Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 12
RAÐUNEYTIÐ HELDUR FAST VIÐ SINA TULKUN Menntamálaráöherra, Sverrir Hermannsson, flutti langa rœðu um hrottvikningu frœðslustjóra Norður- landskjördæmis eystra á Alþingi s.l. þriðjudag. Umfram tilvitnanir í skrif frœðslustjóra til ráðuneytis frá árinu 1980 hafði ráðherra litlu við það að bæta sem áður var fram komið í fjölmiðlum. Viðbrögðin á Alþingi voruyfir- leitt þau, að málflutningur ráðherra skýrði ekki tafar- lausa brottvikningu fræðslustjóra og lýstu margir óánœgju með þá aðferð sem ráðherra beitti. LEIGA HÚSNÆÐIS OG INNRÉTTINGAR Ráðherra fullyrti í ræðu sinni, að fræðslustjóri hefði ráðstafað fjár- munum nánast að eigin geðþótta og án tillits til fjárlaga. Varð ráðherra tíðrætt um skrif fræðslustjóra frá 1980, en þar er á ferðinni plagg sem fræðslustjóri setti saman vegna þeirrar ákvörðunar þáverandi fjár- málaráðherra Sighuats Björguins- sonar, að neita að greiða reikninga frá árinu 1979 vegna skólaaksturs í Norðurlandskjördæmi eystra. Stóð um ákvörðun Sighvats nokkur styrr, einkum vegna þess að menn töldu þá, að fjármálaráðherra vildi með neitun sinni laga stöðuna í bókhaldi ríkisins, en Alþýðuflokkur sat á þessum tíma einn í svokallaðri „starfsstjórn" eftir kosningar 1979. Menntamálaráðherra fullyrti einnig, að Sturla Kristjánsson hefði á árinu 1981 gengið frá leigu og inn- réttingu húsnæðis fyrir fræðslu- skrifstofuna á Akureyri. Um þetta atriði er risinn ágreiningur. Formað- ur fræðsluráðs í umdæminu fullyrð- ir að Ingólfur Ármannsson, sem tók við fræðslustjóraembætti þegar Sturla Kristjánsson tók sér leyfi frá störfum, og þáverandi formaður fræðsluráðs hafi gengið frá leigu og innréttingum. Ráðherra segir að allt hafi verið frágengið og Ingólfur hafi orðið að leysa málið í samráði við ráðuneyti. Sturla sagði í samtali við HP, að engir samningar hefðu verið gerðir og engar upphæðir nefndar. Málið hafi verið ófrágengið og bráða- birgðasamningar hefðu þess vegna getað gengið til baka, eftir að Ingólf- ur Armannsson tók við embætti fræðslustjóra. Ingólfur Ármannsson sagði í sam- tali við HP, að hann hafi gengið frá endanlegum samningum í málinu, og telur að málið hafi verið komið á það stig að ekki yrði aftur snúið. Það hefðu verið hann og Sigurdur Óli Brynjólfsson, þáverandi formaður fræðsluráðs, sem gengið hefðu frá samningum eftir að Sturla tók sér leyfi frá störfum. Birgir Thorlacius og Örlygur Geirsson gengu frá málinu fyrir hönd menntamálaráðuneytis. Upp- lýsingar ráöherra um leigumálin á Álþingi eru því ónákvæmar. STÖÐUGILDIN TUTTUGU OG TVÖ Menntamálaráðherra sakaði fræðslustjóra á Alþingi um að hafa farið fram úr áætlunum ráðuneytis, sem nemur 22 stöðugildum. Segist Sturla enga hugmynd hafa um það, hvernig ráðuneytið finnur út þessar tölur fyrir skólaárið 1985/86. Hefur Sturla bent á, að það sé ráðuneytið sem gangi frá ráðningu grunnskólakennara. I þessu sam- bandi er rétt að taka fram, að stöðu- gildin sem ráðuneytið talar um eru ekki kennarastöður þar sem í þær er ráðið í ágústmánuði 1985, heldur er hér átt við „framúrakstur" um- dæmisins. Þessum tölum mótmælti Steingrímur Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og sá sem krafðist utandagskrárumræðu og fullyrti að engar tölur lægju fyrir um endan- legt uppgjör í máli þessu. Hefur fræðslustjóri haldið fram, að um- dæmið hafi ekki fengið fé af ákveðnum óskiptum lið á fjárlög- um, framhaldsskólar hafi ekki greitt skuld við umdæmið og að kennsla sé of lágt metin í verðlagningu ráðu- neyta. Þessu hefur ráðuneytið mót- mælt með orðsendingu til fjölmiðla. Runólfur Birgir Leifsson í fjár- máladeild menntamálaráðuneytis var spurður um það, hvernig stöðu- gildin 22 væru fundin. Sagði hann þaö einfalt mál. Fræðslustjóri í Norðurlandi eystra hefði farið í kennslumagni 22 stöðugildum framúr þeim áætlunum, sem ráðu- neytið hefði heimilað. Sagði Runólf- ur Birgir að hluti mismunarins væri sérkennsla, eða yfir helmingur, og þar sem kennsluskylda sérkennara væri lægri en almennra kennara væri um fleiri stöðugildi að ræða vegna sérkennslunnar. I sambandi við verðlagningu kennslu sagði Runólfur Birgir Leifs- son, að hún byggðist á upplýsingum frá fræðsiustjórum og væru því launatölur í áætlun ráðuneytis byggðar á gögnum frá þeim. Sagði hann að ráðuneytið gerði engar breytingar á þessum gögnum, nema um verulegar skekkjur væri að ræða. Sagði hann að upplýsingarnar hefðu yfirleitt verið mjög réttar frá Sturlu Kristjánssyni. Sagði Run- ólfur Birgir, að framúrakstur um- dæmisins væri eingöngu vegna þess að fræðslustjóraembættið leyfði fleiri kennslustundir, bæði í sér- kennslu og almennri kennslu. Sagði Runólfur að þær tíu milljónir sem talað er um fyrir skólaárið 1985/86 væru eingöngu kennaralaun. Stend- ur hér fullyrðing á móti fullyrðingu og hlýtur ráðuneytið, eða ráðherra, að leggja fram í dag gögn máli sínu til stuðnings. Skólamenn úr ýmsum fræðsluum- dæmum, sem HP ræddi við í kjölfar ræðu menntamálaráðherra á Al- þingi eru sammála um það, að allur samanburður á sérkennslu milli um- dæma sé hæpinn og að það sé í rauninni ómögulegt að bera um- dæmi saman í þessu sambandi. Kennslumagnið hljóti að ákvarðast að verulegum hluta af þeim ein- staklingum, sem greinast í skólun- um og gefinn er kostur á stuðnings- eða sérkennslu. í sumum tilvikum þurfi viðkomandi mikinn stuðning og í öðrum tilvikum minni. Þá nefna menn, að mismunandi sé eftir fræðsluumdæmum hve langt menn hafi náð í þeirri viðleitni sinni að veita þessa stuðningskennslu. Sam- anburður sé því í rauninni útí hött. ÞAÐ ER GAMAN AÐ ÞESSUM KONUM SEGIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA, SVERRIR HERMANNSSON, UM NORÐANMENN Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, var spurður um þá fullyrðingu, að SturJa Kristjánsson hafi hvergi komið nærri leigu og innréttingu fræðsluskrifstofunnar á Akureyri og fleira sem tengist brott- vikningu fræðslustjóra. Mennta- málaráðherra sagði m.a.: „Ég skipti mér ekkert af því hvað þessi fræðsluformaður fullyrðir. Og á engan orðastað við hann. Ég vísa tali hans á bug sem ómerku og ekki takandi mark á í neinu falli.“ Nordanmenn fullyrda ad þad hafi uerid Ingólfur Armannsson, sem hafi gengið frá leigu þess húsnœðis sem þú segir Sturlu hafa tekið á leigu. Er það rangt? „Hann kom með þessi vandræði sín til menntamálaráðuneytisins þegar hann tók við þessu. Þetta hafði allt saman verið undirlagt og til þess stofnað af fyrirrennara hans, Sturlu Kristjánssyni." Var búið að ganga frá samning- um? „Það get ég ekkert sagt um, nema , að þetta hafði verið gert án nokkurs samráðs við ráðuneytið. Og svo kom Ingólfur í vandræðum sínum til þess að bjarga fjárreiðunum." Af huerju uékst þú frœðslustjóra ekki frá um stundarsakir á meðan \ málið yrði rannsakað? l „Það var búið að rannsaka þetta ^ mál til þrautar og búið að gera allar j tilraunir til að koma honum til ráðs og að lokum á löngum fundi. Þessi maður er skynvilltur með öllu á það ^ hvað honum ber og hverjar skyldur r. . í hans eru. Og það þurfti engar mála- lengingar við hann um þetta, eða ' frekari gögn til sönnunar á óhæfi hans.“ Þú nefnir rannsókn, hefði ekki uerið ráðlegra að láta óháða aðila framkvœma þessa rannsókn, en ekki þá aðila, sem staðið hafa í stríði uið Sturlu Kristjánsson suo ár- um skiptir? „Hvaða aðila? í lögum stendur hvernig fara skuli með svona mál, og geta menn ekki beðið þess að viðkomandi leiti réttar síns fyrir dómstólum? Það er rétt að ieggja það fyrir dómstóla. Hvers vegna er það ekki gert? Það er farið með þetta mál að hætti opinberra mála. Vantreystir því einhver?" Ráðherrann fullyrti á Alþingi, að frœðslustjóri hefði farið 22 stöðu- gildi framúr áœtlunum skólaárið 1985/86, er hér átt við stöður eða stöðugildi? „Þú getur fengið upplýsir.gar um þessar tölur hjá Orlygi Geirssyni en hann getur upplýst um valdsvið fræðslustjóra að þessu Ieyti.“ Þú hélst fram j)eirri skoðun á Al- þingi á þriðjudaginn uar, að embœttismenn skyldu hlýða yfir- boðara stnum. Er þaö skoðun ráð- herrans að embœttismenn skuli œtíð vera sömu skoðunar og hann? „Nei, það er ekki skoðun min, en þó þeir hafi sínar skoðanir, þá geta þeir auðvitað kynnt þær ráðherra og reynt að telja honum hughvarf. Takist það ekki þá verða þeir að hlýða, eða segja af sér ella. Þannig er málið. Og eftir að þeir hafa sagt af sér þá geta þeir gert það sem þeim sýnist, eins og almennir borgarar, og lesið ráðherra pistilinn, ef þeim sýnist svo.“ Nú skipta menn oftar um ráð- herra en embættismenn, ertu með þessu að segja að skipt skuli um embættismenn eins og ráðherra? „Ég hefi lengi verið þeirrar skoð- unar og áhugamaður um það, að embættismenn yrðu kosnir — a.m.k. æðstu embættismenn — eins og stjórnmálamenn þannig að þeir hefðu þennan hita í haldinu, en það er ekki samkomulag um það. Það vakti hins vegar athygli mína hver viðhorfin eru um hina ósnert- anlegu, heilögu kýr embættismenn- ina, að alþýðubandalagsmaðurinn og verkamannavinurinn Steingrím- ur Sigfússon, varð stromphissa og lamaðist þegar ég nefndi að enginn æmti né skræmti þótt sjómaður fengi pokann sinn, eða verkstjóri ræki verkamanninn. Hann spurði í forundran hvernig líkja mætti þessu saman.“ Að endingu Suerrir, norðanmenn fullyrða að þú hafir haft um það orö í apríl sl. að efna til ráðstefnu um skólamál á Akureyri í maí, huað varð um ráðstefnu þessa? „Þetta er rangt. Ég mun hafa sagt, að ég hefði áhuga á að ræða þessi mál frekar, en síðan heyrði ég ekk- ert einasta orð meira af þessu. Ég er önnum kafinn maður og heyrði ekk- ert um þetta. Ég hitti þennan fyrr- verandi fræðslustjóra 13. júní sl. og ekki minntist hann á þetta, eða rukkaði mig um fund, eða þeir norð- anmenn. Það var aldrei talað meira við mig um málið. Það er gaman að þessum kónum.“ Menntamálarððherra, Sverrir Hermannsson, hélt langa rœðu á Alþingi á þriðjudaginn var. Gerði hann þar grein fyrir brottvikningu fræðslustjóra Norðurlandskjördæmis eystra. r ► 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.