Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 16

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 16
eftir Vernharð Linnet — mynd Jim Smart NÍNA BJÖRK JÓNSDÓTTIR ELLEFU ÁRA SKÓLASTELPA í HP-VIÐTALI EKKERT BREYTIST ÞEGAR VIÐ VERÐUM FULLORÐIN Þá er eitt áriö enn aö líöa í aldanna skaut og við sem fullorðin erum verð- um enn fullorðnari og börnin og unglingarnir fœrast nœr örlögum sínum: fullorðinsárunum. Það eru alltaf viðtöl við þá fullorðnu íblöðunum. Svaka- lega merkilegt fólk sem hefur gert hitt og þetta: Unnið listrœn afrek, eflt at- vinnulífið, logið á þingi, sokkið í svaðið eða stokkið lengra en nokkur ann- ar. Það eru sjaldan viðtöl við börn nema þau hafi gert eitthvað sem er íanda hinna fullorðnu — þá er rœtt við þau um afrekið og abupp! Hún Nína Björk Jónsdóttir er ósköp venjuleg ellefu ára stelpa sem á heima í Reykjavík. Hún er ennþá barn og hefur ekki fengið unglingaveikina og heimurinn er ekk- ert sérstaklega flókinn í hennar augum. Við hittumst rétt fyrir jólin og svona uppá grín var fyrsta spurningin í Heima er best stílnum — en Nína Björk lét ekki þann fullorðna slá sig útaf laginu. Hún hló bara og svaraði spurningunni léttilega. „Ég er af Reykjaætt sem er angi útúr ein- hverri Bolhoitsætt held ég. Það átti nefnilega að fara að gefa einhverja bók út um Reykjaætt og við heima fengum blað til að fylla út. Þessvegna veit ég þetta. Annars pæli ég ekkert í ættum og svoleiðis — þó væri kannski gaman að vita hvort eitthvert frægt fólk er skylt manni." — Hvar býrðu? „Ég flutti í Suðurhlíð fyrir tveimur árum. Sumir kalla hverfið Milli lífs og dauða afþví að það er á milli Fossvogskirkjugarðsins og Borgar- spítalans, aðrir kalla það Hverfi hinna kynlegu kvista afþví það eru svo mörg hús þar með kvisti og skrýtna glugga, þríhyrnda, bogadregna osfrv. Mér finnst gaman að eiga heima þarna af því það er fullt af stillönsum til að klifra í. Því miður fer þeim fækkandi og þá verðum við að fara að leika okkur einsog venjulegir krakkar. Það er æðisiegt að vera í eltingaleik í stillönsun- um og sem betur fer hefur enginn dottið úr þeim og meitt sig. Ég átti áður heima í Laugarnes- hverfi og þegar ég flutti saknaði ég skólans þar og bestu vinkonu minnar, en svo eignaðist ég nýja vini og ég vildi ekki flytja í Laugarneshverf- ið aftur. Það er miklu meira af krökkum í Suður- hlíðum afþví gamla fólkið er ekkert að byggja! ÞÁ GÁTU NÚ ÝMSIR ROÐNAÐ „Það er nú dálítið stress að byggja. Við vorum svo heppin að búa í íbúð sem amma átti og þurft- um ekki að flytja í húsið hálfkarað einsog margir verða að gera. Og það þýðir ekki annað en spara þegar fólk er að byggja — eða verða ekki allir að spara?“ — Hvernig þykir þér að ganga í skóla? „Ég gæti ekki verið án skólans. Mér finnst obboðslega gaman í skóla og þegar frí eru þá hugsa ég alltaf: Fer ekki skólinn að byrja! Samt hlakka ég alltaf til fríanna. Það er gaman í handavinnu, smíði, myndmennt, dönsku og landafræði. Stundum er gaman í leikfimi en staf- setning og reikningur eru hundleiðinleg." — Já Nína, það eru skiptar skoðanir á hvaða námsgreinar eru skemmtilegar. Þér þykir gam- an að dönsku sem mörgum hundleiðist? „Það er gaman að læra erlent tungumál, svo bjó ég einu sinni í Danmörku og ég er dönsk að einum áttunda. Verkefnablöðin í dönsku eru hundleiðinleg en verkefnabókin skemmtileg og svo förum við í allskonar leiki.“ — Hvað með félagslífið í skólanum? „Það er frekar lélegt. Diskótek einu sinni í mánuði og svo eru diskótek í Tónabæ. Það er fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára úr mörgum skólum. Stundum er svo troðfullt að allir eru í klessu á dansgólfinu. Það finnst mér ekki gam- an.“ — En strákarnir? „Ég er ekkert farin að pæla í strákum. Ekki vitund. Ég pæli í leiklist og svo er ég með vin- konunum. Við stelpurnar erum með sauma- klúbb en við saumuðum bara í fyrsta skipti sem við hittumst. Við nenntun því svo ekki. Það er svo leiðinlegt að sitja bara og sauma einsog gamlar kerlingar. í staðin förum við í leiki og gerum ýmislegt annað skemmtilegt. Einu sinni höfðum við mat en það er nú dálítið dýrt svo nú komum við sjálfar með kók og nammi. Það kom einu sinni tillaga um að strákar fengju að vera í saumaklúbbnum en hún var kolfelld. Einu sinni átti strákur að vera ieynigestur en hann þorði ekki að koma. Ég skildi það vel því ekki hefði ég þorað að vera leynigestur í einhverjum bíla- klúbbi. Stundum höldum við bekkjarpartý og þá mæta allir sem komast, strákar og stelpur. Þá er farið í skemmtilega leiki og það er auðvitað öðruvísi en í saumaklúbbnum. Þá er hægt að fara í flöskustút og segja þessum að kyssa þessa og þá geta nú ýmsir roðnað. En þetta eru nú ekk- ert alvarleg partý því þeim er alltaf lokið um ell- efuleytið." PABBINN ER ALVEG RUGLAÐUR MAMMAN Á AFSLÆTTI — Þú sagðist pœla í leiklist? „Þegar ég var níu ára lék ég leikrit með vin- konu minni, Eddu Magnús, sem hefur mikinn áhuga á leiklist einsog ég. Leikritið sem við sömdum hét Ferðin undir Island. Við fórum undir landið og komum í ævintýraheim þarsem við hittum Rauðhettu, Mjallhvíti og kóng og drottningu. Auðvitað fundum við gull og fórum með það heim. Við vorum nú bara níu ára gaml- ar þegar þetta var. A jólaskemmtuninni núna lékum við leikrit um fjölskyldu. Pabbinn er al- veg ruglaður og vinnur hjá mikilsmetnu fyrir- tæki við að þvo þvott. Mamman er líka rugluð og vinnur hjá gjaldþrota fyrirtæki. Það er snyrti- vörufyrirtæki og hún prófar hvort vörurnar virka. Hún fær 110% afslátt af öllum snyrtivör- um. Leikritið endar þannig að mamman fer frá pabbanum afþví að hann lagaði ekki til heima. Amman kemur líka við sögu. Hún er voða heilsusamleg — alltaf í tennis og íþróttum. Hún tekur inn gerikomplex. Hún vill að allir fari að hennar ráðum og segir að holl íþrótt lengi lífið. Svo er stelpa á unglingsárunum sem gerir ekk- ert annað allan daginn en lesa sögurnar um ís- fólkið. Önnur stelpa er tíu ára gömul og er al- gjört englabarn í augum ömmunnar og leikur sér að dúkkunni sinni allan liðlangan daginn. Strák- urinn er átta ára. Hann er alltaf útí fótbolta og er með boltann við matarborðið og sefur með hann. Hefur hann fyrir bangsa. Það er margt fólk svona: pabbinn voða taugastrekktur og mamman voða fín. Makar á sig allskonar kinna- lit og augnskugga því hún viil ekki vera þekkt fyrir það að líta iila út.“ — Unglingar eru dálítið öðruvísi en börn? „Þeir hugsa allt öðruvísi. Stelpurnar eru farn- ar að hugsa um stráka og strákarnir um stelpur. Ég var skotin í strák þegar ég var átta ára — einhverjum rugluðum strák — en núna engum. Strákar geta að vísu verið ógurlega skemmtileg- ir ef þeir leyfa mér að vera með í fótbolta og skipa mér ekki að vera í marki. Ég fór á eitt fóltboltanámskeið hjá Val — það var ein stelpa þar fyrir utan mig — það var ægi- lega gaman. Strákarnir fara oftast í fótbolta í frímínútum og um daginn þegar ís var yfir öllu fóru þeir í fótbolta og duttu hver um annan þver- an og misstu boltann gegnum klofið á sér. Það leist mér nú ekki á — það er betra að vera inná klósetti með vinkonum sínum. Þar hendir líka enginn í okkur snjóbolta." MARGT SEM KARLAR GETA EKKI UNNIÐ EINS VEL OG KONUR — Unglingsstelpan í leikritinu þínu las Isfólk- ið. Hvað lest þú? „Ég les ekki ísfólkið. Mér finnst gaman að ævintýralegum sögum, en stelpur mega ekki vera aumingjar í bókunum einsog hjá Enid Blyton. Þar segja strákarnir við stelpurnar: „Þið getið ekki komið með, þið verið svo hræddar." Með skemmtilegri bókum sem ég hef lesið er Dulmálsbréfið eftir Jan Terlow. Þar er það stelpa sem bjargar málunum. Svo er gaman að dular- fullum bókum einsog Sesselía Agnes eftir Maríu Gripe. Þar er langamma söguhetjunnar, sem er stelpa, að reyna að koma skilaboðum frá öðrum heimi.“ — Standa konur jafnfœtis körlum? „Það vona ég. Mér finnst að konum ættu að hafa jafnmikinn rétt og karlar en stundum er konum neitað að fara í ýmis störf sem menn halda að þær geti ekki ráðið við. Það eru mörg störf sem karlar geta ekki unnið eins vel og kon- ur en það á ekkert að banna þeim að reyna að vinna þau.“ — Hlakkarðu til jólanna og áramótanna? „Auðvitað. Jólin eru hátíð kaupmanna, allir á fullu að kaupa gjafir og svoleiðis. Það vita auð- vitað allir að jólin eru fæðingardagur Jesú. Ég er kristin og trúi á guð og svoleiðis en fer aldrei í kirkju nema einhver fermist, giftist eða skírist. Það er hátíðlegt á jólunum en skemmtilegast er að fá gjafirnar. Við höfum rjúpur á aðfangadags- kvöld og mér finnst þær ekkert sérstaklega góð- ar. Hangikjötið er miklu betra og það borða ég á jóladag. Svo borðum við hangikjöt hjá afa og ömmu á gamlárskvöld og þá er nú fjör að sprengja og halda á blysum." — Fylgistu með heimsmálunum? „Smávegis. Þegar Reagan og Gorbasjoff voru hérna hugsaði ég mikið um þau mál. Þá var þetta að gerast við nefið á manni. Mér fannst þeir hefðu alveg getað samið um frið, en Reagan vildi það ekki útaf þessari stjörnustríðsáætlun sinni. Ég er dauðhrædd við kjarnorkuvopnin því einhvern daginn getur einhver gert ein- hverja vitleysu og þá springur allt í loft upp. Það lifa auðvitað einhverjir af sprengjuna en þá verður svo mikill kuldi að enginn lifir hann af. Það sást best í Tsjernóbílslysinu hvað kjarnork- an er hræðileg. Auðvitað er ég hrædd við fleira — sjúkdóma einsog eyðni og krabbamein. Við krakkarnir tölum ekki mikið um þessi mál en stundum tala ég við vinkonu mína um hvað kjarnorkan sé hættuleg. í vetur kom fólk í skól- ann frá Krabbameinsfélaginu og við fengum að sjá teiknimyndir um reykingar en krakkarnir í

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.