Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 31
INNLEND YFIRSYN „Nú er ljóst að engar meiriháttar breyting- ar verða gerðar á kosningalögunum. Ástæð- an er sú, að þingmenn úr dreifbýli í sumum flokkanna vilja ekki veigamiklar breytingar," segir Fridrik Sophusson varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og nefndarmaður í sérnefnd- inni til að fjalla um kosningalögin í samtali við HP. Þegar stjórnarskrárbreytingin um fjölgun þingmanna var samþykkt á sínum tíma, fylgdu í greinargerð drög að kosningalögum, sem svo urðu að veruleika í svokölluðu for- mannafrumvarpi. Formannafrumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi 1983. For- mennirnir boðuðu eftir kosningar að gera yrði breytingar á frumvarpinu í ljósi þess að úrslitin í síðustu kosningum hefðu leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu. Kosningalaganefndin hefur starfað á hverju ári en ekkert hefur komið út úr starfi hennar, sem horfir til verulegra breytinga, að mati Friðriks Sophussonar. MARGVÍSLEG ÓÁNÆGJA í skoðanakönnun HP, sem birt var í síðasta tölublaði, kom í ljós, að í Austurlandskjör- dæmi þar sem Alþýðubandalaginu var reiknað 29,7% fylgi fengi sá listi einungis 1 þingmann, en A-listi sem reiknað var 10,8% fylgi fékk einnig 1 þingmann. Á hinn bóginn fékk B-listinn, sem í þessu dæmi var með lægra atkvæðahlutfall en G-listi, eða 29,2%, 2 þingmenn. (Austurland: A-listi 10,8%, B- listi 29,2%, D-listi 24,6%. G-listi 29,7% og V- listi 5,7%.) Ástæða þessa er sú, að G-listinn hafði í þessu reikningsdæmi notað jöfnunarhlutfal! sitt í Vestfjarðakjördæmi og þannig komst 2. maður á G-lista eystra ekki inn. B-lista mað- urinn komst inn í þessu dæmi út á ónotað jöfnunarhlutfall. En G-lista maðurinn á Vest- fjörðum komst inn út á 14% atkvæða meðan Á-lista maðurinn í öðru sæti þar varð að sætta sig við að sitja utan þings, þó A-listinn í kjördæminu væri með 26,2% í þessu reikn- ingsdæmi. „Ég taldi þessar úthlutunarreglur siðferði- lega rangar, þar sem slík úrslit veita ekki list- um þingstyrk í samræmi við atkvæðastyrk í viðkomandi kjördæmi. Ég veit að ef niður- stöðurnar verða eitthvað í þessum dúr, verð- ur fólkið í okkar kjördæmi ósátt," segir Helgi Seljan alþingismaður í Austfirðingafjórðungi í samtali við HP. Helgi kvað sitt sjónarmið einfaldlega hafa orðið undir í þingflokknum. Margir benda á, að í fyrri kosningalögum, hafi ekki verið komið í veg fyrir óréttlæti af svipuðum toga. Þá gerðist það að uppbótar- sæti gátu komið í hlut flokka, sem höfðu minna fylgi en aðrir, sem komu engum manni inn á þing. Það var hins vegar frekar uppbótarkerfinu að kenna — eða þakka. OF FLÖKIN Kosningalögin þykja alltof flókin og menn horfa til talningarnæturinnar í vor með hryllingi. HP leitaði til Páls Péturssonar en hann er formaður sérnefndarinnar um kosn- ingalögin, og spurði hann um helstu ann- marka á lögunum: „Þau virka flókin þessi lög og það væri mjög gott ef hægt væri að einfalda þau. Það er erfitt að sjá fyrir hverjir verða kjörnir, óvissuþátturinn er alltof stór í lögunum. Fólkinu í hverju kjördæmi, þ.e. þeim smærri, er raunar ekki falið að kjósa nema fjóra af þeim fimm sem kjördæmið fær. Fimmti þing- maðurinn er í rauninni landskjörinn þó hann hafi kjördæmissetu í viðkomandi kjördæmi," sagði Páll. „Þegar lagt var af stað með þessa laga- smíð, veturinn 1982—83, þá var ásetningur formannanna að jafna vægi kjósenda nokk- uð frá því sem áður var. Menn komu sér sam- an um ákveðið misvægi — en síðan fara menn svo að leita að fullkomnu jafnvægi milli flokka. Þessi markmið eru hins vegar ósamrýmanleg, af þeirri ástæðu að flokkar eru ekki allir jafn sterkir í dreifbýli og þétt- býli. Þetta skapar ákveðna örðugleika við að gera lögin einföld í sniðum," segir Páll. Kosningalaganefndin skilar af sér í nœstu viku. Sammála um örfáar leiöréttingar á nýju lögunum. Óánœgja meö lögin í heild. Veröa örugglega endurskoöuö eftir kosningar. Páll Pétursson meö tillögur um aukiö valfrelsi kjósenda. Tvöfaldur atkvœöis- réttur —. niöurrööun á lista. Stjórnarflokkarnir ósammála um kjördag! BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNA „Síðan voru lögin sett með nokkuð mikl- um hraði og nú eru í þeim ákvæði sem brjóta í bága við stjórnarskrána og þess vegna verður að breyta þeim. Það viðurkenna allir að það þurfi og það er vilji fyrir því. Hitt er svo annað mál að það er mjög flókið að ná saman um breytingar því sjónarmiðin eru mismunandi," segir Páll Pétursson. „Auðvitað verður að breyta því í lögunum sem orkar tvímælis gagnvart stjórnarskrá. En varðandi viðameiri breytingar núna, þá hljóta menn að spyrja sig hvort það sé sið- ferðilega verjandi, þar sem við erum komnir svo nálægt kosningum," segir Guömund- ur Einarsson, einn nefndarmanna í kosn- ingalaganefndinni. HP er kunnugt um að fyrir sérnefndinni liggur sérfræðilegt álit Ólafs Waltcrs Stefáns- sonar um að ákvæði í nýju kosningalögun- um samrýmist ekki ákvæði í stjórnarskránni. Sömuleiðis liggja fyrir nefndinni hugmyndir Þorkets Helgasonar, Jóns Ragnars Stefáns- sonar og jafnvel fleiri sérfræðinga um hvern- ig megi lagfæra lögin, þannig að ekki orki tvímælis hvort þau séu í samræmi við stjórn- arskrána. Eins og fram kom í grein í HP í október, var Friðrik. Þingmenn úr Helgi. Úthlutunarreglurn- Guðmundur. Ekki verj- Ráll. Hef sett niður dreifbýli vilja ekki veiga- ar siðferðilega rangar. andi að breyta miklu rétt punkta, sem lagðir verða miklar breytingar. fyrir kosningar. fyrir þingflokkana, um aukið valfrelsi; uppröðun á lista og tvöfaldan at- kvæðisrétt. þá kominn fram rökstuddur grunur um að sum ákvæði laganna brytu í bága við stjórn- arskrána. Hér er um að ræða þau ákvæði sem gera ráð fyrir að flokkur eða framboðs- listi yrði að ná a.m.k. 0,8 í þingsætahlut og 5% atkvæðamagns á landsmælikvarða til að ná kjöri. Hugmyndirnar munu m.a. ganga út á að fella niður 5% ákvæðið og lækka þing- sætahlutfallið niður í 0,6%. Slík breyting felur í sér ögn meiri réttindi fyrir framboð utan gömlu stjórnmálaflokk- anna — og gerir um leið erfiðara fyrir flokks- lista að fá þingsæti út á lítið fylgi. Annars er hér um tæknilega útfærslu að ræða, sem deildar meiningar munu enn vera um innan kosningalaganefndarinnar, þó svo allir séu sammála um að það verði að breyta í þessa áttina. AUKA VALFRELSIÐ — TILLÖGUR Á BORÐINU? Margir hafa haft orð á því að kosningalög- in auki ekki valfrelsi kjósenda. Mörg ná- grannaríkja okkar hafa víðtækari kosninga- rétt. Páll Pétursson kvað vilja fyrir hendi um að auka valfrelsið, þannig að kjósandi réði meiru um það hverjir yrðu þingmenn fyrir hann. Þetta bæri einnig að skoða í sambandi við prófkjörin. Á þeim hefðu komið fram annmarkar, sem út af fyrir sig væri hægt að komast hjá að miklu leyti, með því að færa þetta vald til vals inn í kosningarnar. En koma slíkar breytingar til álita núna? „Það kemur allt til álita, en ég veit ekki hvort menn ná neinni samstöðu um slíkar breyt- ingar. Við erum með öll kosningalögin inni í myndinni og svo er að sjá hver samstaðan verður. Ég hef sett niður nokkra möguleika á blað, sem koma til skoðunar í þingflokkun- um. Og ef áhugi er fyrir í þingflokkunum að taka það mál til rækilegrar athugunar, þá er sjálfsagt að fara í það mál í sérnefndinni," segir Páll Pétursson. Meðal hugmynda hans eru tillögur um niðurröðun lista í kjörklefan- um, ákvæði um tvöfaldan atkvæðfsrétt kjós- anda og m.fl. Tillögur í svipuðum dúr hafa m.a. verið fluttar á þingi áður af Jóni Skafta- syni um niðurröðun á lista og Vilmundi Gytfasyni um skiptingu atkvæða á lista. KJÖRDAGURINN Á REIKI Nú hefur ekki enn verið fastákveðið hve- nær verður kosið í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst yfir vilja sínum til að kosið verði 25. apríl í vor. Páll Pétursson bendir á að sam- kvæmt lögum eigi kjördagur að vera síðasti laugardagur í júní. Um þann dag sé engin ríkjandi ánægja, vegna sumarleyfa o.s.frv. En er ekki komið samkomulag um kjör- dag? „Nei. Það er ekki komið samkomulag um hann,“ segir Páll. Hann kveður hins vegar, að svo líti út sem þingmeirihluti sé fyrir 25. apríl. Forsætisráðherra hefur ekki sagt ann- að en sá dagur verði ákveðinn, nema menn komi sér saman um annan dag. „Ég teldi miklu heppilegra að kjósa 9. maí og það eru margir fleiri á sömu skoðun. Ég ætla að kanna hvort vilji fyrir því að lögbinda annan laugardag í maí sem kjördag eöa einhvern annan dag,“ segir Páll Pétursson. Af viðtölum við þingmenn má draga þá ályktun að almennt sé ríkjandi óánægja meðal þeirra um kosningalögin. n af mis- munandi ástæðum. ÞingmönnU' béttbýlis á höfuðborgarsvæðinu þykir misvægið of mik- ið og þingmönnum dreifbýlis m mikið at- kvæðafylgi, þykir flokkarnir á b aði ekki njóta þingstyrks í samræmi vi' alkvæða- fylgi. Reiknað er með að kosning;: .efndin skili af sér í næstu viku og eftir f U n sólar- merkjum að dæma. þá mun h iæplega vera sammála um aðrar breytin n á áö- urnefndu hlutfalli og niðurfellir regl- unnar. Að líkindum munu fleiri anm: kar á lögunum koma í ljós í kosningunum r. Og því áreiðanlegt, að á næsta kjörtímabiii verði tekið til við að endurskoða kosningalögin —■ eina ferðina enn. HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.