Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 14

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 14
ERNA GUNNARSDÓTTIR VARÐ LANDSKUNN ÞEGAR HÚN SÖNG í EUROVISION- FORKEPPNINNI Á SÍÐASTA ÁRI. NÚNA KENNIR HÚN AF KRAFTI Á AKUREYRI, VEITIR FERÐAMÖNNUM LEIÐSÖGN UM LANDIÐ OG SYNGUR ALLAR HELGAR MEÐ HLJÖMSVEIT í REYKJAVÍK. Æ.TLAÐI AÐ LÁIAST VERA ÓFRÍSK Þegar kyrming tíu bestu íslensku Eurovisi- on-laganna hófst í sjónvarpinu fyrir tœpu ári, veltu margir því fyrir sér hver hún vœri, unga raudbirkna stúlkan sem söng meö Pálma og Bjögga. Flestir afyngri kynslódinni vissu þó, ad þar fór Erna Gunnarsdóttir úr Brunalidinu, en svo nefndist hljómsveit sem hún söng rneö um skeid. Nú er Erna aftur komin í svidsljósid og far- in að syngja um helgar með hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar á Hótel Sögu. Samt sem áður kennir hún meira en fulla kennslu við Verkmenntaskólann á Akureyri og vinn- ur viö leiðsögn ferðamanna þess á milli. Við náðum tali af Ernu til þess að frœðast um það, hvernig hún fer að því að stunda brauð- strit norðan og sunnan heiða samtímis og af hverju hún leggur þetta á sig. LITLIPUTTI BJARGAÐI MÁLUM Þó svo söngkonan frá Akureyri sé öll af vilja gerð, ræður hún ekki við dynti veður- guðanna fremur en aðrir dauðlegir menn. Það sannaðist um helgi um miðjan desem- ber, þegar Erna átti stefnumót við blaða- mann HP. Vitlaust veður gerði á suðvestur- horni landsins og flugsamgöngur við höfuð- staðinn lögðust niður i tvo sólarhringa. Þá helgina var því engin söngkona með hljóm- sveitinni á Sögu og ekkert varð úr blaðavið- talinu. Úr þessu rættist hins vegar viku síðar og við Erna Gunnarsdóttir mæltum okkur mót á Hótel Sögu — nú með greinilegri velþókn- un guðanna. Að gömlum og góðum sið, byrj- uðum við á byrjuninni, þ.e. uppruna og æskudögum. ,,Ég tel mig Akureyring í húð og hár,“ sagði Erna og hnykkti höfðinu afturábak, eins og eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart hún væri með sítt hár sem lægi of mikið nið- ur í andlitið. „Þó eru foreldrar mínir hvorugir innfæddir Akureyringar. Pabbi er frá Ólafs- firði, en mamma frá Vestmannaeyjum." — Varstu skikkuð í tónlistarnám, þegarþú varst lítil? „Ég lærði á píanó í 3 ár, eins og svo margar stelpur en flosnaði upp úr því námi — aðal- lega vegna þess að ég missti framan af litla- putta. Þetta var ágæt átylla til þess að hætta, því ég var hvorki góður nemandi né efnileg- ur. Hins vegar fór ég seinna að læra klassísk- an söng hjá honum Sigurði Demetz. Það var ofsalega gaman." — Hvenœr kom poppið inn í myndina? „Það var í Menntaskólanum á Akureyri. Þar stofnuðum við, svona 7 eða 8 krakkar, skólahljómsveit sem nefndist Hver." („Með h-i,“ bætti hún við til útskýringar og brosti.) FYRST OG FREMST TÓMSTUNDAGAMAN „Við spiluðum heilmikið á menntaskólaár- unum, gerðum m.a. víðreist um landið og héldum sveitaböll. Svo var auðvitað spilað í skólanum líka." Eftir vel meintar athugasemdir mínar um það hvort þetta hafi ekki verið tímafrekt fyr- ir fólk í framhaldsnámi, bætti Erna við: „Þetta var bara okkar tómstundaiðja, eins og aðrir sinna íþróttum eða einhverju öðru. En auðvitað tók þetta tíma . ..“ — Hvernig leist foreldrum þínum á hljóm- sveitarmálið? „Nú, þeim fannst þetta fínt. Sérstaklega mömmu. Hún lærði sjálf á orgel og spilar bæði á orgel og píanó. Reyndar eru þau bæði músíkölsk, foreldrar mínir." — Var draumastarfið á þessum tíma að verða söngkona? „Ekki aldeilis. Mig langaði aldrei að verða fræg söngkona og hef nákvæmlega enga framadrauma hvað það snertir. Frægð og frami er nokkuð, sem ekki heillar mig. Söngurinn er fyrst og fremst skemmtilegt tómstundagaman, sem ég hef óskaplega ánægju af og er þar að auki svo heppin að fá borgað fyrir!" Nú hafði Jim, ljósmyndari, lokið við að festa Ernu á filmu. Þegar hann var farinn, færði hún sig í hægindastól, því þá þurfti hún ekki lengur að sitja þar sem hentaði best fyr- ir myndatökur. Það glitti í fatnað úr glans- andi efnum inni í fataskáp, en í daufri skammdegisbirtunni bar Erna engin merki um tengsl við skemmtanaiðnaðinn, í snjáð- um gallabuxum og rúllukragapeysu. VINN EKKI VIÐ HVAÐ SEM ER Við héldum áfram að rekja okkur í gegn- um skóla- og söngferil þessarar ungu konu frá Akureyri. „Ég varð stúdent 1979 og þá um haustið innritaðist ég í enskudeildina í Háskóla ís- lands. Eiginlega var ég komin suður áður en skólinn byrjaði, því um sumarið höfðum við, stelpurnar þrjár í Hver, farið að syngja með Brunaliðinu. Þegar það kom upp, var ég reyndar afskap- lega lítið spennt fyrir hugmyndinni. Ég ætl- aði ekkert út á þessa braut í lífinu, en nú við- urkenni ég fúslega að ég sé ekki eftir því. Við sungum í tæpt ár með Brunaliðinu og fórum m.a. til Cannes á mikla tónlistarhátíð. Það var óskaplega gaman. Og svo sungum við líka inn á eina plötu. Námið í háskólanum var hins vegar alvara lífsins." — Varstu farin að vinna við leiðsögn er- lendra ferðamanna á þessum tíma, Erna? „Það ævintýri byrjaði sumarið 1980. Ég er alveg hryllilega kröfuhörð hvað varðar vinnu og hef aldrei getað hugsað mér að vinna í búð eða á skrifstofu. Að vísu var ég ekki með réttindi þá, en það skorti fólk í þetta fyrir norðan, svo málakunnáttan ein nægði til þess að ég fékk vinnuna. í byrjun var þetta óskaplega erfitt — reynd- ar sagði ég upp, strax og ég kom til baka úr fyrstu Mývatnsferðinni. Mér fannst ferða- mennirnir eiga svo miklu betra skilið en að fá mig fyrir leiðsögumann. Það var hins veg- ar lítið gert í því að ráða einhvern í staðinn, enda vissi reyndara fólk að þjálfuinin kemur hægt og sígandi. Svo var ekki minnst frekar á uppsögina. Núna er ég síðan búin að verða mér úti um réttindi í faginu og hef starfað mikið við leið- sögn." — Hvað gerðirðu þegar BA-náminu lauk? „Ég hafði sótt um Fulbright-styrk til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum og mér til mik- illar undrunar fékk ég hann. Það lá við að ég fengi taugaáfall við fréttirnar, því ég var ást- fangin og gat ekki hugsað mér að fara frá kærastanum. Ég lét mér detta í hug alls kyns afsakanir, til þess að komast hjá því að nýta styrkinn. Hafði það í bakhöndinni að látast bara vera ófrísk, ef allt annað brygðist. Sú kvöð fylgdi nefnilega styrknum, að manni var komið fyrir hjá bandarískri fjöiskyldu. Það þýddi því ekkert að mæta með karl- mann upp á arminn. Að lokum varð það þó úr, að ég fór í eitt ár til Connecticut í framhaldsnám. Það sem bjargaði málinu var, að ég komst heim um jólin og Gunnar, maðurinn minn, kom tvisv- ar út til mín.“ — Segðu mér meira frá eiginmanninum. „Hann heitir Gunnar Guðmundsson og er rekstrarstjóri hjá Sérleyfisbílum Akureyrar. Við kynntumst reyndar í rútu. Hann var bíl- stjóri og ég leiðsögumaður . ..“ Erna virtist komin úr jarðsambandi við þessa upprifjun, svo ég spurði hana um til- drög þess að hún kom fram í Eurovision-for- keppninni, svona til að ná henni niður á jörð- ina. FANNST GLEÐIBANKINN EKKI KOMA TIL GREINA „Hann Egill Eðvarðsson hringdi bara í mig einn daginn. Þetta kom mér ofboðslega á óvart. Ég hafði verið týnd og tröllum gefin fyrir norðan og ekki í neinum tengslum við fólk í þessum „bransa". Þetta tilboð var hins vegar spennandi og því tók ég það að mér, með því skilyrði að söngurinn í sjónvarpinu yrði allt og sumt sem ég gerði. Ég hafði ekk- ert tækifæri til þess að fara til Noregs, enda var ég með fulla kennslu í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og eins og allir vita eru próf í maí. Það var nógu erfitt að taka þátt í þessari undankeppni. Ég þurfti að viðhafa alls kyns tilfæringar, fá fólk til að kenna fyrir mig og vinna upp tíma, sem féllu niður. Þetta var heilmikið stress og mikil aukavinna." — Hvaða lag fannst þér sjálfri best? „Mér fannst Gleðibankinn ekki koma til greina, en ég var mjög hrifin af lögunum Eg lifi í draumi og Ef. Svo fannst mér Vögguvísa líka ofsalega fallegt lag. Það er sovlítið merkilegt, að um leið og ég er komin upp á sviðið á Sögu, biður fólk mig um að syngja Vögguvísu." — Fannst þér gaman að vera með íþessu? „Það var þrælgaman, þótt ýmislegt færi auðvitað miður varðandi það hvernig staðið var að þessu. Ég hef t.d. grun um að Vöggu- vísa hafi í raun og veru ekki komið til greina í neinni alvöru, þó lagið væri ekki dæmt úr leik. En það var ánægjulegt að finna áhug- ann á þessu úti í þjóðfélaginu. Það virtust all- ir fylgjast með og þekkja lögin, hvort sem það voru verkamenn, prestar eða hvaða hópur sem er. Ég myndi hins vegar, persónulega, ekki nenna í þetta Eurovision-stapp aftur. Enda verður annar háttur á þessu núna. Höfund- arnir ráða sjálfir hverjir flytja lögin, ef þau lenda í úrslitakeppninni." — Og framtíðin, Erna? „Ég ætla að vera áfram á Akureyri í fram- tíðinni. Það liggur ljóst fyrir. Mér finnst óskaplega gaman að kenna. Starfið gerir hins vegar hrikalegar kröfur til manns og á meðan launin eru eins og þau eru . . . Ég veit ekki hvað ég endist. Það er ofboðslega þreyt- andi að þurfa að kenna myrkranna á milli, til þess að hafa sæmilegar tekjur. Satt best að segja er ég orðin leið á því að vinna jafnmiki og ég hef gert undanfarin ár.“ — Samt syngurðu hér fyrir sunnan allar helgar. Ertu með öllum mjalla? „Sko, við vorum að kaupa okkur húsnæði, sem aðeins er tilbúið að hluta. Þess vegna flýg ég suður á föstudegi til að syngja og aft- ur norður a sunnudegi. Þetta er hægt í stutt- an tíma, en ég er ákveðin í að hafa ekki svona mörg járn í eldinum eftir þennan vet- ur." Ég er hins vegar afskaplega kröfuhörð hvað vinnu snertir, eins og ég sagði áðan. Vil ekki hvað sem er! Ég geri bara það sem ég hef gaman af.“ Með þessa ágætu reglu að veganesti, þakk- aði blaðamaður fyrir sig og skildi hina bros- mildu, norðlensku söngkonu eftir á hótel- herberginu. Síðar þennan dag beið hennar enn eitt verkefnið. Þá myndi gallabuxna- klæddi kennarinn dubba sig upp í glitrandi samkvæmisfatnað og snúa sér að áhugamál- inu, sem hún fær borgað fyrir að sinna. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.