Helgarpósturinn - 30.12.1986, Síða 30

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Síða 30
KVIKMYNDIR eftir Sigmund Erni Rúnarsson Mynd rósarinnar Háskólabíó, Nafn rósurinnar (The Name of the RoseJ: ★★★ Þýsk/bandarísk árgerö 1986. Franúeiöandi: Bernd Eichinger. Leikstjórn: Jean-Jacques Annaud. Handrit: Andrew Birkin, Gerard Brach, Howard Franklin og Alan Godard, sam- kuœmt samnefndri skáldsögu Umberto Ecos. Kvikmyndataka: Tonino Delli Colli. Tónlist: James Horner. Adalleikarar: Sean Connery, F. Murray Abraham, Christian Slater, Michael Lonsdale og Ron Perlman. Jean-Jacques Annaud kemur bæði hratt og bratt inn í efniviö sinn sem er að þessu sinni kvik- myndaútfærsla á skemmtilegri og margslunginni skáldsögu Umberto Ecos, sem m.a. er fræg af tyrfinni byrjun. Hann breytir víða áherslum verksins og sleppir til að mynda næstum alveg heimspeki- legum vangaveltum eins og vænta mátti, skeytir við á fáeinum stöð- um — en það sem stendur þó upp úr: Ijær útfærslu sinni hæga mystík, langtum framar bókinni, sem kvaddi hindurvitnin fremur niður en jók á þau. En það er aldrei sanngjarnt að skrifa um kvikmynd með skáld- sögu í huga, þó svo að sama nafn beri og geri út frá henni. Þetta eru gerólíkir miðlar þegar allt er talið, vinnast ekki einasta öðruvísi, heldur gera þeir líka ólíkar kröfur til notenda sinna. Sem sjálfstætt kvikmyndaverk — og eflaust vill Annaud og framleiðandinn Eichinger frekar líta á verkið sem svo en bara bókarbíó — er Mynd rósarinnar dægilega heppnuð og hvað varðar einstaka þætti henn- ar, hreinasta snilld. Það á einkan- lega við um lýsingu, tökur Colli (víða í Fellini-stílnum) og leik Connery er töff. Stöku persónulýs- ingar eru sterkar. Fyrir þá sem hafa ekki lesið bók- ina er Mynd rósarinnar ákaflega stemmningsfullt kvikmyndaverk, sem þrátt fyrir ágalla í sviðssetn- ingu, hlýtur að teljast í fyllsta máta trúverðugt innlit í svokallað myrkur miðalda. Það er víða hald- ið fallega á málum, svo sem lipur kynlífssena ber vitni um, að ógleymdri nosturseminni í útlits- þáttum myndarinnar. Hinir sem eiga lesturinn að, hljóta hinsvegar að sakna þó ekki væri nema lymsku og kímni söguþráðarins, heilinda hans og einfaldrar og klassískrar fléttu í fræðunum, sem fær svo á sig óþarfa dulúð og yfir- hylmingu í myndinni. Kostulegar skreytingar Stjörnubíó, Völundarhús (Labyrinth): ★★★ Bresk, bandarísk árgerd 1986. Framleidandi: George Lucas. Leikstjórn og handrit: Jim Henson. Tónlist: David Bowie. Aðalleikarar: Jennifer Connelly og David Bowie. Þegar ævintýramennirnir Jim Henson og George Lucas gangast undir merki samvinnunnar verð- ur afraksturinn vitaskuld brúðum prýdd fantasía. Tæknin fer á kost- um, umgjörðin augngæti og íburð- urinn reyndar á stundum eins og mennina þurfi ekki með. Völundarhúsið sver sig í ætt við síðasta stórvirki Hensons á sviði nosturseminnar — The Dark Crystal — að því leyti að aðal- áherslan er á það atriði að skemmta áhorfandanum. Sjón- taugarnar fá virkilega að starfa. Hér er boðið upp á veislu fyrir augað, stanslausar skreytingar sem fara vel í mann svona stuttu fyrir írafár áramótanna. Söguþráður verður auðvitað aukaatriði þegar svona er haidið á málum. Og svo skrítið sem það nú er, komast Lucas og Henson nán- ast upp með það í þessari kostu- legu mynd. Ef til vill hefði þó verið skemmtilegra að fá að staldra lengur við söguna, sem er smá- saga, en ágæt út af fyrir sig. Það er hann Davíð Bowie sem leikur Jörund miður góða sem rænir tveggja ára bróður Söru sautján ára — og þar með hefst þrautaganga hennar eftir ranghöl- um Völundarhússins sem umlykur höllina sem geymir auk Jöja; púka hryllilega og alskonar ára og ómenni. Mennsku hlutverkin eru vel af hendi leyst — og Davíð eyk- ur sína rullu Ijúfum söngvum — en meira gaman var þó að góna á dúkkurnar, geðslegar og ógeðs- legar. Einrœna, ást og einlægni Bíóhúsid, Strákurinn sem gat flogið (The Boy who could Fly): ★★ Bandarisk árgerð 1986. Framleiðandi: Gary Adelson. Leikstjórn og handrit: Nick Castle. Kvikmyndun: Steven Poster. Tónlist: Bruce Broughton. Aðalleikarar: Lucy Deakins og Jay Underwood. Enda þótt megnið af þeim ungl- ingamyndum sem koma hingað til lands á hverju ári séu hvoru- tveggja klénar að efni og flatar út- lits, gefst stundum að líta fyrirtaks myndir úr þessum flokki — og þá gjarnan austan að. Danskar ungl- ingamyndir hafa iljað okkur um nokkurt skeið og sömuleiðis in- dælis krakkamyndir úr Englandi. Afturá móti er ástand þessara mála bágborið í Bandaríkjunum nú um stundir. Keyrslan á kvik- myndir fyrir unglinga — sem sam- kvæmt útreikningum eru helstu og bestu bíógestirnir — hefur ver- ið yfirgengileg. Og ruðst fram í sama farveg undir formerkjum kynlífs, kennarastríðni og áþjánar pabba og mömmu, ellegar stóra sterka stráksins. Dauði, biturð og einræna. Sjálfs- trú, ást og einlægni. Allt er þetta umfjöllunarefni nýrrar myndar eftir Nick Castle sem Bíóhúsið sýn- ir núna; ákaflega elskulegt verk fyrir unglinga, sem þrátt fyrir leik- stjórnarlega galla, gengur upp í snjallri hugmynd og augsýnilegri trú á viðfangsefnið. Leikfléttan er fáránlegri en lífið að maður heldur: Drengur, sem missir foreldra sína í flugslysi fimm ára vill ólmur fljúga upp frá því — og treystir því að allt sé mögulegt sé nægileg von og staðföst trú að baki. Strákurinn sem gat flogið er undarlegt sambland Birdy og Mary Poppins sem nær hæðum á einlægni. KVIKMYNDAHÚSIN AIISTURBtJARRin FJÓRIR Á FULLU (Hot Chili) O Fjórir vinir kynnast ýmiss konar kven- mönnum þegar þeir fá vinnu á hóteli í Mexíkó yfir sumarið. Bönnuð börnum innan 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STELLA f ORLOFI ★★★ Léttgeggjuð ærsl a la Islanda. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. PURPURALITURINN (The Color Purple) ★★★ Manneskjulegur og hrífandi Spielberg. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. bMhöiu| RÁÐAGÓÐI RÓBÓTINN (Short Circuit) ★★★ Fjallar um róbót nr. 5 sem fer á flakk og lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LÉTTLYNDAR LÖGGUR (Running Scared) ★★ Grínlöggumynd með Gregory Hines. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11., ALIENS ★★★★ Splunkuný og spennandi spenna. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. BÍÓHÚSIÐ „VITASKIPIÐ" (The Lightship) ★ ★★ Góð mynd leikstýrð af Jerzy Skolimow- ski (hann lék eitt aðalhlutverkið í White Nights og leikstýrði The Shout). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. LAUGARÁS B I O E.T. ★★★ Frábær fjölskyldumynd. Sal A kl. 5 og 7.05. Sal B kl. 9, 11.05. LAGAREFIR (Legal Eagles) ★★★ Mjúkt lögfræðingadrama. Sal A kl. 9, 11.15. Sal B kl. 5 og 7. EINKABlLSTJÓRINN (My Chauffeur) ★ Ung stúlka gerist einkabílstjóri. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. I3E0NBOGIINN SAMTAKA NÚ (Gung Ho) ★ Vitlaust fjör kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. AFTUR í SKÓLA (Back To School) ★★ Dillandi grín og hraði. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.15 og 11.15. STÓRVANDRÆÐI I LITLU KlNA (Big Trouble in Little China) ★★ Uppátækjasamt sprell og hrekkir. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. MONA LISA ★★★ Elskuleg mynd, hörku drama og leikur. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. f HÆSTA GÍR (Maximum Overdrive) ★ Splunkuný spennandi spennumynd með Emilio Estevez (úr Breakfast Club), og St. Elmo's Fire). Sýnd kl. 7 og 11. Bönnuð innan 16 ára. DRENGURINN SEM GAT FLOGIÐ ★★ Notaleg og vel meint unglingamynd kl. 5, 7, 9 og 11. NAFN RÓSARINNAR ★★★ Stórt drama, sterk mynd kl. 5 og 9 fyrir eldra fólk en fjórtán ára. LÖGREGLUMAÐURINN (Rolice) ★ Mynd um lögreglumann sem vill gera skyldu sína sem lögreglumaður en freistingarnar eru margar. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7, 9 og 11.15. BORGARLJÓSIN (City Lights) ★★★★ Sígilt kærleiksverk Chaplins kl. 3.15, 5.15 og 7.15. ÁBENDING Somcthinji woiulcrftil lui> liapjXMied.. Na S is alivt*. \ IICW CfHIU.il) ÍHÍ'I íroiti flu ilirivliir«»f "V Tæknifríkin fara á róbótinn eða eilí- ens í Bíóhöllinni, söguliðið í Háskólabíó eða á Vitaskipið. Lagarefir Ijúfir í Laugar- ásnum og Völundarhúsið er skothelt í Stjörnubíói. GUÐFAÐIRINN (The Godfather Part II) ★ ★★★ Þrælmögnuð mafíumynd. Myndin hlaut 6 óskarsverðlaun. Sýnd kl. 3, 6.05 og 9.15. Bönnuð börn- um innan 16 ára. LINK ★★ Ágæt spennumynd um prófessor sem þjálfað hefur apa með harðri hendi, en hætta er á að dýrin geri uppreisn og þá er voðinn vís. Sýnd kl. 5.10, 7.10 og 9.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. ÞEIR BESTU (Top Gun) ★★★ Strípur og stjörnur, mökkur af militar- isma. Sýnd kl. 3, 5 og 7. JÓLASVEINNINN ★★ Frábær jólamynd, fyrir alla fjölskyld- una. Sýnd kl. 3 og 5. VÖLUNDARHÚS (Labyrinth) ★★★ Vel gerð fjölskyldumynd, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. JAKE SPEED ★ Spennandi, fyndin en leiðinleg mynd, um einkaspæjara í leit að stúlku hjá hvítum þrælasölum í Afríku. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á YSTU NÖF (Out of Bounds) ★★ Léttur götutryllir. Sýnd kl. 5, 9 og 11, Bönnuð börnum innan 16 ára. ÞAÐ GERÐIST f GÆR (About Last Night) ★★ Hjartaknúsarinn Rob Lowe. Sýnd kl. 7. HEAT Ný Um hefnd vegna ástar. Með Burt Reyn- olds. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg o mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Vísindahrollur The Quiet Earth ★★★ Árgerð 1984. Byggt á samnefndri vísindaskáld- sögu Craig Harrison. Leikstjórn: Geoff Murphy. Aðalhlutverk: Brundi Lawrence, Alison Routledge, Peter Smith. Vísindaskáldskapur eins og hann gerist bestur í kvikmyndum: Zoe Hobson er nýsjálenskur kjarn- eðlisfræðingur, sem á liðnum ár- um hefur unnið ásamt kollegum sínufn að þróun nýrrar leynilegrar tegundar vopnabúnaðar á vegum vesturveldanna. Einn góðviðris- daginn vaknar hann upp við það, að hann er að því er virðist eina eftirlifandi spendýrið á yfirborði jarðar. Hann heldur af eðlislægri forvitni sinni áfram rannsóknun- um og kemst að því um síðir, að til- raunin sem fór úrskeiðis með svo hrikalegum afleiðingum sem raun ber vitni hefur orðið tilefni slíks ójafnvægis í náttúrunni, að öll fyrri lögmál hennar eiga á hættu að leysast upp í andhverfu sína, ef ekkert verður við gert. Eftir að hann hefur komist í kynni við tvo aðra eftirlifendur hamfaranna, ákveða þau að sameina krafta sína, til að koma í veg fyrir að áð- urnefnd tilraun nái endanlega að tortíma því lítilsiglda lífi sem þrátt fyrir allt fyrirfinnst enn á jörðinni. Afbragðsvel skrifuð og umhugs- unarverð hugleiðing um möguleg- ar afleiðingar hinnar einstrengis- legu vísindahyggju samtímans. -Ó.A. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.