Helgarpósturinn - 30.12.1986, Page 28

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Page 28
GALLERÍIN undirbúa nú fyrstu átök nýs árs. Meðal forvitni- legra sýninga má nefna að í lok jan- úar hefst í Gallerí Borg sýning á nýj- um krítarmyndum Brian Pilking- tons. Þegar Brian tekur saman mæt- ir síðan á þann vettvang Sigrún Hardardóttir með nýjar olíumyndir, í febrúar. Um miðjan janúarmánuð hefst á Kjarvalsstödum stór sýning fjölmargra íslenskra listamanna, en enn sem komið er má ekki upplýsa nákvæmlega hverjir verða þar á. ferðinni! Við vitum hins vegar að 24. janúar hefst í Listasafni ASI blönduð sýning Samúels Jóhannes- sonar (menn geta farið að hlakka til hinnar árlegu sýningar á fréttaljós- myndum í maí). Gróska er í starfiNý- listasafnsins eftir áramót. Um miðj- an mánuð verður þar með „install- ationir“ Eggert Pétursson (16.—25. janúar), þá kemur sýning Ragnheid- ar Hrafnkelsdóttur (26.1—12.2) og síðan er næstur á dagskrá Halldór Ásgeirsson (13.2—22.2) en á papp- írnum er að þá taki við sýning aust- urríska abstraktmálarans Franz Graf. ARIÐ sem er að líða var sögulegt ár í gallerískilningi. í upphafi ársins og fram eftir útmánuðum leit ekki út fyrir annað en sýningarsölum á höfuðborgarsvæðinu myndi fækka að minnsta kosti um helming og aðrir salir og nýrri yrðu ekki opnað- ir. Listmunahúsid, Gallerí Lœkjar- torg og Galleríiö Vesturgötu 3 voru öll aflögð og sömuleiðis Langbrók- in, sem svo var að vísu opnuð á öðr- um stað í nýjum tilgangi. Eftir stóðu auk gamla þríeykisins; Kjarvals- MYNDUST Gjafir tilviljunar og ástarinnar eftir Guðberg Bergsson Það er mikil gjöf tilviljunar og ástar þegar þær í sameiningu leiða hæfileikamenn útlenda til lít- illa þjóða. Það er vegna þess að út- lendingar eru sjaldgæf djásn hjá smáþjóðum, einkum ef þeir eru ríkum hæfileikum gæddir, enda vilja hæfileikamenn yfirleitt dvelja þar sem þeir geta hagnast í reiðu fé og miklu á hæfileikum sín- um. Slíkt fé liggur yfirleitt ekki á strætunum sem mjöll hjá smáþjóð- um. Bækur þær sem Frank Ponzi hefur gefið út hjá Almenna bóka- félaginu um ferðir útlendra lista- manna til íslands eru, með vissum hætti leit hans sjálfs að sjálfum sér í fyrirrennurum sínum, þótt þær séu um leið merk rit og ágæt fyrir okkur um leið. Nú veit ég ekki hvort Ponzi hef- ur beinlínis „málað myndir af Is- landi" eða hvort einhver Ponzi á næstu öld eða öldum muni gefa út verk hans, en um leið og hann gef- ur út athugasemdir sínar á bók þá mála þær myndir hans sjálfs, ekki með olíulitum heldur í orðum. Island á 19. öld er nýútkomin hjá Almenna bókafélaginu, falleg bók með prýðilega gerðum mynd- um. Og hér á ég viö greiningu lit- anna sem er með ágætum. Og texti Ponzi er lipur og afar læsileg- ur og aðgengilegur hverjum manni. Að mínu viti mætti hann vera örlítið fræðilegri. Ponzi hefði mátt fjalla meira um myndirnar sjálfar. Hann hefði átt að ráða í gátu landsins í gegnum myndirnar meira en hann gerir. Stundum fannst mér, þegar ég las bókina, að Ponzi hafi dvalið hérlendis of lengi og því hafi hann fallið í þá íslensku gröf að sýna heimildunum meiri áhuga en sjálfri listinni. Hann lætur lesand- ann um það að sinna henni að mestu upp á eigin spýtur en gefur sjálfur bara í skyn. Þetta er dálítið eins og bandarísk fréttamennska var og íslenskur frásagnarmáti: fréttin var fram borin, en hún var ekki túlkuð eða henni velt upp úr heimspekilegum bollaleggingum, eins og sagt er. Á flæðitíð upplýs- inga og fjölmiðla er fréttin sjálf orðin næstum einskis virði, það er orðið svo mikið um fréttir alls staðar, hins vegar er oröinn mikill skortur á fréttaskýringum og túlk- un frétta og á mönnum sem horf- ast í augu við fréttina og hafa skoðanir á henni. Vegna hlutleysis síns eða hvað. sem það er, kannski of langrar dvalar hér í deyfðinni, leyfir Ponzi okkur að bera saman í bókum sín- um tveim: ísland á útjándu öld og íslandá 19. öld viöhorf útlendinga til íslands, eins og það birtjst í myndverkum þeirra. Til slíks sam- anburðar er nauðsyn og skemmt- un að eiga báðar bækurnar og bera þær saman. Og glöggur mað- ur getur þá orðið margs vísari um list/samfélag. Auðsætt er af bókinni Island á 19. öld I að það er rómantíkin sem rekur útlendinga hingað yfir haíið, miklu fremur en áhrif frá upplýs- ingatímanum eða rannsóknarþrá beinlínis. Flestar myndir eru bað- aðar í rómantískum ljóma og sum- ar gætu verið frá heimalandi mál- arans en ekki frá ísiandi, vegna þess að stefna í myndlist verður rikari en það sem ber fyrir augu listamannsins. Slíkt er algengt, að hið huglæga sé sterkara en hlutur- inn sjálfur. Til að mynda þegar Japanir gerðu myndir af komu Portúgala á sinni tíð til Japan og mikil furöa þótti, þá voru Portú- galar í myndlistinni af þessum at- burðum nákvæmlega eins og Japanir en bara örlítið nefstærri. Enn í dag hefur Japönum varla tekist að gera myndir af Vestur- landabúum án þess að þeir hafi örlítið japanskt svipmót. Eins er þetta að sjá í myndum útlending- anna af íslandi: ísland er í róman- tískum lit og oft verður landið að lúta rómantískri myndbyggingu Ef eitthvaö er, eru sumar myndir Flóka jafnvel of nákvœmar, svo ímyndunin fœr ekkert svigrúm. Adalsteinn Ingólfsson. Og mig langar að bæta því við orð Aðalsteins að frásagan eða myndirnar eru of nákvæmar til þess að ímyndunin fái nægilegt svigrúm til að leika lausum hala um línurnar, vegna þess að mynd- efnið er fremur bóklegt en mynd- rænt=dulrænt, þótt það ætti og ætli sér að verða, frá hendi Flóka, fremur hið síðar nefnda en hið fyrr nefnda. En að sjálfsögðu fer þetta eftir því hver skoðar mynd- irnar. Sumir „sjá ekkert“ út úr myndum þótt þær liggi í augum uppi. Og sumir málarar eða teikn- arar láta myndefnið liggja svo í augum uppi og vera það áberandi að það verður fyrir bragðið dul- rænt eða einkennilegt. Mér liggur við að halda að Flóki ætli sér að nota fremur þá aðferð, að dylja með of Ijósum línum og myndefni. Og það er vegna þess að hann er órafjarri hinum svo nefnda súrr- ealisma eða duldastefnu. í raun er hann í barnabókastíl. Myndir hans eru fyrir börn á þriðja aldrinum. Þar með er ég ekki að leggja til að eftirprentanir af myndum hans eigi að þekja alla veggi elliheimil- anna. Mig langar þó að geta þess að ég þekkti gamla konu sem hafði ekki mælt orð af vör í áratugi þangað til hún fékk eitthvert lyf sem hún nefndi „ofmælgislyf" eft- ir að hún fór að tala og leysa frá skjóðunni. Og þá flæddu úr munni hinnar bráðernu konu sægur af „orðmyndum" eitthvað í líkingu við myndir Flóka. Við þennan orð- myndaflaum varð fjölskyldan oft kindarleg við rúm gömlu konunn- ar, öll nema börnin. Þau sátu jafn- vel hjá rúmi hennar löngu eftir að heimsóknartíma lauk og héldu í hönd ömmu gömlu og hlustuðu á fremur en það fái að vera jarð- fræðilega rétt á málverkinu. Svo halda ýmsir að veruleikinn sé sterkari en hugurinn. Og af myndunum í bókinni er hægt að ráða að rómantíska stefn- an hefur lifað lengur í einu landi en öðru. En að lokum í hverju landi hefur hún orðið að lúta fyrir ágangi svonefndra heimilda: myndirnar eru fremur heimildir um landið en „sýn" myndgerðar- mannsins. Og þá er stutt í ljós- myndina — sem Ponzi gefur ekki nægan gaum, að mínu viti. Hann hefði mátt í bókarlok láta meira bera á ágangi ljósmyndarinnar og sýna hvernig útlendingurinn eða ferðalangurinn sér landið að lok- um bara með auga „augnabliks- myndarinnar" en ekki með stefnu hugans eða innri sýn. Gaman hefði mér einnig þótt að sjá hvernig Ponzi tengir ljóð Jón- asar Hallgrímssonar og þá mynd- list af Islandi sem var til á hans „nið myndanna" eins og þau sögðu. Síðan litu þau undir rúmið og héldu að myndirnar hefðu safn- ast þar fyrir í haug. En gamla kon- an sagði: Nei, krakkar mínir, það safnast ekki neinar myndir fyrir undir rúmi gamalla kvenna eftir að hætt var að nota koppana. I þeim var- ævisagan. Læknisfræðilega séð var þetta hárrétt hjá þeirri gömlu. En núna eru læknar fremur farnir að spá í blóð en þvag, eins og áður fyrr í fornöldinni og kannski í upphafi, þegar galdralæknar fórnuðu mönnum og spáðu í blóð þeirra. Bókin Furðuveröld Alfreðs Flóka reynir að lýsa ferli Flóka frá 1963 til 1986. Myndirnar í henni eru nokkuð jafn stórar og mynd- efnið of svipað til þess að bókin lýsi í raun og veru ferli listamanns- ins. Myndirnar eru líka flestar „jafn góðar“. Þó má sjá af þeim að Flóki nær æ betri tökum á stíl- vopni sínu. Með árunum og þunga „ellinnar" verður dráttlistin Iéttari og liprari. Núna fyrst er hann að ná verulegum tökum á henni. Það gerist um leið og hann fækkar tíma. Því að með Jónasi berast litir inn í íslenska Ijóðagerð. Þeir eru nefndir næstum á áþreifanlegan hátt með orðunum sem ná yfir þá. En í ljóðagerð fyrri tíma voru lit- irnir aðeins hugblær í Ijóðunum og þá oftast annað hvort hvítur lit- ur eða svartur eða blæbrigði þess- ara tveggja lita. Með Jónasi verður liturinn að „veruleika eða hug- blæ“. Verk Ponzi er þess vegna gott framlag og vel gerð bók sem verð- ur hjálpartæki okkar við að at- huga okkur sjálf í Ijósi fortíðar- innar. Hún er nauðsyn öllum sem hyggjast brjóta verulega heilann yfir hinni myndrænu fortíð okkar og andlegu straumum, því að þótt útlendingarnir hafi kannski staðið stutt við þá hafa þeir skilið eflaust meira eftir af framandi málverk- um í huga landsmanna er þeir fóru með heim til sín annað hvort á pappír eða striga. þeim atburðum sem myndirnar lýsa. Við það verða þær heiðrík- ari, einfaldari og hnitmiðaðri: form og persónur verða miklu fremur þær sjálfar en áður var. Þessi framvinda hlutanna virðist hefjast, eftir bókinni að dæma, upp úr 1972. En með því að þetta er ekki „listaverkabók um ævi og starf Flóka“ í eiginlegri merkingu, þá verður saga hans ekki rakin af blöðum hennar. Þetta er dálítil og skemmtileg teiknibók eða litabók fyrir börn og fullorðna, með for: mála eftir Aðalstein Ingólfsson. í formálanum er farið dálítið í kringum Flóka eins og heitan graut. Það stafar af því að erfitt er að skipa listamanninum í flokk með einhverri stefnu. Það er eins og Flóki eigi einhverra hluta vegna að- vera súrrealisti, en vegna þess að hann er það ekki þá verður einhverra hluta vegna að lýsa því yfir að hann sé það ekki. Eftir sem áður er lesandinn engu nær um hvar í flokki hann stendur. Gefið er í skyn að hann sé einfari með ótal rætur á ýmsum stöðum. Og þess vegna er hann ekki ein- fari, heldur á vissan hátt samfari eða eftirmaður annarra. Ellegar hann er bara maður sem teiknar í sínum dúr. Og slík er líklega eðli- legasta skýringin á honum, þang- að til hann verður tekinn í gegn og grannskoðaður, ef nokkur þorir þá að grannskoða hann eða nenn- ir því sökum ótta við að vinátta rofni eða komist verði að óþægi- legri niðurstöðu. Því það er nú einu sinni þannig að þótt myndir Flóka séu „óþægilegar" þá er forð- ast að komast að óþægilegri nið- urstöðu um þær — að minnsta kosti í bráð. Bókinni er gott að fletta frá 16. síðu og aftur úr og lesa síðan for- málann. „Barna“myndabók Flóka staða, Norrœna og Ásmundarsals, salir Gallerís Borgar og Nýlós. En svo gerðist það allt í senn á síðsumri og haustmánuðum að gömlum plássum var gefið nýtt líf — Gang- skör og Gallerí Hallgerður, menn- ingarhús tóku við sér í myndlistinni — Gerðuberg og Hlaðvarpinn, og nýir og skemmtilegir salir voru opn- aðir — Gallerí Svart á hvítu og Sýn- ingarsalurinn Skipholti. Það sem í fyrstu leit út fyrir að verða samdrátt- ur reyndist vera endurnýjun og áherslubreyting þegar ailt kom tii alls. BJARNI Bernharður Bjarnason kýs að kalla sig Egó í nýjustu ljóða- bók sinni, nema prentvillupúkinn hafi farið hamförum á forsíðu og saurblaði. Skáldið iðar í þessari sjö- undu ljóðabók sinni, sem það kallar Stjörnunös, samanber síðasta ljóð- ið: I augnablik kom hrím svo snjóflétta þá örlítil serla á rúffu blikk og bloss í augnablik játaðist neitaðist myrkvaðist birtist sté inn sté út leggjahalur nökkvabyr grasker mauluskuggi ugg ygglu gegglu örgeðu dapra unn að nullu. FELLIbylurinn Gloría kom út á síðasta ári og hafði að geyma upp- lestur nokkurra okkar framsækn- ustu ungskálda á snældu. Grammið gaf út. Útgáfan bar sig, enn einn vitnisburðurinn um sókn ljóðsins, og nú er önnur Gloría komin á stjá, nánar til tekið Lystisnekkjan Gloría. Enn er það Grammið sem gefur út. Að þessu sinni eru það sjö skáld sem flytja verk sín; Anton Helgi Jónsson, Björk, Geirlaugur Magnússon, Þór Eldon, Einar Már Guðmundsson, Sjón og Steinþór Stefánsson. Geir- laugur er lýðveldisbarnið í hópnum, elstur á snældunni, og svo sem ekki amalegt að heyra hann fara með Ijóðið Varar í einstökum blæ (en hann kveðst aldrei lesa sama ljóðið tvisvar eins): alkarnir flœða um landakortin alltaf að heimsœkja mömmu blóm konfekt sorgarslör œpa vogrek að morgunsólinni maðurinn er aðeins fitan skinnið og beinin túnglin falsa almanök landabréf berast ekki með póstinum né vindinum fáðu mér fjallstind eöa tinda í afréttara að renni árnar uppímót. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.