Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 17
Veistu hvernig eyðni
smitast?
ÖRUGGT KYNLÍF MEÐ
SMITUÐUM AÐILA
Fróun med höndum, huort sem hún er fram-
kuœmd gagnkuœmt eöa ,,sóló‘‘. Almenn
líkamssnerting, suo sem strokur og kossar á
líkamann (þ.e. húöina). Snerting sœöis uiö húö.
Notkun hjálpartœkja ástarlífsins, suo fremi aö
fólk skiptist ekki á um aö nota sama tœkiö.
EINHVER ÁHÆTTA ER
HUGSANLEGA FÓLGIN í EFTIR-
FARANDI, EF ANNAR AÐILINN
ER SMITAÐUR
Aö sjúga getnaöarlim, áöur en kemur aö
sáöláti. Aö sleikja kynfœri kuenna, ef sá sem
þaö gerir er meö sár í eöa uiö munninn,
munnangur, eöa ef blœöir úr tannholdi hans.
HÆTTULEGT KYNLÍF, EF ANNAR
AÐILINN ER SMITAÐUR
Samfarir um leggöng, án þess aö notaöur sé
smokkur. Samfarir um endaþarm. (Sé notaöur
þykkur og sterkur smokkur og mikiö af mýkj-
andi kremi, minnkar hœtta á smitun líklega
eitthuaö.) Allt, sem ueldur blœöingu; huar sem
er á líkamanum. Allt kynlíf, sem hefur
snertingu uiö þuag eöa saur í för meö sér.
Þegar fleiri en einn nota sama hjálpartœkiö,
suo sem „uíbratora". Kynlíf þegar konan hefur
tíöir og hinn aöilinn er meö opin sár eöa
rispur á höndum eöa líkamanum.
BÖRN MEÐ EYÐNI-
VEIRUNA EÐA
SJÚKDÓMINN
Barn, sem fengið hefur eyðni-
veiruna eða sjúkdóminn eyðni, get-
ur haldið áfram skólagöngu eins og
fyrr. Skólafélagar þess eru ekki í
smithættu.
Eftirfarandi varúðarráðstafanir
verður þó að gera á heimilinu:
— Ef þú ert með opið sár eða rispu
á hendinni, skaltu setja á þig vatns-
þéttan plástur og einnota hanska
áður en þú hreinsar saur, þvag eða
ælu úr barninu.
— Settu bleyjur barnsins í lokað-
an plastpoka, áður en þú hendir
þeim. Ef þú notar taubleyjur,
þværðu þær einfaldlega á heitasta
þvottakerfinu á þvottavélinni þinni.
— Gefðu barninu ekki brjóst.
— Settu vatnsþéttan plástur á öll
sár, bæði á sjálfri þér og barninu.
MUNDU: Það fylgir því ekki nokk-
ur hætta að faðma barnið, kela við
það, kyssa það og hugga. Slík atlot
ættu að veita bæði barninu og for-
eldri þess gleði og öryggiskennd.
AÐSTOÐ
Hér á landi geta bæði konur og
karlar hringt í síma 622280 á Land-
spítalanum til þess að fá upplýsingar
um eyðni. Símatíminn er hins vegar
einungis í eina klukkustund á viku,
á miðvikudögum kl. 18—19. Þó er
símsvari í gangi þess utan. Samtökin
78 veita einnig upplýsingar og að-
stoð. Til þeirra næst í síma 28539 kl.
21—23 á mánudögum og fimmtu-
dögum.
Sumir eiga kannski erfitt með að
hafa samband á þessum tímum, ótt-
ast að rödd þeirra þekkist, eða eitt-
hvað slíkt. Þeir sem þannig er ástatt
fyrir, vilja ef til vill nýta sér síma-
þjónustu og upplýsingamiðlun er-
lendis. Þess vegna birtum við hér
tvö símanúmer:
London 833-2971
The Terrertce Higgins Trust.
London 837-7324
London Lesbian and Gay Switch-
board.
í báðum tilvikum er um að ræða
símaþjónustu, sem rekin er allan
sólarhringinn í sjálfboðavinnu, til
þess að svara spurningum áhyggju-
fullra einstaklinga sem þarfnast ráð-
gjafar eða vilja bara tala við skiln-
ingsríkan aðila.
Opnun sérstaklega fyrir
leikhúsgesti kl. 18.00.
Boröpantanir f slma 11340.
FRAMURAKSTUR
Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar
framúr þarf að gefa ótvirætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan
ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst
þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt
er farið ökum við á þá í loftinu.
Flauelsbuxur, ullarbuxur, bómullarpeys-
ur, o.fl. fyrir dömur og herra. Barnaúlp-
ur, jogginggallar, peysur o.fl. fyrir börn.
HELGARPÓSTURINN 17