Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 14
STJÖRNUHIMINN STJÓRNMÁLAFORINGJANNA DSC Stjörnuspáin fyrir Þorstein Pálsson er byggð á þessu stjörnukorti. Það hefur unnið og túlkaö fyrir Helgar- póstinn Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur, en hann rekur Stjörnuspekimiðstöðina að Lauga- vegi 66 og sér að auki um fasta þætti í Morgunblaðinu. PRINS í ÁLÖGUM /síðasta bladi hófst hjá Helgarpóstinum mikilsvert framlag til kosningabaráttunnar, sem nú er hafin og harðnar með degi hverjum. Við höfum fengið til liðs við okkur stjörnuspekinginn Gunnlaug Guðmundsson til að rýna í rúnir stjarnanna og seiða fram persónurnar á bak við for- ingja stjórnmálaflokkanna, veikleika þeirra og styrkleika og horfurnar hjá þeim nœsta árið. Fyrstur í röðinni var Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, en að þessu sinni túlkar Gunnlaugur fyrir okkur stjörnukort Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstœðisflokksins og fjármálaráðherra. Nœstu vikurnar gefur síðan að líta stjörnukort Guðrúnar Agnarsdóttur, þing- flokksformanns Kvennalistans, Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins. I lokin verða stjörnukort þessara stjórn- málaforingja borin saman og þá hafðar í huga horfurnar í kosningunum, útlitið í stjórnarmynd- unarviðrœðunum og þróun mála í kjölfarið. Eftirfarandi texti byggir á túlkun Gunnlaugs, en fyr- irsagnir, millifyrirsagnir og annað er Helgarpóstsins. ÞORSTEINN ER SPORÐDREKI, EN AUK ÞESS NAUT OG LJÓN Það sem fyrst vekur athygli við kort Þor- steins er sterkur Satúrnus. Hann er því maður agans. Agi, agi og aftur agi er einkennandi og einnig það hversu fastur hann er fyrir og þungur. Þorsteinn er dulur og varkár maður og þó hann hafi gaman af því að vera í sviðs- ljósinu, er hann að mörgu leyti feiminn. Út á við sýnir hann annan mann en innra býr. Framkoma hans er stíf, formföst og jafnvel köld, en innra slær hjarta viðkvæms tilfinn- ingamanns. Það er agi hans og sterk sjálfsmeð- vitund sem gerir að hann á'erfitt með að vera afslappaður opinberlega. Það er erfitt að lýsa Þorsteini. Hann gefur lít- ið færi á sér, er maður málefna, ekki persónu- legra uppákornna. Þorsteinn er alvörugéfinn, einbeittur, ábyrgur og samviskusamur. Hann er ekki mannblendinn, á ekki stóran kunn- ingjahóp heldur fáa vini og góða sem hann heldur tryggð við. Hann er kurteis, þolinmóð- ur og seinþreyttur til reiði en á til að verða heiftarlegur og grimmur ef svo ber undir. Það síðarnefnda sýnir hann þó sjaldan. Þó Þor- steinn sýni ekki skap er hann ekki skaplaus. Agi hans er slíkur að hann hylur skap sitt og heldur því sem honum mislíkar niðri. Að mörgu leyti er Þorsteinn einhæfur persónu- leiki. Hann lifir fyrir vinnu sína, fjölskyldu og fátt annað. OF VARKÁR — SKORTIR PERSONUTOFRA Veikleiki Þorsteins er sá að hann á til að vera of stífur, agaður og „leiðinlegur", þ.e. hann er það fullkominn að hann höfðar ekki til hins breyska almúga. Hann á til að virðast kaldur og tilfinningalaus (sem hann er alls ekki), og svo er að sjá sem hann skilji ekki vandamál hins venjulega manns. Hann virðist einnig heldur takmarkaður og einskorðaður á ákveðnu sviði. Annar veikleiki er sá að full- komnunarþörf hans og staðfesta geta leitt til þess að hann verði svifaseinn og hræddur við að framkvæma. Menn sem þora ekki að gera mistök og taka áhættu geta lamast og komið í veg fyrir framfarir og framkvæmdir, geta dregið í hið óendanlega að taka ákvörðun. Hann hefur því þann veikleika að vera fram úr hófi varkár og íhaldssamur, að vera ekki nógu afgerandi og drífandi. Veikleiki Þorsteins sem foringja er að hann skortir persónutöfra, þá óútskýranlegu útgeislun sem allir stórir for- ingjar hafa. Hann er traustur, duglegur, hæfur o.s.frv., en hvenær nær hann að hrífa fjöldann með sér? VALDABRÖLT í VÖGGUGJÖF Styrkur Þorsteins er fólginn í einbeitingu hans. Hann á auðvelt með að loka sig af frá umhverfinu og sökkva sér til botns í ákveðin mál. Hann lætur ekki trufla sig. Hann er djúp- ur, vill komast til botns í hverju viðfangsefni og á ekki til yfirborðsmennsku. Ef hann tekur að sér verkefni vill hann leysa þau samviskusam- lega af hendi. Hann hefur sterka ábyrgðar- kennd og er því treystandi fyrir ábyrgð. Hann er duglegur, agaður, seigur og úthaldsmikill. Hann er maður sem vinnur virðingu annarra hægt og bítandi. Vegna fyrrnefnds og vegna þess að hann gefst aldrei upp. Þorsteinn er klettur. Hann er samkvæmur sjálfum sér og hann er einlægur. Samstarfsmenn hans og kjósendur sjá það sem þeir fá. Efasemdir um heiðarleika eða það hvort honum sé treystandi eru því ekki fyrir hendi. Þorsteinn hefur góða ÞORSTEINN PÁLSSON, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS. FÆDDUR 29. OKTÓBER (SPORÐDREKI) 1947, KL. 23.10, Á SELFOSSI. skipulagshæfileika og er fæddur til að takast á við völd og stjórnun, þ.e. svo framarlega sem hann bremsar sjálfan sig ekki af. ÚT ÚR ALAGAHAMINUM... Ef Þorsteinn kemst út úr álagahaminum á hann alla möguleika á að verða kraftmikill og sterkur stjórnmálamaður. Að upplagi er hann ekki maður til að vera oddviti og blaðafulltrúi ríkisstjórnar og flokks, til þess er hann of dul- ur, formfastur og stífur, of mikill sérfræðingur og maður innri vinnu. Hann er einnig of var- kár til að taka lokaákvarðanir. Þorsteinn er hins vegar prýðilegur bakmaður, góður í að undirbúa mál og berja það í gegn sem búið er að ákveða. Ef hann lærir að þekkja styrk sinn, er ekkert sem stendur í vegi fyrir bjartri fram- tíð. Hann er óneitanlega í góðri aðstöðu og nýtur virðingar margra. Áður hefur komið fram að hann sækist eftir völdum en bremsar sjálfan sig af og á erfitt með að nota völdin. Að vissu leyti er hann eins og prins í álögum. Fyrst virtist prinsessan ekki vilja kyssa hann og hann fann ekki stól til að setjast á. Þegar hún loksins kyssti hann virðist kossinn hafa verið hálfvolgur, því hann er foringi án þess að geta tekið af skarið. Framtíðarvelgengni virðist því háð því hvort prinsessan kyssi hann aftur og þá heitari kossi. Hvort svo verður tel ég undir Þorsteini sjálfum komið. Ef hann brýtur af sér skelina og brosir til prinsessunnar geta óskir hans ræst. Ef hann heldur áfram að múra sig af er hætt við að hún snúi annað. Nógu margir eru prinsarnir. Hvað varðar afstöður í korti hans næsta árið sjáum við að Júpíter er að fara í Hrút og upp á Miðhimin. Það er því heldur bjart framundan og líklegt að honum komi til með að aukast kraftur, frumkvæði og þor á næstunni, eða þeir eiginleikar sem hann hefur skort. 14 HELGARPÓSTURM4N Umsjón Friðrik Þór Guðmundsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.