Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 29
Guðmundur Guðmundsson (þróttamað-
ur Reykjavlkur, fyrirliði landsliðsins,
stekkur inn [ teiginn úr horninu og hefur
væntanlega skorað að vanda.
Þýskalandi svo það er vissara fyrir
þá að standa sig vel.
Það er víst að þegar þessi keppni
hefst (hún hófst reyndar í gær) þá
hafa íslendingar enga fyrirfram af-
sökun fyrir því að standa sig illa á
þessu móti. íslenska liðið er senni-
lega eitt það leikreyndasta í keppn-
inni og þátttaka liðsins í sterkum
keppnum á undanförnum árum hef-
ur skapað gífurlega reynslu og jafn-
framt metnað á meðal landsliðs-
manna okkar. Hver veit nema að vel
takist til og sigur vinnist á t.d. Sovét-
mönnum og Svíum sem væri ákaf-
lega sætt svo maður tali nú ekki um
Pólverja sem vafalaust eru óskamót-
herjar Bogdan Kowalczyk landsliðs-
þjálfara.
SVIAR: „Þá eru það blessaðir Sví-
arnir. Það er nú alltaf erfitt að spila
gegn Svíum og líkast því sem íslend-
ingar hafi einhverja minnimáttar-
kennd gagnvart þeim. Nú, Svíar eru
firnasterkir um þessar mundir og
spila skemmtilegan handknattleik.
Þeir urðu í fjórða sæti á HM og und-
irstrikar það stöðu sænsks hand-
knattleiks. Við eigum þó að geta
unnið Svía en það verður, eins og
allir hinir leikirnir, mjög erfitt."
Jóhann Ingi sagði ennfremur að
hann teldi íslenska liðið mjög sterkt
um þessar mundir og leikreynsla
liðsins væri mikil sem ætti að skila
sér í árangri. „Ég tel að leikurinn
gegn A-Þjóðverjum (leikinn í gær
miðvikudag) verði mjög erfiður og
erfiðast að ná góðum úrslitum í
þeim leik. Gegn hinum liðunum eig-
um við jafna möguleika, nema gegn
Pólverjum, sem við eigum að
vinna."
Þorgils Óttar Mathiesen
„ANÆGÐUR MED AÐ
VINNA TVO LEIKI"
HP leitadi álits Þorgils Óttars
Mathiesen á keppninni í A-Þýska-
landi, Baltic-keppninni. Þorgils leik-
ur sem kunnugt er med FH en er
einnig einn af sterkustu leikmönn-
um landslidsins. Hvada möguleika
telur hann ad íslenska liðid eigi í A-
Þýskalandi?
„Það er nokkuð óvíst hvaða sæti
við getum gert okkur vonir um að
lenda í þarna fyrir austan. Þetta er í
fyrsta sinn sem sterkasti hópur
landsliðsins kemur saman síðan á
HM í Sviss á síðasta ári þannig að
það er ómögulegt að segja fyrir
hversu langan tíma það tekur fyrir
okkur að slípa kerfin. Þessi keppni
er firnasterk og ég held að við get-
um verið mjög ánægðir ef okkur
tekst að sigra í tveimur leikjum. Við
vitum að A-Þjóðverjar eru á heima-
velli í þessari keppni og á sínum
heimavelli tapa þeir ekki leikjum
svo auðveldlega. Nú, bæði Sovét-
menn og V-Þjóðverjar eru á loka-
sprettinum fyrir sterka B-keppni á
Ítalíu svo þessi lið eru væntanlega í
toppformi á þessum tíma. Um Pól-
verjana er lítið að segja. Ég tel að
við eigum að geta unnið sigur á
þeim en frændur okkar Svíar verða
okkur erfiðari. Þeir eru með gott lið
en þó engan veginn ósigrandi."
Þorgils bætti síðan við að þetta
mót væri í raun fyrsta mótið sem
landsliðið tekur allt þátt í. Mótið hér
á landi um jólin var með tvískiptu
landsliði en nú væru nær allir okkar
sterkustu leikmenn með og ungir
strákar fengju eflaust að spreyta sig
einnig. „Frá og með þessu móti
munum við æfa og spila mjög
grimmt fram að Ólympíuleikunum
og mun sami hópurinn taka þátt í
þeim æfingum að mestu, sennilega
sá hópur sem kemur til með að taka
þátt í ÓL.“
Að lokum spurðum við Þorgils um
þau meiðsl sem hann varð fyrir rétt
fyrir HM-keppnina í Sviss og settu
strik í þátttöku hans á því móti.
„Nú, ég er nánast alveg búinn að
ná mér af þeim meiðslum og þau há
mér ekkert í dag. Ég spila reyndar
enn með umbúðir um hnéð en ég
læt þær fjúka í vor.“
Þorgils Öttar Mathiesen, einn leikreyndasti landsliðsmaðurinn. Ekki eins bjartsýnn og
Jóhann Ingi, en samt...
Rúmgóður og sterkbyggður jeppi
sem hefur sannað ágæti sitt við ísienskar aðstæður.
Við eigum fáeina Suzuki Fox af lengri gerðinni til afgreiðslu strax
Verð Suzuki Fox 410 4 gíra 512.000.-
Verð Suzuki Fox 413 5 gíra 568.000.-
Greiðslukjör við allra hæfi og við tökum eldri Suzuki bíla uppí
á hagstæðu verði.
Vertu vel akandi í vetur — veldu Suzuki Fox
SUXUKI
jjppl '•'.iVí.'"' ii#'
P;1 HHÍK ul|% TSEuBSar s®*** ‘m&A*. ’M
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifan 17 - Sími 685100
!B5rV
PÁV Prentsnuðja Áma VaJdemaxsaonar hf
Opið: laugardag 13-17
HELGARPÓSTURINN 29