Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 15
Þ að falla mjög óvaegin orð úr penna Jóns Oddssonar, hæstarétt- arlögmanns, í bréfi hans til Boga Nilssonar, rannsóknarlögreglu- stjóra, vegna innheimtuaðgerða Ríkisútvarpsins. Jón kærir í bréfinu innheimtudeildina fyrir brot á hegn- ingarlögum og okurlögunum (sál- ugu?) og sendir innheimtulögmönn- um auk þess tóninn. Á einum stað í bréfinu segir Jón m.a.: „Stöðva þarf þá þróun hér á landi, að fjárplógs- starfsemi undir yfirskyni lög- mennsku sé rekin áfram í þessu landi og fari eins og engisprettufar- aldur inn á alþýðuheimili í landinu, því sannarlega kemur þetta verst niður á þeim er síst eru þess um- komnir að standa undir óþarfa álög- um.“ Þá upplýsir Jón í bréfinu að við rannsókn Geirfinnsmálsins hafi komið í ljós víxilkrafa frá Theódór Georgssyni, innheimtustjóra Ríkis- útvarpsins, til eins ungmennisins er þar var ákært. Það mun hafa verið Sævar Marino Ciesielski, en hann samþykkti víxilinn þó hann hafi þá verið ófjárráða sökum æsku. Víxillinn stóð fyrir láni vegna inn- flutnings á fíkniefnum, að sögn Jóns, en hann var verjandi Sævars í Geirfinns- og Guðmundarmálinu. Þessi víxill var frá þeim tíma er FUNDARSALIR Höfum fundarsali fyrir hverskonar minni og stœrri fundi. Öll þjónusta og veitingar. Gerum föst verðtilboð. Hafið samband tímanlega. Pétur Sturluson RISIÐ Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 Símar 29670 - 22781 Theódór var lögmaður Fasteigna- sölu Austurbæjar og rak hana ásamt Guðbjarti heitnum Páls- syni. Ekki er með þessu verið að segja neitt um það hvort lögmann- inum hafi verið kunnugt um hvern- ig „barnið" varði andvirði víxils- ins. . . F I ræðslustjóramálið hefur ýmsar hliðar. Skrifstofustjóri sá í ráðuneyt- inu sem hefur með fjárhagsmál grunnskóla að gera og hlýtur þar af leiðandi að vera maðurinn sem reiknar í_hendur menntamálaráð- herra er Örlygur Geirsson. Örlyg- ur er jafnframt varaforseti BSRB og ætti því að þekkja vel til reglna um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, sem málsvarar Sturiu Kristjánssonar telja að hafi verið brotnar með tafarlausri uppsögn. Spurningin er hvort skrifstofustjór- inn hefur bent ráðherra á ákvæði um uppsögn starfsmanna ríkisins, þegar mál þessi voru til umræðu, en í fjölmiðlum lét Sverrir mennta- málaráðherra þess getið að yfir- menn í ráðuneytinu hefðu verið hafðir með í ráðum þegar ákvörðun var tekin... V irtur þingskörungur með húmorinn í góðu lagi laumaði þess- ari athugasemd við Sturlumálið að HP á þinggöngunum í vikunni: „Það voru nú alveg síðustu forvöð hjá Sverri að reka Sturlu, því ella hefði Sturla rekið hann...!“. .. BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÖDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. A FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST A STAÐNUM. BILPLAST Vhgnhöfða 19, timi 688233. Póststndum. Ödýrir cturtubotnar. Tökum aö okkur trefjaplaatvinnu. Veljiö islenskt. CHEVROLET MONZA 453.000 3ja dyra beinskiptur Verö: 507.000 3ja dyra sjálfskiptur Verð: 460.000 4ra dyra beinskiptur 514.000 4ra dyra sjálfskiptur GM Ajmwm CHEVROLET \ BíLVANGURsff HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.