Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 23
LISTAPÓSTURINN „SAMSLUNGIN“ segir Stefán Hörður Grímsson um nýjustu ljóðabók sína Tengsl, þar sem skáldið tekur meðal annars á umhverfisvernd. Þau tídindi gerast núá bókamark- adnum í upphafi árs aö Stefán Hördur Grímsson sendir frá sér nýja Ijódabók. Hún heitir Tengsl. Mál og menning gefur út og er þetta í fyrsta skipti sem það forlag annast útgáfu á Ijóðum skáldsins, ,,en uið erum bú- in að vera á eftir honum Stefáni frá því hann orti sitt fyrsta Ijóð," segir Silja Aðalsteinsdóttir hjá bókaforlag- inu. Tengsl er fyrsta verkið sem ber afmœlismerki forlagsins, í tilefni af því að í sumar eru fimmtíu ár liðin frá stofnun þess (sjá fjórum bls. aft- ar). Stefán Hörður er eitt virtasta og vandaðasta skáld sem ort hefur á ís- lensku á þessari öld og bókmennta- viðburður þegar ný bók kemur út eftir hann, segir í frétt frá Máli og menningu. Ljóðaunnendur geta tekið undir það. Skáldið fæddist í Hafnarfirði árið 1920 og hefur áður sent frá sér fjórar ljóðabækur; Glugginn snýr í norður (1946), Svart- álfadans (1951), Hliðin á sléttunni (1970) og Farvegir (1981). Ljóð, heildarútgáfa endurskoðaðra ljóða Stefáns frá 1937 til 1970 kom út hjá iðunni 1979 með myndum Hrings Jóhannessonar. í Tengsium eru 34 ljóð, sem Stefán segist í samtali við Helgarpóstinn hafa ort með áhlaupi á allra síðustu árum. Hann byggir þetta verk sitt upp sem samhangandi lesningu. ,,Já, bókin er samslungin." 1 einum kaflanum tekur hann á umhverfis- verndinni, sem hann segir að sér hafi ætíð verið hugleikin. Annar kafli fjallar almennt um lífið, en í þriðja og síðasta hluta Tengsla er aftur tekið til við umhverfisvernd- Stefán Hörður: „Ég yrki aldrei um ann- að en það sem ég hef reynt sjálfur eða nauðaþekki..." ina og þá í tengslum við lífið. ,,Mér finnst nauðsynlegt að yrkja með áhlaupi þegar um svona uppbyggð verk er að ræða. Það er léttara að yrkja í ljóðasöfn — og það ætla ég að gera næst." Þessi ljóðabók Stefáns er ekki í beinu framhaldi af því sem hann hefur sent frá sér áður. Dulúðugar stemmningar eru ekki eins áber- andi og áður, að mati hans sjálfs. Hann segir reyndar um yrkisefni sín: „Ég yrki aldrei um annað en það sem ég hef reynt sjálfur eða nauðaþekki. Ef ég yrki til dæmis um útlönd, er það um staði sem ég hef sjálfur komið til. Mér finnst annað ekki hægt." Hvort honum sé gjarnt að vera vondur út í verkin sín eftirá: „Já, og veistu; ég bara þoli þau ekki..." -SER. BÓKMENNTIR Hve hljótt Stefán Hörður Grímsson: Tengsl. Ljóð (53 bls.) Mál og menning 1987. Tengsl er ekki frekar en fyrri bækur Stefáns mikil að vöxtum mælt í blaðsíðum og fjölda ljóða, bókin er 53 síður og hún geymir 34 ljóð. Og enn sem fyrr eru víddir þessarar bókar meiri en við eigum að venjast í flestum bókum sem koma út nú um stundir. í þessari bók er Stefán Hörður á svipuðum slóðum og í síðustu bók- um, þar er ekki um að ræða nein- ar stórbreytingar á skáldskap hans, en vandvirknin, orðsnilldin og myndvísin eru söm við sig. I flestum ljóðunum er farið ákaf- lega sparlega með orð svo að merkingarkjarni þeirra eða mynd- ræn skírskotun tali beint til lesand- ans. í myndbyggingu fer Stefán einnig svipaðar leiðir og áður, bregður upp skýrum myndum í fá- um dráttum og teflir saman ólík- um sviðum skynjunar og reynslu svo lesandi á ýmissa kosta völ um túlkun á ljóðunum. í þessari bók er einnig að finna og í ríkari mæli en áður ljóð sem eru af tagi speki- mála þar sem settar eru fram full- yrðingar og jafnvel rökræður. Af þessu tagi er t.d. ljóðið Staðleysa (bls. 47); Þegar staður þinn kemur út úr skugga sínum geristu annað en þú ert og þegar staður þinn hverfist inn í skugga sinn geristu annað en þú varst hvað sem þú ert — og hvar sem þú ert ertu margt Svipaðri aðferð er beitt í ljóðinu Að farga minningu (39) sem hefst á þessum orðum: Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór Sú sem heilsar er aldrei sú sama og kvaddi Eitt sterkasta einkennið á kveð- skap Stefáns er það sem kalla má myndræna dulúð. Með þessu á ég við það að í mörgum kvæða hans sem byggja á beinum myndum, hvort sem þær eru af einu sviði eða samsettar, skapast einhvers- konar dulúðugt eða mystiskt and- rúmsloft sem erfitt er að lýsa <3g festa hendur á í hverju felst. Ég held að a.m.k. stundum sé hér um að ræða sérkennilegt samspil þess hljómblæs sem orðin bera með sér og hinnar myndrænu tilhöfðunar þeirra. Einnig kemur hér til mikil nákvæmni skáldsins í vali á hrynj- andi sem skapar texta hans sér- stætt seiðmagn. Um þetta sér- stæða samspil mætti sýna mörg dæmi en hér skulu tvö tilfærð. Flúðin (38). Já. Dag nokkurn þegar skylduför er lokið kemur gestur þinn aftur róandi fyrir klapparnefið og leggst fast á árar. Og það faðmast skuggar við lendinguna. I seinna dæminu er um hreina mynd að ræða þar sem undir lokin er rofinn veruleikaramminn sem annars er um myndina og skapar ljóðinu nýja vídd og tilfinningu: Dökkhærða stúlkan sem starfar í banka kemur sunnan veginn við völlinn að austan heit af göngu með frjálsleik í fari á leið til vinnu á ný eftir hádegishléið Fólk sér hana fjarlægjast með hvítt ljóð upp úr hvirflinum svarta (Sólskin á Austurvelli um hádegisleytið, 33) Hugmyndaheimur þessarar bókar er margbrotinn, þó eru það öðru fremur þrjú stef sem eru öðr- um meira áberandi. í fyrsta lagi eru það spurningar og efasemdir um manninn og veru hans, hver við erum og hvernig við erum. Þetta kemur t.d. fram í ljóðinu Staðleysa sem sýnt er hér að fram- an og einnig í ljóðinu Að farga minningu en seinni tvö erindin eru svona: Ævintýri eru eldfim bæði lífs og liðin Sagnir um öskufal! við endurfundi hefur margur sannreynt I öðru lagi túlka mörg ljóðin ótta um að verið sé að steypa veröld- inni í glötun, að maðurinn með tækni sinni og græðgi sé á góðri leið með að eyðileggja þann sælu- reit sem þessi jörð okkar gæti ver- ið. í ljóðinu Haglél segir t.d.: ,,Þá gerði þrumuveður, og éljagangur var meiri en fyrr eða síðar hefur tíðkast af mannavöldum. Borgir voru málaðar svartar á nóttum og höf illa lýst. .(bls. 46) í ljóðinu Þögnuðuholt (12) kem- ur þessi vá skýrt fram. Þar er í upp- hafi brugðið upp mynd af ber- angri, klöppum, þar sem eitt sinn var gróður og fuglasöngur, ilm- andi skógur sem féll svo að þú fengir lifað sem af mannlegri náð ert á góðri leið með að brenna allt sem fram- undan er og allar brýr að baki. Athyglisvert hvernig tungl og tunglsbirtan koma fyrir aftur og aftur í ljóðum þessarar bókar, en tungsljós er einmitt þekkt feigðar- tákn. í þriðja lagi er svo í ljóðum Stef- áns að finna von og mótvægi við feigðinni og eyðingunni. Hann teflir fram fegurðinni og ástinni gegn hinum tortímandi öflum. Það er einkum fegurð hins smáa og veikbyggða sem kallar fram. Þessi tónn í hljómkviðu bókarinn- ar er sleginn strax í upphafi henn- ar í hljóðlátu upphafsljóði (Húm 11): Hve hljótt flögra þau fiðrildin fegurstu nótt í sumri Ástin kemur vissulega fram í mörgum myndum, en í þessari bók er öðru fremur um að ræða ákall um tengsl, ákall um mannleg samskipti til að fylla þann tóm- leika sem veröldin býr okkur. En ef til vill er það þó móðurástin sem þegar allt kemur til alls er ein fær um að bjarga okkur: 1 forsælu móður fallast börn hennar tvö í faðma undir helgum væng innar stjörnum Það eru börnin sem eiga fram- tíðina en ekki við sem öllu erum að spilla. í einfaldri blaðaumfjöllun eins og þessari verður ekki nema fátt eitt sagt um bók eins og Tengsl. Hér hefur því aðeins verið drepið á fátt af því sem segja má um bók- ina. Tengsl Stefáns Harðar eru hvalreki á fjörur ljóðaunnenda, sjaldgæfur hvalreki sem engrar friðunar þarf við og megi allir njóta sem best. GRAMMIÐ ætlar að gefa út fjögurra laga plötu með hljómsveit- inni Ornamental um næstu mán- aðamót og hefur hún að geyma hluta tónlistarinnar við „Skytturn- ar“, kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, sem frumsýnd verður í febrúar. Tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilmarsson, sem flytur hana ásamt þeim Dave Ball úr bresku hljómsveitinni Soft Cell, Einari Erni Benediktssyni söngvara og Rose, söngkonu hljómsveitarinnar Straw- berry Switchblade. Ásmundur Jóns- son í Gramminu telur svo meira en líklegt, að síðar muni koma út breið- skífa með allri tónlist áðurgreindrar kvikmyndar. TENINGUR, rit um listir og bókmenntir, er komið út í þriðja sinn og að vanda er þar um auðug- an garð að gresja. Langt viðtal er við Einar Má Guðmundsson, smá- sögur eftir Böðvar Björnsson, Thor Vilhjálmsson og Einar Kárason, og Ijóð eftir Þórarin Eldjárn, Jón H. Stefánsson, Braga Ólafsson, Jón E. Bergþórsson, Stefán Snœvarr og Jón Stefánsson. Einnig eru ljóða- þýðingar í ritinu og grein, með dæmum úr skáldsögum Péturs Gunnarssonar, um hláturinn og eðli hans. Eins og fyrr segir, er þarna líka vettvangur myndlistarumræðu og fjalla greinar í þeim flokki bæði um hérlenda og erlenda list. Teningur fæst í öllum helstu bókaverslunum... EINAR Hákonarson listmálari var eini umsækjandinn um stöðu listráðunautar Kjarvalsstaða, en skilafrestur rann út á miðnætti sið- astliðinn föstudag. Umsókn Einars verður lögð fyrir fund menningar- málanefndar Reykjavíkur eftir eina viku, og að sögn Huldu Valtýsdóttur formanns nefndarinnar, sem átti að velja úr umsóknunum, verður mælt með Einari í stöðuna. Það vekur at- hygli, að listfræðingar hundsuðu al- gjörlega þessa stöðuauglýsingu og mun bera að túlka það sem van- traust þeirra á núverandi rekstrar- form Kjarvalsstaða. ar leikara, hefur verið boðið að taka þátt í listahátíðinni í Brighton á Englandi í maí í vor. Uppistaða há- tíðarinnar að þessu sinni er norræn list og verður Viðar eini íslendingur- inn þar, ef hann fer. Englendingarn- ir vilja fá hann til að flytja tvö verk, Nor I.. . But..., samið af Viðari sjálfum, og Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Árna Ibsen, en þau flutti Viðar á hátíð í Dýflinni á ír- landi í haust. Viðar hefur enn ekki gert það upp við sig hvort hann ætl- ar að fara og flytja gömu' "erk, eða vera bara heima og vinn . að ein- hverju nýju. Þess má geta, að fyrra yerkið hefur verið flutt 222 sinnum, fyrir 222 áhorfendur samtals. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.