotaður fram á borðið. Sagan endaði þó vel, því Haraldur reyndist ekki mikið slasaður og hélt áfram að sinna störfum sínum eftir að vin- urinn kom honum til meðvit- undar... DAGANA fyrir jól voru hér óvenjugóð skilyrði til móttöku sendinga frá erlendum útvarps- stöðvum. Dagskrárgerðarmenn á Rás 2 hjá BBC, eða Radio Two, kepptust auðvitað við að leika jólalög og vera skemmtilegir, en einum þeirra varð skemmtilega á í messunni þegar við heyrðum til. Hann var að flytja kveðju með óskalagi og sagði (í lauslegri þýð- ingu): „Hún Sally, sem er nýkomin af manninum sínum, fær ástar- kveðjur frá spítalanum". Það er ekki ofsögum sagt af því hvað jólastressið — eða er það kannski jólabruggið? — getur sett menn út af laginu. . . í JANÚARBYRJUN verður leikrit Gudrúnar Ásmundsdóttur um prestinn Kaj Munk frumsýnt í Hallgrímskirkju. Arnar Jónsson leikur titilhlutverkið, en þar að auki koma margir aðrir við sögu. Það er nýtt leikhús, sem að sýn- ingunni stendur. Upphaflega átti það að heita Kirkjuleikhúsið, en þar sem ekki var eining um nafn- ið, var því breytt í Leikhús í kirkju. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir það hve skammstöfunin, LÍK, er tragíkóm- ísk. . . ANNÁRS er fjörlegt að skoða leikaraferil Arnars Jónssonar, því hann er býsna fjölbreyttur. Nýlega sáum við hann sem prest í Gull- sandi og síðasta sviðshlutverk hans var prestur (Uppreisn á ísa- firði), þarnæst læknir (í smásjá) og svo aftur prestur (Kaj Munk), löngu áður Kölski (Gullna hliðið) og eitt sinn galdrafangarinn Þorleifur Kortsson (Skolla- leikur). . . MARGIR þeirra, sem fengið hafa nafngiftina uppi, eiga nú stutt eftir í fertugsafmælið. Þeim er þó óhætt að anda léttar, því nýjustu fréttir frá Bretlandi herma að ný skilgreining hafi fundist á uppum, sem náð hafa þessum áfanga. Þeir verða svokallaðir dinkies, en það nafn er samsett úr lýsingunni: dual income-no-Afids. Þetta er sem sagt barnlaust, útivinnandi fólk í sambúð. Þarna er um að ræða efnaða einstaklinga, sem gengu í hjónaband eða stofnuðu til sam- búðar, en gáfu sér ekki tíma til barneigna. Fyrirbærið mun fyrst hafa uppgötvast í Bandaríkjunum. „Meðal-dinky" er rúmlega fertug- ur, heildartekjur heimilisins fara yfir 3 milljónir króna og annað hvort hjónanna er oftast upptekið við vinnu um helgar. Þegar þau hafa tíma til að kaupa inn, er það gert rétt fyrir lokun verslana. Þegar þau fara út saman, er það helst í bíó eftir vinnu og þá dotta þau bæði undir lok myndarinnar. Hvílík framtíð — vesalings uppar. . . „Hann er á þessu óræða stigi — of gam- all til að teljast uppi en ekki nógu vel laun- aður til að vera „dinky"." VANSKIL koma fyrir á bestu bæjum, en þá er það líka sem menn fá sendar aðvaranir og jafn- vel hótanir, allt eftir því hvað lánardrottnunum er mikið niðri fyrir. Tíðindamaður HP fékk senda svona tilkynningu um vanskil á dögunum — og þar sem hún var svo blíðlega orðuð, borgaði hann um hæl. Textinn var nefnilega svona: „Við erum ekki fullkomin. — Okkur verða á mistök. — Og svo erum við líka gleymin. Auðvitað er það vegna þess sem afborgun yðar hefur farið í vanskil. Vinsam- legast bætið úr þessu strax í dag og gjaldkerinn okkar mun brosa út að eyrum.“ Já, þetta hrífur . . . SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Okurþokur ,,Allar vangaveltur um einhvern dýpri til- Nú heyrast hlátursrokur í háum stað: gang með birtingu þeirra eru út í hött". Okur telst ekki okur, RITSTJÓRI MORGUNBLAOSINS i REYKJAViKUR- BRÉFI UM BIRTINGU BLAÐSINS Á FRÉTTASKÝR- eða hvað? INGUM UM INNRI MÁLEFNI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS. Niðri. Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi „Ég hef ekki séð neinar sölutölur ennþá, eins og þú getur ímyndað þér, en ég held að hún hafi gengið nokkuð vel. Ég hef á tilfinningunni að bóksalan í ár sé ósköp svipuð því og hún hefur verið hin síðari ár." — Hvaða bækur seljast best? „Þetta er spurning sem erfitt er að svara, en mér virðist vera mikil breidd í þessu. Það er engin ákveðin tegund bóka sem selst betur en önnur. I mínu fyrirtæki hefur þetta verið í ákveðn- um skorðum. Við leggjum mesta áherslu á þjóðlegan fróðleik og höfum ekkert breytt því. Sú bók, sem seldist best frá okkur er Alíslensk fyndni og sýnir það einna best að litróf bókaútgáfu er ansi víðfeðmt." — Eru íslendingar bókaþjóð, eða er það goðsögn? „íslendingar eru ennþá bókaþjóð. Það er ekki goðsögn. Þetta þekki ég af samræðum mínum við starfsbræður mína er- lendis um bóksölu og bókaútgáfu víða um lönd. Þjóðin er enn- þá bókaþjóð. Það er engin spurning. Sá tími skerðist hins vegar stöðugt, sem fólk hefur til að lesa. Ég er ekki maður til að svara því hvaða áhrif það kann að hafa þegar til lengri tíma er litið." — Hvað hefur þú gefið út margar bækur á síðustu tuttugu árum? , Ja, við eigum tuttugu ára afmæli um þessar mundir og eðli- legt að spurt sé. Ég verð hins vegar að viðurkenna, að ég hef ekki hugmynd um það. Við tókum þetta saman á tíu ára afmæl- inu, en okkur hefur ekki gefist tími til að gera hliðstæða úttekt nú. Lætin voru svo mikil fyrir jólin. Sumar bókanna hafa selst í miklu upplagi og gera það áfram, þannig að hér er ekki aðeins um titlafjölda að ræða, heldur upplag og vinsældir einstakra bóka. — Hvaða verkefni er þér kærast eftir að hafa staðið í bókaútgáfu í tuttugu ár? „Ensk-íslenska orðabókin er afskaplega kær fyrir þær sakir að það var mikill áfangi að sigrast á henni. Það var mikið verk og setti næstum fyrirtækið á hausinn, og ennþá fylgir okkur svolítill hali. En það verk sem mér þykir hvað vænst um er verk- ið sem ég byrjaði á og heitir Landið þitt, ísland, en það hét Landið þitt þegar það hóf göngu sína árið 1966. Með þeirri út- gáfu tvinnast saman þeir fjórir þættir, sem eru einkunarorð okk- ar: Landið, þjóðin, sagan og tungan. Það er þó erfitt að svara spurningunni með einhlítum hætti. Annað verk, sem við erum að byrja með, þykir mér afskaplega vænt um, en það er Reykja- vík — Sögustaður við Sund, og er gaman að vinna að þeirri bók. Þá get ég sömuleiðis nefnt bók eins og íslandsmyndir Mayers, sem kom út dagana fyrir jól og er að mínu viti ákaflega vönduð og merkileg bók, sem á eftir að seljast um ókomin ár, enda lagði fyrirtækið gífurlega vinnu og metnað í þetta verk." — Ætlar þú að gefa út fleiri orðabækur? „Já, það er íslensk-þýsk orðabók á leiðinni og kemur hún út haustið 1987. Þá er í undirbúningi íslensk-ensk orðabók sem kemur út eftir 2—3 ár. Annars er það merkilegt íhugunarefni, af því við erum að tala um orðabækur, af hverju kennarar halda ensk-enskum orða- bókum að unglingum, en ekki ensk-íslenskum bókum. Þetta er stóralvarlegt mál. Þetta er sama aðferðin og Bretar notuðu þeg- ar þeir voru að reyna að þvinga íbúa Afríku til að tala ensku og týna sínu máli sem hraðast. Ég á bágt með að skilja svona skólastefnu." — Lastu mikið um jólin? „Ég las ekkert meira um jólin, en aðra daga. Ég er sílesandi og lagði þess vegna ekkert sérstaklega í bóklestur um þessi jól. Ég á eftir að lesa mikið — og geri það smám saman." örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi, á afmæli á þessu ári, eða réttara sagt Bókaútgáfan örn og Örlygur. Bókaútgáfan er tvítug. HVERNIG GEKK VERTÍÐIN? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.