Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 21
Á skiptafundi í þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar gerði Tryggvi Stefánsson, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, athuga- semdir við launakröfur þriggja fyrr- verandi starfsmanna þess sem bú- stjóri hafði samþykkt sem forgangs- kröfur. Taldi hann þær ekki að öllu leyti réttmætar þó svo þær hefðu farið í gegn hjá bústjóranum. Þetta voru kröfur þeirra Eiðs og Hjalta Gunnlaugssona, en þeir eru bræð- ur Karls Gunnlaugssonar, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra og Eiðs Eiðs- sonar, en hann er móðurbróðir Karls. Sá aðili sem Hafsteinn Haf- steinsson, bústjóri, mun m.a. hafa ráðfært sig við varðandi réttmæti launakrafna starfsfólks var einmitt Karl, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. . E I regnir herma, að bráðlega muni Islendingum gefast kostur á siglingu með ferjunni Norröna á nýstárleg- ar slóðir, eða til Miðjarðarhafsins. Verið er að undirbúa mánaðar- skemmtisiglingu, m.a. með viku- dvöl í ísrael um páskana, sem kosta á litlar 100 þúsund á mann. Það mun þó vera með fullu fæði ásamt flugi og gistingu í Færeyjum, en það- an hefst ferðin ef af verður... BILALEIGA Útibú i kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:...96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVÍK:... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ...97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303 interRent Borðapantanir í síma 11340. 681511 Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSI frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987 - 1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hiutaðeigandi starfs- manns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðsluraf öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum.Muniðaðnýju reglurnar tóku gildi 1. janúar s.l.! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. ASB og BSFÍ • Lsj. byggingamanna ' • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.