Helgarpósturinn - 30.12.1986, Page 35

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Page 35
FRÉTTAPÓSTUR Slysfarir á sjó Sex menn úr áhöfn farmflutningaskipsins Suðurlands fórust á jóladagsnótt, er skipið sökk í hafinu milli íslands og Noregs. 5 úr áhöfninni komust af eftir að hafa hírst standandi i illa förnum gúmhjörgunarbáti í rúmar 10 klukkustundir. Þeir sem fórust voru: Sigurður Sigurjóns- son, skipstjóri, 62 ára, Hlöðver Einarsson, yfirvélstjóri, 41 árs, Sigurður L. Þorgeirsson, 2. stýrimaður, 45 ára, Haf- steinn Böðvarsson, matsveinn, 56 ára, Svanur Rögnvalds- son, bátsmaður, 57 ára og Sigurður Ölvir Bragason, háseti, 21 árs. Þeir sem komust af voru: Jón Snæbjörnsson, fyrsti stýrimaður, Halldór Gunnarsson, fyrsti vélstjóri, Kristinn Harðarson, háseti, Júlíus Guðnason, háseti og Anton Sig- þórsson, viðgerðarmaður í vél. Skipið var á leiðinni til Mur- mansk með 19 þúsund tunnur af saltsíld að verðmæti 70 milljónir króna. Þá fórst enska tankskipið Syneta um mið- nætti á jóladag við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar með þeim afleiðingum að allir skipverjar, 12 að tölu, fórust. Talið er að skipið hafi strandað þar eftir að hafa bilað og einnig virðist ókunnugleiki hafa spilað inn í og skipverjar talið sig á öðr- um stað. Skipið var skráð í Gíbraltar, en 6 yfirmenn skips- ins voru breskir og 6 undirmenn voru frá Grænhöfðaeyjum. Skipið kom f rá Liverpool og stóð til að lesta 1.100 lestir af lýsi hér á landi. Að kvöldi fimmtudagsins 18. desember sökk vél- báturinn Tjaldur ÍS 116 í mynni Jökulfjarða I ísafjarðar- djúpi og fórust þá 3 menn, þeir Hermann Sigurðsson, vél- stjóri, 60 ára, Guðmundur Víkingur Hermannsson, skip- stjóri, 29 ára og Kolbeinn Sumarliði Gunnarsson, háseti, 27 ára. Hermann og Guðmundur voru feðgar. Sölu Borgarspítala frestað Eftir miklar umræður innan og utan Alþingis var samn- ingaumleitunum um sölu á Borgarspítala til ríkisins frestað fram yfir áramótin. Miklar deilur höfðu staðið yfir um yfir- töku ríkisins á spítalanum og skoðanir mjög skiptar. Það eru einkum ráðherrar og borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér fyrir þessari sölu, en innan raða þess flokks er andstaðan einnig hvað hörðust, en þá hefur hug- mynd þessi mælst illa fyrir hjá starfsmönnum spítalans, sem vilja tryggja sjálfstæði hans. í bréfi sem forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra sendu borg- arstjóranum 19. desember segir, að það sé fullur vilji ríkis- stjórnarinnar að verða við þessari málaleitan borgarinnar og ganga frá samningum þegar eftir áramót, þegar Alþingi kemur saman á ný. Fram hefur komið hjá formönnum þing- flokka stjórnarflokkanna að bréf þetta hafi ekki verið kynnt fyrir þingflokkunum og er enda óvíst með öllu hvort meirihluti sé fyrir þessari sölu á Alþingi. Botninn úr okurmálinu? Hæstiréttur kvað nýlega upp úrskurð í sínu fyrsta máli af mörgum í svokölluðu okurmáli, sem kennt er við Hermann G. Björgvinsson. Þar staðfesti hæstiréttur dóm undirréttar þess efnis, að ekki hefði verið um okur að ræða á mikilvægu tímabili, þar eð Seðlabanki íslands hefði ekki auglýst hæstu leyfilega vexti eins og bankanum bar samkvæmt lögum. Dómur þessi er mjög mikilvægur í málinu í heild og jafnvel talið að botninn í þessu umfangsmikla okurmáli sé fallinn. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur lýst ábyrgð á hendur Seðlabankanum, sem aftur á móti hefur vísað á ábyrgð löggjafans í málinu og segir það hlutverk Al- þingis en ekki Seðlabankans að tryggja það, að refsiheimildir séu jafnan i samræmi við þá stjórnsýslulöggjöf, sem bank- anum er ætlað að starfa eftir. Matthías Bjarnason, banka- málaráðherra, segir að mögulega hafi mistök átt sér stað við samningu laga um Seðlabankann og fleiri lög, að hér sé í fyrsta skipti komin túlkun á þeim lögum, sem væru á aðra lund en ætlað var með lögunum. Fréttapunktar • Allt útlit er fyrir að boðað verkfall sjómanna komi til framkvæmda nú um áramótin eftir árangurslausar samn- ingaviðræður fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna hjá sáttasemjara ríkisins að undanförnu. Einhver brögð hafa verið að þvi að útgerðir hafl sent skip út síðustu daga, en ef fram fer sem horfir mun mest allur fiskiskipafloti lands- manna stöðvast á næstu dögum. • Lögreglan í Reykjavík og Reykjanesi beitti sér f yrir skipu- legum aðgerðum gegn myndbandaleigum 22. desember sl. og lagði hald á hátt á tólfta þúsund myndbönd. Aðallega var lagt hald á ótextuð myndbönd, en einnig myndir á bannlista og myndir án merkinga frá dreifingaraðilum og kvikmynda- eftirliti. • Nauðungarsölur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Reykjavik hafa aldrei verið fleiri en í ár. Þegar vika var liðin af desem- ber höfðu 54 eignir verið þannig seldar á móti 28 allt síðasta ár. Á sama tíma höfðu borist 880 gjaldþrotabeiðnir á móti 762 allt árið í fyrra. • Nú fyrir jólin ákvað rikisstjórnin að takmarka hækkanir á ýmis konar opinberri þjónustu. Afnotagjöld RÚV og verð- skrá Pósts og síma hækka um 10% í upphafi árs, því var beint til Landsvirkjunar að takmarka sínar hækkanir á næsta ári við 4.5% og að hækkun á rafmagnsverði RARIK fari ekki yfir 7.5%. Andlát Axel Einarsson, hæstaréttarlögmaður, lést á heimili sínu aðfararnótt laugardagsins 20. desember, 54 ára að aldri. Ingibjörg Jónsdóttir, rithöfundur, lést á heimili sínu að morgni 25. desember, 53 ára að aldri. E, lf einhverjum líður illa á sál- inni eftir alla jólaglöggvunina í des- ember, sakar ekki að koma því á framfæri að maður á Englandi fékk um daginn heiðursskjöld frá krá nokkurri í heimabæ sínum. Var við- urkenningin veitt til þess að minn- ast langra og ánægjulegra viðskipta piparsveinsins Bills Claridge við fyrirtækið. Hann hafði stundað krána reglulega i 60 ár.. . ÍÞRÓTTIR Á réttri bylgjulengd Síðast þegar hér var tilkynnt um stöðuna í getraunakeppni fjölmiðl- anna var spámaður HP að slaka á, en þó öruggur í 2.-3. sæti á eftir Bylgjunni. Nú hafa farið fram tvær umferðir og spámaður HP kominn á botninn og alvarlega farinn að hug- leiða uppgjöf — en að athuguðu máli er sú bráðabirgðaákvörðun tekin hér með að stíga á stokk og strengja þess heit að halda þess í stað á sigurbraut á ný og komast á sömu bylgjulengd og Bylgjan. Eftir fjórtán umferðir er Bylgjan með ótvíræða forystu eða 85 rétta en í öðru sæti er nú DV með 81 rétta. Þá koma Morgunblaðið, Tíminn, Þjóð- viljinn, Dagur og RÚV með 80 rétta, en aleinn og umkomulaus á botninum er undirritaður með 79 rétta. Til að bæta gráu ofan á svart hefur síðan Alþýðublaðið náð góðri forystu gegn HP eftir þrettán um- ferðir, með 75:72. Fimmtándaumferð fjölmiðlakeppn- innar verður 3. janúar. Leikirnir eru eftirfarandi: A. Villa — Notth. Forest Leichester — Sheff. Wed. . Liverpool — West H?ira. Manch.City — Oxford Newcastle — Coventry Q.P.R. — Everton Southampton — Manch. Utd. Wimbleton — Watford Blackburn — Portsmouth C. Palace — Derby Sheff. Utd - W.B.A. Shrewsbury — Ipswich Og spáin er: 2-x-l, 1-1-x, 1-1-2, 1-1-x. -FÞG : SHANNON IDATASTOR Allt á sínum staö meö :shannon: :datastor: skjalaskáp Ef einhver sérstöK vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö oKKur sem allra fyrst og munum viö fúsiega sýna fram á hvernig ShdHHOH skjalaskápur hefur ,,allt á sínum staö". Útsolustaðir: REYKJAViK, Pennmn Hallarmúla KEFLAVlK, Bókabuð Kellavikur, AKRANES, Bókaversl.. Andrés Nielsson HF. ÍSAFJÖRDUR. Bókaverslun Jónasar Tómassonar. AKUREYRI, Bókaval, bóka- 09 rirtangaverslun HÚSAViK. Bókaverslun Þóranns Ste,ánssonar ESKIFJÚRÐUR. Elís Guðnason. verslun. VESTMANNAEYJAR. Bókabúðin. EGILSSTAÐIR. Bókabúðin Hlöðum. ÖBAFPR ©ISmSOM & €©. HF. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 V \/ÆR ÖRUGGAR ] LEIÐIR TIL LÆKKUNAR S ;katta fúsnæðisreikningur er verð- tryggður sparnaðarreikningur með bestu ávöxtunarkjörum bankans, ætlaður verðandi húsnæðiseigendum. Samið er um ársfjórðungslegan sparnað, 4-40 þúsund til eins árs í senn. Sparnaðar- tíminn er 3-10 ár og lántökuréttur að honum loknum nemur allt að fjórföldum sparnaðinum. Fjórðungur árlegs spamaðar á húsnæðisreikningi er frá- dráttarbær frá tekjuskatti. tofnfjárreikningur er ætlaður þeim einstaklingum sem hyggjast stofna til atvinnurekstrar. Hann er verðtryggður samkvæmt lánskjara- vísitölu og bundinn í 6 mánuði. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenær sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. Innstæður á stofnfjárreikningum eru frádráttarbærarfrá skatti allt að 45.900.- hjá einstaklingi eða 91.800,- hjá hjónum. il þessaðþessarskattfrádráttar- jíleiðir nýtist á tekjuárinu 1986 þarf að stofna reikningana fyrir áramót. Allar nánari upplýsingar fást í sparisjóðs- deildum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.