Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST FUNDAHERFERÐ kratanna Jóns Baldvins og Gudmundar Einarssonar um Austurland vakti athygli þar um slóðir. í framsókn- armálgagninu Austra á Egils- stöðum þ. 15. janúar birtist skop- mynd af þeim krötum í þann mund að brjóta Austurlandsmúr- inn, en í þessu kjördæmi hafa kratar ekki átt þingmann svo lengi sem menn muna. Eins og meðfylgjandi mynd úr Austra sýnir er Jón Baldvin í þann mund að „krambúlera" andlit Guðmundar á múrnum. Þessa dagana gengur Guð- mundur Einarsson með miklar sáraumbúðir á enni, vinstra megin, og hafa menn eðlilega SMARTSKOT dregið þá ályktun að eitthvað hafi „múrbrjóturinn" unnið á víg- girðingunni fyrir austan. Skýringin er hins vegar sú, að daginn áður en Guðmundur fór austur um miðjan mánuðinn lenti hann í stappi með hestana sína sem endaði með vænu höggi og meðfylgjandi sári og mari, eins og sjá má á myndinni af Guðmundi Einarssyni, sem Árni Bjarnason tók á Alþingi í fyrradag. JAFNRETTISbaráttan heldur víst örugglega áfram, því kven- fólki þykir hægt ganga við að rjúfa þéttan varnarmúr karla. En misrétti kynja á milli einskorðast ekki við mannkynið, því maðurinn hefur útfært kynferðismat sitt yfir á dýrin í ríkum mæli. Nýlega mátti í Lögbirtingablaðinu sjá auglýsingu frá ríkisskattstjóra um eignarmat á búfé. Þar má sjá að geltir eru metnir á 13.375 krónur en gyltur á aðeins 8.710 krónur. Karlkyns minkar eru metnir á 2.920 krónur en kvenminkar á aðeins 1.945 krónur. Ekki er sama hversu gamlar trunturnar eru. Hestar á 5—13. vetri eru metnir á 20.450 krónur en jafnaldra hryssur á 18.410. Á hinn bóginn ríkir jafnrétti þegar trunturnar eru 14 vetra eða eldri. Og mennirnir leggja að jöfnu ær og sauði, kanínur, refi, geitur og fugla. Aðeins í einu tilfelli er kvendýr metið meira en karldýr. Þannig þarf tvö og hálft naut til að jafnast á við eina mjólkurkú. Á hinn bóginn er nautakjötið mun dýrmætara en kýrkjötið. .. auglýsti nýlega kennsluskrá sína fyrir vorönn og kenndi þar ýmissa grasa að venju. Við rákum augun í kynningu á námskeiði í blóma- skreytingum og fannst nafn leið- beinandans afar viðeigandi. Hún heitir auðvitað Fjóla. MENN hafa ályktað grimmt í Norðurlandskjördæmi eystra vegna brottvikningar fræðslu- stjóra, og verið eindregni í afstöðu sinni. í einni ályktuninni var geng- ið svo langt að krefjast þess að Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra segði af sér embætti. HP hefur fregnað að þegar ályktun þessi var gerð stóð að henni aldraður prestur. Fannst klerki full sterkt að orði kveðið og velti því mjög fyrir sér hvort hann gæti stutt svo harðorð mótmæli. Á endanum er sagt að klerkur hafi seilst í jakkavasa sinn, skellt í sig hjartapillu og rétt síðan upp hönd samþykkur ályktuninni. Við selj- um það ekki dýrara en við keypt- um það. DAGBLÖÐIN Tíminn og Þjóð- viljinn fá aldeilis höfðinglega meðferð í Vesturbænum í Reykja- vík þessa dagana, þó tæpast geti það verið til langframa. Fyrir síð- ustu helgi sást nefnilega til leigu- bílstjóra frá Hreyfli, sem ók um með blöðin í aftursætinu og hljóp með þau inn í hús áskrifenda, glóðvolg úr hlýjunni í bílnum. HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Hyski Víst hefur enginn við mér roð, verjast mun ég grandi, þótt úr sturla Steingríms joð steypist ögn af hlandi. Niðri „77/ þess að viðhalda vœgi þess heims- atburðar sem hér átti sér stað, verðum við að öðlast gœðastimpil í vitund heimsins“ FRIÐRIK Á. BREKKAN HJÁ MENNINGARSTOFNUIM BANDARÍKJANNA I GREIN UM TILLÖGU SÍNA AÐ ALÞJÖÐLEGUM FRIÐARVERÐLAUNUM, SEM KENND YRÐU VIÐ HÖFÐA Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði Ásatrúarmanna „Við höfum nú ekki mikið komið saman á þessum tíma, en þetta snýst um að benda fram til vorsins á miðjum eða úthall- andi vetri. Skammdegið er eiginlega búið, eða það sem kallað var skammdegi, og komnir útmánuðir. Þá er horft til vorsins." — Bíðið þið tii vorsins með að hittast? „Ja, við höfum stundum haft blót í þorrabyrjun, ef hægt hef- ur verið að koma því við." — Eru til einhverjar upplýsingar að ráði um þessa siði frá því fyrr á öldum? „Slíkar upplýsingar eru eiginlega hvergi til. Á þorrablótum okkar er etið og drukkið, en það er það eina sem vitað er um þetta til forna. Þetta var matar- og drykkju- veisla! Við höfum samskonar mat og er í þessum hefðbundnu þorrablótum og drekkum mjöð, sem við köllum. Það er eitt- hvert sull úr öli og brennivíni, ekki ósvipað bjórlíkinu sem selt var á tímabili. Fyrr á tímum var blótað til árs og friðar, bent á vorið og gróðurtímann, bæði á að sá í akurinn og róa til fiskjar, eða fara í kaupferðir." — Er þetta svipað með aðra siði Ásatrúarmanna, þ.e. að þið verðið sjálf að geta ykkur til um hvernig þeir hafa verið? ,Já, svo að segja alveg." — Hittist þið reglulega, fyrir utan þorrablótin? ,dá, í sumarbyrjun — á sumardaginn fyrsta. Svo aftur um sólstöður, eða Jónsmessuna. Sumardagurinn fyrsti er eigin- lega okkar dagur." — Hvað eruð þið mörg í söfnuðinum? „Það er alltaf ósköp svipuð tala. Einn og einn gengur úr og svo eru einhverjir að bætast við. Á þjóðskrá eru eitthvað innan við hundrað taldir Ásatrúar, en meirihluti þeirra sem koma á blót eru ekki skráðir þar." — Hvernig er kynjaskiptingin hjá ykkur? „I skráningunni eru karlar miklu fleiri, en hins vegar eru kon- ur yfirleitt í meirihluta á blótum og fundum, hefur mér virst. Þær koma, en hirða kannski ekki um að skrá sig." — Er sérstök inntökuathöfn fyrir nýja meðlimi? „Nei, nei. Ekki nema sérstaklega sé óskað eftir þvi. Þá bless- um við þá, ávörpum goðin og förum með eitthvað gott og gam- alt." — Ert þú eini goðinn? „Ég er nú svona það sem kallað er formaður, en svo eru 9 í allt, sem kallast goðar. Þetta er nokkurs konar stjórn í félaginu." Þorrinn er nú að ganga í garð, enda jólamaturinn farinn að sjatna vel (fólki. Hann er þó ekki til kominn til þess að skapa matreiðslumönnum og húsmæðrum vinnu. Ásatrúarmenn hafa hinar aldagömlu hefðir ( heiðri og þess vegna höfðum við samband við Sveinbjörn Beinteins- son í Draghálsi. Hvernig blótarðu þorra? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.