Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 7
Sjúkrahús Keflavíkur og Heilsugæslu- stöð Suðurnesja. Skýrsla kjörinna endur- skoðenda leiddi I Ijós að mikil óstjórn hafði verið við þessar stofnanir ( áraraðir. Endurskoðendurnir bentu stjórn- inni á að birgðahald væri kostnað- arsamt, einkum þar sem „fjármagn sem bundið er í birgðum er greitt með dráttarvöxtum". Þessir dráttarvextir koma í ljós annars staðar í skýrslunni þar sem fjallað er um langtímaskuldir. Skuld- ir sjúkrahússins við Lyfjaverslun ríkisins voru gríðarlegar í árslok 1985 og námu vextir vegna við- skipta á árunum 1984 og 1985, einir og sér, kr. 5.162.000 af heildarskuld- inni. Viðskiptin á árinu 1985 voru þó ekki nema kr. 1.700.000. Vextir fyrir þessi tvö ár nema því um 7 ára úttekt sjúkrahússins hjá Lyfjaversl- uninni. Endurskoðendurnir finna einnig að meðferð útistandandi skulda sjúkrahússins. Um 40% þeirra voru gamlar skuldir, tveggja ára og eldri. Meira en helmingur af víxileign sjúkrahússins var í vanskilum í árs- lok 1985. MARGBORGAÐ ORLOF Að mati endurskoðendanna er launakerfi sjúkrahússins „gamalt og löngu úrelt“. Þeir segja að launamið- ar séu „illskiljanlegir og í engu sam- ræmi við bókhaldsfærslur launa", auk þess sem þeir gefi „mjög litlar upplýsingar um aukasporslur, s.s. bifreiðastyrki, síma o.fl.“. Það er t.d. tekið fram að þrátt fyrir að sjúkra- húsið þurfi einungis að greiða af- notagjald síma vissra starfsmanna, þá hafi allur símareikningur þessara starfsmanna verið greiddur, fasta- gjald sem og umframsímtöl. Þá upplýsa endurskoðendurnir að þeir starfsmenn sem hafa fengið greidda fasta yfirvinnu hafi einnig fengið hana greidda í orlofum. Ofan á þessa yfirvinnu í sumarleyfum hafi síðan verið reiknaðar orlofs- greiðslur, eins og á aðra eftirvinnu- tíma. Þeir hafi því fengið greidda dagvinnu og fasta yfirvinnu í sumar- leyfum og auk þess orlofsgreiðslur reiknaðar af öllum yfirvinnutímum ársins, er þeir fóru í sumarfrí. ÁRSREIKNINGARNIR ILLSKILJANLEGIR Þá gera endurskoðendurnir at- hugasemdir vegna risnu og ferða- kostnaðar, en nánar er fjallað um það hér til hliðar, þar sem greint er frá bréfi Eyjólfs Eysteinssonar, for- stöðumanns, til stjórnar sjúkrahúss- ins. 1 gagnrýni sinni á uppsetningu ársreikninga sjúkrahússins segja endurskoðendurnir að þeir séu ill- skiljanlegir án frekari útreikninga. Þeir taka dæmi af því að ekki sé hægt að sjá af lestri ársreikninga að laun, launatengd gjöld og launa- ígildi á árinu 1985 hafi numið 88,6% af tekjum sjúkrahússins, eins og raun var á. Astæðan fyrir flókinni og illlæsi- legri uppsetningu ársreikninganna er, að á árinu voru gerðar breyting- ar á bókhaldi sjúkrahússins til að fullnægja kröfum daggjaldanefndar um skýrslugerð. Endurskoðendurn- ir benda hins vegar á að óþarft sé að láta ársreikningana beygja sig undir þessar bókhaldsfærslur. Raunar má ráða af skýrslu þeirra að þeir efist um að stjórnarmenn í stjórn sjúkra- hússins hafi getað fengið hugmynd um stöðu og rekstur sjúkrahússins af lestri ársreikninga. RÍKIÐ GRÆÐIR Á SVEITARFÉLÖGUNUM í þeim hluta skýrslunnar sem fjall- ar um Heilsugæslustöð Suðurnesja kemur fram um margt lík gagnrýni á bókhald. Þar segir t.d. að „merk- ing fylgiskjala sé greinilega unnin í flýti, þar sem víða gæti ónákvæmni í merkingu og er kostnaður því ekki bókaður á rétta tegund kostnaðar þrátt fyrir að reikningar beri greini- lega með sér hver kostnaðurinn er. Ársreikningur gefur þar af leiðandi misvísandi upplýsingar". Ýmis tengsl sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar eru eink- um gagnrýnd í þessum hluta. Sjúkrahúsið er rekið á daggjalda- kerfi frá ríkinu, en heilsugæslustöð- in er rekin fyrir fé frá sveitarfélög- unum á Suðurnesjum. Þrátt fyrir samflot þessara stofnana á vissum sviðum og sameiginlega stjórn og forstöðumann, hafa þær ólíka rekstraraðila. 1 skýrslunni er gagnrýnt að lán frá heilsugæslustöðinni til sjúkrahúss- ins skuli ekki hafa borið vexti. Með því móti hafa sveitarfélögin á Suður- nesjum í raun fjármagnað hluta af framkvæmdum ríkisins við sjúkra- húsið. Að mati endurskoðendanna nema vanreiknaðir vextir kr. 257.000 á árinu 1985. ÓLAG Á GREIÐSLUM SVEITARFÉLAGANNA Þá finna endurskoðendurnir að því að umbúðir sem heilsugæslu- stöðin kaupir af sjúkrahúsinu séu bókfærðar samkvæmt mati, þó að á nótur sé skráð efnismagn og ein- ingafjöldi. Hér sé um óþarfa óná- kvæmni að ræða. Samkvæmt skýrslunni virðast þau sveitarfélög sem voru í vanskil- um við heilsugæslustöðina hafa ver- ið verðlaunuð, þeim gefinn kostur á að gefa út víxil á greiðsludögum sín- um, án þess að af þeim væru reikn- aðir forvextir. Endurskoðendurnir benda stjórninni á að hentugra sé fyrir heilsugæslustöðina að láta greiðsludaga þessara víxla vera þá sömu og greiðsludaga skuldar sveit- arfélaganna við heilsugæslustöð- ina. Með því er tryggt að tekjur stöðvarinnar rýrni ekki að óþörfu. Gagnrýni á umgengni um launa- lista starfsmanna heilsugæslustöðv- arinnar er um margt lík þeirri er áð- ur er getið um vegna sjúkrahússins. Þó kemur fram í þessum hluta skýrslunnar að orlofsdagar starfs- fólks á skrifstofunni eru ekki skráð- ir. Sú staðreynd er athyglisverð með hliðsjón af skýringum Eyjólfs Ey- steinssonar, forstöðumanns, til stjórnar sjúkrahússins. STJÓRNIN TEKIN í KENNSLUSTUND í lokaorðum sínum taka endur- skoðendurnir stjórnendur sjúkra- hússins og heilsugæslustöðvarinnar í læri um heilbrigða skynsemi í rekstri. Af þeim má ætla að megn- asta óstjórn hafi viðgengist við stjórnun þessara stofnana um ára- raðir. Endurskoðendurnir benda stjórn- inni á að nauðsynlegt sé að fundar- gerðir séu vel skráðar, svo hægt sé að sannreyna fullyrðingar um ákvarðanir stjórnar. Endurskoðendurnir leggja til að starfsmönnunum verði gerð grein fyrir mikilvægi bókhalds, þá sér- staklega þeim sem annast fjárreiður og skráningu bókhalds. Þá er í skýrslunni bent á að gjald- kera verði að vera ljóst að ekki má greiða út reikninga nema hann sé sannfærður um að viðkomandi stofnun eigi að greiða kostnaðinn! í lokaorðunum er tekið fram að þeir starfsmenn sem stjórna útgjöld- um þurfi að kunna að hagnýta sér bókhaldsupplýsin gar. Auk þess benda endurskoðend- urnir á að nauðsynlegt sé að leggja fram áætlanir og fylgja þeim eftir. HVAR ER ÁBYRGÐIN?... Það kann sjálfsagt mörgum að þykja einkennilegt að lesa svona ábendingar um undirstöðuatriði í rekstri til stjórnar jafn stórra fyrir- tækja og Sjúkrahús Keflavíkur og Heilsugæslustöð Suðurnesja eru. Ef allar ábendingar endurskoðend- anna hafa verið réttmætar má ætla að stjórn þessara stofnana hafi verið fádæma kærulaus gagnvart rekstri þeirra. Rétt er að benda á viðtal við Ingólf Falsson, fyrrverandi stjórnar- formann, sem fylgir þessari grein. Þó svo að Eyjólfur Eysteinsson, forstöðumaður, hafi vikið úr starfi í kjölfar þessarar skýrslu, ber hann ekki einn sök á hvernig komið var rekstri þessara stofnana. Fyrrver- andi stjórnir virðast hafa brugðist aðhalds- og eftirlitshlutverki sínu. Sömuleiðis bæjarfélögin, heilbrigð- isráðuneytið og Ríkisenclurskoðun, sem hefur það hlutverk að yfirfara ársreikninga þessara stofnana. En eins og fram kemur hér að ofan voru þeir byggðir á meingölluðu bókhaldi. í kjölfar bæjarstjórnaskipta eftir síðustu kosningar hafa nokkrir nýir valdhafar látið fara fram könnun á rekstri sveitarfélaganna og stofnana þeirra. Helgarpóstinum er kunnugt um að skýrslan um rekstur Sjúkra- húss Keflavíkur og Heilsugæslu Suðurnesja er ekki sú eina sem er, eða stefnir í að verða, svört. Þvottahús Keflavíkur. Þegar upp komst að reikningar frá þvottahúsinu til sjúkrahússins höfðu verið falsaðir var kafað ofan ( bókhald sjúkrahússins. Eyjólfur Eysteinsson, forstödumaöur, skýröi „óvenju- legar launagreiðslur“ og 117 reikninga frá sér fyrir stjórninni GLERAUGUN BORGUÐ AF SJÚKRAHÚSINU I skýrslu endurskoöendanna sem könnuðu rekstur Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja koma fram athuga- semdir vegna launagreiðslna til Eyjólfs Eysteinssonar, skuldar hans við sjúkrahúsið og reikninga sem hann hefur fengið greidda hjá stofnunum. Iskýrslunni er talað um „óvenju- legar launagreiðslur“ á árunum 1982—1985 að andvirði um kr. 575 þús. á núvirði. í árslok 1985 nam skuld forstöðumannsins við sjúkrahúsið, samkvœmt viöskipta- reikningi, 100 þús. kr. Á árinu 1985 fékk Eyjólfur síðan greidda reikninga hjá sjúkrahúsinu upp á kr. 238.375. Eyjólfur sendi stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja bréf þann 9. janúar, þar sem hann setti fram sínar skýringar á þessum greiðslum. LAUN í ORLOFI STARFSMANNA Varðandi „óvenjulegu launa- greiðslurnar" og skuld sína við sjúkrahúsið vildi Eyjólfur koma nokkrum athugasemdum að. Hann sagðist á þeim árum sem hinar „óvenjulegu launagreiðslur" fóru fram sjaldan hafa tekið sér fullt sumarleyfi. Með útreikningi sem hann setur fram í bréfinu sýn- ir hann fram á að skýringin á þess- um greiðslum sé fyrst og fremst sú að þar sé um greiðslur vegna þessa að ræða. Eins og fram kemur í skýrslu endurskoðendanna var allt launa- bókhald sjúkrahússins nánast ómarktækt, og sérstaklega var tekið fram að orlofsdagar starfs- manna væru ekki skráðir. Auk launagreiðslna vegna ótek- inna sumarfría, segir Eyjólfur í bréfinu að sér hafi borið laun vegna aukinna anna í sumarleyf- um starfsmanna, samkvæmt sam- ráði við fyrrverandi stjórnarfor- menn. Eyjólfur segir að sér hafi borið hálf mánaðarlaun starfs- manna á skrifstofu í þessum tilfell- um ofan á sín venjubundnu laun. Annað segir Ingólfur Pálsson, fyrrv. stjórnarformaður, í viðtali hér til hliðar. Eyjólfur leggur síðan saman skuld sína við sjúkrahúsið og hin- ar „óvenjulegu launagreiðslur" og dregur síðan frá laun vegna ótek- ins eigin orlofs, laun vegna orlofs starfsmanna og auk þess inneign sem hann segist eiga hjá heilsu- gæslustöðinni. Samkvæmt þessu nemur skuld Eyjólfs við sjúkrahús- ið ekki nema 6.388 kr. Það skal tekið fram að Eyjólfur notar upphæðir á verðlagi hvers árs við útreikninga sína. Tölu- verðs mismunar gætir í upplýsing- um hans um ótekið orlof hvers árs og launa vegna þess, og síðan í „óvenjulegum launagreiðslum" sömu ára. Skýringar Eyjólfs verða því að teljast skuldajöfnun frekar en skýringar á eðli hinna „óvenju- legu launagreiðslna". 117 REIKNINGAR OG 34 FERÐIR f skýrslu endurskoðendanna hafði komið fram gagnrýni vegna reikninga sem forstöðumaðurinn hafði fengið greidda hjá sjúkrahús- inu á árinu 1985. Alls voru þetta 117 reikningar, flestir frá Glóðinni, veitingastað í Keflavík (13), ÁTVR (13), KEA (9), Broadway (5), Hótel Sögu (4) og Hótel Holti (4). Eyjólfur skýrir þessa reikninga með því að skipta þeim í fimm flokka: risnu, akstur, gjafir, ferða- kostnað og ýmislegt. Aksturinn, kr. 13.120, skýrir hann þannig, að mest af upphæð- inni sé vegna tveggja bílaleigu- reikninga. 1 bréfinu segir Eyjólfur að „umræddar bifreiðir voru tekn- ar á leigu þegar bifreið mín bilaði. Kostnað þann sem af bílaleigubíl- unum hlýst verður sjúkrahúsið að greiðá'. Aðrir reikningar sem falla undir akstur eru reikningar frá leigu- og sendiferðabifreiðastöðv- um. Gjafirnar (reikningar frá Glóð- inni, ÁTVR og blómaverslunum) segir Eyjólfur að skýri sig sjálfar, en á þessum reikningum er til- greint að þeir séu vegna starfs- manna. Þessi liður hljóðar upp á kr. 7.256. Ferðakostnaðinn (kr. 59.798) skýrir Eyjólfur þannig að hann hafi ekki fengið greidda dagpen- inga, heldur hafi sjúkrahúsið greitt útlagðan kostnað hans vegna ferðalaga samkvæmt reikningum. Eyjólfur reiknar út þær dagpen- ingagreiðslur sem hann hefði fengið ef það kerfi væri notað. Kemur þá í ljós að honum hefði borið að fá 7.542 kr. meira vegna þessara ferða hefðu dagpeningar verið greiddir. Vegna þess hve mikinn kostnað sjúkrahúsið ber af ferðalögum forstöðumannsins segir Eyjólfur að starf hans krefjist mikilla ferðalaga. Á árinu 1985 voru þetta samtals 30 dagsferðir og 4 ferðir sem samtals tóku 16 sólarhringa. Þess má geta að sjúkrahúsið borgaði næturgistingar forstöðu- mannsins í Bláa lóninu, sem er mjög stutt frá heimili hans. Auk þess 2 næturgistingar í Reykjavík og eina á Hellu. FJÁRLAGAGERÐ í VEITINGAHÚSUM , Reikningar sem Eyjólfur flokkar undir risnu námu kr. 127.063 á árinu 1985. Eyjólfur skiptir þeim niður í níu atriði; kostnaður vegna hönnuða og iðnaðarmanna við framkvæmdir á skurðstofu (3 reikningar frá Glóðinni, tveir frá ÁTVR, einn frá Veisluþjónustu, Veitingahúsi KK og Hótel Holti, alls kr. 32.133), kostnaður vegna funda forstöðumanna sjúkrahúsa (5 reikningar frá Broadway, einn frá Bautanum og einn frá Hótel Sögu.samtalskr. 15.645), kostnað- ur vegna funda stjórnar (2 reikn- ingar frá Glóðinni, einn frá Hótel Holti og einn V/sa-úttektarmiði, samtals kr. 18.621), kostnaður vegna heimsókna læknis frá Keflavíkurflugvelli (reikningar frá ÁTVR, Nonna & Bubba og Hótel Valhöll, samtals kr. 11.548), kostn- aður vegna fjárlagagerðar (reikn- ingar frá Glóðinni, Gullna hanan- um og Hótel Holti, samtals kr. 2.362), hlutdeild í kostnaði vegna móttöku gesta á heimili forstöðu- manns (6 reikningar frá ÁTVR, 2 frá Nonna & Bubba, einn frá Sam- kaupi og einn frá Fiskvali, samtals kr. 30.280), kostnaður vegna starfsmanna á skrifstofu, tölva tek- in í notkun (8 reikningar frá Glóð- inni og 2 frá Samkaupi samtals kr. 4.091), kostnaður vegna boðs með fulltrúum íslenskra aðalverktaka (reikningur frá Hótel Sögu að upp- hæð kr. 8.813) og kostnaður vegna móttöku sænskra sölumanna (reikningur frá Glóðinni að upp- hæð kr. 3.570). Það sem Eyjólfur flokkar undir „ýmislegt" og eru reikningar að upphæð kr. 31.138 skýrir hann svo: „Helstu kostnaðarliðir hér eru reikningur vegna gleraugna að fjárhæð kr. 10.660. Reikningur vegna skjalatösku kr. 2.380. Aðrir liðir eru kostnaður vegna starfs- manna o.fl. Þ.h. skýrir sig sjálft." Stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja sætti sig við þessar útskýringar. Stjórnin kaus hins vegar að Eyjólf- ur sæti ekki uppsagnarfrest sinn og léti af störfum fyrirvaralaust. HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.