Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 20

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 20
„Þá er að setja upp fjallgöngusvipinn" sagði Þórður við Helga bróður sinn. Að baki er ekki fjallasýn, heldur fjall af möppum og hagfræðibókmenntum. Og fígúra úr hugarheimi myndlistarmannsins... Þóröur og Helgi Þorgils Fridjónssynir eru samheldnir brœöur en hafa valiö sér ólík hlutskipti. Annar fœst viö formlausar tölur. Hinn fœst viö talnalaus form. Annar er í sjálfskönnun. Hinn kannar þjóöarhag. SKRIFFINNUR OG MÁLARI „Gœtlu að þuí að þetta sé ekki trúnaðarmálsagði Þóröur Frið- jónsson, efnahagsráðgjafi rikis- stjórnarinnar og frá og með áramót- um „settur" þjóðhagsstjóri, við bróður sinn Helga Þorgils Friðjóns- son, myndlistarmann, er sá síðar- nefndi tók upp plagg af skrifborði Þórðar og hóf að lesa. ,,Hafðu ekki áhyggjur þvt, að ég skil þetta hvort sem er ekki. Æt!i það myndi ekki nást betri árangur I efnahagsmálun- um ef þau hefðu á sér póetískari vídd?“ spurði Helgi. Þeir bræður eru óneitanlega lík- ir í útliti, en hafa valið sér ærið ólík- ar brautir í lífinu. Annar er niður- sokkinn í að leiða ráðherra í allan sannleikann um innra samhengi mælanlegra þjóðhagsstærða, hinn er ofurseldur listinni, sem aldrei hef- ur lotið lögmálum hinna föstu stærða. Þó eru þeir aldir upp við svipuð skilyrði og aldursmunur i lágmarki. Þeir eru synir Friðjóns Þórðarsonar, þingmanns og fyrrum ráðherra og Kristínar Sigurðardótt- ur. Við erum staddir á skrifstofu Þórðar í Stjórnarráðinu, þar sem afi þeirra bræðra, Sigurður Lýðsson, var um skeið vaktmaður. Hvers vegna skyldu þeir bræður hafa valið sér svo ólík viðfangsefni í lífinu? „Á unglingsárum var ég að hugsa um að verða arkitekt en ekki hag- fræðingur," segir Þórður. „Kannski er maður marglyndur í áhugamál- um, en einhvern veginn varð þetta ofan á og erfitt að gefa einhlítar skýringar á því.“ „Eru nokkur systkini sem glíma við svipuð viðfangsefni?" spyr Helgi á móti. „Þetta valdist eiginlega af sjálfu sér hjá mér, en ég man ekki hvenær ákvörðunin var tekin. Eitt- hvað af þessu er fyrir hendi bæði í móður- og föðurætt." STENDUR ÞAÐ ALLT í STJÖRNUNUM? Truflun. Starfsmaður Stjórnar- ráðsins kemur inn með áríðandi fyr- irspurn til efnahagsráðgjafans. „Er í lagi að koma inn með stjórnina klukkan hálf eitt, er þér sama um það?“ Þórður segir þetta í lagi. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort hér hafi ekki áreiðanlega ver- ið átt við ríkisstjórnina. Eru fundir hennar þá háðir því að eyða sé á tímaplani efnahagsráðgjafans? Spurningunni er ekki beint til hans og henni því ekki svarað. Kannski eins gott. Þórður tók til máls. „Eg hef mjög gaman af því að fylgjast með því sem er að gerast í listinni og við ræðum um listina, þó ég sé afar langt frá því að vera sér- fræðingur á þessu sviði," segir Þórð- ur um hvort listin höfði til hans á einhvern hátt. Efnahags- og stjórn- mál höfða hins vegar alls ekki til Helga. „Ég held að það hafi aldrei hvarflað neitt svoleiðis að mér. Ég veit að minnsta kosti að ég hef enga hæfileika í þessi mál.“ „Við ræðum oft saman um listina, en ekki mjög oft um efnahagsmálin, þó kemur það stundum fyrir,“ segir Þórður, en Helgi áréttar: ,,Ég kem einstaka sinnum með einhverjar mjög barnalegar hugmyndir. Ég hef ekki kynnt mér þessi mál nóg til að vera að deila um þau.‘‘ „Þegar maður er að velja sér lífs- braut eru það svo mörg atriði sem koma inn í valið — hjá sumum koma tiltölulega mjög fljótt ákveðin ein- kenni, hjá öðrum eru margir hlutir að togast á frameftir árum. Það er hægt að fara út í flóknar sálfræðileg- ar skýringar á þessu — eða að segja einfaldlega eins og einn forystu- maður í stjórnmálum sagði nýlega, að þetta standi allt saman í stjörnun- um,“ segir Þórður. „Það er kannski eins góð skýring og hver önnur," bætir hann við. Hann er spurður um hið sama og Helgi impraði á í upp- hafi: Skortir ekki einmitt listrænt innlegg eða „póetíska vídd“ í efna- hagsmálin til þess að hlutirnir fari að rúlla almennilega? „Ég held að það væri allavega málunum mjög til framdráttar ef menn hefðu fleira í huganum þegar þessar tölur eru skoðaðar en hag- fræðina. Það er nú einu sinni svo, að það er í senn veikleiki og styrkleiki að vera með mörg áhugamái og sinna þeim öllum. Ég hef alltaf verið að reyna að telja sjálfum mér trú um að það sé frekar af hinu góða en hinu illa að hafa slík áhugamál. En það getur auðvitað takmarkað það sem maður gerir á afmörkuðu sviði.“ FORMÚLULAUSIR LISTAMENN Hvað segir þá Helgi um afskipti stjórnmálamanna og efnahagssér- fræðinga af listinni og framlag þeirra til menningar almennt? „Ég er ekkert ósáttur við þessa menn, en á hinn bóginn hef ég nokkra ótrú á mikilli skipulagningu á listinni, því það leiðir yfirleitt til skrifstofuveldis í kringum listina, sem þá snýst minnst um listamennina sjálfa. Það eru ákveðnir einstaklingar í þjóðfé- laginu sem í raun hafa reynst listinni betur en kerfið og náð því sem er að gerast í listinni. Það kemur a.m.k. afskaplega lítið frá menntamála- ráðuneytinu." „Það er ekki til nein hagfræði- formúla til að framleiða listamenn!" skýtur Þórður inn í. Helgi: „Á hinn bóginn finnst mér ég finna svolitla list hjá þeim sem ná lengst í hverri grein fyrir sig í hvaða fagi sem er, sem hinir eru síðan að vinna úr. Góðir hagfræðingar geta þannig verið listamenn út af fyrir sig, það er vel hugsanlegt." Helgi segir að öll systkinin fimm hafi haft einhverja tilfinningu fyrir teikningu, þó list sé auðvitað meira en að kunna að teikna. „Þannig að við höfum öll eitthvað af þeim eigin- leikum í okkur, að geta teiknað," svarar hann til um hvað þeim bræðrum og systkinum sé helst sameiginlegt. Þórður: „Fjölskyldan er mjög samheldin og í æsku lékum við okkur mikið saman. í sumar gengum við saman nokkur í fjöl- skyldunni á Snæfellsjökul og stefn- um að því að ganga á fleiri jökla.“ Helgi tekur undir: „Þetta er eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum, að skoða íslenska náttúru — og reyndar erlenda líka þegar það býðst.“ Þórður er óneitanlega líklegri til að feta í fótspor föður þeirra — að fara út í stjórnmálin. Hann er þó greinilega ekkert of ákafur í að leggja út á þá braut. „Ég hef að sjálf- sögðu mikinn áhuga á stjórnmálum, en mér lætur samt betur að sinna faglegri vinnu og kann því betur, þannig að ég hef ekki hug á að breyta til. Mér finnst afskaplega gaman að fást við efnahagsmálin og væri kominn í talsvert annan hugarheim ef ég breytti þannig um svið.“ En til að útiloka ekkert bætir Þórður við: ,,En það veit að sjálf- sögðu enginn hvað framtíðin ber í skauti sér!“ En hvað segir Helgi — er list- hneigðina ef til vill frekar að rekja til móðurættarinnar? „Ekki endilega, en í þeirri ætt hafa vissulega verið frístundamálarar og móðir mín hef- ur einnig verið að gera fína hluti í handvefi. En faðir okkar hefur einnig sinnt iistinni og má kalla hann rómantískt Ijóðskáld, semur tii dæmis mikið af ferskeytlum. Það er því allavega hagleikur til staðar, þó munur sé á hagleik og list." GLÚMUR GLEYMDI HINNI PÖETÍSKU VÍDD Þegar viðtalið fór fram var jóla- hald handan næsta horns. Þórður þurfti að Ijúka tveimur stórum verk- efnum fyrir frí. „Annars vegar er það gjaldskrá opinberra fyrirtækja, sem er nú mjög í umræðunni og hins vegar er það vinna við lánsfjár- áætlun og fjárlagafrumvarpið. Þetta eru ekki beinlínis skemmtiefni fyrir jólin!“ Helgi: ,,Ég er auðvitað að vinna að minni myndlist, en þess fyrir utan er ég að kenna upp í Myndlista- og handiðaskólanum. í myndlistinni hefur aðalefnið hjá mér um langan tíma snúist mjög mikið um sjálfan mig — í þeirri von að sú sjálfskönnun sé um leið könn- un á heiminum." „Helgi vinnur þetta innan frá,“ segir Þórður. ,,En ég reyni að draga ályktanir út frá tölum sem safnast saman úr öllum áttum í þjóðarbú- inu.“ Þórður minntist fyrr á stjörnurnar Helgi: „Ég er í fiskamerkinu, en Þórður í steingeitinni og samkvæmt þessum stjörnumerkjafræðingum eiga þetta að vera talsvert ólík merki. En ætli það eigi ekki að hafa meiri áhrif að hafa alist upp á sama stað og annað sem okkur er sam- merkt?" segir Helgi. „Já, ég er í þessu jarðbundna merki, steingeit- inni, en hins vegar leita ég yfirleitt ekki skýringa á hlutum í starfi mínu í stjörnunum,“ segir Þórður. Blaðamaður kveður þá bræður, hagfræðinginn og myndlistarmann- inn. 1 miðbæ Reykjavíkur er stjórn- sýslu- og peningastofnanir að sjá allt um kring — musteri Mammons — en ekki ber mikið á listahofum. Mið- sumars 1984 ritaði Þórður formála í bókina „íslensk haglýsing", þar sem hann rifjaði upp orð Víga-Glúms: „Nú skulum vér taka oss fulltrúa, ok skemmtum oss; mun ek kjósa fyrst, ok eru þrír mínir fulltrúar; einn er fésjóðr minn, annarr öx mín, þriðji stokkabúr". Þórður taldi Glúm ef til vill fyrsta hagfræðinginn hér á landi, hann hefði varla getað valið betur. Nema þá að fulltrúarnir hefðu orðið fjórir og að við hefði bæst hin „póetíska vídd“? eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smart 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.