Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR
Samið í sjómannadeilunni
Sættir tókust í kjaradeilu sjómanna á fiskiskipunum og
viðsemjenda þeirra siðastliðinn fimmtudag. ísfirskir sjó-
menn felldu síðan samkomulagið, á meðan önnur sjó-
mannafélög í landinu samþykktu það. Sjómenn lýstu marg-
ir hverjir óánægju sinni með nýju samningana, þegar þeir
voru kynntir, einkum það atriði þeirra, að hlutdeild sjó-
manna í oliukostnaði væri nú komin inn í kjarasamninga.
Sögðu forsvarsmenn sjómanna í Reykjavík að þeir hefðu
frekar viljað ia fleiri krónur i launaumslagiö. Einnig kom
fram óánægja sjómanna meö þátttöku heirra i kostnaði við
útflutning fisks í gámum. Auk áðurnefndra atriða var öinr.-
ig samið um, að 75% afla við heimalöndun komi til skipta,
í stað 70% áður, og hækkar í 76% 1. júní. Talið er að samn-
ingurinn færi sjómönnum 9—13% launahækkun. Hann
gildir til tveggja ára fyrir yfirmenn, en í eitt ár hjá undir-
mönnum.
Sverrir ver gerðir sínar
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur verið
gagnrýndur harkalega fyrir brottrekstur hans á Sturlu
Kristjánssyni fræðslustjóra i Norðurlandi eystra. Skóla-
starf riðlaðist víðast hvar í umdæminu síðastliðinn föstu-
dag vegna fundahalda skólamanna um málið. Á þriðjudag
fór siðan fram fyrri hluti utandagskrárumræðu á Alþingi
um brottreksturinn. Þingmenn allra flokka gagnrýndu
Sverri og var m.a. talað um gerræðisleg vinnubrögð hans.
Sverrir reyndi að verja hendur sínar, og sagði m.a. í ræðu
sinni á þingi, að fræðslustjórinn fyrrverandi hefði farið um
10 milljónir króna fram yfir þær fjárveitingar, sem honum
voru ætlaðar. Enda, sagði Sverrir, hafði Sturla lýst því yfir,
að fjárlög væru vitlaus og því ekki hægt að fara eftir þeim.
Á móti bentu þingmenn á, að Sverrir hefði sjálfur þurft
aukafjárveitingu til að standa straum af kostnaði við rekst-
ur menntamálaráðuneytisins.
Farmannadeilan í hnút
Samningaviðræður í deilu farmanna og kaupskipaút-
gerða sigldu í strand á þriðjudagskvöld. Kvöldið áður hafði
komið bakslag i viðræðurnar, þegar sjómenn sökuðu vinnu-
veitendur um að hafa breytt orðalagi í einni málsgrein, sem
samkomulag hafði tekist um. Breytingin, sem vinnuveit-
endur höfðu gert, þýddi að vinnusvið háseta var víkkað
mjög. Málsgreininni var snarlega breytt aftur til fyrra
horfs, en sjómönnum þótti það ekki nóg. Þeir ákváðu að
taka upp allar fyrri kröfur sínar, en í þeim felst m.a. að
grunnkaup hækki úr 24 þúsund kr. i 35 þús. kr. fyrir lok
þessa árs og að álag á yfirvinnu verði hækkað úr 60% i 80%.
Vinnuveitendur segja, að sjómenn séu með þessu að láta
aukaatriði verða að ásteytingarsteini i viðræöunum, og sjó-
menn ætluðu sér að sigla viðræðunum í strand.
Bankasameiningin fyrir bí
Ekkert varð úr fyrirhugaðri sameiningu Útvegsbankans,
Iðnaðarbankans og Verslunarbankans, þegar fulltrúar þess
siðastnefnda drógu sig út úr viðræðunum á mánudag.
Ástæðan fyrir því var sú, að stjórnendur Verslunarbankans
treystu sér ekki til þess að ganga skrefið til fulls vegna upp-
lýsinga um slæma stöðu Útvegsbankans. Fulltrúar Iðnaðar-
bankans lýstu yfir vonbrigðum sínum með þessi málalok og
sögðust reiðubúnir að ræða aðrar leiðir til endurskipulagn-
ingar bankakerfisins. Allir fulltrúar í viðræðunum voru
sammála um, að veruleg hagræðing hefði náðst í bankakerf-
inu, ef úr sameiningu hefði orðið. í framhaldi af þessu hefur
Seðlabankinn lagt fram tillögu um að Útvegsbankinn og
Búnaðarbankinn verði sameinaðir í hlutafélagsbanka.
Sjálfstæðismenn eru þvi fylgjandi, en framsóknarmenn
hafa einhverja fyrirvara þar á, m.a. þann að tryggja verði
ríkinu meirihlutaeign í hinum nýja banka.
Dollarinn veldur áhyggjum
Lækkun bandaríkjadollars á gjaldeyrismörkuðum und-
anfarna daga og vikur er farin að valda ráðamönnum þjóð-
arinnar áhyggjum, svo og samtökum launþega og vinnuveit-
enda. Hpp úr helginni fór dollarinn niður fyrir 40 krónur,
í fyrsta sinn í langan tíma. Á sama tima hefur gengi annarra
gjaldmiðla hækkað nokkuð frá áramótum. Fall dollarans
rýrir útflutningstekjur okkar á sama tíma og fall krónunn-
ar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefur í för með sér hækk-
andi vöruverð, og stefnir verðlagsforsendum kjarasamn-
inga í hættu. Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa ákveðið að
halda að sér höndum um sinn og sjá hvaða stefnu aðrar
þjóðir taka í gengismálum sínum. Steingrimur Hermanns-
son forsætisráðherra hefur þó sagt, að gengi íslensku krón-
unnar verði ekki fellt.
Fréttapunktar
• Sautján ára piltur hrapaði til bana í Stardalshnúk á síð-
astliðið fimmtudagskvöld, er hann var að æfa klifur ásamt
kunningja sínum.
• Fullorðin kona lést af slysförum í Tungudal inn af Skut-
ulsfirði á föstudag. Hún ætlaði að ganga yfir ófæran vegar-
kafla á Botnsheiði, en mun hafa hrasað á svelli í brattri
brekku.
• Unuhús i Reykjavík skemmdist mikið af eldi aðfaranótt
síðastliðins laugardags. Talið er að kviknað hafi í út frá raf-
magni. Enginn var í húsinu, þegar eldurinn kom upp. Gest-
ur Olafsson arkitekt, eigandi hússins, hefur lýst því yfir, að
hann ætli að endurbyggja það.
• Átján ára piltur hefur játað að hafa stungið grænlenskan
ferðamann i kviðinn með hníf fyrir utan Sundhöllina að-
faranótt laugardags. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi, og
Grænlendingurinn á batavegi.
• Grímuklæddir menn réðust á unga konu aðfaranótt
sunnudagsins og rændu af henni tæplega 40 þús. kr. Menn-
irnir eru ófundnir.
• Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt norsku
skáldkonunni Herbjörgu Wassmo fyrir bókina Himinn án
hörunds.
Tökum hunda ígœslu
til lengri eða
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030
GinS4IMG115
AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST
Ef þú sefur illa og ert úrillur á morgnana, lœfur
umferðina fara í faugarnar ó þér, ótf erfitt með
að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu
líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í
allan sannleikann um Gins<inflG'n5
eilsuhúsið
Skólavörðustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík.