Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 27
„Frumskylda forlags
er ad taka áhættu“
— Spjallað við forráðamenn Máls og menningar í upp-
hafi fimmtugasta afmælisárs bókmenntafélagsins
„Meginstefid í útgáfu Máls og
menningar hefur veriö að kynna
fólki verk eftir merkustu höfunda
bókmenntasögunnar, fyrir utan að
gefa át íslensk skáldverk, efni fyrir
börn og allskonar handbækur. Það
hefur aldrei árað svo illa að ekki
hafi að minnsta kosti komið át
nokkrar árvalsþýðingar frá forlag-
inu. Og gott ef þœr fáu bœkur sem
komu át, þegar verst lét, voru ekki
einmitt allar í þeim flokki."
Svona fórust einum forráða-
manna Máls og menningar orð á
fundi í vikunni, þar sem blaða-
mönnum var sagt hvaða tíðinda
væri að vænta frá forlaginu á
fimmtugasta afmælisári þess. Það
var stofnað sumarið 1937 að frum-
kvæði Kristins E. Andréssonar. Og
það hefur margt gerst í tíðinni milli
þess sem tvær fyrstu bækurnar voru
seldar á samanlagt tíkall og 200 þús-
und bækur fóru í fyrra. Það eru nýir
tímar núna, sem þrátt fyrir stjarfa
skjátíð veita svigrúm til sóknar les-
máls. Og nýjungar gilda.
Forlagið stefnir að umfangsmestu
útgáfuáætiun sinni frá upphafi og
ætlar sér margt stórra hluta. Meðal
annars stendur til að gefa út eina
bók í hverjum mánuði ársins sem
verður tileinkuð afmælinu og boðin
á sérstökum kjörum fyrsta mánuð-
inn eftir útkomu. Fyrsta bókin í
þessari afmælisröð er góðfregn í
ljóðsögu landsins, ný bók frá hendi
Stefáns Harðar Grímssonar, sem
nefnist Tengsl. Bók febrúarmánaðar
verður svo endurútgáfa á Hundrað
ára einsemd Gabríels García
Marquez, sem er einn margra rit-
snillinga samtímans sem forlagið
hefur kynnt fyrir íslenskum lesend-
um. Fyrsta bindi Náttáru íslands
verður svo flaggskip afmælisútgáf-
unnar, en Guðmundur Ólafsson er
umsjármaður þessa stórvirkis.
MIKIL RÆKT VIÐ
AKVEÐNA HÖFUNDA
Eins og bókaunnendum er kunn-
ugt freistaði forlagið þess fyrir giska
þremur árum að selja íslendingum
góðbókmenntir á kiljum, á langtum
lægra verði en bækurnar hefðu
annars kostað. í framhaldi af þessari
útgáfu var svo Islenski kiljuklább-
urinn stofnaður, en hann telur nú
hálft sjötta þúsund félagsmanna. Þá
kynnti forlagið í fyrra valið safn úr
verkum Þórbergs og kallaði Stórbók
og að því er fram kom á fundinum í
vikunni verður framhald á sam-
nefndri útgáfu. Stórbók Astrid Lind-
gren kemur út á árinu og geymir
valdar smásögur, leikrit, bókarkafla
og eina heila skáldsögu höfundar
sem verður áttræð í ár. Stórbók ís-
lenskra kvenna er einnig í burðar-
liðnum.
„Þegar ég hóf störf hjá þessu for-
lagi og fór að blaða í sögu þess kom
mér á óvart hvað það, sem við get-
um kallað menningarstefnu þess,
hefur verið óskýrt í gegnum tíðina,"
sagði Halldór Guðmundsson út-
gáfustjóri aðspurður um þetta stóra
orð. „Það hefur verið borið niður
mjög víða í útgáfu og bókmennta-
starfi, enda hefur áherslan gjarnan
verið sú að ná til sem flestra.
Kannski má þó segja að áherslan
hafi verið meiri á metnaðarfyllri
verk en léttmeti. Það hefur til dæm-
ist verið lögð mikil rækt við
ákveðna höfunda í þeim efnum."
PÓLITÍKIN FÆR ÚTRÁS í
TÍMARITINU
Silja Aðalsteinsdóttir, sem ritstýrir
Tímariti MM, var spurð hvort hún
teldi að pólitík hafi staðið félaginu
fyrir þrifum. Hún kvaðst ekki ætla
að svo hafi verið. Pólitík hefði til
dæmis ekki komið f ram í vali á verk-
um. Tímaritið væri hinsvegar sá
vettvangur þar sem pólitíkurinnar
gætti — og reyndar væri þetta svo-
lítið fyndið: „Utgáfan hefur helgast
af smekk og tilfinningu manna sem
svo hafa fengið sína pólitísku útrás í
tímaritinu. Þannig hefur þetta verið
aðskilið."
Árni Einarsson framkvæmda-
stjóri Máls og menningar segist
halda að pólitískur stimpill félagsins
sé óðum að mást og nánast einvörð-
ungu til í hugum fólks nú orðið.
Þetta hafi annars verið frægt hér í
eina tíð: „Sagan segir að þegar okk-
ar besti sölumaður frá árum áður,
Einar Andrésson, ferðaðist til Suð-
urnesja með góðbókmenntir sem
útgerðarmennirnir á svæðinu gátu
náttúrlega ekki staðist, hafi þeir lítið
látið bera á kaupunum — og sumir
falið þau!“ Hinar pólitísku hræring-
ar um og uppúr stríði stóðu kannski
rithöfundum sjálfum mest fyrir þrif-
um, en ekki forleggjurunum, segja
þau sem hér hefur verið rætt við...
AB OG MM MEIRA
SAMEIGINLEGT EN
ÖNNUR FORLÖG
Annars segir Silja að töluvert eimi
enn eftir af gömlu aðskilnaðarstefn-
unni í forlagsmálum og nefnir
dæmi: „Það hafði samband við mig
þáttagerðarmaður af sjónvarpinu
fyrir ekki margt löngu og bað mig
að taka þátt i einum þessara um-
ræðuþátta um stöðu bókarinnar.
Skömmu seinna hafði hann aftur
samband við mig — því honum
hafði greinilega snúist hugur í milli-
tíðinni — og sagði að hann gæti ekki
tekið mig með í umræðuna, því þá
þyrfti hann að hafa einhvern frá AI-
menna bókafélaginu líka!“
Þetta er semsé lífseigur andskoti.
„En það er ekki lengur bókmennta-
legur ágreiningur þarna á milli,“
bendir Halldór Guðmundsson á og
læðir að upplýsingum um perlu-
vinskap hans og Sigurðar G. Val-
geirssonar sem er útgáfustjóri AB.
„Ég býst við að þessi bókaforlög eigi
núna meira sameiginlegt en önnur
útgáfufélög í landinu. Þau hafa bæði
miklar bókmenntalegar skyldur, og
ágóðinn, ef einhver verður af einni
bók, rennur beint til útgáfu þeirrar
næstu.“
AF ÁHÆTTU OG
FORSENDU HENNAR
Halldór segir svo, inntur eftir
þessum skyldum sem hann nefndi:
„Frumskylda bókaforlags er að taka
áhættu. Hún er til dæmis sú að setja
rithöfund á starfslaun fyrirfram,
þegar það hefur mikla trú á því að
efniviður hans geti orðið merkileg-
ur og forvitnilegur." En svo bætir út-
gáfustjórinn reyndar við: „Auðvitað
er svo forsendan fyrir því að þessi
skylda fái staðist að forlagið fari
ekki á hausinn hennar vegna."
-SER.
Halldór Guðmundsson út-
gáfustjóri: „Býst viö að AB
og MM eigi núna meira sam-
eiginlegt en önnur útgáfufé-
lög í landinu."
Silja Aöalsteinsdóttir ritstjóri
TMM: „Útgáfan hefur helg-
ast af smekk og tilfinningu
manna sem svo hafa fengið
pólitíska útrás í tímaritinu..."
Árni Einarsson fram-
kvæmdastjóri: „Útgerðar-
mennirnir á svæðinu létu lít-
ið bera á kaupunum — og
sumir földu þau."
Á HÆTTUMÖRKUM
(Dangerously Close)
Ný
„Verðirnir" eru glæpasamtök í Vist-
menntaskólanum, sem einskis svífast.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16
ára.
STELLA I ORLOFI
★★★
Léttgeggjuð ærsl a la Islanda.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
FOOLFOR LOVE
★
Hjónabandssæla Eddi og May, fær ann-
an Ijóma.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 12
ára.
bMhöiíD|
KRÓKÓDÍLA DUNDEE
(„Crocodile" Dundee)
★★★
Mick Dundee kemur alveg ókunnugur
til New York, og þar lendir hann f ýms-
um vandræðum. Gráthlægileg mynd.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
RÁOAGÓÐI RÓBÓTINN
(Short Circuit)
★★★
Fjallar um róbót nr. 5 sem fer á flakk og
lendir í hinum ýmsu ævintýrum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
STRÁKURINN SEM GAT FLOGIÐ
(The Boy Who Could Fly)
★★
Notaleg og vel meint unglingamynd.
Sýnd kl. 5 og 7.
LÉTTLYNDAR LÖGGUR
(Running Scared)
★★
Grínlöggumynd með Gregory Hines.
Sýnd kl. 7 og 9.
ALIENS
★★★★
Spennandi spenna.
Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16
ára.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá
Aliens í Bíóhöllinni. Krókódíla Dundee f
Bíóhöllinni er gráthlægileg mynd fyrir
þá sem eru frekar fúlir. Og svo er allt að
yfirfyllast af nýjum myndum, t.d. nýj-
asta mynd Rob Lowe, Oxford Blues, og
Á hættumörkum í Austurbæjarbíói.
VITASKIPIÐ
(The Lightship)
★★★
Góð mynd leikstýrð af Jerzy Skoli-
mowiski (lék eitt aðalhlutverkið í White
Nights).
Sýnd kl. 9 og 11.
UNDURSHANGHAI
(Shanghai Surprise)
★
Splunkuný mynd með hjónakornunum
Madonnu og Sean Penn.
Sýnd kl. 5 og 11.
BÍÓHÚSIÐ
SKÓLAFERÐIN
(Oxford Blues)
★★
Með hinum bráðmyndarlega Rob Lowe.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ifA&imðLuio
NAFN RÓSARINNAR
(The Name Of The Rose)
★★★
Stórt drama, sterk mynd.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
LAUGARÁS
B I O
WILLY MILLY
★★
Óskin rætist, en að breytast í strák á
einni nóttu er full mikið.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
HETJAN HÁVARÐUR
★
öndin Hávarður fellur til jarðar. Og lend-
ir þar í hinum ýmsu vandræðum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
E.T.
★★★
Frábær fjölskyldumynd.
Sýnd kl. 5 og 7. Miðaverð 160 kr.
LAGAREFIR
(Legal Eagles)
★★★
Mjúkt lögfræðingadrama.
Sýnd kl. 9 og 11.
IRÍ0NBOGNNN
ELDRAUNIN
(Firewalker)
★★
Með Chuck Norris og Lou Gossett.
Spennandi ný grín-, ævintýra- og
spennumynd.
Sýnd kl. 3, 5,7,9 og 11.15. Bönnuð inn-
an 16 ára.
LEYNIFÉLAGIÐ
(Camorra)
★★
Mafíuhópur sem stjórnað er af kven-
mönnum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð innan
16 ára.
SAMTAKA NÚ
(Gung Ho)
★
Vitlaust fjör.
Sýnd kl. 3.
LINK
★★
Um apa sem gera uppreisn vegna harð-
stjórnar.
Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05.
Bönnuð innan 12 ára.
AFTUR I SKÓLA
(Back to School)
★★
Dillandi grín og hraði.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10.
I KRÖPPUM LEIK
(Heat)
★
Með Burt Reynolds.
Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 11.15. Bönnuð
innan 16 ára.
HINIR ÚTVÖLDU
Ný
Spennandi mynd um trúbræður og
vini, en viðhorf þeirra eru afar ólík, svo
úr því verða mikil átök.
Sýnd kl. 7.15 og 9.15.
ANDSTÆÐUR
(Nothing in Common)
★★
Um samband feðga þegar móðirin yfir-
gefur pabbann.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
VOPNAÐUR OG HÆTTULEGUR
(Armed and Dangerous)
★★
Lögreglumaður og lögfræðingur gerast
vopnaðir öryggisverðir.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
VÖLUNDARHÚSIÐ
(Labyrinth)
★★★
Vel gerð fjölskyldumynd.
Sýnd kl. 5.
Tántéíó
TÝNDIR I ORRUSTU II
(Missing in Action II)
★
Með Chuck Norris.
Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 16 ára.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
O tnjög vond
MYNDBAND VIKUNNAR
Alien ★★★
77/ átleigu hjá m.a. Vídeómeist-
aranum og Myndbandaleigu
kvikmyndahásanna.
Bandarísk. Árgerð 1979.
Leikstjórn: Ridley Scott.
Aðalhlutverk: Sigourney Weaver,
John Hurt, Tom Skerritt, Yaphet
Kotto o.fl.
Þá er hún loksins fáanleg á
myndbandaleigunum þessi fræg-
asta og jafnframt einhver umdeild-
asta hrollvekja síðari tíma. Menn
hafa löngum velt vöngum og
margir í mestu forundran yfir því,
hvað valdi þeim gífurlegu vin-
sældum sem þessi mynd hefur
notiö gegnum tíðina. Kvikmynda-
gagnrýnendur víða um heim ým-
ist rökkuðu hana niður og þá oft-
ast á þeim forsendum að kvik-
myndin fjallaði ekki um nokkurn
skapaðan hlut... annað en ógur-
legt skrímsli, er í vellystingum
vaðstappaði um eyðilegar vistar-
verur geimferjunnar Nostormo,
hámandi í sig áhöfnina af ótrúlegri
matgræðgi einni saman. Aðrir lof-
uðu hana í hástert og þóttust geta
lesið milii línanna ýmsar dulúðug-
ar og mislangsóttar túlkanir og
skýringar á hreint ótrúlegri vel-
gengni og vinsældum þessarar
margræðu, en jafnframt sótsvörtu
framtíðarsýnar.
„Nútíma-goðsögn fyrir framtíð-
ina! Margslungin hálf-freudisk
Ódysseifsferð um rangala... óhlut-
bundinna bakgarða velferðarsam-
félagsins!" hrópuðu hinir síðar-
nefndu í unaðsleiðslu yfir ósköp-
unum, „... því hvað er skrímslið
ógurlega annað en staðgengill
fjöldaatvinnuleysisins, vígbúnað-
arkapphlaupsins? Er það ekki óða-
verðbólgan holdi klædd!?“ Og
skýringin á hinum ótrúlegu vin-
sældum myndarinnar: Jú, mann-
verunni tekst hið ómögulega... eft-
ir ótrúlega hrakninga, þrautir og
þjáningar, að sigrast á ógnvaldin-
um ógurlega. Öll þessi óhlut-
bundnu og að því er virðist óyfir-
stíganlegu vandamál, er að okkur
steðja úti í óræðum veruleikanum
utan veggja kvikmyndahússins
eru s.s. mögulega, ef til vill og
kannski ekki svo óyfirstíganleg
þrátt fyrir allt. Með smá útsjónar-
semi, kænsku og umfram ailt óbil-
andi þrautseigju má finna ráð við
flestum vanda.
Nú, þeir sem litið eru gefnir fyrir
slíkar vangaveltur og hégóma
geta alltént notið fádæma vel unn-
innar, hreint ómótstæðilega út-
smoginnar tæknivinnslu myndar-
innar, sem á köflum er hreint ótrú-
leg. Gefið sérstakan gaum að
hljóðvinnslunni. Hún er með ólík-
indum... jaðrar við fullkomnun.
Ó.A.
HELGARPÓSTURINN 27