Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 2
ÚR JÓNSBÓK . .kórónaður kóngur er ég.. „The Queen had only one way of settiing all difficulties, great or small. „Off with his head!" she said without even looking round." Lewis Carroll: Alice in Wonderland „Þá mælti Sturla: „Ok nú vinna smádjöflar á mér," sagöi hann." íslendinga saga. íslenskir menntafrömuðir máttu þola oftar en ekki örlög ströng á fyrri öldum og harla óblíð. „Eigi skal höggva," sagði Snorri — sem gagnaði vitaskuld ekkert þá fremur en endranær þegar fýsn höggsins hefur gripið þann sem á vopninu heldur. Snorri var höggvinn og Árni beiskur og Þorsteinn Guð- inason lögðu þar með óafvitandi línurnar í umgengni valdsherra allt fram á vora daga við þá menntamenn sem vilja ekki lúta eðli- legri stjórnsýslu. Islenskir valdsherrar gripu þó sjaldan til þess óyndisúrræðis sem að framan getur Bæði er það að menntamenn voru fágæti mikið hér á landi fyrr á tímum og þá vand- fyllt í skörðin, ef grisjað var um of, og eins er hitt að menntamenn og valdsherrar áttu forðum meiri samleið en nú á dögum og var jafnvel ekki ótítt að sami maðurinn væri hvort tveggja í senn menntafrömuður og valdsherra. Á miðjum níunda áratug tuttugustu aldar eru kringumstæður allt aðrar. Nú verður ekki þverfótað lengur fyrir menntamönnum á ls- landi, bóklesnu og í nokkrum tilfellum menntuðu fólki, og framboð á vitrænum gæðum er langtum meira en eftirspurnin sem hefur þar fyrir utan aldrei verið óhóf- lega mikil hér innanlands. Einnig hefur það gerst að leiðir menntamanna og valdsherra liggja nú oftar en ekki sín í hvora áttina. Til vitnis um það er sú staðreynd — og má vera íhugunarefni þjóðinni — að öruggust trygg- ing fyrir andstæðum skoðunum og vel- heppnaðri illdeilu í sjónvarpssal er að fá þangað til umræðu stjórnmálamann og menntamann, jafnvel kirkjunnar þjón. Stjórnmálamenn hafa þá kennisetningu að leiðarljósi að lýðræðislega kjörið vald á Is- landi eigi að endurspegla aldagamla og rót- gróna trú þjóðarinnar á yfirburði brjóstvits yfir bókvit. Jafnvel menntamenn, sem kjörn- ir eru til stjórnmálastarfa, láta sem minnst bera á ávöxtum menntunar sinnar. Nefndar breytingar á fjölda menntamanna og samskiptum þeirra og valdsherra hafa kollvarpað þeirri skipan mála sem áður var lýst og upp var tekin með afgreiðslunni á Snorra. Var því ekki að undra þó að reitt yrði til höggs í fræðsluskrifstofu á Norðurlandi þegar valdsherra á Suðurlandi, einhver menntamálaráðherra, vildi ekki lúta eðli- legri stjórn skriffinna við Eyjafjörð. Sá sem fyrir högginu varð bar sig þó vel, hélt á vit atkvæða sinna á Austurlandi, rór í huga og haldandi þeirri stillingu orðs og æðis sem hefur auðkennt hann jafnan og er aðal vitur- legrar stjórnar. Gæslumenn lýðræðislegrar stjórnskipun- manna, yrði engum hlíft og alls engum vægt. Síðastgreind hótun fræðslustjórans hefur vakið mikinn ugg í brjóstum þjóðarinnar. vita ekki gjörla hvaða merkingu eigi að leggja í þvíumlíka yfirlýsingu og er innan- brjósts eins og forsætisráðherra og fjármáia- ráðherra sem vita ekki lengur hvað þeir eiga að halda hvor um annan. Hefur sá orðrómur fengið byr undir báða vængi að á fræðslu- skrifstofu á Akureyri sitji láglaunaðir starfs- menn með kennaraháskólamenntun, brostnar vonir, æðahnúta og skuldabyrði að skerpa eggina á öxi og sveðju og meðtaka á kostnað ríkissjóðs langt umfram fjárveitingu sérkennslu í niðurbroti og útrýmingu ráð- herra. Hefur ekki lánast að kveða þetta al- mæli niður og mátti heita vonlaust að reyna slíkt eftir að starfsmönnum barst hvatning frá Fjórðungssambandi Norðlendinga sem braut þar með viðtekna grundvallarreglu sambandsins: að eggja menn fremur til að tala en að hrinda einhverju í framkvæmd. Af ráðherra er það að segja eftir höggið að hann leitaði hælis undan gæslumönnum lýð- ræðislegrar stjórnskipunar í skjóli austfirskra fjalla og hjá atkvæðum sínum sem halda þar enn út eins og hreindýrin og kunna að meta eins og þau íslenskt náttúrueðli og góða skotfimi. Varð honum þó ekki undankomu auðið, hvort sem var í Loðmundarfirði, Við- firði eða á Jökuldalsheiði; hvarvetna var hann gómaður á símalínur og gafst þá engin miskunn. Var hart að honum sótt. Komst ráð- herra næstum í þrot með orðtök og kjarnyrt tilsvör að hætti sögupersóna á skinnhandrit- um og greip jafnvel til gífuryrða sem honum er þó ekki eiginlegt. Inntur eftir, hvort hann gæti fallist á rök- semdir fræðslustjórans fyrir högginu, sagði menntamálaráðherra að hann hefði alla tíð leitast við að halda því leyndu sem hann hefði til málanna að leggja við úrlausn verk- efna sem heyrðu undir ráðuneytið. Hann kvað það og úr lausu lofti gripið að hann hefði nokkurn tímann reynt að miða útgjöld ráðuneytisins við ramma fjárlaga sem væru afgreidd hverju sinni í þeim tilgangi einum að sýna í orði ráðdeildarsemi ríkisstjórna. Slíkt dytti engum ráðherra í hug þegar á hólminn væri komið og héraðsfylgi í hættu. Um þá ásökun fræðslustjórans að hann hefði reynt að segja undirmönnum sínum fyrir verkum lét ráðherrann þau orð falla til hug- arléttis þjóðar á öndinni að sér hefði aldrei til hugar komið að ganga svo langt í umboði kjósenda. Hann sæti á skrifstofu sinni við Hverfisgötu í þeim tilgangi einum að drekka morgunkaffi og kynna sér ákvarðanir undir- manna sinna. Höggið hefði á sér dunið full- komlega að óvörum eins og það gerði á Snorra forðum í Reykholti. Um framvindu málsins vildi ráðherra engu spá en ekki þætti sér ólíklegt, er fram liðu stundir, sagði hann, að til þess drægi, þó að hann væri ekki heiftrækinn, að mælt yrði í eyru norðlenskra menntamanna: „Man engi nú Sverri Hermannsson, ef þið fáið grið.“ JÖN ÓSKAR vera, sagði fræðslustjórinn, að stjórnskipan landsins væri í hættu ef ráðherrum héldist það uppi átölulaust að taka stjórn mála, sem falla undir þeirra ráðuneyti, í sínar hendur. Slíkt byði hættunni heim og gæti orðið til þess að engir hæfir menn fengjust til ráð- herrastarfa af ótta við að þeir yrðu að bera endanlega ábyrgð á framkvæmd verkefna sem lög og reglugerðir fela ráðuneytum. Þá hefði einnig ráðið miklu um að höggið féll, sagði fræðslustjórinn, að ráðherra hefði að undanförnu sýnt nærri sjúklega tilhneigingu til að halda sig innan ramma fjárlaga og fara eftir samþykktum löggjafarvaldsins um fjár- veitingar til einstakra verkefna. Enginn og síst af öllu skattgreiðendur hefðu nokkurn tím- ann óskað eftir að ráðherrar tækju fyrirmæli alþingis svo bókstaflega. Hlyti að liggja í aug- um uppi að þeir sem þyrftu að fá peninga, bæru mest skynbragð á hversu þeir ættu mikla peninga að fá. Fræðslustjórinn bætti því og við að léti ráðherra ekki af þver- móðskunni og játaðist undir lopavald skóla- ar brugðust hins vegar ókvæða við. Fyrr en varði voru rotinpúrulegir skólamenn með harðmæli, gleraugu, raddaðan framburð, bóklærðar skoðanir og lopapeysur á öxlum dregnir fyrir rannsóknarrétt fjölmiðla og beðnir að giska á skýringar á þeirri fáheyrðu ákvörðun ráðherra að vilja ekki hlíta ákvörðunum þeirra sem undir hann eru sett- ir. Skólamenn létu í það skína að yfirvofandi kosningar hefðu sveigt brjóstvit ráðherra út af réttri braut. Hann hefði viljað sýna at- kvæðum sínum svart á hvítu að náin flokks- bönd réðu engu um það hvort hann hlýðnað- ist fyrirskipunum eða ekki; hann byggði ákvarðanir sínar á hlutlausri dómgreind sinni og ábyrgðartilfinningu í starfi. Sá sem högginu stýrði veitti þá útlistun á athöfn sinni að ekki hefði verið hægt að una við það öllu lengur að ráðherra bryti hvað eftir annað trúnað við undirmenn sína og sk.ýrði opinberlega frá tillögum sínum til lausnar vandamálum sem heyra undir menntamálaráðuneytið. Öllum mætti ljóst AIIGALEIÐ 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.