Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 24
ÓPERA
Undurfurdusamleg Aida
Það sem mestu skiptir við flutn-
ing stórverks á borð við Aidu er
ekki hvort úlfaldar, fílar og stríðs-
vagnar komist fyrir á sviðinu.
Ekki heldur hvort kraftlyftinga-
söngfólk geti beljað af þvílíku afli,
að þakið ætli að rifna af húsinu.
Gæfumuninn gerir, hvort unnt
reynist að koma tónlist Verdis
þannig til áhorfenda, að hún sé í
rökréttu samræmi við framvindu
leiksins á sviðinu. Þetta tókst und-
ursamlega og furðulega vel hjá ís-
lensku óperunni. Allar hreyfingar
og tilfæringar hlýddu hinni leik-
rænu tónlist, svo að hin einfalda
saga hófst í hæðir.
Stærstu óperuhús veraldar hafa
löngum talið við hæfi að tjalda
miklu til við sýningar Aidu. Það
mætti því virðast ofdrifið að færa
hana upp í bíóhúsi, sem reist var
fyrir sextíu árum í fámennustu
höfuðborg fullvalda ríkis. En þetta
heppnaðist — að því er virtist
áreynslulítið — og það er einmitt
galdurinn við snilldina. Útsjónar-
semin minnir á það, hvernig hvert
skot var nýtt í gömlum húsum, svo
að nokkrar fjölskyldur komust þar
fyrir sem 2—3 manneskjum finnst
þröngt nú á dögum. Hvernig öllu
er komið fyrir á sviði, sem er ekki
nema 13 m breitt og 6 m djúpt,
verður naumast betur lýst en með
því að taka brot úr samtali við Unu
Collins leikmyndarhöfund í Þjóð-
viljanum á laugardaginn.
„Bríet leikstjóri kom til London
síðastliðið sumar. Þarna unnum
við upp grunnhugmynd að því
rými sem Bríet áleit sig þurfa,
hvað hún þyrfti mörg mismunandi
leiksvæði á sviðinu og hvar hún
þyrfti að hafa innkomur á sviðið
og líka útgönguleiðir vitanlega. Út
frá þessu kom okkur saman um
pýramídaformið, útfærslu á því
inn á þetta litla svið sem er hér.
Leikmyndin er unnin út frá þrem-
ur grundvallaratriðum: Nauðsyn-
legu rými, formi rýmisins og yfir-
borði, þ.e. útliti.
Ef við tökum rýmið fyrst, þá
þurftum við lárétta fleti, pláss fyrir
leik, söng og dans. Bríet þurfti
fimm slíka fleti, sem eru hér
tengdir með tröppum og svo auð-
vitað innkomuleiðir á sviðið.
Sviðsmyndin er einskonar pýra-
mídi, sem hægt er að breyta með
lýsingu. Hér í þessu húsi er ekki
hægt að skipta um heildarsviðs-
mynd milli þátta, það er ekkert
pláss til þess, hvorki til að koma
stórum hlutum inn eða út eða til
að geyma þá. Ég nota smáhluti
sem komið er með inn á sviðið til
að breyta sviðsmyndinni milli
þátta eða atriða."
Á þessu má skynja, hvaða vinna
og hugvit liggur að baki. Búning-
arnir voru annað, sem aðdáun
vakti. Um þá sá Hulda Kristín
Magnúsdóttir í samvinnu við Unu
og segir m.a. í sama viðtali:
„Verkið gerist í Egyptalandi í
kringum tólfhundruð fyrir Krist á
tímum Ramesar þess, sem byggði
mikið af hofum og minnismerkj-
um. Við reyndum að gera búning-
ana egypska, en það vill oft
brenna við í uppfærslum á Aidu,
að búningarnir séu í rómverskum
stíl. Þannig voru búningarnir í
Scalauppfærslunni, sem sýnd var í
sjónvarpinu hérna um daginn."
Þessi tvö dæmi verða að nægja
um hina mörgu höfunda þess, sem
að auganu snýr, þótt ljósameistari
(Árni Baldvinsson) og sýningar-
stjóri eigi sitt lof ekki síður skilið.
En að sjálfsögðu er það leikstjór-
inn Bríet Hédinsdóttir, sem sam-
ræmir öll þessi atriði og getur haft
síðasta orðið. Án svo klóks höfuðs;
gætu prýðileg tilþrif annarra ein-
staklinga runnið út í sandinn.
Mestri natni hlýtur hún þó að hafa
beitt við að samræma leik og tón-
list. Og það tókst stundum svo vel,
að maður fór óvart að finna til
þeirrar einkennilegu mannbæt-
andi sektarkenndar, sem stundum
grípur um sig andspænis mikilli
list. Það heitir víst katharsis á
grísku eða geðhreinsun. Þetta átti
t.d. við í átökum föður og dóttur í
3. þætti, þar sem ástin er misnot-
uð, og í sjálfsásökun Amnerisar í,
lokaþættinum.
Forsenda þessa er giftudrjúg
samvinna hljómsveitarstjóra og
leikstjóra. Það virðist sannarlega
hafa ríkt gagnkvæmur skilningur
milli Bríetar og Gerhards Deckert,
en í þeirri samvinnu hljóta kór-
stjórar og danshöfundur (Nanna
Ólafsdóttir) einnig að hafa gegnt
meira hlutverki en ókunnugir
gera sér í hugarlund. Dans barn-
anna í fyrra atriði 2. þáttar var t.d.
einkar þokkafull hugmynd, og all-
ar hreyfingar kórsins á sviði og
svölum voru markvísar. Sumum
kann að þykja þær nokkuð stífar í
1. þætti, en það er eðlilegt: þá er
allt enn í föstum skorðum, áður en
átökin komast á alvarlegt stig.
Þá er loks komið að því, sem allt
hitt er sniðið utan um: tónlist
Verdis. Næmustu tóneyru gætu
sjálfsagt fundið einhverja smá-
hnökra, sérstaklega ef hlustað'
væri með lokuð augu. En fyrir
allan þorrann mun þetta vera ein-
hver aðgengilegasti óperuflutn-
ingur, sem boðist hefur hér á landi
og þótt víðar sé leitað. Því veldur
ekki síst nálægð áhorfenda við
leikendur, sem segja má að séu yf-
ir og allt um kring með elífri bless-
un sinni.
Ólöf Kolbrún sem Aida og Sig-
rídur Ella sem Amneris voru best-
ar allra bæði í söng og leik. Gardar
Cortes færðist mjög í aukana sem
Radames eftir því sem á leið og
var ágætastur í 4. þætti, bæði í
átökunum við Amneris og dauða:
dúettinum með Aidu í Iokin. í
Selestunni frægu i 1. þætti sýndi
hann enn einu sinni, hversu skyn-
samlega honum tekst að fara með
það pund, sem honum var gefið.
Mjög sópaði að Kristni Sigmunds-
syni í hlutverki föður Aidu, eink-
um í 3. þætti, og Vidar Gunnars-
son sté enn nokkur þrep upp á við
á söngferli sínum. Hjálmar Kjart-
ansson fór allvel með hlutverk
konungs, og Katrín Sigurdardóttir
af sérstökum þokka með hlutverk
hofgyðjunnar. í kór óperunnar eru
um 60 manns, en 36 gestir úr öðr-
um kórum bættust í hópinn.
Þeirra gætir mest í 2. þætti, og hið
besta voru söngvarnir fluttir.
Það hefur oft verið ástæða til að
hvetja þá til að fara á óperusýn-
ingu, sem aldrei hafa gert það fyrr.
Ég hygg að nú sé betra tækifæri en
oftast áður til að kynnast einu
mesta verki óperulistarinnar í að-
gengilegustu mynd.
Árni Björnsson
LEIKHUS
Hallœristenór...
Þjódleikhúsid:
Hallœristenór eftir Ken Ludvig.
Þýding: Flosi Ólafsson.
Leikstjóri: Benedikt Árnason.
Leikmynd og búningar: Karl
Aspelund.
Lýsing: Sveinn Benediktsson.
Æfingastjóri tónlistar: Agnes
Löve.
Leikendur: Örn Árnason, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Erlingur Gísla-
son, Aöalsteinn Bergdal, Helga
E. Jónsdóttir, Árni Tryggvason,
Lilja Þórisdóttir, Herdís Þorvalds-
dóttir.
Það er greinilegt að þeir í Þjóð-
leikhúsinu eru komnir í banastuð
og gott ef gálgahúmor hefur ekki
að einhverju leyti tekið þar völdin.
Nú frumsýna þeir hvert grínleik-
ritið á fætur öðru á stóra sviðinu
og boða að næsta verkefni sé
einnig grínleikrit. Ef vesæll áhorf-
andi ætlar nú að spyrja að því
hvað sé um að vera og hverskonar
menningarstefna hér sé á ferðinni,
þá blasa svörin við í nöfnum leik-
ritanna. Ekki þarf mikla táknráðn-
ingargáfu til þess að átta sig á að
jólaieikritið er beinlínis valið sem
skot á fjárveitingavaldið sem van-
rækt hefur leikhúsið, ádeila á
menntamálaráðherra fyrir slæ-
lega framgöngu í málinu og um
leið táknrænt fyrir stefnu hússins:
Aurasálin.
Næsta verkefni, sem frumsýnt
var á stóra sviðinu er ekki síður
valið á táknrænan hátt. Eins og
menn muna féll hin ágæta sýning á
Tosku í haust og aðalstjörnunni
eru ekki vandaðar kveðjurnar —
Hallæristenór, enda er hann flúinn
af landi brott. Og ekki fær stofnun-
in hinumegin við Hverfisgötuna
betri kveðju, því í upphafi sýn-
ingarinnar kreistir hallæristenór-
inn í verkinu uppúr sér aríuna
frægu um Aidu, sem einmitt var
frumsýnd kvöldið áður. Og ekki
tekur betra við, næsta verkefni
virðist greinilega valið til heiðurs
eða háðungar sjálfum æðsta yfir-
manni stofnunarinnar, sjálfum
menntamálaráðherra, en það
heitir Rómúlus mikli. Já, leikhús á
að vera og þarf að vera virkur
þátttakandi í stormum sinnar tíð-
ar.
Hallæristenór er nýtt amerískt
verk, að flestu leyti hefðbundinn
farsi að allri uppbyggingu. Hug-
myndin er góð og unnið er úr
henni skemmtilega eftir þeim leið-
um sem farsinn býður uppá. Eitt
meginskilyrði fyrir því að erlend-
ur farsi heppnist bærilega er að
þýðingin sé góð. Það verkefni hef-
ur Flosi Ólafsson leyst af hendi
með mestu prýði. Textinn er fullur
af misvísunum, orðaleikjum og
tvíræðni sem gerir hann fjörugan
án þess að nokkurstaðar sé ofgert.
Leikurinn gerist í Cleveland,
Ohio 1934 á hótelsvítu. Sviðið er
allan tímann það sama, ekta farsa-
svið, með tveimur herbergjum og
einum sex hurðum sem leikendur
geta farið út og inn um þegar þeir
fara, koma og fela sig. Búningarn-
ir miðast við þennan tíma, vel út-
færðir enda nóg um fyrirmyndir.
Óperuhús í bænum á von á
frægum tenór sem allir bíða eftir-
væntingarfullir eftir. Hann kemur
loks og allt virðist ætla að ganga
eins og í sögu, en þá hefst atburða-
rás þar sem hver vandræðaað-
staðan er leyst með annarri ennþá
verri. uns allt er komið í einn alls-
herjar hnút — en auðvitað fer svo
allt vel að lokum.
Hraðinn í sýningunni er ágætur
og haldið er uppi góðum dampi
allan tímann. Samleikur er oft
mjög nákvæmur og verða úr slíku
eftir Gunnloug Ástgeirsson
mörg flott smáatriði. Leikararnir
standa sig allir vel. Örn Árnason
fer með stærsta hlutverkið, Max,
og skilar hann þar mjög vel unnu
verki. Sama má segja um Aðal-
stein Bergdal sem leikur stór-
söngvarann ítalska með kostulega
útfærðum töktum, en báðir
geta þeir sungið eins og englar ef
því er að skipta, og eiga reyndar
saman nokkur mjög skemmtileg
atriði. Erlingur Gíslason fer á mikl-
um kostum í hlutverki óperustjór-
ans, heldur óvenjulegt að sjá
svona agaðan og sterkan skopleik.
Tinna Gunnlaugsdóttir og Lilja
Þórisdóttir eru bæði sætar og sexí
eins og hlutverk þeirra segja til
um, önnur svolítið saklaus en hin
svolítið spillt þar sem þær falla
kylliflatar fyrir hinum fræga stór-
söngvara. Árni Tryggvason og
Herdís Þorvaldsdóttir gera sínum
hlutverkum góð skil eins og vænta
má. (Verkið er ekki nema að tak-
mörkuðu leyti fjölskyldudrama.)
Hallæristenór er ágætis
skemmtun í skammdeginu, skilur
ekki annað eftir en minningu um
notalega kvöldstund og það er
stundum alveg nóg.
G.Ást.
BRAGGABÆKUR Einars
Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís,
og Gulleyjan, í leikgerð Kjartans
Ragnarssonar verða frumsýndar í
skemmu Leikfélags Reykjavikur við
Meistaravelli föstudaginn 30. janúar
næstkomandi. Ber leikgerðin nafn
fyrri bókarinnar. Kjartan segir að
leikgerð hans sé trúrri anda bók-
anna heldur en hún sé nákvæm eft-
irgerð, og m.a. hefur hann steypt
saman mörgum persónum bókanna
í nýjar, allt í samráði við Einar. Alls
koma tíu leikarar fram í sýningunni,
og er svipað vægi á öllum hlutverk-
unum, ekkert er sýnu stærra en hin.
Kjartan Ragnarsson leikstýrir verk-
inu, en leikmynd og búningar eru
eftir Grétar Reynisson.
HLJÓMSVEITIN The
Smithereens, heldur tónleika í Is-
lensku óperunni3. febrúar. Þetta er
fjögurra manna hljómsveit frá New
Jersey í Bandaríkjunum, sem flytur
melódískt rokk — nokkurs konar
samruna Bítlatónlistar og rokksins.
Þeir í Smithereens hafa gefið út eina
breiðskífu, „Especially for You“, og
hlaut hún mjög góðar móttökur.
Þegar er farið að selja aðgöngumiða
að tónleikunum í Gramminu og
Fálkanum...
RYMPA á ruslahaug, barnaleik-
rit Herdísar Egilsdóttur, er nú komið
á fullan æfingaskrið undir stjórn
Kristbjargar Kjeld, en það verður
frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins sjöunda febrúar. Sigríður Þor-
valdsdóttir fer með aðalhlutverk í
sýningunni, sem er mjög prýdd
söngvum höfundar. HP veit ekki
betur en þetta sé í fyrsta sinni sem
Kristbjörg Kjeld leikstýrir í Þjóðleik-
húsinu.
RAUÐHÆRÐA riddaranum
hefur verið firnavel tekið fyrir norð-
an, en þetta snjalla verðlaunaverk
Mark Medoffs úr Nýju Mexíkó
hleypir kaldrennsli rnilli skinns og
hörunds í fleiri en einum skilningi.
Meðal þess sem þykir hvað best
heppnað við þessa uppfærslu Péturs
Einarssonar er það magnaða sam-
band sem næst milli áhorfenda og
atburðanna á sviðinu, en því er
skotið skáhallt fram í sal og mest
leikið svo gott sem á sviðsbrúninni.
EINLEIKSp/anúhnn, Dimitri
Alexeev, er væntanlegur til landsins
í febrúarbyrjun, en hann hefur m.a.
getið sér frægð fyrir að sigra í
einni þekktustu tónlistarkeppni í
heimi, sem haldin er í Leeds á Bret-
landi. Leikur Alexeev með Sinfóníu-
hljómsveit íslands 5. febr., en heldur
tónleika á vegum Tónlistarfélagsins
laugardaginn 7. febr. Það þykir
nokkrum tíðindum sæta, að stúlka
nokkur hringdi til landsins frá Lond-
on til þess að tryggja sér miða á tón-
leikana. Slíkt kemur ekki oft fyrir,
svo viðkomandi hlýtur að vera af-
skaplega mikill aðdáandi lista-
mannsins...
24 HELGARPÓSTURINN